Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.12.2013, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 04.12.2013, Qupperneq 46
4. desember 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 30 Þorlákur Morthens, eða listamaður- inn Tolli eins og hann er oft kallaður, ætlar að afhenda formönnum þing- flokka Kærleikshandbókina í dag. Tolli segir að textinn fjalli um kær- leikann á fræðilegan hátt en ekki á þennan venjubundna trúarlega hátt. „Það er auðveldara að tengja sig kær- leikanum ef maður hefur vitneskju um að hann sé til sem eiginleiki en ekki einungis trúarlegt hugtak.“ Hann álítur það einfalda og áhrifa- ríka leið til að koma skilaboðunum áleiðis að gefa þingmönnum bókina. „Þeir eru á þessum vettvangi þar sem verið er að taka ákvarðanir um það sem ber að gera.“ Hann telur einnig að lestur bókarinnar sé þingmönnum hollur undirbúningur fyrir framtíðina. „Pólitík framtíðarinnar mun meira og meira beinast inn á við og menn leita lausna í því hvernig við erum frekar en hvernig umhverfi okkar er.“ Það þykir honum vera heillaþróun. „Tilvist án kærleika er ekki góður staður til að vera á.“ - ue „Við erum nýkomin frá Moskvu þar sem við vorum að heimsækja samstarfsmenn okkar og tala við pressuna,“ segir Andrea Maack, myndlistarkona og ilmhönnuður, en vörur Andreu hafa slegið ræki- lega í gegn þar í landi. „Við héld- um móttökur í þremur risastórum verslunum, meðal annars verslun- inni Tsum í Moskvu sem er einn voldugasti verslunarrisinn þar í borg,“ segir Andrea, en Tsum er stærsta deildaskipta sérvöruversl- unin í Austur-Evrópu, með yfir þúsund þekkt tískumerki á sínum snærum, meðal annars merki á borð við Harry Winston, Rolex, Dior, Chanel og svo mætti lengi telja. Auk þess er að finna í versl- uninni veitingastaði, vindlastofu og Veuve Clicquot-kampavínsbar, svo eitthvað sé nefnt. „Það er rosalega gaman að sjá hvað við erum að fá góðar viðtök- ur í Rússlandi. Sannarlega óvænt ánægja,“ segir Andrea jafnframt. Andrea var einnig með kynn- ingar í verslununum Gum og Vesna. „Þetta eru allt æðislegar verslanir og heiður fyrir mig að komast að þarna. Það er svo ótrú- lega gaman að upplifa Moskvu – það er rosa kraftur í öllum og öllu. Rússar eru svo miklir fagurker- ar. Borgin er rosalega falleg og svo fundum við fyrir svo miklum áhuga og velvilja í garð Íslands,“ bætir Andrea við. Andrea er nú komin aftur til Ítalíu þar sem hún starfar um þessar mundir. „Ég ætla bara að halda áfram á meðan það gengur svona vel,“ segir Andrea hógvær, en ilmvötn hennar eru nú fáan- leg í yfir tuttugu löndum, allt frá Það er rosalega gaman að sjá hvað við erum að fá góðar viðtökur í Rússlandi. Sannarlega óvænt ánægja. Andrea Maack „Uppáhaldið í augnablikinu er Jólakaldi vegna þess að happy hour er ómissandi hluti af jólafríinu.“ Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi. DRYKKURINN Rússar spenntir fyrir íslenskum ilmvötnum Andrea Maack ilmhönnuður var í Moskvu þar sem hún kynnti vörur sínar hjá einum voldugasta verslunarrisa þar í borg. Hún segir Rússa kraft mikla fagurkera. Andrea Maack er fædd árið 1977. Hún útskrifaðist úr myndlistadeild Listaháskóla Íslands árið 2005. Andrea stofnaði fyrirtækið ANDREA MAACK PARFUMS formlega árið 2010, en fyrirtækið er íslenskt ilmvatns- hús sem á uppruna sinn að rekja til myndlistarsýninga hennar. Árið 2010 voru þrjú ilmvötn sett á markaðinn á Íslandi. Í framhaldinu hófst öflug markaðssetning erlendis og hefur fjórum ilmvötnum verið bætt við flóruna. Varan er nú seld í yfir hundrað verslunum í Evrópu og Bandaríkjunum og þótt víðar væri leitað. Samstarf Andreu við ilmvatnsgerðarmennina (perfumera) er óvenjulegt að því leytinu til að þau vinna saman í að blanda ilmvötn út frá hugar- heimi og myndlistarverkum hennar, en hver ilmur frá Andreu kominn er byggður á einhverju verka hennar. ➜ Ilmhönnuðurinn Andrea Maack Á FJÖLMIÐLAFUNDI Andrea sést hér tala við pressuna í Rússlandi. MYND/ÚR EINKASAFNI ÓVÆNT ÁNÆGJA Andrea segir það hafa komið henni ánægjulega á óvart hversu vel hefur gengið með ilmvötnin í Rússlandi. MYND/ÚR EINKASAFNI Tilvist án kærleika ekki góður staður Tolli gefur þingmönnum Kærleikshandbókina. GJAFMILDUR Tolli segir kærleikann ekki aðeins trúarlegt hugtak. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Evrópu, til Bandaríkjanna til Mið- Austurlanda. Erlend pressa hefur einnig sýnt Andreu mikinn áhuga og fjallað hefur verið um Andreu í þekktum glanstímaritum á borð við Marie Claire, Costume, Elle og Vogue svo einhver séu nefnd. olof@frettabladid.is ÞAÐ ER REIMT ... Í REYKJAVÍK BÓK SEM FYLGIR ÞÉR ALLA ÆVI EINNIG FÁANLEG Á ENSKU RÍKULEGA MYNDSKREYTTAR MUNNMÆLASÖGUR ÚR SAMTÍMANUM LESTU HANA EF ÞÚ ÞORIR ! „Þetta er frábært, við hlökkum mikið til og það er mikill heiður fyrir okkur að fá að koma fram þarna,“ segir Elísabet Eyþórsdóttir tónlistarkona og meðlim- ur í hljómsveitinni Sísý Ey, sem spila á Sónar-hátíð- inni í Stokkhólmi dagana fjórtánda og fimmtánda febrúar á næsta ári. Hljómsveitina skipa þrjár systur, þær Elísabet, Sigríður og Elín Eyþórsdætur, ásamt Friðfinni Oculus. Áður hafa listamenn á borð við Jon Hopkins, Paul Kalkbrenner og James Holden staðfest komu sína á hátíðina. Red Bull fjármagnar að mestu Sónar í Stokkhólmi en hluti af því samkomulagi er að íslenskir tónlistar- menn komi fram á hátíðinni í Stokkhólmi. „Sísý Ey kom fram á Sónar í Barselóna og fékk frábærar við- tökur og ekki voru viðtökurnar síðri á Sónar í Reykja- vík. Það er líka frábært að Sónar Reykjavík geti stutt íslenskar hljómsveitir við það að koma fram erlend- is,“ segir Björn Steinbekk, framkvæmdastjóri Sónar Reykjavík. Aðspurð um móralinn í hljómsveitinni segir Elísa- bet hann með eindæmum góðan. „Það er enginn rígur á milli okkar systra og það gengur allt rosalega vel,“ segir Elísabet, sem hefur þá komið fram á þremur Sónar-hátíðum á einu ári. Sveitin vinnur nú að nýju efni en stefnt er á plötuút- gáfu á nýju ári. Þá mun sveitin meðal annars koma fram á tónlistarhátíðunum Eurosonic í Hollandi og Bylarm í Noregi á næsti ári. - glp Sísý Ey á Sónar í Stokkhólmi Hljómsveitin fetar í fótspor Jons Hopkins, Pauls Kalbrenner og James Holden. SÍSÝ EY Á SÓNAR Í BARSELÓNA Systra- bandið Sísý Ey kom meðal annars fram á Sónar í Barselóna í sumar. MYND/EINKASAFN

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.