Fréttablaðið - 31.01.2014, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 31.01.2014, Blaðsíða 53
KYNNING − AUGLÝSING Lífeyrissjóðir31. JANÚAR 2014 FÖSTUDAGUR 3 Það er aldrei of seint að huga að lífeyris-sparnaðinum en það er gömul saga og ný að því fyrr sem fólk byrjar að spara, því betra,“ segir Jón L. Árnason, rekstrar- stjóri Lífeyrisauka, sem er fjölmennasti sjóður landsins sem eingöngu býður upp á viðbótarlífeyrissparnað. „Það eru vel yfir 17 þúsund einstaklingar sem greiða iðgjöld til Lífeyrisauka í hverjum mánuði og heild- arfjöldi sjóðfélaga sem á inneign í sjóðnum nálgast 70 þúsund. Það er því fjölmennur hópur sem treystir okkur fyrir lífeyrissparn- aði sínum.“ Fjölbreyttar fjárfestingarleiðir Arion banki er vörsluaðili Lífeyrisauka. Fjár- festingarleiðir Lífeyrisauka eru sjö og eru ólíkar eftir áhættu í fjárfestingum. Það er misjafnt hvað hentar hverjum aldurshópi en auk þess er viðhorf fólks til áhættu mis- munandi. Lífeyrisauki býður jafnframt upp á svonefnda Ævilínu en þá eru inneign og iðgjöld sjóðfélaga sjálfkrafa flutt milli leiða eftir því sem aldurinn færist yfir. „Eins og staðan er núna má greiða 2% af launum í viðbótarlífeyrissparnað, sem er frádráttarbært frá skattskyldum tekjum, en tekjuskattur er hins vegar greiddur við út- greiðslu. Mótframlag launagreiðanda er 2% samkvæmt flestum kjarasamningum. Sá sem velur að vera ekki með viðbótarlífeyr- issparnað missir í raun af 2% launahækk- un. Menn fá því strax 2% viðbótarframlag á sparnaðinn sem ætti eitt og sér á að vera næg ástæða til þess að leggja fyrir á þennan hátt. Heimilt verður að hækka framlag launþega í 4% þann 1. júlí nk. þannig að heildargreiðsla á mánuði í viðbótarlífeyrissparnað getur þá verið 6% af launum,“ segir Jón. „Þeir sem ekki nýta sér viðbótarlífeyr- issparnaðinn ættu að ráða bót á því, enda er þetta fyrirhafnarlítið sparnaðarform því launagreiðandinn sér um framkvæmdina. Þar við bætist fyrirhuguð „leiðrétting“ ríkis- stjórnarinnar næstu þrjú árin þar sem kost- ur gefst á að nýta greiðslur í viðbótarlífeyris- sparnað til að greiða inn á lán eða inn á sér- staka húsnæðissparnaðarreikninga án þess að greiða þurfi skatt af þeim launum,“ segir Jón og bætir við: „Á þessum síðustu og verstu tímum hugvitssemi í nýrri skattheimtu hlýt- ur þetta að sæta tíðindum. Það gefur auga- leið að þar sem ekki er greiddur tekjuskattur af þessum greiðslum þá felst í þessu veruleg- ur sparnaður. Ég mæli hiklaust með að fólk nýti sér þennan valkost þegar þar að kemur. Það er erfitt að ímynda sér góð og gild rök fyrir því að gera það ekki. Það eru helst þeir sem eiga í verulegum fjárhagsörðugleikum sem ættu að hugsa sig tvisvar um, því að í þeirra tilfelli kann að vera að féð sé betur geymt í formi lífeyrissparnaðar sem er ekki aðfararhæfur og því er ekki hægt að ganga að þeim eignum vegna fjárhagslegra skuld- bindinga.“ Sveigjanleiki og gagnsæi „Í samanburði við önnur sparnaðarform er viðbótarlífeyrissparnaður einnig hagstæð- ur þar sem enginn fjármagnstekjuskattur er greiddur af vaxtatekjum. Þá erfist við- bótarlífeyrissparnaður að fullu og enginn erfðafjárskattur er greiddur við yfirfærslu til maka og barna. Taka má út úr sjóðnum frá 60 ára aldri og geta greiðslur verið mjög sveigjanlegar. Heimild til fyrirframgreiðslu viðbótarlífeyrissparnaðar var framlengd núna um áramótin og gildir í 15 mánuði.“ Til þess að fá upplýsingar um Lífeyris- auka má leita til útibúa Arion banka eða hafa samband við lífeyris- og verðbréfaráðgjafa í síma 444 7000 eða á lifeyristhjonusta@ar- ionbanki.is. „Við höfum lagt mikla áherslu á gagnsæi og má m.a. nálgast allar upplýsing- ar um ávöxtun einstakra leiða Lífeyrisauka og eignasamsetningu á www.arionbanki.is/ lifeyrisauki, auk þess sem ráðgjafar okkar eru ávallt til þjónustu reiðubúnir. Iðgjaldayfirlit eru send sjóðfélögum tvisvar á ári, og yfirlit eru einnig birt í Netbanka Arion banka. Ég hvet fólk til þess að hugsa nokkra leiki fram í tímann, nú er gott tækifæri til að koma líf- eyrismálunum á hreint,“ segir Jón L. Árna- son að lokum. Nú er gott tækifæri til að koma lífeyrismálunum á hreint Jón L. Árnason, rekstrarstjóri Lífeyrisauka, ræðir um kosti viðbótarlífeyrissparnaðar. Eitt af markmiðum okkar er að bjóða sjóðfélögum Frjálsa lífeyrissjóðsins upp á sem mestan sveigjanleika við út-greiðslu lífeyrissparnaðar,“ segir Arnaldur Loftsson, sem hefur verið framkvæmdastjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins undan- farin tíu ár. Frjálsi lífeyrissjóðurinn var stofnaður árið 1978 og er rekinn af Arion banka. Hann er rúmlega 130 milljarðar að stærð og sjö- undi stærsti lífeyrissjóður landsins. Sjóðurinn hefur þá sérstöðu umfram flesta aðra lífeyrissjóði að hluta 12% skylduiðgjalda má sjóðfélagi ráðstafa í séreign og hluta í samtryggingu. Sjóðfélagar geta valið að ráðstafa allt að 74% af 12% skylduiðgjöldum í sér- eign en enginn annar lífeyrissjóður býður upp á svo hátt hlutfall. „Kostir séreignar eru m.a. að hún erfist að fullu við fráfall sjóðfélaga og býður upp á mikinn sveigjanleika við útgreiðslur,“ segir Arnaldur. „Hluti af séreigninni er laus við 60 ára aldur og gefur sjóðfélögum svigrúm til að flýta starfslokum, minnka við sig í starfi fyrir hefðbundinn eftirlaunaaldur eða hafa hærri tekjur á fyrri hluta eftirlaunaáranna. Flestir okkar sjóðfélaga sem við höfum rætt við vilja einmitt hafa þess konar val þegar starfslokin nálgast. Með þessu fyrirkomulagi njóta sjóðfélagar Frjálsa lífeyrissjóðsins kosta séreignarsjóða og samtryggingar- sjóða en samtryggingin greiðir ævilangan ellilífeyri, örorku- lífeyri og maka- og barnalífeyri við fráfall,“ segir Arnaldur. Margverðlaunaður lífeyrissjóður Þess má geta að Frjálsi lífeyrissjóðurinn hefur fengið alþjóðleg verðlaun fyrir uppbyggingu sína en fagtímaritið IPE valdi hann besta lífeyrissjóð í Evrópu í flokknum Uppbygging lífeyrissjóða árið 2005. Í fyrra valdi sami aðili sjóðinn jafnframt besta lífeyr- issjóð Evrópuþjóða með undir eina milljón íbúa og árin 2009- 2011 var hann valinn besti lífeyrissjóður á Íslandi. Skattfrjáls viðbótariðgjöld til að greiða niður íbúðalán eða safna á húsnæðissparnaðarreikninga Arnaldur segir að Frjálsi lífeyrissjóðurinn taki ekki eingöngu við skylduiðgjöldum því hann ávaxti einnig viðbótarlífeyrissparnað og ekki þurfi að fjölyrða um kosti hans. „Mótframlag launagreið- anda sem nemur 2% af launum gerir það að verkum að viðbótar- lífeyrissparnaður er eitt hagstæðasta sparnaðarform sem völ er á, auk þess sem skattaleg meðferð hans er mjög hagstæð. Nýjasta útspil stjórnvalda um að lántakendur íbúðalána geti notað skatt- frjáls viðbótariðgjöld til að greiða niður höfuðstól íbúðalána eða safna á húsnæðissparnaðarreikninga í þrjú ár frá og með 1. júlí á þessu ári er kostatilboð sem flestir ættu að nýta sér,“ segir Arn- aldur og bætir við: „Þeir sem ætla að nýta sér þennan möguleika þurfa að vera með samninga um viðbótarlífeyrissparnað og ég vil hvetja þá til að kynna sér þá valmöguleika og þjónustu sem Frjálsi lífeyrissjóðurinn býður upp á í þessum efnum.“ Jákvætt viðhorf sjóðfélaga til Frjálsa lífeyrissjóðsins Sjóðfélagar í Frjálsa lífeyrissjóðnum eru nú um 47 þúsund. Flestum starfandi einstaklingum er gert skylt að greiða í til- tekna lífeyrissjóði en Frjálsi lífeyrissjóðurinn er fyrir þá sem hafa frjálst val um aðild að lífeyrissjóði. Arnaldur segir að þeir sem vinni við rekstur sjóðsins hafi fundið fyrir með- byr gagnvart sjóðnum síðastliðin ár: „Greiðandi sjóðfélögum hefur fjölgað jafnt og þétt og samkvæmt könnunum er við- horf sjóðfélaga til sjóðsins almennt mjög jákvætt. Sjóðfélagar hafa kunnað að meta uppbyggingu sjóðsins, ávöxtun undan- farin ár og þá þjónustu sem sjóðurinn býður upp á. Við erum mjög stolt af þeim fjölda sjóðfélaga sem hafa valið að greiða til sjóðsins en jafnframt gerum við okkur grein fyrir þeirri ábyrgð sem ávöxtun og varðveisla lífeyrissparnaðar felur í sér. Frjáls aðild að sjóðnum veitir okkur mikið aðhald og ef við stönd- um illa að rekstri sjóðsins geta sjóðfélagar ákveðið að greiða í aðra sjóði. Við ætlum okkur að standa undir þessari ábyrgð og halda áfram að beita faglegum vinnubrögðum við eignastýr- ingu sjóðsins og veita sjóðfélögum framúrskarandi þjónustu,“ segir Arnaldur að lokum. Skylduiðgjöldum ráðstafað í séreignar- sjóð hjá Frjálsa lífeyrissjóðnum Býður upp á sveigjanleika og valfrelsi við útgreiðslu úr sjóðnum. Jón L. Árnason, rekstrarstjóri Lífeyrisauka. Arnaldur Loftsson, framkvæmda- stjóri Frjálsa lífeyrissjóðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.