Fréttablaðið - 12.12.2013, Side 12
12. desember 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12
www.volkswagen.is
Fullkominn ferðafélagi
Tiguan kostar aðeins frá
5.360.000 kr.
Volkswagen Tiguan eyðir aðeins frá 5,8l /100 km
Volkswagen Tiguan
Í Volkswagen Tiguan sameinast fullkomið fjórhjóladrif, sparneytin dísilvél
og einstakir aksturseiginleikar sem veita þér algjört ferðafrelsi. BlueMotion
tæknin frá Volkswagen leggur áherslu á lágmarks eyðslu eldsneytis og
hámarks umhyggju fyrir umhverfinu. Kynntu þér kosti Volkswagen Tiguan
og veittu þér sannkallað frelsi til að ferðast.
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
A
uk
a
b
ún
a
ð
ur
á
m
yn
d
: á
lfe
lg
ur
, s
va
rt
ir
þ
a
kb
o
g
a
r
o
g
lj
ó
sk
a
st
a
ra
r
í f
ra
m
st
uð
a
ra
.
KRÖFÐUST LÍFLÁTS Í BANGLADESS Hópur fólks krafðist
þess að Abdul Quader Mollah, leiðtogi íslamista, yrði tekinn
af lífi hið fyrsta. Hann hlaut dauðadóm fyrir stríðsglæpi í
sjálfstæðisstríðinu gegn Pakistan árið 1971, en í gær var
aftökunni frestað.
ÁSTAND
HEIMSINS
4
2
5
3
6
ÁTÖK VIÐ LÖGREGLU Í EGYPTALANDI Lögreglumaður í
Kaíró reynir að hafa hendur í hári námsmanns við skóla í
borginni. Til átaka kom þegar hópur fólks hvatti stjórnvöld til
að láta rannsaka fjöldamorð á mótmælendum í höfuðborg-
inni þann 14. ágúst síðastliðinn.
STUÐNINGUR VIÐ SAMKYNHNEIGÐA Á INDLANDI Efnt var til mótmæla í
Mumbaí á miðvikudag vegna niðurstöðu hæstaréttar, sem taldi ekkert bogið við
gömul lög frá nýlendutímanum sem gera samkynhneigð refsiverða. Niðurstaða
dómstólsins er áfall fyrir baráttufólk fyrir réttindum samkynhneigðra á Indlandi, en
árið 2009 hafði undirdómstóll komist að þeirri niðurstöðu að lögin brjóti í bága við
stjórnarskrá landsins.
Á SJÚKRAHÚSI Í
KÍNA Tólf manns
í Kína hugðust
svipta sig lífi með
því að drekka skor-
dýraeitur til að
mótmæla því að
heimili þeirra yrðu
rifin. Fólkið var
flutt á sjúkrahús
í Peking, þar sem
hlúð var að því.
LÖGLEIÐING MARÍJÚANA Í ÚRÚGVÆ Þingið í Úrúgvæ hefur
samþykkt að lögleiða maríjúna. Landið verður þar með fyrsta
ríki heims sem fer þessa leið í baráttunni við fíkniefni. Hópur
fólks fagnaði niðurstöðunni.
GEISLAVIRK EFNI Í MEXÍKÓ Kjarnorkueftirlitið í Mexíkó
fékk í síðustu viku það verkefni að koma geislavirkum efnum
af sjúkrahúsi á öruggan stað, eftir að flutningabifreið með
þeim hafði verið stolið. Notaður var fjarstýrður krani.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
1
5
1
2
3
4 6