Fréttablaðið - 12.12.2013, Síða 2

Fréttablaðið - 12.12.2013, Síða 2
12. desember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Herbert, er ekki tímabært að líta heiminn öðrum augum? „Jú, þess vegna er ég með marga liti af sólhlífum til skiptanna.“ Herbert Guðmundsson tónlistarmaður hefur haldið ástfóstri við gleraugu sem hann keypti fyrir tuttugu árum og segir vera sömu tegundar og hasarhetjan Bruce Willis bar í myndinni Hudson Hawk. LJÓSMYNDUN Fréttablaðið blæs til samkeppni um bestu jólaljósmyndina og hefst hún í dag. Í verð- laun fyrir bestu myndina er glæsileg Sony 20,1 megapixla myndavél með 16-50mm linsu frá Sony Center. Besta myndin verður einnig á for- síðu Fréttablaðsins á aðfangadag og fleiri mynd- ir úr keppninni birtast í blaðinu. Þátttakendur hlaða upp myndum sínum á ljos- myndakeppni.visir.is. Innsendar myndir birtast á visir.is og lesendur geta kosið bestu myndina. Niðurstaðan í kosningunni gildir helming á móti áliti dómnefndar blaðsins. Hver þátttakandi skal senda inn eina mynd og skal hún hafa verið tekin nú í aðdraganda jólanna. Óheimilt er að senda inn eða eigna sér ljósmyndir sem aðrir en sendandi hafa tekið. Myndinni þarf að fylgja nafn höfundar og upp- lýsingar um heimilisfang, netfang og símanúm- er. Jólaljósmyndakeppnin stendur frá deginum í dag, 12. desember, fram að miðnætti fimmtu- daginn 19. desember. Tilkynnt verður um úrslit á aðfangadag. Lesendur velja bestu jólamyndirnar í ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins: Besta jólamyndin fer á forsíðu JÓLAMYND Þórir Ó. Tryggvason átti sigurmyndina í jólaljós- myndakeppni Fréttablaðsins í fyrra. MYND/ÞÓRIR Ó. TRYGGVASON LÍFIÐ Aníta Briem leikkona prýðir forsíðu Lífsins á morgun. Hún ræðir um sitt stærsta hlutverk hingað til, að verða móðir. Ný herrafatalína Kormáks og Skjald- ar er komin í hús. Theódóra Mjöll Skúladóttir Jack hvetur fólk til að taka þátt í hárgreiðsluleik Lokka og Lífsins. Kristín Stefánsdóttir sýnir förðun fyrir konur á besta aldri. Svava Halldórsdóttir opnar netverslunina Brother & Sister, hún selur einstök viðarúr og gróðursetur tré fyrir hvert selt úr. Dimmblá er með sína fyrstu fatalínu og fær innblástur úr íslenskri náttúru og norðurljós- unum. Aníta í Lífinu á morgun: Þetta er stór- brotin upplifun DANMÖRK Þeir Villy Søvndal utan- ríkisráðherra og Morten Bødskov dómsmálaráðherra Dana hafa sagt af sér á síðustu dögum. Ástæðurn- ar eru þó ólíkar. Søvndal gekkst undir aðgerð í október eftir að blóðtappi fannst í hjarta hans. Læknar segja að hann hafi ekki lengur heilsu til að standa í stjórnmálum. Hann sagði jafnframt af sér þing- mennsku. Bødskov sagði hins vegar af sér fyrir að hafa logið að þingmönnum um ráðstöfun ríkisfjár. Þrýstingur er jafnframt á Anette Vilhelmsen félagsmálaráðherra að segja af sér vegna sama máls. - gb Tveir ráðherrar segja af sér: Annar laug, hinn er veikur PENINGASÖFNUN „Ég er sannfærð- ur um að allir þeir sem hafa tekið þátt í söfnuninni eiga eftir að finna jafnvel eitthvað örlítið betra bragð af jólamatnum,“ segir Örvar Þór Guðmundsson, 36 ára fjölskyldu- faðir í Hafnarfirði. Átta fjölskyldur munu skipta með sér 1.550.000 krónum sem Örvar Þór safnaði í gegnum Facebook-síðu sína. Um foreldra langveikra barna er að ræða sem þurfa svo sannarlega á peninga- styrknum að halda. Örvar Þór safnaði tvö hundruð þúsund krónum í fyrra fyrir ein- stæða móður sem hann heyrði vinna jólatré á útvarpsstöðinni FM957. Hún sagðist bara eiga tvö þúsund krónur til að halda jól og lifa út mánuðinn. „Ég lamaðist bara við að hlusta á þessa mömmu. Þó að ég væri enginn Hannes Smárason ætlaði ég að reyna gera eitthvað. Ég ætlaði ekkert að setjast niður á aðfangadag fyrr en það væri búið að græja eitthvað fyrir hana.“ Í október síðastliðnum byrj- aði Örvar Þór að fá símtöl þar sem hann var spurður hvort hann ætlaði ekki að endurtaka leik- inn. Eftir að hafa lagst undir feld ákvað hann að hefja nýja söfnun og í þetta sinn myndu foreldrar lang- veikra barna fá peninginn. Hann setti sér markmið um að ná þrjú hundruð þúsund krónum en sú tala hefur heldur betur margfaldast. Söfnun Örvars Þórs fór þannig fram að hann hringdi ekki í einn einasta mann til að óska eftir framlagi heldur tók fólk þátt á eigin forsendum. Engu að síður hafi hann lítið sofið að undan- förnu. „Núna eru um 240 manns bara búnir að koma á spjallið hjá mér á Facebook í alls konar pæl- ingum. Þú setur ekkert inn einn „status“ og „loggar“ þig svo út og tékkar hvað er búið að gerast eftir tvo daga. Þú þarft að vera á tánum og svo vinn ég við tölvu allan dag- inn,“ segir hann. Fasteignasalan Domusnova kom með stærsta framlagið, eitt hund- rað þúsund krónur, og KFC og Góa fimmtíu þúsund krónur hvort. Yfir níutíu prósent þeirra sem söfnuðu voru samt einstaklingar. „Einn skólastrákur sem á ekki krónu náði að sópa upp átta þúsund kalli og öryrki, sem á heldur ekki krónu, náði að skrapa saman þús- undkalli. Þetta er bara hugurinn sem gildir.“ freyr@frettabladid.is Átta fjölskyldur fá 1,5 milljónir fyrir jól Hafnfirðingurinn Örvar Þór Guðmundsson safnaði 1.550 þúsund krónum fyrir for- eldra langveikra barna. Peningurinn deilist á milli átta fjölskyldna. Skólastrákur og öryrki sem eiga engan pening voru á meðal þeirra sem tóku þátt í söfnuninni. SÆLLA ER AÐ GEFA EN AÐ ÞIGGJA Örvar Þór Guðmundsson, starfsmaður Prent- mets, hefur slegið í gegn með Facebook-söfnun sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Aðspurður kveðst Örvar Þór búast fastlega við því að halda söfnun sinni áfram á næsta ári. „Ég held að maður sé að fara hætta að horfa á enska boltann, ég held ég sé kominn bara í eitthvert svona „rugl“,“ segir hann og hlær. „Það er svo sem ágætis tímapunktur að hætta að horfa á boltann á meðan [Man.] United er með allt lóðrétt niður um sig.“ Söfnun í stað enska boltans DÓMSTÓLAR „Minnir á áverka sem maður sér á föngum sem í refsing- arskyni hafa verið hýddir. Maður sér þetta á internetinu, ég hef aldrei séð svona,“ sagði læknir, sem tók á móti Stokkseyrarfórn- arlambinu á bráðamóttöku Land- spítalans strax eftir árásina. Læknirinn lýsti áverkum fórnar- lambsins við aðalmeðferð málsins í héraðsdómi í gær. „Þetta voru óvenjulegir áverkar. Hann var meiddur í andliti, mar- inn á eyra, meiddur á vör. Ég hef aldrei séð svona áður. Hann hefur verið saumaður saman. Það var illa gert og gapti allt, sárið orðið svolítið sortið eins og það verður eftir nokkra daga,“ sagði læknir- inn um áverka sem maðurinn hafði á andliti. Maðurinn vitnaði sjálf- ur um að hafa hlotið sprungna vör, sem einn sakborninganna saumaði saman, áður en hann var fluttur á Stokkseyri. Læknirinn sagði mestu áverk- ana hafa verið ofarlega á líkama mannsins og þá sérstaklega á baki þar sem langar rákir lágu niður eftir bakinu, eftir hýðingar. Spurður hvernig hann teldi alla þessa áverka tilkomna sagði lækn- irinn: „Það er erfitt að segja til um hvernig þetta er gert allt saman. Maðurinn var að mínu viti lúbar- inn.“ Lýsingar læknisins á áverkun- um voru afar myndrænar og hann taldi ljóst að þeir væru ekki til- komnir af slysförum heldur hefðu honum verið veittir þessir áverkar. - fbj Læknir á slysa- og bráðadeild Landspítala sem tók á móti Stokkseyrarfórnarlambinu bar vitni í gær : „Maðurinn var að mínu viti lúbarinn“ PRÍSUNDIN Á STOKKSEYRI Maðurinn var að sögn hýddur með belti og raf- magnssnúrum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGURJÓN SUÐUR-AFRÍKA, AP Þúsundir manna fylgdust með þegar líkkista Nel- sons Mandela var flutt í gær til stjórnsýslubyggingar í höfuðborginni Pretoríu, þar sem hún verður til sýnis á viðhafnarbörum þangað til á föstudag. Þetta er sama byggingin þar sem hann sór embættiseið sinn sem forseti landsins árið 1994, fjórum árum eftir að hann var látinn laus úr fangelsi. Mandela verður svo jarðsunginn á sunnudag í þorpinu Qunu, þar sem hann ólst upp. - gb Lík Nelsons Mandela flutt til höfuðborgarinnar Pretoríu: Þúsundir fylgdust með líkfylgd LÍKFYLGDIN Mikil viðhöfn einkennir allar athafnir tengdar útför Nelsons Mandela. NORDICPHOTOS/AFP SPURNING DAGSINS 1.550.000 Upphæðin sem Örvar Þór safnaði fyrir foreldra langveikra barna.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.