Fréttablaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 27
7MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 Samband íslenskra samvinnu- félaga (SÍS) var stofnað 20. febrúar 1902 og rætur þess lágu í starfsemi kaupfélaga á Norðurlandi. SÍS átti upphaf- lega að vera samræmingaraðili íslenskra samvinnufélaga og varð seinna samvinnuvettvang- ur þeirra í út- og innflutningi. „Samvinnuhreyfingin öll og Sambandið lentu í miklum erf- iðleikum á sjö- unda áratug síðustu aldar, eins og annar atvinnurekst- ur á Íslandi,“ segir Jón Sig- urðsson, fyrr- verandi ráð- herra og rektor Samvinnuskól- ans á Bifröst. „Þegar komið var fram á ní- unda áratuginn var útflutning- ur á sjávarafurðum meginund- irstaðan í rekstri Sambandsins. Það var einnig með víðtæka iðnaðarframleiðslu á Akur- eyri, verslunardeild sem var að miklu ráðandi í smásöluverslun kaupfélaganna, skipadeild og búvörudeild sem annaðist um afurðir sláturhúsa og mjólkur- samlaga,“ segir Jón og bætir því við að SÍS hafi einnig rekið fræðsludeild, Samvinnuskólann á Bifröst. Þegar tal berst að endalokum SÍS-veldisins, og þeirri stað- reynd að Sambandið hvarf með öllu úr íslensku viðskipta- og atvinnulífi, bendir Jón á að á gullaldarárum þess voru kaup- félög í öllum héruðum landsins og einnig í þéttbýlinu. „Á níunda áratugnum fóru þjónustu- og atvinnusvæðin í landinu að breytast með nýjum og betri samgöngum og önnur atriði eins og langvarandi verð- bólga gerðu rekstur SÍS erf- iðan. Afleiðingin varð sú að grundvöllurinn fór að skríða undan rekstri kaupfélaganna og Sambandsins.“ Jón segir ekki rétt að tala um „hrun SÍS“ þar sem fyrirtæk- ið hafi aldrei orðið gjaldþrota heldur einungis hætt rekstri. „Þegar þarna fór að halla undan fæti þá var farið yfir málin í Landsbankanum, sem var viðskiptabanki SÍS, og Sverrir Hermannsson, þáver- andi bankastjóri, sá þá að ris- inn stóð á brauðfótum. Sverr- ir komst að þeirri niðurstöðu að bankinn ætti ekki að beita sér fyrir uppgjöri sambandsins heldur aðstoða við að skipta því upp í margar rekstrareiningar. Það var vegna þess að bankinn hefði tapað meiru á því ef SÍS hefði farið í þrot. SÍS og Lands- bankinn voru á þessum tíma ein af stærstu fyrirtækjum landsins og ef verr hefði farið hefði það einnig komið niður á lánshæfi íslenska ríkisins.“ Jón bendir á að nokkur kaup- félög séu enn atkvæðamikil í íslenskri verslun. Hann nefn- ir sem dæmi að Kaupfélag Suðurnesja á, ásamt Kaup- félagi Borgfirðinga, meiri- hluta í Samkaupum, sem rekur fjölda verslana, bæði á höfuð- borgarsvæðinu og á lands- byggðinni. „Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga lifir fyrst og fremst því það er útgerðar- og fiskvinnslu- fyrirtæki. Kaupfélag Stranda- manna í Steingrímsfirði, Kaup- félag Vestur-Húnvetninga og sölufélag Austur-Húnvetninga eru einnig enn í rekstri. Kaup- félag Skagfirðinga lifir enn og er mjög sterkt, en það er fyrst og fremst útgerðarfyrirtæki með fisk og mjög stórt mjólk- ursamlag.“ Saga Sambands íslenskra samvinnufélaga er löng, en stofnfundur var haldinn snemma árs 1902: Stóð á endanum á brauðfótum JÓN SIGURÐSSON FUNDAÐ Á BIFRÖST Aðalfundir SÍS voru oftast haldnir í Samvinnuskólanum á Bifröst. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA. DESEMBER 1967 Kaupfélag Hafnfirðinga opnaði matvöruverslun í Garðabæ. Fyrir miðju sést bifreið sem innréttuð var sem verslun, en Kaupfélag Hafnfirðinga var með þrjá slíka kjörbúðarvagna til að þjónusta Garðbæinga. enn stofnfé. Þessar peningalegu eignir og eignir í fyrirtækjum gætu mögulega orðið forsendur fyrir frekari starfsemi SÍS.“ Spurður hvernig hann sjái framtíð SÍS fyrir sér segir Hannes hana óljósa. „Það hefur verið rætt um hugsanlegt samstarf samvinnu- félaga á breiðari grundvelli en bara innan SÍS. Það er fullt af gömlum samvinnufélögum sem hafa enga starfsemi, eins og þessi gömlu kaupfélög sem eru enn með félagsmenn, sem halda reglulega aðalfundi en hafa litla fjármuni. Samt sem áður er áhugi hjá þessum félögum að koma einhverju í gang aftur,“ segir Hannes. Vilja endurvekja gömul kynni Sambandið stóð á sínum tíma fyrir miklum útflutningi á sjáv- ar- og landbúnaðarafurðum og iðnaðarvörum, svo fátt eitt sé nefnt. Þá átti SÍS í talsverðum samskiptum við erlenda aðila. Hannes segir SÍS hafa áhuga á að koma aftur á samskiptum við suma þessara aðila. „Það er heilmikil starfsemi samvinnufélaga og samstarf út um allan heim. Á ráðstefnunni í Manchester voru til að mynda tólf þúsund manns samankom- in frá 88 löndum. Þetta tekur allt saman tíma og við erum að vonast til þess að menn geti fljótlega farið að meta stöð- una upp á nýtt og hvaða verk- efni séu í framtíðinni fyrir fé- lagið. Það virðist vera vilji til að halda þessu áfram, en það verð- ur aldrei gert í sama formi og SÍS var rekið.“ Hannes er einnig stjórnarfor- maður KEA, Kaupfélags Eyfirð- inga, og þar á bæ eru menn einn- ig að horfa til breyttra áherslna. Um aldamótin var ákveðið að breyta KEA í fjárfestingar- félag, sem er í dag með eigið fé upp á tæpa fimm milljarða króna. KEA á á þriðja tug fé- laga og má þar nefna Sparisjóð Höfðhverfinga á Grenivík, Slipp- inn, Norlandair og Ferro-Zink. Félögin eru flest innan félags- svæðis KEA, sem nær frá Siglu- firði að Bakkafirði, og hjá þeim starfa samtals á sjöunda hundr- að manns. „Við höfum áætlanir um að sækja inn á neytendasviðið og við erum að leita okkur að verk- efnum. Við ætlum jafnvel að opna verslanir og vera á neyt- endamarkaði þar sem félags- menn geta komið og átt viðskipti við sitt félag, en í KEA eru um tuttugu þúsund félagsmenn. Við komum víða við í íslensku samfé- lagi þó við séum ekki eins áber- andi í augnablikinu og áður,” segir Hannes. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími 515 7000 I Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 I volvo.is Volvo XC60 AWD, D4 dísil, 20 ventlar, 5 strokkar, 181 hö, tog 420 Nm, sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 6,4 l/100 km. CO2 169 g/km. Brimborg og Volvo áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinn mynd í auglýsingu. komdu og skoðaðu nýjan volvo xc60 í brimborg í dag. opið virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16. Njóttu ferðarinnar til botns í einstakri hönnun og skandinavískum lúxus. Margverðlaunaða öryggiskerfið Borgaröryggi er staðalbúnaður í Volvo XC60. DSTC stöðugleikastýrikerfið leiðréttir mistök í akstri og CTC beygjuspólvörnin gerir þér kleift að taka beygjur á meiri hraða, með aukinni mýkt og öruggar en áður. Veghæðin er heilir 23 cm undir lægsta punkt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.