Fréttablaðið - 12.12.2013, Page 8

Fréttablaðið - 12.12.2013, Page 8
12. desember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 PI PA PI PA RR \\ TB W A W TB SÍ A 1 33 62 5 Upplýsingasími 530 3000 Vertu klár þegar við opnum Bláfjöll og Skálafell. Glæsileg jólagjöf á frábæru verði. Vetrarkort fyrir fullorðna á tilboðsverði til áramóta, 24.000 kr. Þú færð vetrarkort í Hinu húsinu, Pósthússtræti 3–5. Opið alla virka daga kl. 9–13 og 13:30–17. Gjafakort fást í Mohawks, Kringlunni til áramóta. Vetrarkort á skíðasvæðin Magimix matvinnsluvélar, blandarar og safapressur. Kaffivélar fyrir Nespresso og kaffi frá Caffé Vergnano fyrir Nespressovélar. Kynntu þér málið hjá sölumönnum Eirvíkur Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is JÓLATILBOÐ HIN FULLKOMNA JÓL AGJÖF Opna – Velja – Njóta mi 577 5600 info@oskaskrin.is www.oskaskrin.issí – Gefðu upplifun í öskju SAMFÉLAGSMÁL „Fólk er dauðhrætt. Þeir sem búa á Eir eru harðfullorð- ið fólk sem er lasið og þreytt. Þetta fólk hefur ekkert til að bjarga sér, nema ættingja séu þeir til staðar. Soraskapurinn í kringum Eir er svo geipilegur að maður er orðlaus,“ segir Sigurður Hólm Guðmunds- son, fyrrverandi sjómaður. Sigurður, sem er á níræðis- aldri, flutti á Eir ásamt eiginkonu sinni sem er á tíræðisaldri fyrir sjö árum. Þá lagði hann aleiguna, um 19 milljónir króna, í að kaupa búseturétt. „Nú er þetta allt komið í þrot og við sitjum uppi eignalaus. Við sem héldum að við myndum eiga góð elliár. Það líf er ég hins vegar ekki farinn að sjá enn,“ segir hann og lýsir ábyrgðinni á hendur þeim sem standa að Eir. Hann segir að íbúar á Eir óttist að vera bornir út. „Ég líki því við útburð, að þegar búið er að hirða eigur okkar eigum við að fara að leigja af þeim fyrir 160 til 200 þúsund á mánuði. Hvar eigum við að fá peninga til þess?“ segir Sigurður. Ættingi eiginkonu Jóhanns Páls Símonarsonar sjómanns lést fyrr á árinu. Ættmennið bjó á Eir og var aðstandendum gert að tæma íbúðina strax eftir lát viðkomandi. Samkvæmt samningum hefði átt að gera upp við erfingjana að sex mánuðum liðnum en sökum þess að Eir er nánast gjaldþrota hefur það ekki verið gert. Það er því ekki hægt að gera upp dánarbúið. „Eir kom íbúðinni strax í leigu og hirðir leigupeningana sem ættu að ganga til ættingjanna eða dánarbúsins,“ segir Jóhann Páll. Jóhann Páll hefur sent ríkissak- sóknara beiðni um rannsókn á mál- efnum hjúkrunarheimilisins Eirar. Farið er fram á að ríkissaksókn- ari rannsaki með sjálfstæðum og óháðum hætti athafnir og athafna- leysi sjálfseignarstofnunarinnar, stjórnenda hennar og stjórnar- manna á árunum 2007 til 2012. Jóhann Páll segir að það sé ekki hægt að horfa aðgerðalaus upp á hvernig stjórnendur og lánar- drottnar Eirar fari með gamalt fólk. Það verði að bregðast við. johanna@frettabaldid.is Eignalaus og vita ekki hvað tekur við Íbúi á hjúkrunarheimilinu Eir segir að fólk sé dauðhrætt um að verða borið út úr íbúðum sínum. Ekki er hægt að gera upp dánarbú þar sem Eir getur ekki gert upp við aðstandendur. Ríkissaksóknari hefur fengið málefni Eirar til skoðunar. Meðal stofnenda hjúkrunarheimilisins Eirar eru Reykjavíkurborg, Sel- tjarnarnesbær, Mosfellsbær, Efling stéttarfélag og ýmis félagasamtök. Á Eir eru 173 hjúkrunarrými og 206 öryggisíbúðir. Skuldir Eirar eru taldar nema á níunda milljarð króna, þar af eru skuldir við íbúa rúmir tveir milljarðar. Félagið hefur ekki getað staðið við skuldbindingar sínar gagnvart kröfuhöfum og lánveitendum í langan tíma og hefur verið í nauðasamningum. Íbúar á Eir greiddu fyrir svokallaðan íbúðarétt, það er, þeir greiddu til- tekið gjald og áttu þess í stað að fá rétt til að búa í íbúðinni til æviloka. Samkvæmt samningum átti, við andlát eða brottflutning, að greiða þeim eða erfingjum þeirra til baka það sem þeir greiddu fyrir íbúðarréttinn. Ekki hefur verið hægt að standa við þetta. Íbúum á Eir var fyrr á árinu boðið skuldabréf til 30 ára með 3,5 prósenta vöxtum þegar íbúðum er skilað. Margir telja þessi bréf verðlaus. Sjálfseignarstofnunin Eir Samtökin voru stofnuð til að standa vörð um og tryggja hagsmuni íbúðar- réttarhafa á Eir. Samtökunum er meðal annars ætlað að reyna að ná fram fullum endurheimtum á greiðslum frá Eir samkvæmt samningum sem gerðir voru milli íbúðarréttarhafa og Eirar. Íbúðarréttarhafa og Eir greinir á um hver eigi eignarrétt á íbúðunum. Lögmaður hagsmunasamtakanna er Ragnar Aðalsteinsson. Hagsmunasamtök íbúðarréttarhafa á Eir Í BRENNIDEPLI Málefni hjúkrunarheimilisins Eirar eru enn á ný í brennidepli. Stofnuð hafa verið hagsmunasamtök sem eiga að gæta réttinda íbúanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR VIÐSKIPTI Ríkisaðstoð sem felst í fjármögnun á starf- semi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu samræm- ist EES-samningnum. Þetta var niðurstaða ESA, eftirlitsstofnunar EFTA, í gær. Stofnunin hefur haft málið til athugunar frá því síðla árs 2011 þegar kvörtun barst frá samkeppnisaðila. „Harpa er að fullu í eigu íslenska ríkisins (54 pró- sent) og Reykjavíkurborg- ar (46 prósent). Frá opnun Hörpu hefur verið halla- rekstur á starfseminni og hafa eigendurnir því þurft að leggja til aukafjármagn til að standa undir rekstr- inum,“ segir í tilkynningu ESA, sem samþykkt hefur ríkisaðstoð til Hörpu þar sem hún hafi menningar- legt hlutverk. Haft er eftir Oda Helen Sletnes, forseta ESA, að það gleðji hana að íslensk stjórnvöld hafi innleitt ráðstafanir til að tryggja að umrædd ríkisaðstoð sé ekki nýtt til að niðurgreiða starfsemi í samkeppnis- rekstri. „Ráðstafanirnar fela í sér að bókhaldslegur aðskilnaður er nú á milli menningar- og ráðstefnu- starfsemi Hörpu.“ - óká HARPA ESA segir aðkomu ríkis- ins að rekstri Hörpu ekki brjóta gegn EES-samningnum. ESA, eftirlitsstofnun EFTA, samþykkir fjármögnun á starfsemi Hörpu: Skilja að menningu og ráðstefnur BANDARÍKIN Sögulegar sættir tók- ust á Bandaríkjaþingi í fyrrakvöld, þegar demókratar og repúblikan- ar komu sér saman um fjárlög til tveggja ára. Samkomulagið tókst eftir að nefnd beggja flokka hafði kafað ofan í helstu ágreiningsmálin. Repúblikaninn Paul Ryan og demó- kratinn Patty Murray voru fengn- ir til að stýra nefndinni, en Ryan er fulltrúadeildarþingmaður en Murray öldungadeildarþingmaður. Með samkomulaginu tekst að koma í veg fyrir að ríkissjóður komist í greiðsluþrot þann 15. janúar næstkomandi, en þá eiga greiðsluheimildir ríkisins að renna út samkvæmt síðasta samkomu- lagi, sem náðist á síðustu stundu nú í haust. Ryan segist ánægður með að samkomulagið tryggi að niður- skurður á ríkisútgjöldum verði „skynsamlegri“ en áður hefur verið rætt um. „Okkur tókst að rjúfa flokks- múrana og pattstöðuna,“ sagði Murray við fjölmiðla. Bæði sögðust þau bjartsýn á að niðurstaðan yrði samþykkt í báðum deildum þingsins, en repú- blikanar eru með meirihluta í full- trúadeild og demókratar í öldunga- deild. - gb Samkomulag repúblikana og demókrata tryggir fjármögnun ríkisins í tvö ár: Sættir tókust á Bandaríkjaþingi SAMVINNAN Demókratinn Murray og repúblikaninn Ryan stýrðu nefnd um fjárlagagerð. NORDICPHOTOS/AFP
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.