Fréttablaðið - 31.01.2014, Síða 36

Fréttablaðið - 31.01.2014, Síða 36
31. janúar 2014 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 36TÍMAMÓT „Við settum strax upp sýningu á símtækjum þegar við opnuðum árið 2002. Það voru tæki af byggðasafn- inu í Skógum. Nú er sú sýning orðin að deild sem geymir minjar og sögu fjarskipta á Íslandi frá upphafi til okkar daga,“ segir Sverrir Magnús- son, safnstjóri Samgöngusafnsins á Skógum. Hann segir safnið hafa tekið við Síma-og fjarskiptasafni Þjóð- minjasafnsins sem var í gömlu loft- skeytastöðinni á Melunum. Þannig hafi því áskotnast búnaður og tæki sem tilheyrðu áður Landsímanum. Nú myndi þau tæki kjarnann í fjar- skiptadeildinni í Samgöngusafninu. Í framhaldinu segir hann safnið hafa byrjað að safna MNT-símtækj- um. „MNT-kerfið var við lýði frá 1986 til 2010 og var aðalfjarskiptatæknin á hálendinu á því tímabili. Símtækin voru klossuð til að byrja með en þró- unin var þannig að í lokin voru þau orðin nettari og ekki ólík GSM-tækjunum sem tóku við af þeim,“ útskýrir hann. Talstöðvar eru meðal safn- gripanna á Skógum, allt frá fyrstu talstöðvum sem komu fyrst til lands- ins til nýjustu tetra- stöðvanna. Samgöngusafnið hefur fengið loforð frá Símanum um að styrkja starfsemi þessarar deildar fjárhagslega og í vikunni var undir- ritaður ámóta samn- ingur við Mílu sem tók við dreifikerf- inu af Landsím- anum og byggir því á um 100 ára sögu fjarskipta. „Þetta eru samstarfssamning- ar þannig að við tökum að okkur að varðveita búnað og tæki um ókomin ár þó þau séu ekki á sýningunni,“ segir Sverrir og upplýs- ir að safnið hafi nýlega tekið í notkun nýtt 1.750 fermetra hús, áfast við sýningarrýmið. „Við byggðum þetta hús í kreppunni án nokk- urra styrkja,“ segir hann. „Það er geymsla fyrir ökutæki og alls konar muni.“ gun@frettabladid.is VIÐ UNDIRRITUN Sverrir og Eva Magnúsdóttir, forstöðumað- ur þjónustu hjá Mílu gerðu með sér samning. MYND/BRAGI ÞÓR JÓSEFSSON LJÓS- MYNDARI EINN AF SAFNGRIPUNUM Svona símar voru á sveita- bæjum landsins á síðustu öld. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, RÓSAMUNDA HJARTARDÓTTIR Staðarhvammi 1, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum 25. janúar sl. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 3. febrúar kl.13.00. Elfar Högnason Sigurlaug Valdís Jóhannsdóttir Helena Högnadóttir Ólafur Árni Torfason Hugrún Högnadóttir Víkingur Andrew Erlendsson barnabörn og barnabarnabörn. Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu vegna andláts og útfarar GUÐRÚNAR HALL Guð blessi ykkur öll. Agnar Einarsson Brynhildur Agnarsdóttir Sveinn Þorsteinsson Erna Guðrún Agnarsdóttir Þorlákur Björnsson Garðar Agnarsson Sigríður Pétursdóttir barnabörn, barnabarnabörn og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir fyrir hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, RICHARDS ÞÓRÓLFSSONAR Brekkugötu 36. Sérstakar þakkir til starfsfólks á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, fyrir góða umönnun. Ally Aldís Lárusdóttir Anna María Richardsdóttir Wolfgang Frosti Sahr Sæbjörg Richardsdóttir Ólafur Magnússon Áki Sebastian Frostason Sahr Anne Belanant Urður Steinunn Önnudóttir Sahr Ernesto Camilo Valdés Magnús Addi Ólafsson Laura-Ann Murphy Richard Helgi Ólafsson Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærs föður okkar, afa, sonar og bróður, MAGNÚSAR ÞÓRÐARSONAR Helga Sjöfn Magnúsdóttir Jakob Sigurðarson Þórður Ingi Magnússon Ásdís J. Halldórsdóttir Alma Dögg Magnúsdóttir Sjöfn Ísaksdóttir Þórður Magnússon Haukur V. Gunnarsson Halla B. Harðardóttir Ísak Þórðarson Steinunn S. Sigurðardóttir Harpa Þórðardóttir Ingibjörg R. Þórðardóttir Gylfi Hauksson og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, UNNUR ZÓPHÓNÍASDÓTTIR sjúkraliði, Engjavegi 34, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands fimmtudaginn 23. janúar. Útför hennar fer fram frá Selfosskirkju miðvikudaginn 5. febrúar kl. 13.30. Hákon Halldórsson Heiðrún Hákonardóttir Björn Þrastar Þórhallsson Sverrir Hákonarson Sigþrúður Inga Jónsdóttir Hörður Hákonarson Guðlaug Anna Gunnlaugsdóttir og barnabörn. Maðurinn minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir, bróðir, mágur, afi og langafi, GUNNAR KRISTJÁNSSON Asparfelli 8, Reykjavík, lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn 28. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Helga Loftsdóttir Gestur Skarphéðinsson Fanney Ásgeirsdóttir Róbert B. Agnarsson Anna Björnsdóttir Guðríður Kristjánsdóttir Helgi Geir Valdimarsson Hanna Karen Kristjánsdóttir Þórir Georgsson Ólafur Kristjánsson barnabörn og barnabarnabörn. Systir okkar, KRISTRÚN ANNA FINNSDÓTTIR frá Ytri-Á, Ólafsfirði, lést 29. janúar á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Fyrir hönd systkinanna, Eva Finnsdóttir Tónlistarnemar, áttatíu og fimm talsins og flestir á framhaldsskóla- aldri skipa Sinfóníuhljómsveit tón- listarskólanna sem heldur tónleika í Langholtskirkju á morgun klukk- an 16. Þeir leika þrjá þætti úr saxó- fónkonsertinum Rætur eftir Veigar Margeirsson, Danzón númer 2 eftir Arturo Márquez og Sinfóníska dansa opus 64 eftir Edvard Grieg. Stjórn- andi er Guðmundur Óli Gunnarsson. Einleikari á saxófón með hljóm- sveitinni er Sölvi Kolbeinsson sem hóf nám átta ára gamall og stundar nú nám bæði í klassískum og djass- saxófónleik hjá Sigurði Flosasyni í Tónlistarskólanum í Reykjavík og Tónlistarskóla FÍH en hefur áður lært hjá Ólafi Jónssyni og Hafsteini Guðmundssyni. Auk þess að spila á saxófón leikur Sölvi á gítar og píanó. Hann hefur leikið djass á ýmsum veitingastöðum bæjarins ásamt poppi og rokki í alls konar hljómsveitum. Sinfóníuhljómsveitin er samstarfs- verkefni fimm tónlistarskóla á höfuð- borgarsvæðinu, Tónlistarskóla FÍH, Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Tón- listarskóla Kópavogs, Tónlistarskóla Garðabæjar og Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar. - gun FRÍSKLEGUR HÓPUR Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna. Samstarfsverkefni fi mm skóla Sinfóníuhljómsveit tónlistarskólanna heldur tónleika í Langholtskirkju á morgun, 1. febr- úar. Einleikari með sveitinni er Sölvi Kolbeinsson saxófónleikari. Fjarskiptin þá og nú Samgöngusafnið á Skógum hefur sett upp yfi rlitssýningu á minjum sem spanna nær 100 ára sögu fj arskipta á Íslandi. Sverrir Magnússon er þar safnstjóri. MERKISATBURÐIR 1522 Fylgismenn Teits ríka Þorleifssonar og Jóns Arasonar berj- ast á Sveinsstaðafundi. 1881 Kirkjan á Núpi í Dýrafirði fýkur á haf út. 1926 Fyrstu útvarpsútsendingar í tilraunaskyni fara fram á Íslandi. 1951 Flugvélin Glitfaxi ferst með 20 manns. 1971 Mannaða geimfarið Apollo 14 leggur upp í ferð til tungls- ins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.