Fréttablaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 8
4. desember 2013 MIÐVIKUDAGUR| FRÉTTIR | 8 LAGERSALA GJAFAVÖRUR Tilvalið að kaupa fallegar jólagjafir á ótrúlegu verði VILLAGE OPIÐ: 13-18 virka daga og 12-16 á laugardag Erum í SÍÐUMÚLA 3 í næsta húsi við SAMSUNG Setrið í sama húsi og PÓSTHÚSIÐ FJARSKIPTI Vefsíður margra íslenskra fyrirtækja geyma lyk- ilorð viðskiptavina sinna án þess að dulkóða þau. Það þýðir að sé brotist inn á vefsíðuna er hægt að hlaða niður lista yfir notendanöfn og lykilorð á síðunum. Á þetta er bent á Facebook-síðu Pírata. Þar eru tiltekin fimm dæmi yfir vefsíður sem eru með þennan öryggisgalla. Það eru vefsíðurnar tonlist.is, nyherji.is, n1.is, orkan. is og mbl.is. Eftir umfjöllun á vef Pírata hefur Nýherji tilkynnt að unnið sé að því að lagfæra þennan öryggisgalla á vefsíðu fyrirtækis- ins. „Ef vefsíður bjóða fólki upp á að fá lykilorðið sent er það augljós- lega ódulkóðað,“ segir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. Hann segir vandamálið merki- lega útbreitt. Þessar fimm síður séu síður en svo einu dæmin um íslenskar síður sem hafi þennan öryggisgalla. Þetta sé því miður ótrúlega algengur galli á íslensk- um vefsíðum þar sem fólk þurfi að skrá sig inn á síðurnar. Vefsíður sem nota dulkóðun til að verja notendur sína geta ekki sent notendum sem gleyma lykil- orðum sínum lykilorðið í pósti. Þær bjóða þess í stað upp á aðrar leiðir til að setja inn nýtt lykilorð. „Þeir geta ekki sent lykilorðin af því þeir vita þau ekki. Þannig á þetta að virka. En af einhverjum ástæðum, sem eru mér hulin ráð- gáta, trassa sumir tæknimenn að gera þetta með þeim hætti, sem er einkennilegt því þetta er afskap- lega einfalt,“ segir Helgi. Margir nota sömu notendanöfn og lykilorð á mörgum vefsíðum, og því getur það verið mikið vanda- mál takist tölvuþrjótum að stela aðgangsorðum og lykilorðum að vefsíðu, þó strax sé lokað fyrir misnotkun á stolnu lykilorðunum á þeirri vefsíðu. Þetta kom skýrt í ljós í kjölfar innbrotsins á vef- síðu Vodafone aðfaranótt síðasta laugar dags. brjann@frettabladid.is Mörg fyrirtæki með ódulkóðuð lykilorð Á síðu Pírata er bent á fimm íslenskar vefsíður sem ekki verja notendur sína með því að dulkóða lykilorð þeirra. Útbreitt vandamál, segir þingmaður Pírata. Rann- sókn lögreglu á innbroti á vef Vodafone aðfaranótt laugardags á frumstigi. Rannsókn lögreglu á innbrotinu á vef Vodafone er á frum- stigi, segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögreglu- þjónn rann- sóknardeildar lögreglu höfuðborgarsvæðisins. Stjórnendur Vodafone kærðu innbrotið á sunnudag, en fram kom í fréttum RÚV í gær að hakkarar frá Alsír hafi í tvígang áður komist inn á vef Vodafone, í mars 2012 og í maí í ár. „Almennt getur rannsókn mála af þessu tagi verið erfið,“ segir Friðrik Smári. Hann segir að rekja þurfi svokallaðar IP- tölur þeirra sem fremji brot sín á netinu. Miðað við þær upplýsingar sem hakkarinn gefur sjálfur upp, er hann frá Tyrklandi. Friðrik segir vissulega erfitt að upplýsa mál þar sem gerandinn sé ekki hér á landi, en lögreglan geti leitað atbeina lögreglu í öðrum löndum við rannsóknir. ➜ Erfitt að rekja slóð glæpamanna á netinu Sami hakkari og braust inn á vef Vodafone kom inn á vef Símans á svipuðum tíma og árásin á Vodafone var gerð. Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, segir að ekki liggi fyrir vitneskja um neina árás á kerfi Símans. Ekkert bendi til þess að utanaðkomandi aðili hafi komist í gögn hjá Símanum. Hún segir að Síminn hafi upplýst PFS um þetta um helgina. „Það er í sjálfu sér ekki fréttnæmt að gerðar séu árásir á vefsíður fyrirtækja, svo algengar eru þær orðnar. Við sjáum svona tilraunir í hverri viku og varnir taka mið af því.“ Reynt var að brjótast inn hjá hýsingarfyrirtæki sem meðal annars hýsir vef Mílu á svipuðum tíma og brotist var inn á vef Vodafone. Sigurrós Jónsdóttir, deildarstjóri samskipta hjá Mílu, segir að vefir fjölmargra fyrirtækja séu hýstir á sama stað, og því ekki víst að vefur Mílu hafi verið skotmarkið. Starfsmenn hýsingarfyrirtækisins hafi varist netárásum fyrir og um síðustu helgi. ➜ Skoðaði vef Símans Tæplega 300 hafa sagt upp GSM-áskrift hjá Vodafone eftir að upplýst var um innbrot á vef fyrirtækisins um helgina. „Frá því á laugardag hafa 297 viðskipta- vinir hætt í GSM-áskrift,“ segir Hrannar Pétursson, framkvæmdastjóri samskiptasviðs Vodafone. Hann segir fjölda GSM-viðskiptavina hjá fyrirtækinu á annað hundrað þúsund. „Það er góð sala, en það er erfitt að segja hverju það er að þakka,“ segir Liv Bergþórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Nova. Fyrirtækið hafi haldið upp á sex ára afmæli um helgina og verið með tilboð í gangi bæði vegna þess og jólanna. Ekki hafi orðið vart við áberandi aukningu sem augljóslega megi rekja til inn- brotsins hjá Vodafone um helgina. „Mánudagurinn var mjög annasamur og töluverður hópur kaus að koma í viðskipti,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans. ➜ Um 300 sagt upp GSM áskrift STAÐFEST DÆMI Píratar tiltaka fimm dæmi um vefsíður sem ekki dulkóða lykilorð notenda sinna. FRIÐRIK SMÁRI BJÖRGVINSSON Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is Miele ryksugur FRÓÐLEIKUR Á FIMMTUDEGI Frumvarp til laga um breytingar á lögum um tekjuskatt Í þessu frumvarpi er m.a. fjallað um afleiðuviðskipti, arðsúthlutun til eigenda félaga, millilandasamruna, milliverðlagningu og sérstakan fjársýsluskatt 5. des. | kl. 8:30 | Borgartúni 27 Skráning á kpmg.is Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.