Fréttablaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 22
Samband íslenskra samvinnufélaga (SÍS) er ekki dautt úr öllum æðum. Félagið hélt aðal- fund í nóvember og stjórn þess fundar reglulega. Hannes Karlsson, stjórnar- formaður SÍS, segir að félagsmenn séu nú að meta stöðuna upp á nýtt og mögu- leg framtíðarverk- efni félagsins. | 6 4. desember 2013 | miðvikudagur Þjóðskjalasafn Íslands fékk á síðasta ári skjalasafn SÍS til varðveislu. Skjalasafnið, sem geymir ýmsar frumheimildir um sögu Sambandsins, kom með flutningabíl með tengivagni frá Húsavík á sextíu vöru- brettum. Safnið er í um átta þúsund skjalaöskjum og vegur um tuttugu tonn. „Þetta er stærsta einkaskjalasafn sem við höfum tekið við. Það hefur því tekið nokkurn tíma að ganga frá safninu og skjalaskrá þess. Við erum á síðustu metrunum og vonumst til að klára þetta á næstu vikum,“ segir Njörður Sigurðsson, sviðs- stjóri skjalasviðs Þjóðskjalasafns Íslands. „Við teljum stærð skjalasafna í hillumetrum, þar sem ein skjalaaskja er sett upp á rönd, og þetta skjalasafn telur um fimm til sex hundruð hillumetra. Í skjalaskránni sjálfri skráum við upplýsingar um það sem finna má í safninu og það eru um fjörutíu þúsund færslur í skránni.“ Njörður segir að elstu skjölin í skjalasafni SÍS séu frá síðari hluta 19. aldar og þau yngstu frá síðustu aldamótum. Ætlið þið að gera efnið aðgengilegt á netinu? „Það er ekkert búið að ákveða hvort þetta verði sett á netið en við hefðum áhuga á að gera það. Það væri verkefni sem við þyrftum að fara í með SÍS,“ segir Njörður. SKJALASAFN SÍS VEGUR TUTTUGU TONN Í FLUTNINGABÍL FRÁ HÚSAVÍK Skjalasafni SÍS var staflað á sextíu vöru- bretti. MYND/ÞJÓÐSKJALASAFN ÍSLANDS. NJÖRÐUR SIGURÐSSON Samvinnufélög eru stofnuð á samvinnugrundvelli með því mark- miði að efla hag félagsmanna eftir viðskiptalegri þátttöku þeirra í félagsstarfinu. Í samvinnufélögum er félagatala óbundin, stofnfé ekki fastákveðin fjárhæð og félagsmenn og aðrir félagsaðilar bera ekki persónulega ábyrgð á heildarskuldbindingum félagsins. HVAÐ ERU SAMVINNUFÉLÖG? „Við héldum aðalfund á Húsa- vík í nóvember og það eru heil- miklar pælingar í gangi,“ segir Hannes Karlsson, stjórnarfor- maður Sambands íslenskra sam- vinnufélaga (SÍS). SÍS, eða Sambandið eins og það var kallað í daglegu tali, fagnaði 111 ára afmæli í febrú- ar á þessu ári. Þá var liðið 21 ár frá endalokum SÍS-veldisins þegar Landsbankinn skipti fyr- irtækinu upp eftir erfið ár sem einkenndust af breyttum rekstr- araðstæðum og aukinni skulda- söfnun. Sambandið hafði þá um áratugaskeið verið stærsta fyr- irtæki landsins og mikill áhrifa- valdur í íslensku atvinnulífi. Um 35 samvinnufélög eru skráð á landinu í dag og um tuttugu þeirra eru virk. Má þar nefna Kaupfélag Suðurnesja, KEA, Sláturfélag Suðurlands, leigubílastöðina Hreyfil, Kaup- félag Skagfirðinga og húsnæð- issamvinnufélagið Búseta. Félögin að ná vopnum sínum „Sambandið hefur haldið aðal- fund á hverju ári og stjórn þ e s s f u nd a r reglulega. Að- alfundurinn í ár var fínn og þar mættu um þrjátíu til fjör- tíu aðilar sem hafa rétt til setu á aðalfundi. Þar stilltum við upp vangaveltum varðandi mögulega framtíð SÍS og það er ljóst að menn vilja halda þessu áfram,“ segir Hannes. Hann segir að SÍS hafi að loknum aðalfundi haldið málþing um samvinnumál. „Þar urðu miklar umræður um samvinnufélög í heiminum. Nokkrir samvinnumenn fóru á síðasta ári til Manchester á al- þjóðaráðstefnu samvinnufélaga. Þar var alveg ljóst að samvinnu- félögin, ekki síst þau í Evrópu, eru að fyllast sjálfstrausti og að ná vopnum sínum aftur eftir frekar mögur ár,“ segir Hannes. Hann segir að rekstur evr- ópsku samvinnufélaganna sé ólíkur rekstri SÍS á árunum fyrir 1992. „Þessum félögum er nú oftast skipt í neytendafélög og fram- leiðendafélög, en þessum tveim- ur þáttum var blandað saman innan íslensku samvinnufélag- anna. Ég held að þetta sé mjög eðlileg þróun sem hefði að öllum líkindum orðið hér á landi ef Sambandið hefði haldið áfram,“ segir Hannes. Eignarhaldsfélagið SÍS SÍS er í dag eignarhaldsfélag sem á eignarhluti í líftrygginga- félaginu Andvöku og fyrirtæk- inu GS1, sem sér meðal annars um útgáfu strikamerkja. „Það eru ekki miklir fjár- munir í félaginu en það eru ein- hverjar eignir. Síðustu ár hefur SÍS sett heilmikla fjármuni inn í Háskólann á Bifröst og á þar Vilja fjölga verkefnum SÍS JANÚAR 1966 Starfsmenn SÍS í Hafnarfirði pakka fiskafurðum í umbúðir Sambandsins. HANNES KARLSSON VIÐTAL Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is SÍS Höfuðstöðvar Sambandsins voru lengi við Sölvhólsgötu þar sem menntamálaráðuneytið er í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA. KJÖTFJALLIÐ Sambandið réð yfir miklum frystigeymslum sem geymdu frystar kjötafurðir við öll sláturhús landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.