Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.01.2014, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 31.01.2014, Qupperneq 24
31. janúar 2014 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR FJÖLSKYLDAN | 24 Verkefnið Heilahristingur, heimanámsaðstoð fyrir börn, hefur verið starf- rækt í fimm ár í þeirri mynd sem það er núna. Kristín Vilhjálmsdóttir hefur stýrt verkefninu frá byrjun. „Fyrir utan heimanámsaðstoðina þá lítum við á þetta sem menningaruppeldi, að kenna börnunum að nota bókasafnið. Einnig er þetta gott fyrir félagsleg tengsl, að koma og hitta vini og kynnast nýjum þvert á þjóðerni.“ Kristín tekur fram að aðstoðin sé ekki eingöngu fyrir börn af er- lendum uppruna heldur alla nemendur sem þurfa á stuðningi að halda. Stundum reynist þó erfitt að koma upplýsingum til nemenda. „Best er þegar börnin koma með bekknum sínum, fá kynningu á verk- efninu og skoða bókasafnið. Mörg börn hafa aldrei farið inn á bókasafn en við höfum séð að þau sem koma nota bókasafnið í auknum mæli og draga til dæmis fjölskylduna með sér um helgar.“ Verkefnið er samstarf Reykjavíkurdeildar Rauða krossins, Borgarbóka- safnsins og nú nýlega kom skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar inn í verkefnið. Kristín vonar að það muni verða til þess að fleiri börn nýti sér aðstoðina. „Það gengur hins vegar vel að fá sjálfboðaliða, hér erum við með fólk á öllum aldri. Framhaldsskólanemendur sem eru frábærar fyrirmyndir fyrir börnin, og eldra fólk sem er hætt að vinna og hefur nægan tíma til að spjalla, hlusta og veita góð ráð.“ Börnin læra að njóta sín á bókasafninu KRISTÍN VILHJÁLMSDÓTTIR Haraldur Finnsson og Eva Rós Anh Phuong Le eiga ekki sérlega margt sameiginlegt en hittast þó einu sinni í viku og eyða góðri stund saman. Haraldur er sjálfboðaliði í verk- efninu Heilahristingur og aðstoð- ar börn af erlendum uppruna með heimanámið. Eva Rós er í tíunda bekk og hefur mætt í hverri viku frá því að hún var sex ára. Þau segja bæði að verkefnið sé gefandi og afar mikilvægt. „Ég flutti til Íslands þegar ég var tveggja ára en náði ekki tökum á tungumálinu fyrr en ég fór í skóla og fékk aðstoð við heimanámið,“ segir Eva Rós. Hún segist enn eiga erfitt með að skilja til dæmis þjóð- sögur og löng, erfið orð. „Um dag- inn kom í prófi dæmi um gamla, íslenska tónlist og ég þekkti ekki eitt einasta lag.“ Eva Rós segir foreldra sína ekki geta aðstoðað sig við lærdóminn og því fari hún í hverri viku og þiggi aðstoð. „Sumir sjálfboðaliðarnir í heimanáminu eru orðnir vinir mínir og gott að spyrja þá um alls konar hluti. Enda hitti ég ekki marga Íslendinga, nema bara í skólanum.“ Haraldur segir sömu börnin koma aftur og aftur og því skapist falleg- ur vinskapur. „Það sem hvetur mig mest í þessu starfi er hvað maður sér miklar framfarir hjá einstak- lingnum, hreinlega stökkbreyting- ar. Framfarirnar eru ekki síst fólgn- ar í því að börnin fá sjálfstraust og þeim finnst þau ráða við námið. Mér finnst verst að það komi ekki fleiri krakkar, því það er víst að þörfin er til staðar.“ Haraldur segir skólana og kenn- ara í lykilhlutverki við að vísa börn- unum í heimanámsaðstoðina. „Þessi börn eru ekki endilega framfærin og eru feimin við að koma. Það er svo margt annað sem þau þurfa að takast á við, að búa í nýju samfélagi og læra tungumálið. Einnig eru mismunandi aðstæður heima fyrir og þá þarf skólinn að vera öflugur að benda á þau úrræði sem eru til staðar.“ Haraldur er gamall skólahundur, eins og hann segir sjálfur, og starf- aði sem skólastjóri í fjöldamörg ár. Nú er hann hættur en þegar hann sá kynningu hjá Rauða krossinum á verkefninu kviknaði eitthvað í honum. „En maður þarf ekki að vera kennari til að vera sjálfboðaliði. Forsendurnar eru að kunna tungu- málið og vera til staðar fyrir börn- in. Fyrst og fremst er þetta ótrúlega gefandi starf því maður finnur hvað þetta skiptir miklu máli.“ erlabjorg@frettabladid.is Góður heilahristingur sem eflir sjálfstraust barnanna Heilahristingur er verkefni þar sem sjálfboðaliði frá Reykjavíkurdeild Rauða krossins hittir börn af erlendum uppruna á bókasafni og aðstoðar við heimalærdóminn. Haraldur hefur tekið þátt í tvö ár og segir framfarirnar hjá börnunum ótrúlegar. Hann hvetur skóla og kennara til að vísa fleiri börnum á bókasafnið til að fá aðstoð. HEIMANÁMSVINIR Haraldur Finnsson aðstoðar Evu Rós Anh Phuong Le við snúið stærðfræðidæmi á Kringlusafni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR Það er efnið í skóskólunum sem getur ráðið því hvort auðvelt er að fóta sig í hálku en ekki mynstrið. Þetta segja norskur skósmiður og ráðgjafi í neytenda- málum í viðtali við norska ríkis- útvarpið. Bestu sólarnir eru þeir sem eru að öllu eða mestu leyti úr gúmmíi. Skósólar úr plasti koma að litlu gagni í hálku þótt mynstr- ið sé gróft. Andreas Handeland, neytenda- ráðgjafi hjá bílasamtökunum NAF, segist ekki undrandi á því að gúmmísólar hafi reynst bestir. Hann segir þetta jafnframt vís- bendingu um hvers konar dekk menn eigi að velja undir bílana sína. Skósmiðurinn, Asbjørn Dagestad, segir að gott grip og öryggi sé mikilvægt, bæði fyrir bíla og menn. Hann bendir á að þekktir dekkjaframleiðendur taki þátt í þróun á skósólum. - ibs Fótabúnaður skiptir máli: Gúmmísólar bestir í hálku HÁLKA Skósólar úr plasti koma að litlu gagni þótt mynstrið sé gróft. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Félagið Faðir í Danmörku vill að karlar fái lagalegan rétt til að vita af því að þeir eigi von á barni. Talsmaður félagsins, Jesp- er Lohse, segir að allt of algengt sé að börn fái fyrst vitnesku um hver blóðfaðirinn er þegar þau eru orðin fjögurra, átta eða sex- tán ára. Samkvæmt könnun sem félagið gerði meðal 750 foreldra, en af þeim voru 75 prósent feður, fannst næstum öllum feðrum að um mismunun væri að ræða hjá hinu opinbera. Danski þjóðarflokkurinn er eini stjórnmálaflokkurinn sem styður tillögu félagsins, að því er segir í frétt Kristilega Dag- blaðsins. - ibs Samtök danskra feðra: Fái að vita fljótt um þungun Eftir að hafa lesið um einkaþjálfun þriggja einstaklinga, sem voru of þungir og ekki í góðu formi, fóru lesendurnir sjálfir að stunda lík- amsrækt. Þetta eru niðurstöður könnunar á vegum Háskólans í Stavanger og Stavanger Aftenblad. Í greinaflokki blaðsins gátu 180 þúsund lesendur fylgst með fram- förum viðmælendanna þriggja. Fyrrverandi landsliðsþjálfari í frjálsum íþróttum, Leif Inge Tjelta, bjó til vikulegt æfingaprógramm sem birt var á hverjum föstudegi í blaðinu og á netinu. Markmiðið var að þátttakendur kæmust í svo gott form að þeir gætu hlaupið hálf- maraþon eftir 14 vikur. Efnið fékk mikla umfjöllun í blaðinu og á netinu og var vel fylgst með árangri þátttakendanna. Lesendum var þrisvar sinnum boðið að taka þátt í æfingunum og þáðu 150 boðið. Jafnframt var sex sinnum boðið upp á spjall við lesendur um líkamsrækt og mat- aræði. Lesendur sem þáðu boðið um að taka þátt í æfingunum stofnuðu eigin hlaupaklúbb. Ári eftir að verkefninu lauk hittust enn 30 til 60 manns, þar af 70 prósent konur, á aldrinum 15 til 73 ára tvisvar í viku til þess að hlaupa saman. Alls tóku 90 manns þátt í þessum æfingum. -ibs Niðurstöður könnunar háskóla og dagblaðs í Noregi um áhrif umfjöllunar um líkamsrækt: Stofnuðu hlaupaklúbb eftir lestur um hlaup Mýs sem fá títuber ásamt feitu fæði fitna ekki. Blóðsykurs- og kólesterólgildi verða einnig góð. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sænsks sameindalíffræðings við Háskólann í Lundi á músategund sem fitnar auðveldlega. Sumar músanna fengu fitulítið fæði en aðrar fæðu sem mikil fita var í. Músunum var síðan skipt í nokkra hópa sem fengu mismun- andi tegundir berja með matnum. Þegar hóparnir voru bornir saman við samanburðarhóp sem fékk engin ber eftir þrjá mánuði kom í ljós að títuber höfðu haft bestu áhrifin. - ibs Rannsókn á áhrifum berja: Títuber vinna gegn fitu músa HLAUPARAR Umfjöllun í dagblaði og á netinu um æfingar þriggja einstak- linga varð til þess að lesendur stofnuðu hlaupaklúbb. ÞUNGUÐ F eður í Danmörku segjast verða fyrir mismunun. NORDICPHOTOS/GETTY NORDICPHOTOS/GETTY
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.