Fréttablaðið - 31.01.2014, Side 8

Fréttablaðið - 31.01.2014, Side 8
31. janúar 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 GERÐU ÞAÐ GERÐU ÞAÐ Í VER SLAÐU Á NETINUI WWW.GAP.IS NETTILBOÐ Á HVERJUM DEGI! ÞÚ FÆRÐ ALLAN BÚNAÐ TIL HEIMAÞJÁLFUNAR HJÁ OKKUR OG Á GÁP.IS ALLUR BÚNAÐUR Í THE BIGGEST LOSER „GYMMINU” ER FRÁ OKKUR! HJÓLA- OG SPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS GERÐU ÞAÐ HEILBRIGÐISMÁL „Bæjarráðið lýsir vonbrigðum sínum vegna skilningsleysis heilbrigðisráðu- neytisins á því að ríkið þurfi að greiða þann kostnað sem ríkinu ber og hefur nú leitt til þess að stjórn Slökkviliðs höfuðborgar- svæðisins hefur þurft að grípa til þess neyðarúrræðis að biðja um verklok vegna þjónustunnar,“ segir bæjarráð Hafnarfjarðar sem ítrekar stuðning við SHS vegna endurnýjunar á samningi á sjúkraflutningum. Neyðarúr- ræðið sem gripið sé til byggi á „algjöru vonleysi gagnvart stöðu mála“. - gar Styðja stjórn Slökkviliðsins: Neyðarúrræði byggt á vonleysi SJÚKRABÍLL Ríkið er sagt skulda tæpan milljarð vegna sjúkraflutninga. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM AKUREYRI Tímabundnir stjórnendur Rætt var í bæjarstjórn Akureyrar að setja ákvæði um ákveðið ráðningar- tímabil í samninga hjá stjórnendum bæjarins. Ákveðið var að yfirfara reglur um ráðningar embættismanna og æðstu stjórnenda bæjarins og skoða hvort eigi að samræma þær lögum og reglum hjá sambærilegum stéttum í vinnu hjá ríkinu. SJÁVARÚTVEGUR Útflutningsverð- mæti saltaðra grásleppuhrogna og kavíars sem búinn er til úr hrognun- um lækkaði um níu hundruð millj- ónir króna á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs miðað við sama tímabil 2012. Útflutningurinn skilaði 1,3 milljörðum króna í fyrra en 2,2 milljörðum árið áður. „Mesta lækkunin í verðmæt- um er í söltuðu hrognunum og þar hefur verðlækkunin milli ára verið um fjörutíu prósent. Sem betur fer er ekki jafn mikil lækkun á kaví- arnum,“ segir Örn Pálsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Hann segir verð- lækkunina eiga rætur að rekja til ákvörðunar um að láta undan þrýst- ingi erlendra kaupenda um lægra hrognaverð sumarið 2012. „Þá stöðvaðist salan og kaupend- ur biðu eftir því hvar verðið myndi stoppa. Þegar vertíðin í fyrra hófst þá hafði ekki tekist að selja allt sem veiddist á vertíðinni 2012 og enn er þessi vandi ekki yfirstiginn þar sem enn eru birgðir af hrognum sem eru þó mun minni en á sama tíma í fyrra,“ segir Örn. Útflutningur á grásleppunni sjálfri hefur að sögn Arnar gengið betur og allur afli síðasta árs hefur nú verið seldur til Kína. Örn segir grásleppuveiðimenn svartsýna eftir að það spurðist út að þeir fái einung- is tuttugu veiðidaga á næstu vertíð sem hefst 20. mars. Vertíðin í fyrra stóð yfir í 32 daga en Örn segir þann fjölda algjört lágmark. „Eftir að Hafrannsóknastofnun fór að gefa út ráðgjöf og ráðuneytið fór að fylgja henni þá kemur end- anleg ráðgjöf ekki fyrr en veiðar eru hafnar í lok mars. Menn eru óánægðir með þessa tilhögun og þeir hafa ekki trú á því að það sé á nokkurn hátt hægt að mæla stærð veiðistofns af uppsjávartegund með botntrolli.“ Örn segir gagnrýni á fáa veiðidaga eiga rétt á sér þrátt fyrir að menn sitji uppi með óseld hrogn. „Við þurfum að geta útvegað ákveð- ið magn af hrognum og teljum að það sé mikil áhætta tekin með því að fara með dagana þetta neðar- lega því við gætum lent í að geta ekki útvegað þau. Ef dagarnir fara mikið niður fyrir þrjátíu þá þarf ekki nema eina brælu til að rústa veiðinni því dagarnir byrja að telja um leið og netin fara í sjó.“ haraldur@frettabladid.is Útflutningsverðmæti kavíars og grásleppuhrogna hrynur Sala á söltuðum grásleppuhrognum og kavíar skilaði 1,3 milljörðum króna á fyrstu ellefu mánuðum 2013 samanborið við 2,2 milljarða á sama tíma 2012. Grásleppuveiðimenn gagnrýna upphafsfjölda veiðidaga. FER VÍÐA Grásleppuhrognin eru seld til Evrópu og Bandaríkjanna en sleppan sjálf fer til Kína. MYND/ORMUR ARNARSSON. „Þessi ákvörðun um upphafsfjölda veiðidaga leggst mjög illa í okkur grásleppuveiðimenn og þetta er nánast dauða- dómur fyrir útgerðina. Þetta er nánast orðin hryðjuverka- starfsemi af hálfu stjórnvalda hvernig er búið að fara með þessa grásleppuútgerð,“ segir Páll Aðalsteinsson, trillukarl í Stykkishólmi. Hann gerir út bátana Önnu Karínu SH og Fríðu SH, ásamt Álfgeiri Marínóssyni. „Það er markvisst búið að vinna í því síðustu ár að koma þessu algjörlega í þrot. Árið 2004 mátti hver bátur vera níutíu daga á sjó með þrjú hundruð net en núna er þetta komið í tvö hundruð net í tuttugu daga. Ég veit ekki hvar er hægt að draga mörkin og veiðarnar eru fyrir löngu síðan hættar að standa undir sér því þetta borgar ekki skoðunargjöldin á bátunum og hvað þá meira,“ segir Páll. Páll og Álfgeir hafa farið saman á grásleppu frá árinu 1995 og aldrei misst úr vertíð. Páll segir veiðarnar skemmtilegar þegar vel gengur og tíðarfarið er gott. „Við hér í Breiðafirði byrjum ekki að veiða grásleppu fyrr en 20. maí og erum kannski fram í júlí og erum því bjartir allan sólarhringinn,“ segir Páll. Dauðadómur fyrir grásleppuveiðimenn PÁLL AÐAL- STEINSSON Ef dagarnir fara mikið niður fyrir þrjátíu þá þarf ekki nema eina brælu til að rústa veiðinni því dag- arnir byrja að telja um leið og netin fara í sjó. Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.