Fréttablaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 1
MENNTAMÁL Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráð- herra, segir niðurstöðu alþjóð- legrar könnunar (PISA) um náms- stöðu grunnskólanemenda í 10. bekk áfall fyrir þjóðina. Könnunin sýnir að nálægt því einn af hverj- um þremur fimmtán ára strákum les sér ekki til gagns. Staða krakk- anna víða á landsbyggðinni er í frjálsu falli. „Þetta er ekki einangraður vandi þeirra krakka sem eru að mælast svona illa. Þetta er vandamál sam- félagsins alls,“ segir Illugi. „Við getum ekki með nokkru móti kom- ist undan því að horfa með mjög krítískum hætti á skólakerfið okkar. Fyrsta sem við verðum að gera er að horfast í augu við þessa staðreynd og viðurkenna vand- ann. Við verðum að skoða kenn- aramenntunina, og inntak hennar. Við verðum að meta skólagögnin almennt og hvernig við prófum og mælum – hvernig við fylgjumst með. Við verðum að skoða kennslu- aðferðirnar – til dæmis með lest- urinn.“ Júlíus K. Björnsson, forstöðu- maður Námsmatsstofnunar, sem framkvæmdi rannsóknina fyrir hönd menntamálayfirvalda, segir að ekki megi draga úr því að íslenskum skólabörnum líður vel í skólanum; þau séu ánægð og sjálfsörugg. En hann dregur ekki úr alvöru málsins. „Ég hef bara upplifað það tvisv- ar að sjá tölur sem ég trúði ekki í fyrstu. Það var fyrst árið 2003 þegar gífurlegur kynjamunur kom fram í stærðfræði, en þá stóðu stelpurnar sig miklu betur. Þetta er í hitt skiptið þegar mun- urinn á landsbyggðinni og höfuð- borgarsvæðinu er orðinn þetta mikill. Síðustu tólf ár hefur þessi munur gengið úr hófi fram. Fallið á sumum svæðum jafngildir heilu skólaári,“ segir Júlíus. Kennarasamband Íslands sendi frá sér tilkynningu í gær. Þar segir að niðurstöðurnar sýni að ekki sé hægt að krefjast sífellt meiri sparnaðar og aðhalds án þess að það komi niður á skóla- kerfinu. „Ljóst er að sparnaðurinn er nú farinn að bitna á einstökum nemendum jafnt sem skólakerfinu í heild sinni,“ skrifar Þórður Árni Hjaltested, formaður Kennara- sambandsins. - shá / sjá síðu 6 S agt er allt sé stórt í T Af Texasostborg-ara með frönsk-um gegn fram-vísun þessa miða. Aðeins 1.290 kr. fyrir tvo. Gildir til 31.12.2013. www.texasborg-arar.is. s: 517 3130 2 FYRIR 1 TVEGGJA KÍLÓA TEXASBORGARI!TEXASBORGARAR KYNNA Þeir sem þora að taka áskoruninni geta glímt við tveggja kílóa hamborgara á Texasborgurum við Grandagarð. BESTA FLUGFÉLAGIÐEtihad-flugfélagið, sem er ríkisrekið flugfélag í Arabísku furstadæmunum, var valið besta flugfélag í heimi í árlegri veislu World Travel Awards sem haldin var í Doha í Katar um síðustu helgi. Þetta er fimmta árið í röð sem félagið fær þessi verðlaun. RISABORGARI Hann er engin smásmíði, tveggja kílóa borgarinn á Texasborgurum. MYND/DANÍEL Útsala hafin af yfirhöfnum, tilvalið í jólagjöfina hennar. Nú er kalt í veðri og gott að hlýja sér í yfirhöfnum frá okkur. Sjáðu úrvalið á www.facebook.com/Parisartizkan Skipholti 29b • S. 551 0770 www.visir.is Sími: 512 5000 | Miðvikudagur 4. DESEMBER 2013 | 26. tölublað | 9. árgangur F Y R S TA F L O K K S Þ JÓNUSTA Síminn gagnstefnir Vodafone Síminn hefur gagnstefnt Vodafone fyrir sambæri-legan meintan ólögmætan verðþýsting og Vodafone stefndi Símanum fyrir í nóvemberbyrjun. „Brotin fólust í ofrukkun á lúkningargjöldum,“ segir í til-kynningu Vodafone til Kauphallar. Félagið krafði Símann vegna þessa um endurgreiðslu 913 milljóna króna auk vaxta. Síminn krefur nú Vodafone á móti um 2,5 milljarða króna. „Sá grundvallarmunur er á stefnum Símans og Vodafone, að stefna Vodafone á hendur Símanum fær stoð í niðurstöðu Samkeppn-iseftirlitsins og áfrýjunarnefndar samkeppnismála,en kröfugerð Símans á hendur Vodafone gerir það ekki,“ segir Vodafone. Síminn hefur farið fram á að málin verði sameinuð fyrir dómi. - óká Ýktar fréttir af láti BlackBerry Settur forstjóri farsímafram- leiðandans BlackBerry segir að fregnir af andláti fyrirtækisins hafi verið „stórlega ýktar“. Í bréfi sem John Chen, forstjóri fyrir- tækisins, sendi viðskiptavinum segir hann að BlackBerry leiti nú aftur í rætur sínar. Áhersla verð á ný lögð á framleiðslu handtækja sem henti viðskiptalífinu. Chen var áður forstjóri Sybase, en var sóttur yfir til BlackBerry, til þess að gegna starfi for tjóra og stjórnarformanns eftir að ekkert varð úr viðræðum um sölu fyrirtækisins. Í bréfinu sagði hann fyrirtækið meðvitað um að BlackBerry JOHN S. CHEN ➜ Viðtal við Hannes Karlsson, stjórnar- formann Sambands íslenskra samvinnu- félaga (SÍS). ➜ Félagið hélt aðalfund í nóvember og stjórnin fundar reglulega. ➜ Félagsmenn meta nú stöðuna og vilja fjölga verkefnum SÍS. síða 4 SAMBANDIÐ LIFIR ENN SJÓNVARPSVÍSIR BROT AF ÞVÍ BESTA ÚR JÓLADAGSKRÁNNI MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Miðvikudagur 12 3 SÉRBLÖÐ Sjónvarpsvísir | Markaður | Fólk Sími: 512 5000 4. desember 2013 285. tölublað 13. árgangur SKOÐUN Steinunn Ólína skrifar um karlmannlegt höfuðlag útvarpsstjóra og illskiljanleg einkaskilaboð. 13 MENNING Hljómsveitin Sísí Ey spilar á tónlistarhátíðinni Sónar í Stokk- hólmi á næsta ári. 30 SPORT Landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson er farinn frá KR til Noregs. 26 Sími: 661 7000 // www.kaupumgull.is 3. HÆÐ Í KRINGLUNNI (Hjá Læknastöðinni) Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587-8700 www.krumma.is ■ Frammistaða íslenskra nemenda versnar verulega frá 2009 og sé horft til allra PISA-mælinga frá upphafi, þá hefur nemendum hrakað sem nemur um hálfu skólaári á síðasta áratug. ■ Ísland ásamt Svíþjóð er með lökustu frammistöðu allra Norðurlandanna. ■ Verulegur munur er á höfuðborgarsvæði og landsbyggð í öllum greinum og hefur afturförin orðið mest á landsbyggðinni þó svo höfuðborgar- svæðið hafi einnig látið undan síga. ■ Piltum hefur farið verulega aftur í lesskilningi og stærðfræðilæsi, og eru nú um 30% þeirra á tveimur neðstu þrepum lesskilnings og um 20% á neðstu þrepum stærðfræðilæsis. ■ Frammistaða íslenskra nemenda í náttúrufræðilæsi er sú lakasta af öllum Norðurlöndunum. Niðurstöður fyrir Ísland í hnotskurn Ráðherra segir PISA áfall og vill grandskoða skólakerfið Menntamálaráðherra segir niðurstöðu PISA-könnunar vandamál samfélagsins alls. Kennarasambandið kennir niðurskurði til menntamála um. Forstöðumaður trúði vart tölunum yfir þróunina á landsbyggðinni. TÍSKA Ilmhönnuðurinn Andrea Maack er nýkomin frá Moskvu, en vörur hennar hafa slegið ræki- lega í gegn í Rússlandi. Rússnesk- ir fjölmiðlar sýndu Andreu og vörum hennar talsverðan áhuga. „Við héldum móttökur í þremur risastórum verslunum, meðal annars versluninni Tsum í Moskvu sem er einn voldug- asti verslunarrisinn þar í borg,“ segir Andrea, en Tsum er stærsta deildaskipta sérvöruverslun í Austur-Evrópu, með yfir þúsund þekkt tískumerki á sínum snær- um, meðal annars merki á borð við Harry Winston, Rolex, Dior, Chanel og svo mætti lengi telja. - ósk sjá nánar/bls 30 Fengu inni í stórverslunum: Rússar vilja ís- lensk ilmvötn LÖGREGLUMÁL Gunnar Kristján Jónasson, bróð- ir Sævars Rafns sem lést í átökum við lögreglu í fyrrinótt, segist hugsa til þeirra sem lentu í kúlna- hríðinni. Hann geti ekki séð að lögregla hafi getað brugðist við með öðrum hætti en hún gerði. „Satt best að segja átti maður von á því að fá fréttir af þessum manni á hinn veginn, að hann hefði orðið einhverjum að bana,“ segir Gunnar Kristján. Vettvangsrannsókn á íbúð Sævars í Árbæ og á stigagangi fjölbýlishússins stóð allan daginn í gær og er hvergi nærri lokið. Lögregla býst jafnvel við að rannsókn geti staðið út þessa viku. Hrannar Jónsson, formaður Geðverndar, gagn- rýnir hins vegar viðbrögð lögreglu. Ráðist hafi verið til atlögu þegar ekki stafaði lengur hætta af manninum. - fb / sjá síðu 4 Bróðir Sævars Rafns Jónassonar um skotbardagann þar sem Sævar lést: Lögregla gat ekkert annað gert VERKSUMMERKI RANNSÖKUÐ Greinileg för eftir haglabyssuskot sjást á veggjum og hurð nágranna í stigagangi fjölbýlishúss í Árbæ þar sem maður lést í skotbardaga við lögreglu í fyrrinótt. Lögregla rannsakaði vettvang í gær og gæti rannsóknin staðið út þessa viku. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MARKAÐURINN FRÉTTIR Framkvæmdir trufla Kaupmenn segja framkvæmdir á Hverfisgötu trufla jólaverslun. Þeim mun ekki ljúka fyrr en eftir jól. 2 Víða pottur brotinn Á vefsíðum margra íslenskra fyrirtækja eru lykilorð notenda ekki dulkóðuð og því hætta á því að þau lendi í röngum höndum. 8 Hækka frístundastyrk Borgarstjórn ákvað í gær að hækka styrki til barna vegna frístundastarfs. 10 Hátækni komin í fang Landsbankans Landsbankinn hefur keypt allt hlutafé í tæknifyrirtækinu Hátækni. Fyrir- tækið hefur glímt við rekstrarvanda síðustu misseri. Bolungarvík -9° NA 7 Akureyri -8° N 7 Egilsstaðir -8° NV 8 Kirkjubæjarkl. -4° NV 8 Reykjavík -4° NV 5 FROST Á FRÓNI Yfirleitt norðan 8-13 m/s en 10-18 A-lands og við SA-ströndina síðdegis. Él N-til en léttir til syðra. Frost 0-12 stig, kaldast inn til landsins. 4

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.