Fréttablaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 38
4. desember 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 22 var hugsanlega sjúklegt. Hlutverk konunnar var að koma í veg fyrir þessa hugsanlega sjúklegu hluti sem gátu gerst.“ Gögnin sem Helga Kristín notar eru bæklingar sem voru búnir til af læknum fyrir konur að lesa og birtir í Kanada. Í þessum bækling- um fá konur ráð um hvernig þær eiga að koma í veg fyrir sjúklega atburði á meðgöngunni sem þær báru siðferðislega ábyrgð á. Þau atriði sem einkenndu siðferðislega ábyrga hegðun á meðgöngu voru ekki endilega þau sömu nú og þá. „Ég fann ekkert um of háan aldur kvenna í þessum gögnum. Þegar talað var um aldur var talað um að of ungar konur áttu ekki að eignast börn og það var líka ekki gott ef faðirinn var of gamall. Nú til dags er lítið talað um aldur feðra. Kynferði kvenna var oft líkt við ávexti, þegar konur urðu til dæmis 46 ára var eggjastokk- unum líkt við rotnuð epli. En samt þótti ekkert slæmt að eiga barnið þótt þú værir komin á þann aldur. Ef þú varst enn þá frjó var allt í lagi að eiga barn.“ Konum var uppálagt að sýna ábyrgð í makavali. „Ef þú giftist manni sem var lélegur til andlegr- ar heilsu og svo dó hann, en svo áttirðu börn með öðrum manni sem var betri, þá var talið að fyrra hjónabandið hefði varanleg áhrif á æxlunarfærin og það skilaði sér í börnunum sem þú áttir með seinni manninum þótt hann væri gott eintak. Það má setja þetta í samhengi við að á þessum tíma í Norður-Ameríku var mikill áhugi á kynbótum í Bandaríkjunum og þarna höfðu konur það hlutverk að búa til góða þegna með því að gifta sig rétt. Þetta er nokkurs konar til- raun til kynbóta.“ Helga Kristín bendir einnig á að á þessum tíma höfðu konur ekki kosningarétt. „Konur voru gerðar ábyrgar þegar þær höfðu ekkert vald sjálfar. Konur notuðu þessa ábyrgð sína á meðgöngunni til þess að fá kosningarétt, til þess að biðja um meiri þátttöku. Svo hefur meðganga líka verið notuð til að stuðla að sjálfstæðisleysi. Þá er gefið í skyn að þótt þú getir orðið ófrísk þá getirðu ekki endi- lega orðið móðir. Einhver sérfræð- ingur þarf að kenna þér að vera móðir. Ábyrgð kvenna á meðgöngu hefur því bæði stuðlað að sjálf- stæði kvenna og sjálfstæðisleysi.“ ugla@frettabladid.is „Þegar fjallað er um eldri mæður er eins og verið sé að gefa í skyn að þær séu afbrigðilegar,“ segir Helga Kristín Hallgrímsdóttir, lektor í félagsfræði. Hún heldur fyrirlesturinn Þekking er vald: Áhætta og siðferðisleg ábyrgð verðandi mæðra í sögulegu ljósi á Háskólatorgi í dag frá 12 til 13. „Í félagsfræðilegu og læknis- fræðilegu samhengi er talað um áhættu. Áhætta þýðir að maður eigi að taka ábyrgð á því sem maður gerir og að maður eigi ekki að gera hluti sem hafa fyrirsjáan- legar hættulegar afleiðingar. Ég eignaðist barn þegar ég var 39 ára og þá fékk ég á tilfinninguna að ég væri of gömul. Það vakti for- vitni mína á því hvaðan þetta hug- tak „eldri móðir“ kemur, því það er tiltölulega ný hugmynd. Lang- ömmur okkar tvínónuðu ekkert við barneignir þótt þær væru orðnar 35 ára. Mér þótti snjallt að skoða eldri umræðu um þetta.“ Í þessari rannsókn skoðaði Helga Kristín tímabilið 1880- 1920 í Kanada. „Á þessu tímabili hætti læknisfræði að einskorðast við meðhöndlun sjúkra og læknar fóru að hugsa um bæði veikt fólk og fólk sem var ekki enn orðið veikt. Þarna breytist hugsunin um meðgöngu. Þá var byrjað að meðhöndla hana sem eitthvað sem Eggjastokkum líkt við rotnuð epli Helga Kristín Hallgrímsdóttir er lektor í félagsfræði í Háskólanum í Victoria á vesturströnd Kanada. Hún heldur fyrirlestur á Háskólatorgi í dag sem ber titilinn Þekking er vald: Áhætta og siðferðisleg ábyrgð verðandi mæðra í sögulegu ljósi. FANNST HÚN OF GÖMUL Helga Kristín eignaðist barn 39 ára gömul og fékk á tilfinn- inguna að hún væri of gömul. FRÉTTABLAÐIÐ/EINKASAFN Forðast móðursýki (þótti geta valdið fósturláti). Forðast allt kynlíf. Forðast að hugsa um kynlíf (ef konur hugsuðu um kynlíf á meðgöngu var hætta á að börn fengju fæðingarbletti eða yrðu vangefin). Að passa sig á hvað maður borð- aði og ferðast ekki í hestvagni (þetta er kunnuglegra í dag). * Tekið úr bæklingunum Counsel to Parents, And How to Save the Baby og Ladies‘ Guide in Health and Disease Í nútímanum að sögn Helgu Kristínar: Passa mataræði Passa þyngdaraukningu. ➜ Nokkur dæmi um siðferðis- lega hegðun á meðgöngu Kynferði kvenna var oft líkt við ávexti, þegar konur urðu til dæmis 46 ára var eggjastokkunum líkt við rotnuð epli. Helga Kristín Hallgrímsdóttir Fartölvuumslög í mörgum litum verð frá: 4.990 kr. Ferðahátalari Valuun Vibro verð: 7.990 kr. Hátalarar Logitech verð: 12.990 kr. Heyrnartól Urbanears Plat tan verð:11.990 kr. All in One borðtölva Dell Inspiron One verð: 159.990 kr. Fjölnotaprentari HP Photosmart verð: 19.890 kr. 15" Fartölva Celeron Dell Inspiron verð: 89.990 kr. Hörðustu pakkarnir fást í Advania Guðrúnartúni 10, Reykjavík Mánudaga til föstudaga frá 8 til 18 Laugardaga frá 12 til 16 Tryggvabraut 10, Akureyri Mánudaga til föstudaga frá 8 til 17 advania.is/jol Kíktu í kaffi í verslunum okkar:

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.