Fréttablaðið - 31.01.2014, Síða 34

Fréttablaðið - 31.01.2014, Síða 34
31. janúar 2014 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 34 og fyrrnefndum hópum þegar það kynnir sig. Í augum almenn- ings eru þetta allt fasteignasalar. Algengt er að allir hafi sömu laun, þ.e. prósentur af sölu, og sinni að mestu sömu störfum. Óskýrar reglur Lög um fasteignsala nr. 99 voru sett árið 2004. Þau kveða á um hvað fasteignasali er og á að gera og hvað aðrir mega ekki gera. Hvorki lögin né reglugerðir eru hins vegar nægilega skýr svo það hefur verið nokkuð auðvelt að túlka lögin eftir hentisemi. Endurskoðun laganna átti að fara fram fyrir árið 2008 en það hefur ekki gerst ennþá. Þó hefur verið skipuð eftirlitsnefnd fasteignasala samkvæmt þessum lögum og er hún við störf núna. Nefndin gaf fasteignasölum frest til að fara eftir lögunum, eins og nefndin túlkar þau, til 1. nóvember 2013. Það heyrir til nokkurra tíðinda að lægra yfirvald en Alþingi gefi frest á að fara eftir lögum. Hvern- ig er það hægt? Það þekkist varla á öðrum stöðum eða löndum að menn geti brotið lög í dag eins og hver vill en eftir einhvern ákveð- inn tíma verða allir að fara eftir þeim. Lögin tóku gildi árið 2004, ekki í gær. Eftirlitsnefndin hefur úrskurðað í mörgum málum en hins vegar er sá galli á gjöf Njarð- ar að úrskurðir eru ekki birtir svo enginn fær að vita hvernig þeir eru nema þær persónur sem eiga að fara eftir úrskurðunum. Stjórnmálamenn virðast ekki hafa haft bein í nefinu til að taka alvarlega á þessu máli. Flest mistök í fasteignaviðskipt- um verða þegar ómenntaðir menn eru að vinna vinnu fasteigna- sala og meðhöndla gögn sem eiga eingöngu að vera meðhöndluð af fasteignasölum samkvæmt lögum. Þar má nefna skoðun og verðmat eigna, tilboð (sem er löggerning- ur og bindandi samningur), alls konar ráðgjöf og skjalagerð. Í kjöl- farið þarf svo löggilti fasteignasal- inn að hnoða saman kaupsamningi og úr verður tómt klúður, mála- ferli og oft fjárhagslegt tjón fyrir marga. Starfsfólk sem starfar í fasteignaviðskiptum er að mínu mati þrískipt. Í grunninn eru löggiltir fasteignasalar, þ.e. fast- eignasalar sem eru um 200 aðilar með full rétt- indi. Hægt er að ljúka námi á tveimur árum við HÍ (80-90 ECTS-ein- ingar). Löggildingarnám er af mörgum talið erfitt nám og krafist er hærri meðaleinkunnar en í flestu öðru háskólanámi við HÍ eða meðalein- kunnar að lágmarki sjö. Námið er að mestu byggt upp á lög- fræði, hagfræði o.fl. Síðan er farið fram á 12 mánaða starfsreynslu á fasteigna- sölu áður en viðkomandi getur fengið löggildingu sem fasteignasali. Einnig má viðkomandi aldrei, samkvæmt lögum, hafa orðið gjaldþrota, til að öðl- ast löggildingu en hægt er að fá undanþágu frá því eftir 5 ár. Tryggingu til að bæta hugsanlegt tjón er skylda að hafa til að öðlast löggildingu. Tryggingafélög gera kröfu um að viðkomandi sé ekki á vanskilaskrá til að hann fái tryggingu. Næsta lag má kalla rótgróna sölufulltrúa sem eru um 200 manns sem hafa haft fasteignasölu að aðalatvinnu í mörg ár. Þessir aðilar geta verið ómenntaðir og engar kröfur eru gerðar um neitt annað. Í flestum tilvikum eru þeir sölumenn sem endast í starfinu hinir bestu menn, vandvirkir og standa vel undir flestum kröfum sem sölufulltrúar og koma vel fram fyrir hönd fasteignasalans. Svo kemur þriðja lagið sem sam- anstendur af um 100-500 óvönum starfsmönnum sem eru oft blautir á bak við eyrun. Þetta eru t.d. byggingamenn, lagermenn, skrif- stofufólk, húsmæður eða hver annar sem verða vill. Þeir kaupa sér lakkskó, lakkrísbindi og jakka- föt í t.d. Dressmann og fara síðan út á markaðinn sem „fasteignasal- ar“. Fjöldi þessa hóps fer algerlega eftir því hvernig fasteignamark- aðurinn er. Ef hann er á upp- leið hrúgast menn og konur inn á fasteignasölur til að selja eignir en hætta fljótt þegar harðna fer á dalnum. Hinn almenni maður þekkir ekki mun á þessu fólki ➜ Stjórnmálamenn virðast ekki hafa haft bein í nefi nu til að taka alvarlega á þessu máli. Hver er fasteignasali? STARFSHEITI Einar G. Harðarson löggiltur fasteignasali AF NETINU Einkabílahatrið Borgarskipulag hefur versnað á þessu kjörtíma- bili. Yfirvöld reyna að bregða fæti fyrir einkabíla til að troða fólki í strætó eða upp á reiðhjól. Síðara er bara góðviðrisstefna, eins og sjá mátti í flughálkunni. Stefnan er varin með rugli. Meðal annars er sagt, að verktakar vilji færri bílastæði. Vilja þeir þó bara minnka kostnað sinn og vita ekk- ert um óskir íbúa. Einnig vantar í dæmið tilfinningu fyrir víðari vanda: Bílastæðaskortur við ný hús dreifir vandanum til íbúa, sem fyrir eru. Þröngbýlisstefna rýrir lífsgæði fólks, sem búið er að koma sér fyrir á svæðum, er laskast svo við þéttingu byggðar. http://www.jonas.is/ Jónas Kristjánsson Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.