Fréttablaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 40
4. desember 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 24 Við byrjum alla morgna á því að syngja, ég mæli eindregið með þessu fyrir alla vinnustaði. Ég legg sérstaklega til að þetta verði tekið upp á Alþingi. Þetta hjálpar okkur sér- staklega mikið í undirbúningi fyrir jólamarkaðinn,“ segir Óskar Albertsson, talsmaður vinnustof- unnar Ásgarðs. Á laugardaginn halda starfsmenn Ásgarðs árlegan jólamarkað sem hefur notið mik- illa vinsælda undanfarin ár. „Þessi markaður hefur gríðarlega mikla þýðingu fyrir okkur. Við erum sjálfseignarstofnun og ágóðinn af jólamarkaðinum fer að miklu leyti í reksturinn okkar.“ Vörurnar á jólamarkaðinum hafa slegið í gegn undanfarin ár að sögn Óskars. „Þetta eru náttúru- lega frábærar jólagjafir. Til dæmis eru leikfangavörubílarnir okkar ótrúlega vinsælir. Við framleiðum líka leðurtöskur, símahulstur úr leðri, koparskálar, fullt af leik- föngum og fleira og fleira,“ útskýr- ir Óskar af áhuga. Hann segir und- irbúninginn fyrir jólamarkaðinn hafa gengið óvenjuvel þetta árið. „Við spýttum í lófana og bættum í úrvalið okkar. Við eigum líka meira til af vinsælum vörum og ætlum að kynna ýmsar nýjungar í vöruvali,“ bætir Óskar við en vill ekki fara nákvæmlega út í hverjar nýjungarnar verða: „Fólk verður bara að mæta á staðinn og sjá nýj- ungarnar. Þá getur fólk líka kíkt á jólahlaðborðið okkar, en helstu bakarar landsins og Mjólkursam- salan hafa styrkt okkur. Þarna verða til sölu ýmis sætindi og heitt súkkulaði, ég legg áherslu á súkk- ulaði, þetta er ekki kakó.“ Óskar segir mikla gleði ríkja á vinnustofunni, þakkar það söngn- um alveg sérstaklega. En eitt má laga: Kynjahlutfallið. „Starfsmenn- irnir okkar eru að langstærstum hluta karlmenn. Við höfum hugsað mikið um þetta og viljum bjóða konur alveg sérstaklega velkomn- ar hingað.“ Jólamarkaður handverkstæðis- ins Ásgarðs er frá 12 til 17. Mark- aðurinn er haldinn á Álafossvegi 22 í Mosfellsbæ. kjartan@frettabladid.is Alþingismenn ættu að byrja sérhvern dag á söngstund Handverkstæðið Ásgarður heldur árlegan jólamarkað á laugardaginn. Til sölu er handverk eft ir starfsmenn Ásgarðs og sætindi frá helstu bökurum landsins. Frábærar jólagjafi r segir talsmaður vinnustofunnar. MIKIÐ ÚRVAL Á jólamarkaðinum er margt til sölu, handverk sem framleitt er af starfsmönnum Ásgarðs. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ➜ Ásgarður er verndaður vinnustaður í Mosfellsbæ. Starfsmenn eru um 40 talsins Leiðbeinendur eru sjö Ásgarður heldur árlegan jólamark- að fyrsta laugardag í desember. Leikkonan Amy Adams prýðir for- síðu janúarheftis Vanity Fair og talar um samband sitt við unnust- ann Darren Le Gallo. „Ég er ekki ólétt. Ég ætla ekki að gifta mig á næstunni,“ segir Amy í viðtalinu en þau Darren hafa verið trúlofuð síðan árið 2008. „Hann er yndislegur og fallegur og gefur mér eitthvað sérstakt, sem ég gæti aldrei gefið af mér, bara með því að vera hann sjálfur,“ bætir Amy við, greinilega enn þá yfir sig ást- fangin. - lkg Ætlar ekki að gift a sig strax LIGGUR EKKI Á Amy er ekkert að flýta sér. Save the Children á Íslandi „MÉR finnst Bjarni Ben bara ljótur,“ sagði ónefnd vinkona mín um daginn. Þá var hún ekki að tala um persónuleika hans, enda þekkir hún manninn ekki, held- ur var hún að vísa í útlit hans. Þetta var auk þess sagt í hita ákveðins augnabliks og ég efast um að hún hafi meint þetta af öllu hjarta. Ég er nú ekki fullkomin en ég reyni samt að forðast niðrandi umræður um útlit fólks eða holdafar. Ég svaraði því: „Æ, hvaða rugl er í þér.“ En þetta vakti mig samt til umhugsunar. ÞAÐ er nefnilega eitthvað sem mér finnst alveg ótrúlega skrítið við útlit Bjarna Ben. Og Sigmundar Davíðs. Stundum brosi ég í kampinn þegar ég sé fréttamyndir af þeim. Stundum fer ég hreinlega að hlæja. Bara við að sjá myndirnar. Ég hafði ekkert velt þessu sérstaklega fyrir mér en svo áttaði ég mig á því hvað þetta er fáránlegt. ÞESSIR menn eru alls ekkert furðulegir í útliti. Samt er ég flissandi núna bara við tilhugs- unina um þá. Og svo skildi ég það. Þetta er skopmyndateikn- urunum að kenna. Ég er orðin svo vön því að sjá skopmyndir af þessum stjórnmála- mönnum með ýkt andlitseinkenni að mér finnst þær orðnar raunverulegri en menn- irnir sjálfir. Bjarni Ben er með höku sem ætti að setja snjóvél á og opna fyrir skíða- mönnum. Sigmundur Davíð er með upp- blásið höfuð og krónískan sorgarsvip. Auð- vitað veit ég að þetta er ekki raunin en ég bara trúi þessu samt. Óvart. VÆGAST sagt sjokkerandi hvað heilinn er auðsveipur. ÞETTA vakti mig svo til umhugsunar um hversu mikið af rugli manni finnst eðlilegt bara vegna þess að það dynur á manni í síbylju. Ég þori ekki einu sinni að byrja að sigta út vitleysuna. EN ég held með skopmyndateiknurum. Og þeir halda með þjóðinni. Þeim tekst að benda á fáránleikann í samfélaginu og fá alla með sér í lið. Því húmor er besta bragðið. OG ég treysti þeim til að sigta út vit- leysuna. Útlitið ekki slæmt, heldur fyndið BAKÞANKAR Höllu Þórlaugar Óskarsdóttur ÁLFABAKKA AKUREYRI EGILSHÖLL KRINGLUNNI KEFLAVÍK EMPIREROLLING STONE GQ DEADLINE HOLLYWOOD ENTERTAINMENT WEEKLY VAR ÍSLENSKUR ÞINGMAÐUR Í INNSTA HRING WIKILEAKS? MÖGNUÐ MYND SEM VAR TEKIN AÐ HLUTA TIL Á ÍSLANDI VARIETY HUNGER GAMES 2 6, 7, 9, 10 PHILOMENA 5:50, 8 CARRIE 10:10 FURÐUFUGLAR 2D 5 S.B. - FBL “ÞAÐ BESTA SEM HEFUR KOMIÐ FRÁ HOLLYWOOD Í LANGAN TÍMA” S.B. - FBL NÁNAR Á MIÐI.IS PRINCE AVALANCHE THE HUNGER GAMES 2 THE HUNGER GAMES 2 LÚXUS THE COUNCELOR CAPTAIN PHILIPS FURÐUFUGLAR 2D TÚRBÓ 2D ÍSL.TAL THE PAST NORTHWEST THE HUNGER GAMES 2 PHILOMENA CAPTAIN PHILIPS HROSS Í OSS THE HUNGER GAMES 2 NORTHWEST KL. 5.50 - 8 KL. 4 - 5 - 6 - 8 - 9 KL. 8 KL. 8 - 10.30 KL. 10.10 KL. 3.30 KL. 3.30 KL. 6 - 9 - 10 KL. 6 - 8 Miðasala á: og KL. 5.15 - 10.15 KL. 10.45 KL. 6 - 8 - 9 KL. 5.45 - 8 KL. 8 KL. 6 PARADÍS: VON “IT COULD BE HIS BEST FILM SO FAR” - THE GUARDIAN THE BROKEN CIRCLE BREAKDOWN BESTA LEIKKONA Í AÐALHLUTVERKI TRIBECA 2013 SJÁ SÝNINGATÍMA Á WWW.BIOPARADÍS.IS - Miðasala: 412 7711 - Hverfisgata 54 - bioparadis.is - Hluti af Europa Cinemas

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.