Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.12.2013, Qupperneq 88

Fréttablaðið - 12.12.2013, Qupperneq 88
12. desember 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 72 KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is Í viku hverri senda lesendur Fréttablaðsins mér spurningu í neðangreint tölvupóstfang sem ég svo svara í pistli. Nú langar mig að bregða aðeins út af vananum og birta spurningar sem ég hef fengið í kynfræðslu frá nemendum í efstu bekkjum grunnskóla. Spurning- arnar eru nafnlausar en gefa les- endum ágæta innsýn í hugarheim unglingsins. Þó mátt þú, kæri les- andi, enn senda mér spurningu þína og ég mun svara henni. ? Er hægt að sjá hvort afkvæmi verði heilbrigt með því að skoða sæðið? ● ● ● SVAR Það má orða það þannig að þú getir ekki séð það með berum augum sjálfur en það er hægt að rannsaka ýmislegt í sæði. Erfða- efni (DNA) er í höfði sáðfrum- unnar og þaðan má greina ýmsa arfgenga sjúkdóma. Í sæðinu má einnig greina sjúkdóma líkt og HIV. Þó eitthvað greinist í sæði þá er ekki þar með sagt að það muni hafa áhrif á afkvæmið því erfðirnar geta raðast misjafnlega saman við erfðaefni eggfrum- unnar og gen geta verið ríkjandi og víkjandi. Það er því flókið að svara þessu því það er margt sem spilar inn í. Ef þú vilt fræðast nánar þá er um að gera að ræða þessi mál við lækni. ? Er eðlilegt að brunda upp í sig og kyngja því? ● ● ● SVAR Hér væri betra að tala um algengt frekar en eðlilegt því við höfum misjafnar skilgreiningar á því hvað okkur þykir eðlilegt. Það er ekkert að því að gleypa eigin sæði en það að stunda munn- mök á sjálfum sér er eitthvað sem fáir virðast geta gert. Þetta er því frekar óalgengt en alveg eðlilegt. Þetta krefst töluverðs liðleika og er áætlað að um 10% manna geti það. Þó grunar mig að ef vilji sé fyrir hendi þá gæti þessi tala orðið hærri. Það er mín reynsla að mörgum virðist hrylla við tilhugs- uninni um að stunda munnmök við eigin lim, hvað þá að gleypa eigin sæði, sem ég reyndar skil ekki því þetta er þá bara ein útfærsla af sjálfsfróun. Í því samhengi má einnig setja spurningu við af hverju það teljist eðlilegt, jafn- vel sjálfsagt, að önnur manneskja sleiki á þér kynfærin ef þér hugn- ast ekki að gera það sjálfur. ? Hvenær á tíðahringnum er líklegast að verða óléttur? ● ● ● SVAR Í kringum egglos, um 14 dögum eftir fyrsta dag blæðinga, eru mestar líkur á þungun. Þó ber að hafa í huga að tíðahringur getur verið óreglulegur, sæði getur lifað allt að fimm daga inni í líkaman- um og í einhverjum tilfellum geta losnað tvö egg, en ekki eitt eins og í hefðbundnum tíðahring. Ef þú notaðir ekki smokkinn eða ert á einhverri annarri getnaðarvörn þá mæli ég með því að taka neyð- arpilluna sem fyrst eftir samfarir. Innsýn í hugarheim unglinga NOKKRAR SPURNINGAR Sigga Dögg fær iðulega spurningar frá nemendum í efstu bekkjum grunnskóla. MYNDIR/GETTY IMAGES „Sagafilm og Íslenska auglýsinga- stofan höfðu samband við mig út af þessu verkefni. Bobby Breiðholt hjá Íslensku auglýsingastofunni fékk þá hugmynd að prjóna jólaauglýsingu Icelandair og það vantaði mann- eskju til að sjá um prjónið,“ segir prjónahönnuðurinn Sonja Bent um hvernig það kom til að hún fékk veigamikið hlutverk í nýjustu jóla- auglýsingu Icelandair. „Upphafleg pæling var að gera auglýsingu sem væri prjónuð ramma fyrir ramma en það hefði þýtt að ég hefði þurft að prjóna átta hundruð ramma. Við fengum frekar stuttan fyrirvara og eng- inn gerði sér fyllilega grein fyrir því hvað þetta var mikið mál enda hefur aldrei verið gerð auglýsing sem þessi á Íslandi svo ég viti. Ég fundaði með Íslensku auglýsinga- stofunni og framleiðslufyrirtækinu Sagafilm og við fundum leið til að gera þetta eins og við vildum hafa þetta,“ segir Sonja. Hún fékk tíu daga til að undirbúa sig fyrir tökur og prjóna heilan helling. „Hugmyndin var að áfangastaðir Icelandair yrðu prjónaðir, eins og Big Ben og Eiffel-turninn. Þetta átti að líta út eins og þetta væri hand- prjónað en ég hefði aldrei getað handprjónað þetta allt á þeim tíma sem ég fékk. Þannig að þetta var gert í vél og var heilmikil útfærsla. Bobby Breiðholt teiknaði landslag- ið sem ég svo útfærði í prjón. Allt landslagið var sex til sjö metra renningur sem var settur saman úr sex eða sjö bútum. Allur grunn- urinn var vélprjónaður en síðan var öll hreyfing handsaumuð ofan í grunninn, lykkju fyrir lykkju, í tökum. Þar af leiðandi var mjög lítil eftirvinnsla eins og lagt var upp með. Ég þurfti að safna saman liði til að hjálpa mér að klára þetta. Aðal- manneskjan með mér var Þóra Ein- arsdóttir, algjör prjónasnillingur sem er búin að kenna mér mikið í gegnum árin. Síðan fékk ég móður mína, Sæunni Mörtu Sigurgeirs- dóttur, bróderímeistarann Ríkeyju Kristjánsdóttur og vinkonu mína, Kolbrúnu Bergmann Franzdóttur, með mér í lið. Án þeirra hefði ég ekki getað þetta. Við vöktum allan sólarhringinn fyrir fyrsta tökudag og vorum allar sem ein algjörlega ósofnar,“ segir Sonja en tvo daga tók að taka upp auglýsinguna. „Þetta voru tveir rosalegir töku- dagar. Fyrsta tökudeginum fylgdi ákveðin sigurtilfinning því þetta tókst og við vorum ekki viss hvort við gætum þetta. Við vorum öll hrikalega stressuð þessa daga út af því hvort þetta næðist. Ég var með hjartað í buxunum allan dag- inn. Seinni tökudaginn vorum við 23 klukkutíma samfleytt í tökum. Það var algjört brjálæði. Það var samt fáránlegt hvað valdist góður hópur til að vinna þetta verkefni og það gekk allt svo smurt. Ótrúleg sam- vinna allra aðila.“ Eftir mikið streð var einstaklega skemmtilegt að sjá auglýsinguna í sjónvarpinu að sögn Sonju. „Ég hef aldrei séð verkefni mitt lifna við og það yljar manni um hjartarætur. Ég er voðalega montin af þessu ef ég segi alveg eins og er. Ég hlakka til að tækla næsta verk- efni og það væri gaman að takast á við eitthvað sem er enn meira krefj- andi.“ Sonja er búin að vinna að síðustu tveimur þáttaröðum í búningadeild Latabæjar og aðstoðar Maríu Ólafs- dóttur, búningahönnuð Latabæjar. „Bæði María og Magnús Schev- ing eru mjög kröfuhörð og vita nákvæmlega hvað þau vilja. Stund- um hef ég engan tíma til að klára hugmyndir og þarf að rjúka á vinnu- stofuna og prjóna fram undir morg- un. Ég er brjálæðislega vel skóluð eftir að hafa unnið með Maríu því hún fær klikkaðar hugmyndir og það þarf helst að útfæra þær í gær. Í sumar var tröll í einum þættinum og það var ákveðið að það yrði í ein- hverju prjónuðu. Prjónið þurfti að vera mjög stórt því þetta var svo stór fígúra. Við fundum ekki nógu stóra prjóna þannig að ég prjónaði bara með höndunum og fékk þannig stóra, flotta lykkju. Ég gerði trölla- kjól úr áttföldum Bulky-lopa sem er massíft þykkt. Ég gat ekki tekið upp símann eða gert nokkurn skapaðan hlut því ég var föst þangað til ég kláraði stykkið. Í tengslum við prjón hefur ekkert stöðvað mig enn þá.“ Sonja segist hafa lítinn frítíma en prjón er ástríða hennar í lífinu. „Ég hef mestan áhuga á prjóni og ég held áfram að bæta við mig þekk- ingu því ég hef svo mikinn áhuga. Ég er alltaf að gera tilraunir og það er það sem gerir það að verkum að ég er orðin frekar klár í prjóni og fljót að vinna og búa til uppskrift- ir. Ég er fljót að útfæra alls konar hugmyndir og mér finnst það fer- lega gaman. Ég tek meira að segja upp prjónana þegar ég er að horfa á sjónvarpið eða fer í bústað. Þetta er einhvers konar prjónageðveiki.“ liljakatrin@frettabladid.is Í prjóni hefur ekkert stöðvað mig Prjónahönnuðurinn Sonja Bent lék veigamikið hlutverk í jólaauglýsingu Icelandair. Hún sá um að prjóna áfangastaði fl ugfélagsins og segir ferlið hafa verið afar stressandi. Hún mætti ósofi n á fyrsta tökudag og var með hjartað í buxunum allan daginn. Þrátt fyrir það getur hún ekki beðið eft ir næsta krefj andi verkefni. MIKIÐ STRESS Tökudagarnir tóku á en hér sést Sonja handsauma ofan í grunninn. Við hlið hennar stendur Bobby Breiðholt. GEFÐU FRÍ Guðjón Jónsson leikstýrði auglýsingunni ásamt Emil Ásgrímssyni. Hér er Guðjón ásamt Sonju. GJÖRIÐ SVO VEL Auglýsingin var tekin upp á tveimur dögum. TVEIR GÓÐIR Örn Sveinsson, yfirmaður eftirvinnslu hjá Sagafilm, og Emil, annar leikstjóri auglýsingarinnar. Icelandair-auglýsingin er gerð með svokallaðri stopmotion-tækni. Stopmotion fellur undir svið kvikmyndagerðar og felur tæknin það í sér að láta líta út fyrir að kyrrstæðir hlutir hreyfist. Tæknin er gjarnan notuð í hreyfimyndum með brúðum og fígúrum úr leir en þá er hver hreyfing brotin niður í ramma sem eru myndaðir og settir saman í runu. Einn fræg- asti stopmotion-karakter kvikmyndasögunnar er King Kong en í myndinni frá árinu 1933 voru hreyfingar hans skapaðar með stopmotion-tækni. Stopmotion-tækni Ég er voðalega montin af þessu ef ég segi alveg eins og er. Sonja Bent
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.