Fréttablaðið - 31.01.2014, Page 50

Fréttablaðið - 31.01.2014, Page 50
KYNNING − AUGLÝSINGVefsíðugerð FÖSTUDAGUR 31. JANÚAR 20142 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, s. 512-5432, sverrirbirgir@365.is Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Vefsíðugerð hefur tekið stór-stígum framförum hér-lendis undanfarna tvo ára- tugi en fyrstu íslensku veffyrir- tækin voru sett á fót um miðjan síðasta áratug síðustu aldar. Einn þeirra sem hafa starfað í greininni frá upphafi er Már Örlygsson við- mótssérfræðingur en hann hóf störf hjá Auglýsingastofu Reykja- víkur árið 1996 og vann við vef- hönnun og forritun. „Þetta var lítil en framsækin auglýsingastofa sem tókst að selja öllum helstu ferða- þjónustu- og sjávarútvegsfyrir- tækjum landsins þá hugmynd að þau yrðu að fá sér heimasíðu til að kynna sig á alþjóðlegum vett- vangi. Við rákum einnig hýsingar- þjónustu á 64 kílóbita koparteng- ingu og þóttumst bara nokkuð góð með það.“ Már segir vefsíðurnar allar hafa verið handskrifaðar og ósköp lítil forritun á bak við þær, nema helst einstaka skráningar- síður og gestabækur. „Þetta sner- ist aðallega um að vekja athygli á fyrirtækjunum og að fá fólk til að hringja, senda tölvupóst eða sniglapóst.“ Sífelld barátta Már segir að á árunum fyrir alda- mótin hafi íslensku vefirnir aðal- lega verið einfaldir upplýsingavef- ir og oft tilraunakenndir því mörg fyrirtæki vissu ekki af hverju þau voru að fá sér vefsíðu eða hvernig væri best að koma efninu til skila. „Við vorum í raun að finna upp vefinn sem við þekkjum í dag. Við vorum að velta fyrir okkur hvar ætti að setja lógóið og „heim“- linkinn og valmyndirnar og hvort notendur föttuðu að skruna og lesa niður fyrir fyrstu skjáfyllina af efni. Þetta var sífelld barátta við litla skjái, gamla vafra, hægar nettengingar, viðskiptavini sem tímdu ekki að borga sanngjarnt verð og grafíska hönnuði sem kunnu bara að hanna fyrir prent.“ Hann segir að á þessum tíma hafi hönnuðir verið mjög upp- teknir af því að búa til forsíður á vefi, um 100 kílóbæta auglýsinga- grafík með ýmsum misgagnlegum eiginleikum. „Flash-tæknin kom fram á sjónarsviðið um þetta leyti og mörgum þótti hún bókstaflega bjarga internetinu. Loksins var hægt að láta hluti hreyfast á vef- síðunni og hönnuðirnir glöddust yfir því að fá fulla stjórn yfir öllum útlitsþáttum eins og þeir voru vanir á pappírnum. Það liðu mörg ár þangað til allir höfðu áttað sig á að vefurinn var ekki gallaður og það þurfti ekki að laga hann held- ur var hann einfaldlega ný tegund miðlunar með sína eigin fagur- fræði og sitt eigið tæknilega eðli.“ Ótrúlegar framfarir Íslendingar voru að sögn Más ótrúlega snöggir að tileinka sér vefinn og um leið hafi fyrirtækin verið ótrúlega leiðitöm við veffyr- irtækin sem teymdu þau út á vef- inn. „Það vissi í raun enginn hvað hann var að gera á vefnum. Al- menningur „vafraði“ um vefinn, meira í forundran en með mark- vissum hætti, og fyrirtæki settu upp heimasíður sem ósköp fáir sóttu í raun. Samt hafði fólk ein- hverja óljósa tilfinningu fyrir því að þetta væri byrjunin á einhverju alveg mögnuðu! Og við höfðum öll rétt fyrir okkur.“ Þegar Már lítur til baka segir hann ótrúlegar framfarir hafa orðið í tölvutækninni auk þess sem vafrarnir séu orðnir betri og nettengingarnar hraðari. „Ég held þó að að stærsta bylting- in sé að eiga sér stað núna í dag þegar við erum að kljást við að búa til vefi sem virka bæði á borð- tölvum og smátækjum. Tilkoma iPhone- og Android-tækjanna er að valda raunverulegri byltingu í því hvernig við nálgumst miðlun upplýsinga og hönnun notenda- viðmóts á vefjum. Þessir litlu skjá- ir neyða okkur öll til að svara loks- ins öllum erfiðu spurningunum um hvaða efni á vefnum má missa sín og hvernig við getum einfald- að allt niður á skiljanlegt form sem passar innan í hausinn á mann- eskjum. Fyrir mann eins og mig, sem hefur fylgst með þessu allt frá upphafi, er þetta ofboðslega skemmtilegur og spennandi tími. Draumurinn er loksins að rætast.“ Byrjunin á einhverju mögnuðu Margt hefur breyst í vefsíðugerð undanfarna tvo áratugi. Áður fyrr voru vefir íslenskra fyrirtækja einfaldir upplýsingavefir og tilraunakenndir enda vissu mörg fyrirtæki ekki af hverju þau voru á vefnum. Mesta byltingin á sér þó stað þessa dagana með tilkomu spjaldtölva og snjallsíma. „Þetta var sífelld barátta við litla skjái, gamla vafra, hægar nettengingar, viðskiptavini sem tímdu ekki að borga sanngjarnt verð og graf- íska hönnuði sem kunnu bara að hanna fyrir prent,“ segir Már Örlygsson viðmótssérfræðingur. MYND/STEFÁN Opex hefur nú verið í tíu ár í upplýsingatæknibransan-um. Fyrirtækið var stofnað í byrjun árs 2004 og hefur boðið upp á vefhýsingar, vefsmíði og sérhæfð- ar veflausnir frá þeim tíma. Síðustu fimm árin hefur fyrirtækið auk þess farið í kerfislausnir, nettengingar og símalausnir fyrir fyrirtæki. Fjölbreytt verkefni „Það fylgir því ótrúlegur fjölbreyti- leiki að vinna í tölvum allan daginn, eins mikil þversögn og það er,“ segir Halldór Áskell Stefánsson, sölu- og markaðsstjóri Opex. „Verkefni sem við vinnum fyrir viðskiptavini eru eins mismunandi og þau eru mörg. Sumir leita að einföldum lausnum fyrir samfélagsmiðla, samanber Face book-leiki. Á meðan leita aðrir eftir utanumhaldi, hönnun, forrit- un, stýringu og stefnumótun fyrir vef fyrirtækisins og markaðssetn- ingu á netinu í heild. Sem dæmi um fjölbreytileika verkefna síðasta árs þá kláruðum við stoðkerfi við söludeild fyrir tilboðsgerð, reikningagerðar- tól sem gefur út reikninga og bókar sjálfkrafa, greiðslu- og kortalausnir, fjölda fyrirtækjavefja, viðmót á vef- auglýsingar og svona mætti lengi telja. Allt frá hugmynd að hönnun og loks forritun, útfærslu og virkni.“ Aukin vitundarvakning í öryggi Það er að mörgu að huga þegar kemur að veflausnum, hýsingum og kerfisrekstri. „Íslendingar, sem og heimurinn allur, eru að átta sig á því magni af upplýsingum sem eru aðgengilegar á netinu og mikilvægi þess að öryggi og vinnureglur séu til fyrirmyndar. Öruggir hýsingarsalir, reglubundin afritun gagna og eftirlit kerfa er nauðsynlegur partur í dag- legum rekstri.“ segir Halldór. Mikið meira en bara veflausnir Opex leggur upp úr því að vera með alhliða lausnir í upplýsingatækni. „Á meðan við erum með teymi af for- riturum sem vinna sérstaklega að veflausnum, þá er stór partur fyrir- tækisins í kerfislausnum. Við finn- um fyrir aukinni ánægju viðskipta- vina með það að geta leitað á einn og sama staðinn þegar kemur að upp- lýsingatækni. Hvort sem það eru fyr- irtækjatengingar, skýjalausnir, sér- forritun eða önnur sérfræðiráðgjöf, í þessu liggur raunverulegur styrk- ur Opex.“ Alhliða lausnir í upplýsingatækni Opex hefur verið í tíu ár í upplýsingabransanum og býður upp á alhliða lausnir fyrir viðskiptavini svo sem vefhýsingar, vefsmíði, sérhæfðar veflausnir, kerfislausnir, nettengingar og símalausnir. Starfsfólk fyrirtækisins segir raunverulegan styrk Opex felast í heildarlausnum í upplýsingatækni ásamt faglegri, en jafnframt persónulegri þjónustu. Baldur, Halldór og Haraldur eru hluti af Opex-teyminu, þeir kunna vel við sig fyrir framan tölvuna. MYND/GVA FYRIRTÆKJALAUSNIR NETSAMBÖND - SÍMKERFI - VEFLAUSNIR - UPPLÝSINGATÆKNI - FORRITUN Engin vandamál - bara lausnir. Upplýsingatækni í 10 ár. 2004 - 2014 ...................................................................... ............................................................................................................................................................................................. .............................................................................................................................................................................................
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.