Fréttablaðið - 12.12.2013, Side 40

Fréttablaðið - 12.12.2013, Side 40
12. desember 2013 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 40 Nokkur umræða hefur orð ið u m fra m lög íslenska ríkisins til þró- unarsamvinnu. Til að umræðan geti orðið mál- efnaleg er nauðsynlegt að hún byggist á staðreynd- um og þekkingu. Hér eru tínd til nokkur atriði sem mér þykir mikilvægt að höfð séu til hliðsjónar í slíkri umræðu. Ísland hefur undir- gengist a lþjóðlegar skuldbindingar um þró- unarsamvinnu á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna um að veita 0,7% af þjóðartekjum í aðstoð við fátækar þjóðir. Þetta markmið hefur ítrekað verið staðfest af Alþingi, nú síðast í Þróunarsamvinnuáætlun sem samþykkt var fyrr á árinu, og á að nást árið 2019. Íslendingar hafa þannig lofað að gefa 7 krón- ur af hverjum þúsund krónum sem þjóðin hefur í tekjur í það að hjálpa fátækum þjóðum. Nokkr- ar þjóðir sem við berum okkur saman við hafa fyrir löngu náð 0,7% markmiðinu. Noregur, Sví- þjóð og Danmörk eru vel yfir markinu og Finnland er ekki langt frá. Hollendingar gefa einnig 0,7% af þjóðartekjum og Bretar ná því á þessu fjárlagaári. Og svo má ekki gleyma smárík- inu Lúxemborg, en þar fer 1% af þjóðartekjum í þróunarað- stoð. Þetta litla ríki veitir nær 70 milljarða króna á ári í þróunar- samvinnu. Vantar mikið Mikið vantar upp á að Ísland standi við skuldbindingar sínar. Í ár nema íslensk framlög 0,26% af þjóðartekjum, þ.e. minna en þremur krónum af hverjum þús- und, og samkvæmt fjárlagafrum- varpi verður hlutfallið hið sama árið 2014, en átti samkvæmt Þróunar samvinnuáætlun að fara upp í 0,28% á næsta ári. En hversu stór hluti af fjárlögum ríkisins fer til þróunarsamvinnu? Sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir 2014 verða framlög til þróunarmála í gegnum utanríkisráðuneytið 4,1 milljarður (plús grunn- framlög til alþjóðastofn- ana). Skatttekjur ríkisins eru áætlaðar 534 millj- arðar. Það fara þannig um það bil 8 krónur af hverjum 1.000 krónum, sem ríkið hefur í skatt- tekjur, til þróunarmála, minna en 1%. Fyrir hrunið 2008 voru fram- lög Íslands hærri og voru hæst komin upp í nær 0,4% af þjóð- artekjum. Eftir hrun var meira skorið niður í þessum mála- flokki en nokkrum öðrum og árið 2012 var hlutfallið komið niður í 0,2%. Oft heyrist að við höfum ekki efni á að veita þróunarað- stoð því hrunið hafi farið svo illa með efnahag landsins. Í því sam- bandi má nefna að fleiri þjóðir en Íslendingar hafa lent í efnahags- legum hremmingum án þess að bregðast við með sama hætti að því er varðar aðstoð við fátækar þjóðir. Írar fóru líklega verr út úr hruninu en Íslendingar, en brugð- ust við með mun minni sam- drætti. Írar skáru þróunaraðstoð niður úr 0,57% af þjóðartekjum í 0,51%. Íslendingar skáru aðstoð- ina úr 0,4% í 0,2%. Finnar lentu í enn meiri hremmingum en við í efnahags- kreppunni upp úr 1990, með hruni Sovétríkjanna. Atvinnu- leysi fór í nær 20% og í 50% í sumum byggðum. Þeir skáru niður þróunaraðstoð, en fóru þó aldrei undir 0,3% og hafa aukið framlög síðan og nálgast 0,7% markið. Viðhorf þjóðarinnar Möguleikar Alþingis og rík- isstjórnar til að standa við skuldbindingar um framlög til þróunar samvinnu eru háðir stuðningi þjóðarinnar. Í sumar var gerð vönduð skoðanakönn- un þar sem einmitt var spurt um viðhorf þjóðarinnar. Í ljós kom að yfirgnæfandi meirihluti þjóð- arinnar er mjög hlynntur þróun- arsamvinnu og íslenskum fram- lögum til hennar. Um það bil 80% telja hana skila árangri, og jafn hátt hlutfall vill að Íslendingar sinni þróunarsamvinnu. Þá var áhugavert að sjá að nær 90% aðspurðra vildu ýmist auka þró- unarsamvinnu eða halda henni óbreyttri. Lítill minnihluti vildi draga hana saman. Árangurinn Það er eðlileg krafa að fjármun- ir til þróunarsamvinnu komi að gagni og skili árangri. Þróunar- samvinnustofnun Íslands telur sig geta sýnt fram á að fjárfram- lögin hafi skilað sér í menntun barna, ekki síst stúlkna. Þau hafa skilað sér í lestrarkunnáttu fullorðinna. Þau hafa skilað sér í minni mæðra- og barnadauða. Þau hafa skilað sér í betra heil- brigði vegna færri sjúkdóma af völdum lélegs drykkjarvatns. Þá hafa þau skilað sér í meiri tekjum og betri afkomu fiski- mannasamfélaga. Og þau munu skila sér í auknum aðgangi að rafmagni í fátækum löndum. Þrjár krónur af þúsundkalli Sparnaður er mikilvæg- ur fyrir okkur öll, sama hvort við reynum að spara fyrir hlutum sem okkur langar til að eignast, eða þegar við söfnum okkur fyrir útborgun í stærri hlutum, eins og t.d. hús- næði. Það er staðreynd að undanfarin ár hafa marg- ir átt erfitt með að ná endum saman. Það hefur líka verið mörgum ómögu- legt að eiga einhverjar aukakrón- ur til að leggja til hliðar. Hvati til sparnaðar hefur einfaldlega ekki verið fyrir hendi. Í nóvember lagði ég fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 90/2003 um tekjuskatt. Samkvæmt frum- varpinu eiga þeir sem leggja fé til hliðar vegna húsnæðiskaupa, hús- næðisbygginga eða verulegra end- urbóta á húsnæði rétt á sérstökum skattaafslætti. Afslætti upp á 20% af innleggi hvers tekjuárs, en þó aldrei hærri fjárhæð en 200 þús- und krónur. Ef frumvarpið nær í gegn, þá kemur það til viðbótar öðrum opinberum úrræðum, sem eiga að auðvelda fólki að eignast húsnæði, eins og til dæmis vaxta- bótakerfið gerir. Sparnaðurinn verður lagður inn á sérstakan húsnæðissparnað- arreikning, og getur hver maður aðeins átt einn slíkan reikning. Reikningarnir skulu vera bundn- ir til 10 ára frá þeim tíma er fyrst var lagt inn á reikninginn. Færi reikningseigandi sönnur á kaup íbúðarhúsnæðis til eigin búsetu, eða að hafin sé bygging, eða veru- legar endurbætur sem nemi a.m.k. 20% af fasteignamati slíks hús- næðis, skal heildarinneignin vera honum laus til ráðstöfunar að því marki sem nemur kostnaði vegna þessa, enda séu þá full tvö ár liðin frá því að sparnaður hófst. Börn njóti afsláttar Lagt er til að reglubundinn sparn- aður til húsnæðisöflunar sem stofnað er til fyrir 34 ára aldur í formi samnings- bundinna innlána hjá við- skiptabönkum og sparisjóð- um veiti reikningseiganda skattafslátt innan vissra marka. Sparnaðurinn verði að lágmarki bundinn í tvö ár ef viðkomandi sýnir með óyggjandi hætti fram á öflun íbúð- arhúsnæðis til eigin nota, þar með talið búseturéttar, eða að hafin sé bygging eða verulegar endurbæt- ur slíks húsnæðis, en annars verði heildarinneignin laus til frjálsrar ráðstöfunar að liðnum tíu árum. Tilgangur frumvarpsins er jafn- framt sá að hvetja til almenns sparnaðar vegna eigin fjárfram- lags til öflunar íbúðarhúsnæðis. Sams konar átak var gert með lögum nr. 49/1985 um húsnæðis- sparnaðarreikninga sem eru fall- in úr gildi, en af þeim er tekið mið í þessu frumvarpi, þó með nokkr- um breytingum. Munurinn felst m.a. í því að í þessu frumvarpi eru ekki eins ítarleg ákvæði um form og efni þeirra samninga sem um ræðir. Þess í stað er ráðherra falið að setja nánari reglur bæði um form og efni sem ætla verð- ur að hann geri að höfðu samráði við Samtök fjármálafyrirtækja og aðra hlutaðeigandi aðila. Einnig er lagt til að vaxtatekjur af umrædd- um reikningum verði undanþegn- ar fjármagnstekjuskatti. Frumvarpið gerir ráð fyrir að börn undir 16 ára aldri sem ekki teljast sjálfstæðir skattaðilar geti notið skattafsláttarins og jafnframt að því sem óráðstafað er verði ráð- stafað til framfærenda þess að jöfnu séu framfærendur tveir. Innstæða á húsnæðissparn- aðarreikningi er undanþegin aðför skuldheimtumanna. Við andlát innstæðueiganda rennur innstæðan til dánarbúsins án bind- ingar. Hvati til sparnaðar Ég varð óörugg og hrædd í síðustu viku því það var ráðist á menningarlegar rætur mínar og gildi sem ég var alin upp við. Það var ráðist á kjarnann í Ríkisútvarpinu. Ég hef alltaf látið mig varða hvernig þjóðfélag- inu er stjórnað. Ég hef oft verið bjartsýn og glöð, oft svartsýn og reið, oft óviss og stundum kvíðin vegna ákvarðana stjórn- valda en aldrei orðið óörugg og hrædd fyrr en nú. Það er hola í kjarnanum sem ég er gerð úr og svartur blettur á trausti mínu til stjórnenda menningarmála. Ég hugsa til holunnar þar sem Hús íslenskra fræða átti að rísa og sé fyrir mér handritin í holunni. Svona alvarleg er árásin. Ég hef ætíð borgað skattana með glöðu geði og útvarpsgjald- ið með ánægju. Ríkisútvarpið er nefnilega þjóðin í hnotskurn; alíslensk menningarstofnun sem hefur fengið að dafna og þrosk- ast með sjálfstæði þjóðarinnar. Ríkisútvarpið hefur tengt okkur við umheiminn umfram aðra fjölmiðla í okkar fámenna landi, með fræðslu, fréttum og tónlist. Ríkisútvarpið er öryggisventill, afþreying, skóli og skemmtun. Þar til nýlega hefur Ríkisútvarp- ið markvisst tengt byggðirnar með fréttum og svæðisútvarpi. Ríkisútvarpið hefur rætt og frætt um listir, heimspeki, vísindi, stjórnmál og heimsmálin. Oft er kvikmyndarusl í sjónvarpinu og nýjasta ruslið er dapurlegur peningaspurningaþáttur en við höfum líka fengið hágæða efni, innlent og útlent. Alltaf hefur verið engilsaxnesk slagsíða en gott efni innan um. Alltaf hefur verið slagsíða varðandi íslenskt k v i k my n d a e f n i e n Útvarpsleikhúsið hefur gefið von um listræna sýn og Rás eitt hefur staðið að vandaðri þáttagerð. Við höfum alltaf mátt leyfa okkur að vona að efla ætti Ríkisútvarpið við fyrsta tækifæri í krafti sögunn- ar, hefðarinnar og okkar sameiginlegu menning- ararfleifðar. Vonað að úr myndi rætast eftir inn- reið markaðsaflanna og afleiðingar hrunsins. Engin von Nú er engin von lengur. Svo langt er gengið í niðurskurðinum að útvarpsstjóri uppfyllir draum frjálshyggjunnar í krafti ríkis- stjórnarinnar: Að eyðileggja Ríkis útvarpið. Í framhaldinu verður líklegast einkavætt af fullum krafti. Verktakavinnan sem hefur viðgengist hjá stofn- uninni verður hjóm eitt miðað við einkavædda framtíð. Frjáls- hyggjan holdi klædd heldur inn- reið sína, vinir fá vinnu, ætlaðir andstæðingar og óþægileg mál verða send út í vetrarkuldann. Helgi Pétursson er þegar byrj- aður að redda Páli því að einn þulur var sendur heim. Átti Páll kannski að gerast þulur? Nýtt starfsfólk er komið til vinnu á meðan hinir burtreknu eru heima á launum. Viljum við Ríkisútvarp þar sem tugum starfsmanna OKKAR er sagt að koma sér út samstund- is, nærveru þeirra sé ekki óskað framar og aðgangi að tölvupósti þeirra lokað eins og um glæpa- menn væri að ræða? Viljum við útvarp þar sem þulir tilkynna að leikin verði tónlist af hljómplöt- um í stað þeirra þátta sem falla niður en voru á dagskrá? Það er ábyrgðarlaust að reka Steinunni Harðardóttur, Gunnar Stefánsson, Höllu Steinunni, Pétur Halldórsson, Jóhannes Kr. Krist- jánsson, Adolf Inga, Brynhildi Björnsdóttur, Önnu Sigríði Ein- arsdóttur, Bjarna Rúnar Bjarna- son, Lönu Kolbrúnu, Svanhildi Jakobsdóttur, Lindu Blöndal og marga fleiri. Með einbeittum upp- sagnarvilja rak Páll Magnússon starfsfólk með samanlagða starfs- reynslu upp á fimm hundruð ár. Menntamálaráðherra hefur sagt að það sé alltaf leiðin legt fyrir fólk að missa vinnuna. Auðvitað er það rétt en Illugi Gunnarsson hlýtur að vita að hann talar niður til þjóðarinnar með þessu móti. Þjóðin missir af frábæru efni þeirra burtreknu og það kemur ekkert í staðinn fyrir það. Fólki hefur verið sagt upp áður á Ríkisútvarpinu, og meira en góðu hófi gegnir síðustu árin, en ég hef leyft mér að vona að nóg væri komið. Þvílík blekk- ing! Skemmdarverkið er geig- vænlegt auk þess sem aðferðin við uppsagnirnar ber óþægileg- an keim af siðblindu og undar- legri forherðingu. Það er stór og svört hola í menningarsögunni, svarthol sem gleypir dýrmætan hluta af þjóðarvitund okkar. Þess vegna er ég óörugg og hrædd. Ráðist á Ríkisútvarpið Undanfarin ár hefur meira og minna allt samfélagið snúist um fyrrverandi, núverandi og verðandi fjár- málagerninga. Ég verð nú að viðurkenna að skiln- ingur minn á þessum fjár- málafléttum hefur verið afar takmarkaður og nú hefur reyndar komið í ljós að skilningurinn var víst engu meiri innan fjármála- geirans. Hugtök eins og yfir- veðsettir afleiðuvafningar eru mér framandi en þegar menn eru farnir að blanda óskildum og saklausum líf- verum inn í umræðuna, þá er nauð- synlegt að staldra aðeins við. Hrægammasjóðir hafa oft komið upp í umræðunni og nær undantekn- ingalaust á neikvæðan hátt. Þetta er í raun bein þýðing á orðinu vulture funds og vísar líklega til þess að slík- ir sjóðir vinna einkum með „líflaus- ar“ eignir sem aðrir fjárfestar líta ekki við. Raunverulegir hrægamm- ar eru hins vegar allt annað en nei- kvæðir en þurfa nú enn og aftur að taka á sig illt umtal að ósekju. Dap- urt almenningsálit á fuglunum hefur lengi viðgengist. Vissulega má segja að þeir hafi ekki útlitið með sér, eru sköllóttir og rytjulegir en það eru nú fleiri og ekki hafa hárlausir karl- menn þurft að þola svipaða fordóma. Misgóðar kúrekamyndir frá Holly- wood hafa líka gert sitt til að sverta hrægammana, þar sem þeir svífa yfir særðum hetjum í von um bita þegar hinsta stundin rennur upp. Sannleikurinn um hrægamma Hrægammar eru í raun stórmerki- leg dýr sem skiptast í 23 tegundir og þar af er um helmingur í alvarlegri útrýmingarhættu. Hræ- gammar gegna afar mikilvægri vistkerfisþjónustu. Þeir hreinsa upp hræ af mikilli nákvæmni og tryggja þannig mikilvægt flæði næringar- efna. Umfram allt fyrirbyggja þeir sýkingarhættu af völdum baktería eins og miltisbrands. Sýnt hefur verið fram á að á svæðum þar sem enga hrægamma er að finna eru hræ þrefalt lengur að rotna með til- heyrandi vandkvæðum. Hrægamm- ar drepa ekki heldur vinna upp hræ og skila lífrænum efnum til baka í hringrás vistkerfisins með mikilli nýtni. Ef hrægammasjóðir myndu vinna eins og raunverulegir hræ- gammar þá myndu þeir vinna fljótt og vel úr öllum eignum þrotabúa og skila nauðsynlegum verðmæt- um með skilvirkum hætti til baka út í samfélagið. Hrægammar reyna ekki að hámarka verðmæti á kostn- að annarra heldur vinna sín hreins- unarstörf af elju og útsjónarsemi. Ef þú, lesandi góður, ert enn að lesa þennan pistil þá bið ég þig um láta ekki neikvæða umræðu sverta hina raunverulegu hrægamma sem eru merkilegar lífverur og eiga ekkert illt skilið. Til varnar hrægömmum ÞRÓUNAR SAMVINNA Engilbert Guðmundsson framkvæmdastjóri Þróunarsamvinnu- stofnunar Íslands FJÁRMÁL Elsa Lára Arnardóttir þingmaður Framsóknarfl okksins FJÁRMÁL Sigurður Friðleifsson líff ræðingur MENNING Hrund Ólafsdóttir menningarunnandi og eigandi Ríkisútvarpsins ➜ Ef hrægamma- sjóðir myndu vinna eins og raunveru- legir hrægammar þá myndu þeir vinna fl jótt og vel úr öllum eignum þrotabúa… ➜ Ég hef ætíð borgað skattana með glöðu geði og útvarpsgjaldið með ánægju. Ríkisútvarpið er nefnilega þjóðin í hnotskurn; alíslensk menningarstofnun sem hefur fengið að dafna og þroskast með sjálfstæði þjóðarinnar. ➜ Sparnaðurinn verði að lágmarki bundinn í tvö ár … ➜ Í ár nema íslensk framlög 0,26% af þjóðartekjum, þ.e. minna en þrjár krónur af hverjum þúsund, og sam- kvæmt fjárlagafrumvarpi verður hlutfallið hið sama árið 2014, en átti samkvæmt Þróunarsamvinnuáætlun að fara upp í 0,28% á næsta ári.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.