Fréttablaðið - 31.01.2014, Side 2

Fréttablaðið - 31.01.2014, Side 2
31. janúar 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 FJÖLMIÐLAR Fréttablaðinu verður dreift í um 96 þúsund eintökum í dag og með því fylgir sérstakt kynningarblað um Stöð 2. Frétta- blaðið fer á öll heimili á höfuð- borgarsvæðinu, Akureyri, Akra- nesi, Borgarnesi, Stykkishólmi, Ísafirði, Egilsstöðum, Selfossi, Hveragerði og Reykjanesbæ. Stöðvar 2 blaðið fer þó á 120 þúsund heimili um allt land. „Það eru margar hendur sem koma að þessu verkefni og við vonumst til þess að þetta gangi vel, þrátt fyrir að færðin sé eins og hún er,“ segir Hannes A. Hannesson, framkvæmdastjóri Póstdreifing- ar, sem sér um dreifingu Frétta- blaðsins. - skó Kynningarblað fylgir: Sérstök dreifing á blaðinu í dag STJÓRNSÝSLA Matvælastofnun (MAST) hefur ákveðið í samráði við dýraeftirlitsmann sem starfar hjá stofn- uninni að hann hverfi tímabundið frá störfum meðan ásakanir um að hann hafi í nokkrum tilvikum ekki sinnt skyldum sínum um umhirðu og eftirlit með stóðhesta- girðingum verða teknar til skoðunar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST. Starfsmaðurinn var ráðinn um síðustu áramót í stöðu sérfræðings sem sinnir eftirliti með dýrahaldi ásamt móttöku og úrvinnslu tilkynninga um illa meðferð dýra. MAST hafði spurnir af því að haustið 2007 hefðu verið gerðar athugasemdir við ástand og umhirðu stóðhests sem tímabundið var í umsjón starfsmanns- ins. Hesturinn hafi þó ekki orðið fyrir varanlegum skaða og engin kæra var lögð fram. Þá hafi nýlega borist upplýsingar um önnur mál sem tengjast meðal annars umhirðu með stóðhestagirðing- um á ábyrgð hlutaðeigandi á árunum 2006 og 2009. Stofnuninni og dýraeftirlitsmanninum þykir því rétt að fela óháðum aðilum að skoða umrædd mál. Athugun hefur þegar verið sett í gang og verður málið tekið til endanlegrar ákvörðunar þegar niðurstöður liggja fyrir. - þj SPURNING DAGSINS Hjá okkur getur þú valið úr 15 tegundum af mannbroddum allt eftir því hvað þú ætlar að gera. Vilt þú rölta, ganga, skokka, hlaupa, ganga úti í náttúrunni, fara á fjöll eða jökla? Þú hlýtur að geta fundið eitthvað við þitt hæfi. Einnig getum við neglt í skósóla. Líttu á úrvalið á heimasíðunni okkar www.skovinnustofa.is Mikið úrval mannbrodda Skóvinnustofa Sigurbjörns Háaleitisbraut 68 – 103 Reykjavík s. 553 3980Heildsala Smásala Matvælastofnun tekur mál dýraeftirlitsmanns til nánari skoðunar: Vikið tímabundið úr starfi INNAN GIRÐINGAR Starfsmanni MAST hefur tímabundið verið vikið frá störfum vegna ásakana um að hann hafi ekki sinnt skyldum sínum vegna viðhalds stóðhestagirðinga. Myndin tengist fréttinni ekki beint. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM VIÐSKIPTI „Ég hef fengið mörg tækifæri til að vaxa í starfi og sum þeirra hafa komið til vegna þess að ég er kona og vegna þess- arar lagasetningar,“ sagði Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, um lög um kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja. Liv hlaut í gær verð- laun Félags kvenna í atvinnulíf- inu, FKA, á árlegu hófi félags- ins sem haldið var í Hörpu. Liv stofnaði árið 2006 nýtt símafélag ásamt félaga sínum, Jóakim Reyn- issyni, sem í dag ber heitið Nova og hefur 140 manns í vinnu. „Það er liðsheildin og stemn- ingin sem hefur tekist að skapa innan fyrirtækisins, gleði, metn- aður og löngun til að ná árangri. Við erum fyrst og fremst þjón- ustufyrirtæki og höfum gaman af því sem við erum að gera,“ sagði Liv. Nova hlaut fyrir tæpu ári hæstu einkunn allra fyrir- tækja á Íslandi í ánægjuvoginni þriðja árið í röð og viðskiptavin- ir félagsins mældust þeir ánægð- ustu í farsímaþjónustu á Íslandi fjórða árið í röð. Hvatningarviðurkenningu FKA hlaut Rakel Sölvadóttir, stofn- andi Skema, eða reKode eins og félagið kallast erlendis. Félagið sérhæfir sig í að kenna ungu fólki frá sex ára aldri að forrita, búa til sína eigin tölvuleiki og öðlast þannig tækniþekkingu sem mun nýtast þeim á flestum sviðum í framtíðinni. „Þau eru ótrúlega móttækileg fyrir þessari fræðslu enda er það vel þekkt staðreynd að börn eiga miklu auðveldara en fullorðnir með að læra ný tungu- mál og forritun er í raun bara tungumál fyrir samskipti milli manns og tölvu. Fyrir þeim er þetta ekkert flókið,“ sagði Rakel. Þakkarviðurkenninguna hlaut Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, for- stjóri Actavis á Íslandi. Guðbjörg hefur starfað fyrir lyfjafyrirtæk- ið Actavis og forvera þess í yfir þrjátíu ár, allt frá því hún var ráðin markaðsstjóri lyfjafyrir- tækisins Delta árið 1983. „Það er bókstaflega allt breytt. Það hafa orðið gífurlegar tækniframfar- ir á þessum árum, rekstur fyr- irtækja er orðinn mun faglegri en hann var og svo hef ég sjálf þróast heilmikið í starfi,“ sagði Guðbjörg. Auk starfa sinna sem forstjóri Actavis á Íslandi situr Guðbjörg nú í stjórnum Viðskipta- ráðs Íslands, Össurar og Íslands- stofu. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, afhenti viðurkenningarnar að viðstöddum fjölda þeirra karla og kvenna sem standa í framlínu íslensks viðskipta- og atvinnulífs. fanney@frettabladid.is „Ég hef oft verið súkkulaðikleina“ Liv Bergþórsdóttir, forstjóri Nova, hlaut viðurkenningu Félags kvenna í atvinnulíf- inu. Hún sagðist hætt að hugsa um að hún fengi bara að vera með af því að hún er stelpa og ákvað að nýta tækifærin og sýna að hún ætti fullt erindi í hópinn. ATHAFNAKONUR Guðbjörg Edda Eggertsdóttir, Liv Bergþórsdóttir og Rakel Sölva- dóttir voru heiðraðar af FKA í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Þórólfur, er grasið þá ekki alltaf grænna hinum megin? „Það er allavega myglugrænna.“ Þórólfur Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkur, segir myglulyktina, sem hefur fundist víða í Reykjavík síðustu daga, vera tilkomna vegna kalskemmda á grasi sem hafi legið lengi undir klaka. SAMGÖNGUR „Lífsspursmál“ er fyrir byggðir á norðanverðum Vestfjörðum að ríkisstjórnin eyði óvissu og bjóði út gerð Dýrafjarð- arganga. Þetta segir í bókun bæj- arráðs Ísafjarðarbæjar. Að auki er talið brýnt að lokið verði við hönn- un vegstæðis Dynjandisheiðar. Tekur bæjarráð undir áhyggj- ur Orkubús Vestfjarða, en fram- kvæmdastjóri sagði að á meðan ekki væri vitað hvernig málum verði háttað sé ekki hægt að leggja í fjárfestingar á svæðinu. - þj Bæjarráð Ísafjarðarbæjar: Lífsspursmál að eyða óvissunni DÓMSMÁL Hæstiréttur dæmdi í gær Ingvar Hreiðarsson, 21 árs gamlan karlmann, í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa munnmök við annan karlmann gegn vilja hans. Sá sem brotið var gegn gat ekki spornað við verknaðinum vegna neyslu áfengis og vímu- efna og svefndrunga. Hæstiréttur þyngdi dóm Hér- aðsdóms Reykjaness, sem dæmdi Ingvar í 15 mánaða fangelsi. Einn hæstaréttardómari taldi rétt að sýkna Ingvar þar sem hann taldi framburð þess sem brotið var á ekki nægja til sak- fellingar gegn neitun Ingvars þar sem hún hafi ekki stoð í öðrum gögnum málsins. - hrs, bj Dæmdur fyrir nauðgun: Nauðgaði vini sínum sofandi HEILBRIGÐISMÁL Ekki liggur fyrir hvernig fjármagna skuli samning við sérgreinalækna utan sjúkra- húsa, sem tók gildi um áramót. Heildarkostnaður ríkisins er met- inn á 6,2 milljarða. „Við bjuggumst alveg eins við hækkunum á sjúklingagjöldum vegna þessa samnings en það varð ekki,“ segir Steinn Jónsson, formað- ur Læknafélags Reykjavíkur. Hann segir að í gegnum tíðina hafi hlutur sjúklinga í slíkum samningum verið þrjátíu prósent en hlutur ríkisins sjötíu prósent. Nýsamþykkt reglugerð um kostn- aðarhlutdeild sjúklinga gerir ekki ráð fyrir hækkunum á þessu ári. „Skýringin er líklega sú að stjórn- völd hafa viljað halda þessum hækk- unum í skefjum og láta ríkissjóð borga,“ segir Steinn, en samið var um ríflega 20 prósenta hækkun á einingarverði. Hjá Sjúkratryggingum feng- ust þær upplýsingar að ákveðinn- ar tregðu gæti við útfærslu á fjár- mögnuninni, en fjármálaráðuneyti, velferðarráðuneyti og Sjúkratrygg- ingar ræðist við. - eb Fjármögnun samnings við sérgreinalækna liggur enn ekki fyrir: Búist við að hækkanir falli á ríkið SÉRGREINALÆKNAR Samningur við lækna utan sjúkrahúsa felur í sér miklar hækkanir. LÖGREGLUMÁL Eldur kviknaði í verksmiðjuhúsi í Dugguvogi um hádegi í gær og er hluti hússins gerónýtur eftir brunann. Þegar slökkvilið bar að garði var hitinn orðinn svo mikill að rúður í húsinu voru farnar að springa. Með snarræði tókst slökkviliði hins vegar að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist út í aðra hluta hússins. „Slökkviliðsmenn sáu það strax þegar þeir voru að koma úr Árbænum að þetta var mikið. Þannig að við kölluðum út aukalið enda gríðarmik- ill eldur og hiti,“ sagði Marteinn Geirsson, deildarstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, sem stjórnaði aðgerðum á vettvangi. - eh Eldur kviknaði í verksmiðjuhúsnæði í Dugguvogi í gærdag: Náðu að stöðva útbreiðslu eldsins SKJÓT VIÐBRÖGÐ Umfangsmikið slökkvistarf var unnið á vettvangi í gær og tókst að koma í veg fyrir að eldurinn breiddist út. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.