Fréttablaðið - 31.01.2014, Side 12
31. janúar 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12
MENNINGARMÁL Setja á upp við
Digraneskirkju í Kópavogi skjöld
til minningar um systkini sem
drukknuðu í Kópavogslæk fyrir
140 árum.
Á vef Kópavogsbæjar má lesa
um þennan voðaatburð. Þar segir
að áður en Kópavogslækur var
brúaður gat hann verið farar-
tálmi í leysingum. 1. mars 1874
fóru þrjú börn Árna Björnssonar
í Hvammkoti með frænku sinni,
sem þá gekk til prests, til kirkju
í Reykjavík.
„Að áliðnum degi héldu systkin-
in þrjú heimleiðis, en er þau komu
að læknum var hann í foráttuvexti
vegna mikill leysinga um daginn.
Ætluðu þau yfir á broti eða vaði
sem þau þekktu og fór Árni yngri,
þá fimmtán ára fyrstur en þá Sig-
ríður Elísabet sautján ára og síð-
ust Þórunn nítján ára og leiddust
þau út í lækinn,“ segir vef Kópa-
vogsbæjar.
„Miðja vegu missti Árni yngri
fótanna og féll hann í lækinn.
Ætluðu systur hans að grípa til
hans en féllu þá báðar í streng-
inn. 70-80 föðmum neðar skolaði
Sigríði Elísabetu á grynningar
þar sem hún gat fótað sig og kom-
ist heim til bæja. Fór faðir þeirra
ásamt næturgestum er þar voru
strax til lækjarins, sem þá var
með stíflum og jakaburði. Fundu
þeir eldri stúlkuna eftir nokkra
leit á jaka á ánni og var hún látin,
en drengurinn fannst ekki fyrr en
daginn eftir.“
Fjallað var um málið í tímarit-
inu Þjóðólfi sex dögum eftir slysið.
„Sorgaratburður þessi var
því sárari fyrir foreldrana sem
þeir áður höfðu reynt hina miklu
sorg, að missa þrjú börn sín einn-
ig sviplega, pilt um tvítugt, sem
drukknaði á sjó fyrir nálega tólf
árum og tvær stúlkur, tveggja og
sex ára úr barnaveikinni.
Börnin voru öll hin mannvæn-
legustu í alla staði og má nærri
geta hve sár missir þessi er for-
eldrunum, báðum aldurhnignum
og lúnum,“ sagði í Þjóðólfi 7. mars
1874. - gar
Minnast hörmulegs slyss sem varð fyrir 140 árum í Kópavogslæk með skildi sem settur er upp við Digraneskirkju:
Skjöldur fyrir systkini sem drukknuðu á heimleiðinni
SYSTKININ Í HVAMMKOTI Hönd í
hönd reyndu systkinin að komast yfir
ólgandi Kópavogslækinn og í heimahús
í Hvammkoti. TEIKNING/KOPAVOGUR.IS
SVEITARSTJÓRNARMÁL
Neyðarlínan virkjar
Neyðarlínan hefur óskað eftir því við
sveitarstjórn Rangárþings ytra að fá að
byggja litla 5-6 kw smávirkjun við rætur
Laufafells á Rangárvallaafrétti fyrir fjar-
skiptastöð á Laufafelli sem Neyðarlínan
rekur. Samhliða verður aflagður gámur
og olíurafstöð, sem staðsett er neðan
við fellið.
32 milljónir í sögu Hellu
Rangárþing ytra hefur þegar greitt 32
milljónir króna fyrir ritun á byggðasögu
Hellu. Hafist var handa við verkið árið
2008. Gengið hefur verið frá samningi
við Ingibjörgu Ólafsdóttur söguritara
um lok verkefnisins. Reiknað er með að
bókin komi út síðar á þessu ári.
Hanar bannaðir
Íbúi í Þorlákshöfn
hefur sótt um leyfi hjá
bæjarráði Ölfuss til
þess að halda hænur
í íbúðahverfi. Ráðið
hefur samþykkt að
veita íbúanum heimild
til að halda allt að
sex hænur, en ekki er heimilt að halda
hana í Þorlákshöfn.
SVEITASTJÓRNARMÁL „Það er mikilvægt að þeir sem kjósa
að búa hér með okkur, deili þá kjörum með okkur,“ segir
Svanfríður Inga Jónasdóttir, bæjarstjóri á Dalvík, um þá
hugsun sem liggur að baki stefnu bæjarins í málefnum
innflytjenda og margbreytileika.
Undanfarin ár hefur fræðslu- og menningarsvið bæj-
arins staðið fyrir fjölmörgum verkefnum og stefnumót-
un í málaflokknum, eða allt frá því að íbúum af erlend-
um uppruna tók að fjölga mikið. „Við njótum þess að við
erum með öflugt starfsfólk sem brennur fyrir þessu
verkefni, sem smitar yfir í skólana og foreldrasamfé-
lagið,“ segir Svanfríður.
Svanfríður segist sjálf hafa smitast af áhuganum og
skráð sig í diplómanám í jafnréttisfræðum við Háskóla
Íslands í vetur. „Ég sem stjórnandi vil vita meira um
margbreytileika í samfélögum. Hvern-
ig getum við gert þetta sem best?
Hvernig getum við tryggt að fólki líði
vel í bænum okkar?“ spyr hún.
Svanfríður segir afar mikilvægt að
bæði kjörnir fulltrúar og starfsmenn
séu meðvitaðir um breytingarnar sem
eru að verða í samfélaginu og séu til-
búnir að vinna að aðlögun samfélags-
ins að breyttum veruleika. Áður var
litið á erlenda íbúa sem farandverka-
menn og íslenskunámskeið látið duga. Nú sé þörf á að
ganga lengra.
Verkefnin á Dalvík hafa flest verið í tengslum við
skólastarf. „Eitt af merkilegustu verkefnunum að mínu
mati var íslenskunámskeið fyrir foreldra leikskóla-
barna. Það varð til þess að foreldrar barna af erlendum
uppruna áttuðu sig loksins á því hvað var að gerast í leik-
skólanum, hvaða viðburðir voru í boði og að þeir væru
alltaf velkomnir,“ segir Svanfríður.
Svanfríður segir ekki fullnægjandi að tryggja erlend-
um íbúum sömu þjónustu og öðrum íbúum. „Það má
kannski orða það þannig að þjónustan eigi að mæta
hverjum og einum þar sem hann er staddur. Við leggjum
til dæmis mikla áherslu á að tvítyngd börn læri móður-
málið sitt. Það er mikilvægt fyrir þau félagslega, til
dæmis til að viðhalda tengslum við afa og ömmu, og
svo hjálpar góður grunnur í móðurmálinu við að læra
íslensku,“ útskýrir hún.
Svanfríður er hvergi nærri hætt og segir hún næsta
verkefni snúast um að færa starfið út í samfélagið. „Við
spyrjum okkur núna hvaða aðrar leiðir við höfum að
fólki til þess að ræða þessi mál enn víðar. Það er næsta
verkefni,“ segir hún. eva@frettabladid.is
Innflytjendur í brennidepli
Málefni innflytjenda hafa verið í brennidepli á Dalvík undanfarin ár eða frá því að íbúum af erlendum upp-
runa tók að fjölga mikið. Bæjarstýra segir ekki fullnægjandi að veita öllum sömu þjónustu, því mæta þurfi
hverjum og einum þar sem hann er staddur. Hún hóf nám í jafnréttisfræðum til að auka þekkingu sína.
SVANFRÍÐUR I.
JÓNASDÓTTIR
SAMVINNA Á Dalvík hafa margbreytileikaverkefni meðal annars miðað að auknum tengslum erlendra
og íslenskra foreldra. MYND/DALVÍKURBYGGÐ
Ugnius Hervar Didziokas settist að á Djúpavogi fyrir tíu árum. Hann starfar sem ferða- og menn-
ingarfulltrúi bæjarins og reynist pólskukunnátta hans oft vel.
„Ég horfi á þetta að þannig að mitt hlutverk er að hjálpa því fólki sem tengist ekki samfélaginu
að tengjast, því ég hef tök á því. Þegar fólk kemur eitt til Djúpavogs, eða hvaða litla samfélags sem
er, eða með erlendri fjölskyldu sinni er það mikið erfiðari pakki að takast á við heldur en það sem
ég reyndi,“ segir Ugnius og vísar þar til aðstöðumunar á milli þeirra sem eiga íslenska maka og
þeirra sem tengjast ekki Íslendingum fjölskylduböndum. Öðruvísi sé tekið á móti útlendingum
sem eigi íslenska maka og að álit fólks á þeim sé ólíkt.
„Ég held þess vegna að mikilvægast sé að hjálpa fólki að tengjast samfélaginu. Þú getur farið í
skóla og lært allt um Ísland og íslensku sem tungumál, en ef þú nærð ekki að kynnast fólki verður
lítill árangur,“ segir hann aðspurður um það hvað sveitarfélög geti gert fyrir þennan hóp.
Ugnius bendir á að útgáfa upplýsinga á ólíkum tungumálum hafi dregist saman eftir að kreppan
skall á. „Það hefur lítið gerst eftir 2008, sem veldur því að marga vantar upplýsingar um réttindi
sín og skyldur, en einnig um stöðuna í efnahagsmálum. Fólk veit oft ekki hvort það sé enn kreppa
eða ekki, eða hvernig staðan sé í heilbrigðismálum og á gjaldeyrishöftunum,“ bendir hann á.
Hjálpar fólki að tengjast Djúpavogi
FRAMKVÆMDIR Framkvæmd-
ir hófust í vikunni við að grafa
skurð út úr ósi Lagarfljóts við
Héraðsflóa til að breyta farvegi
fljótsins sem hefur færst nokkuð
norður eftir á síðustu árum. Frá
þessu segir á vef Austurfrétta.
Fréttablaðið sagði fyrr í vetur
frá áhyggjum bæjarstjórnar-
fólks eystra vegna tafa við fram-
kvæmdina.
Færsla óssins í norður var
farin að ógna Fögruhlíðará sem
og vernduðu votlendissvæði og
ræktarlandi en nú er vonast til að
snúa þróuninni við með gerð 200
metra langs skurðar í gegnum
fjörukambinn á þeim slóðum þar
sem ósinn var á seinni helmingi
síðustu aldar. - þj
Farvegur ógnaði annarri á:
Grafa út úr ósi
Lagarfljóts
DÓMSMÁL Forsvarsmenn Kron
ehf. ætla að áfrýja dómum Hér-
aðsdóms Reykjavíkur þar sem
fyrirtækið var dæmt til að greiða
tveimur spænskum skófram-
leiðendum, Salvador Sapena og
Sapena Trading Company SL, um
átján milljónir króna og rúmar 2,2
milljónir í málskostnað.
Salvador Sapena stefndi Kron
vegna útistandandi skuldar sem
var tilkomin vegna viðskipta
Krons frá árinu 2011. Kron var
á þriðjudag dæmt til að greiða
fyrirtækinu upphæðina, 51.441
evrur, um átta milljónir íslenskra
króna, og 852 þúsund krónur í
málskostnað.
Héraðsdómur Reykjavík-
ur dæmdi einnig í máli Sapena
Trading Company SL gegn Kron,
en fyrirtækið er rekið af syni
eiganda Salvador Sapena. Það
mál snerist einnig um útistand-
andi skuld vegna skóframleiðslu.
Héraðsdómur dæmdi Kron til að
greiða fyrirtækinu 64.823 evrur,
um tíu milljónir króna, og 1,4
milljónir í málskostnað. - hg
Kron dæmt til að greiða átján milljónir króna:
Áfrýja til Hæstaréttar
ÁFRÝJA Hugrún Dögg Árnadóttir og
Magni Þorsteinsson eru eigendur Krons
ehf. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON