Fréttablaðið - 17.12.2013, Side 56

Fréttablaðið - 17.12.2013, Side 56
17. desember 2013 ÞRIÐJUDAGUR| MENNING | 44 2012 Fjölskyldan klæddist hvítu frá toppi til táar en Khloe, Odom og hálfsysturinni Kendall var bætt við eftir á með hjálp nútímatækni. Kortabrjálæði Kardashian-klansins Kardashian-fj ölskyldan er þekkt fyrir að gefa út yfi rdrifi n og skrautleg jólakort hver einustu jól. Árið í ár er engin undantekning og virðist Kardashian-klanið leggja mikinn metnað upp úr því að gera alltaf betur og betur þegar kemur að kortunum. Fréttablaðið leit yfi r jólakort fj ölskyldunnar í gegnum árin og sést þá vel að þau fyrstu voru mun látlausari en heimurinn á að venjast í seinni tíð. 2013 Stjörnuljósmyndarinn David LaChapelle var fenginn til að taka nýjustu myndina en þar er greinilegt karnival og framtíðarþema. Á myndina vantar Rob Kardashian, Scott Disick, Kanye West, North West og Lamar Odom en hann er nýskilinn við Khloe Kardashian. 2011 Jólakort í 3D– ekkert til sparað! 2010 Kim ákvað að vera í skjannahvítum kjól frá Emilio Pucci. 2009 Idol-kynnirinn Ryan Seacrest var heiðursgestur á kortinu og Kourtney Kardashian ólétt af syninum Mason. 2008 Svo sannarlega rauðglóandi jólakort. 2007 Kossarnir flugu á þessu jólakorti en lengst til hægri er Casey Jenner, hálfsystir Kendall og Kylie Jenner. 2006 Klanið ákvað að breyta til og tók jólamyndina á ströndinni í Malibu. 1995 Jólasveinninn mætti í myndatökuna. 10. Áratugurinn Mótorhjólaþema. Það vantar ekki hugmyndaflugið hjá fjölskyldunni. 10. Áratugurinn Öll börnin með bindi í stíl - sætt! 1991 Skjaldbaka klæddi sig upp sem jólasveinn. 1990 Eina sem skemmir þetta er að nafn Khloe er skrifað vitlaust. 1989 Algjörir englar með foreldrum sínum Kris Jenner og Robert Kardashian. 1985 Systurnar Kim, Kourtney og Khloe í góðu skapi á jólum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.