Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.12.2013, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 04.12.2013, Qupperneq 30
4. DESEMBER 2013 MIÐVIKUDAGUR10 GERÐU FRÁBÆR KAUP Á NOTUÐUM BÍL FRÁ OKKUR! BILALAND.IS OPEL CORSA ENJOY Nýskr. 11/07, ekinn 51 þús. km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 1.290 þús. Rnr. 102224. DACIA DUSTER PLUS 4x4 Nýskr. 05/13, ekinn 31 þús. km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 3.690 þús. Rnr. 281187. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is HYUNDAI IX20 COMFORT Nýskr. 09/11, ekinn 22 þús. km. bensín, sjálfskiptur. Rnr. 120294. TOYOTA AVENSIS WAGON SOL Nýskr. 05/12, ekinn 36 þús km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 3.990 þús. Rnr. 120283. NISSAN NOTE VISIA Nýskr. 05/13, ekinn 24 þús km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.860 þús. Rnr. 141826. HYUNDAI GETZ Nýskr. 12/06, ekinn 59 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 1.280 þús. Rnr. 141820. CHEVROLET CRUZE Nýskr. 05/13, ekinn 9 þús. km. bensín, beinskiptur. VERÐ kr. 2.790 þús. Rnr. 120272. Frábært verð 2.890 þús. TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! ALLT AÐ 80% LÁNAMÖGULEIKAR Gengi hlutabréfa Vodafone í Kaup- höll Íslands hrapaði þegar við- skipti hófust með þau í byrjun vik- unnar. Um helgina varð fyrirtæk- ið fyrir alvarlegum gagnastuldi af vef þess. Mest lækkuðu bréfin um tæp 15 prósent laust fyrir hádegi á mánudag, en síðan rétti geng- ið að eins úr sér. Lækkun mánu- dagsins endaði í 12,10 prósent- um. Áhrifin af klúðri helgarinnar voru því bæði mikil og greini- leg, en nokkur ánægja hafði verið með síðasta uppgjör félagsins og því spáð ágætis gengi. Í gær virt- ist svo ákveðið jafnvægi komið á, þótt bréfin hafi aðeins lækkað í fyrstu viðskiptum. Í dagslok stóð gengið í stað. Í nýrri umfjöllun vírusvarna- fyrirtækisins Trend Micro er farið yfir hve skaðlegur öryggisbrestur sem þessi er í raun og sann. Far- símar, net og önnur jaðartæki eru sagðir sérstakir áhættuþætt- ir þegar kemur að árásum á ein- stök fyriræki. „Meira að segja leiðir rannsókn í ljós að viðleitni til að koma í veg fyrir að trúnaðargögnum verði stolið er meðal mikilvægustu verkefna sem samtök og stórfyr- irtæki standa frammi fyrir,“ segir í fréttabréfi Trend Micro. „Fyr- irtæki þurfa sem aldrei fyrr að standa vörð um höfuðdjásn sín, vegna þess að brotalöm í þeim efnum gæti haft alvarlegar af- leiðingar.“ Talin eru nokkur sönn dæmi um afleiðingar sem það getur haft að vernda ekki gögn fyrirtækja Mikilvægasta skrefið til að verjast árásum á fyrirtækisvef er að tryggja netkerfið. Til þess að koma í veg fyrir að tölvuþrjótar komist yfir höfuð á það stig að geta hlaðið niður gögnum er lykilatriði að greina árásir sem fyrst. Trend Micro leggur til sértæka varnaráætlun sem greint getur árásir í rauntíma. Hér eru svo ráðleggingar um viðbótarviðbúnað: Hafið „höfuðdjásn“ (crown jewels) aðskilin öðrum gögnum. Undir skil- greiningu höfuðdjásna falla opinber gögn, vísindarannsóknir, trúnaðarupp- lýsingar og rannsóknargögn á borð við lyfjaformúlur, sem ætti að vista fjarri daglegum gögnum. Eins er ráðlegt að nota aðgangsstýringu að ákveðnum tölvum þegar kemur að því að deila eða hlaða niður leyndargögnum. Komið fyrir vörnum milli enda- stöðvar og tölvuskýs. Lagt er til að skrár, diskar og gagnageymslur séu dulkóðaðar til þess að vernda laus tæki, fartölvur og annað slíkt. „Dul- kóðið gögn þegar notuð eru forrit í hvort heldur sem er lokuðum eða opnum tölvuskýjum,“ segir í nýju fréttabréfi Trend Micro. Komið á skipulagi gagnaverndar. „Til að tryggja gagnavernd á að taka upp kerfi með lagskiptri aðgangs- stýringu. Í slíkri uppbyggingu eru viðkvæmustu gögn ekki tengd netkerfinu, á meðan önnur gögn kalla á auðkenningarferli og fleira slíkt. Fleiri ráðleggingar má finna á vef PFS, www.netöryggi.is. Víti til að varast Bréf Vodafone tóku snarpa dýfu í Kauphöllinni eftir innbrot tölvu- þrjóts. TrendMicro segir kostnað fylgja slíkum áföllum. Dagsetning Lokaverð kr. Velta m.kr. Fjöldi viðskipta 3.12. 26,15 64,4 14 2.12. 26,15 210,9 50 29.11. 29,75 53,4 5 28.11. 29,5 112,6 13 27.11. 29,1 19,7 5 26.11. 28,7 26,4 1 25.11. 28,8 46,5 10 Heimild: Vefur Nasdaq OMX VIÐSKIPTI MEÐ BRÉF VODAFONE SÍÐUSTU DAGA SVONA MÁ AUKA GAGNAVERNDINA HJÁ FYRIRTÆKJUMUPPLÝSINGATÆKNI Óli Kristján Ármannsson | olikr@frettabladid.is tryggilega. Kostnaðarsamt sé að bregðast við og fást við afleiðingar innbrots. Þar er vísað til fjármuna og viðbúnaðar sem þörf sé við að greina hvernig árásin átti sér stað, hvaða gögnum var stolið og hvaða hliðartjón kunni að hafa orðið. Eins kemur fram að fyrirtæki gætu átt yfir höfði sér sektar- greiðslur ef komi í ljós að þau hafi látið hjá líða að uppfylla ör- yggisstaðla sem geri þeim skylt að fylgja ákveðnum reglum. Síðan er óáþreifanlegur og óaft- urkræfur kostnaður. „Fjármunir sem eytt hefur verið í rannsókn- ir og þróun og í viðskiptaleynd- armál, þar sem þjófnaður gagna getur haft í för með sér skerta samkeppnisstöðu. Haraldur Guðmundsson | haraldur@frettabladid.is „Okkar stærsta tímabil er nú hafið af fullum þunga. Heildarfjöldi sendinga fer upp um þrjátíu til fjörutíu prósent í þessum mánuði og stærstu dagarnir eru tvöfaldir á við hefðbundna daga,“ segir Atli Freyr Einarsson, framkvæmda- stjóri DHL Express á Íslandi. „Þetta er mikil pressa og hasar en þetta eru aðstæður sem við þekkjum og höfum farið í gegn- um margsinnis áður.“ Atli segir að stór hluti sending- anna innihaldi vörur innlendra verslana sem fara í sölu fyrir jólin. „Við urðum vör við að jólaös- in byrjaði aðeins seinna í ár en venjulega. Hún hefur yfirleitt haf- ist í lok október eða byrjun nóvem- ber en byrjaði í ár ekki fyrr en í lok nóvember,“ segir Atli og bætir því við að annar stór hluti send- inga innihaldi jólagjafir sem Ís- lendingar senda út. Atli áætlar að um 18-20 prósent af heildarsendingum ársins fari í gegnum fyrirtækið í desember- mánuði. „Í ofanálag hefur orðið spreng- ing í fjölda sendinga frá erlend- um vefverslunum,“ segir Atli. Hann segir að sendingum frá slík- um síðum hafi fjölgað um þrjá- tíu prósent á þessu ári. Þar er um að ræða sendingar á vörum af ýmsum toga; bbókum, bíla- varahlutum, fatnaði, húsgögnum, tölvuleikjum og snyrtivörum. „Við höfum þurft að laga okkur að þessu því hver tilraun til af- hendingar eykur okkar kostnað. Við höfum til dæmis komið með nýjung sem er fólgin í því að að við sendum sjálfvirkt sms til þeirra sem eiga sendingar hjá okkur þar sem við látum viðkomandi vita að við munum koma sendingunni til þeirra þann daginn.“ FYRIRTÆKIÐ | DHL EXPRESS Á ÍSLANDI Mikil pressa fyrir jól Heildarfjöldi sendinga DHL Express á Íslandi fer upp um 30-40 prósent í desembermánuði. Jólaösin hófst seinna í ár, að sögn framkvæmdastjóra fyrirtækisins, á meðan sendingum frá vefverslunum fjölgaði. Í HÖFUÐSTÖÐVUNUM Um tuttugu prósent af heildarsendingum DHL fara í gegnum fyrirtækið í desember. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL. af heildarsendingum DHL á árinu fara í gegnum fyrirtækið í desember. 18-20% Í ofanálag hefur orðið sprenging í fjölda sendinga frá erlendum vefverslunum

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.