Fréttablaðið - 31.01.2014, Side 57

Fréttablaðið - 31.01.2014, Side 57
FRÉTTABLAÐIÐ LÍFIÐ 31. JANÚAR 2014 • 9 Nýjar vörur AUSTURSTRÆTI 8 - 10 • SÍMI 534 0005 OPIÐ ALLA DAGA Finndu okkur á Facebook 10.800 kr 14.800 kr 14.800 kr 12.800 kr 10.800 kr peysa 10.800 krpeysa 9800 kr Aztek slá 10.800 kr skyrta 7800 kr golla 8.800 kr buxur 9800 kr an fókus og ekki var alltaf auðvelt að selja umhverfisþenkjandi hönn- un. Áherslur í viðskiptum geta oft gengið út á skjótan gróða á meðan langtímastefna, framtíðarsýn og áhrif fá að víkja fyrir skammtíma- markmiðum.“ Markþjálfað ómeðvitað allt sitt líf Þú kynntist markþjálfun þegar þú réðst markþjálfa til að aðstoða þig við stefnumótun hjá bandaríska hönnunarfyrirtækinu þínu. Hvað gerðist í framhaldi af því? „Markþjálfinn minn sá í mér einhvers konar „hugsunar- og úrvinnsluaðferðir“ sem honum fannst mikill fengur í og bauðst til þess að taka mig í læri hjá sér. Í kjölfarið fór ég í skóla í Arizona og lærði aðferðafræði markþjálf- unar og varð Certified Trans- formational Coach, eða vottað- ur „Umbreytinga-markþjálfi“. Ég komst að því að á vissan hátt hafði ég alltaf verið að markþjálfa þegar ég hitti nýja viðskiptavini með viðskiptahugmyndir þar sem spurningarnar í fyrstu voru ekki ósvipaðar; hvað viltu gera, hvern- ig viltu gera það, hver er fram- tíðarsýnin, hvað viltu bæta, hvað viltu minnka, hver er besta mögu- lega útkoman, hver eru gildi fyr- irtækisins, styrkleikar reksturs- ins, sagan sem þið viljið segja og annað í þeim dúr. Þessar sann- leiksspurningar og svör heilluðu mig alltaf og fannst mér þetta ein- staklega skemmtilegur hluti af starfinu en þarna á sér stað mikil sköpun og í raun nokkurs konar stefnumótun fyrir reksturinn. Þetta var þó lítill hluti af hönnun- arstarfinu og síðan fór fólk sína leið. Mér fannst það heillandi hug- mynd að geta unnið við þessa gerð sköpunar og fengið að fylgja fyr- irtækjum eftir enn lengra og fá að vinna með stjórnendum og stjórn- endateymum sem eru stöðugt að vinna við breytingar og þróun á rekstri. Það verður varla meira skapandi en það.“ Mætti því segja að örlögin hafi gripið í taumana og leitt þig á nýja braut? „Já, augljóslega því að fyrsti aðilinn sem ég tilkynnti að ég hefði lært markþjálfun, réð mig til þess að þjálfa sig og sitt teymi. Það vill svo til að ég starfa enn með því fyrirtæki í dag og hef fylgt því eftir frá því að þau voru með 15 starfsmenn yfir í að vera komin með hátt í 100 starfsmenn. Markþjálfunarstarfið er mjög skemmtilegt og fæ ég útrás fyrir mörg persónuleg áhugasvið og kynnist alls konar rekstri og við- skiptasköpun. Ég nýti að mörgu leyti bæði heilahvelin mín sem hafa gaman af hönnunarhugs- un og stjórnun og stefnumótun en skemmtilegast af öllu er að fá að vinna með fólki sem er að skapa betri framtíð fyrir sig og aðra og fá að fylgja því eftir í að skapa stöðugar framfarir.“ Markþjálfun gerir þig glaðari Hvað er að vera markþjálfi? Endi- lega segðu nánar frá því. „Markþjálfi getur sá kall- að sig sem hefur lært aðferða- fræði markþjálfunar sem geng- ur út á samtalsaðferð sem byggist á opnum spurningum og miða að því að laða fram jákvæðar breyt- ingar. Góður markþjálfi eflir fólk í að mynda sér sterka fram- tíðarsýn og stefnu og aðstoðar fólk við að setja sér markmið og gera þau framkvæmanleg. Mark- þjálfar aðstoða fólk einnig við að takast á við áskoranir sem geta orðið á veginum og hjálpa marg- ir til við að brjóta aðgerðir niður í framkvæmanlegar einingar. Fær markþjálfi getur sem dæmi komið inn í teymi og ýtt undir virkni, gagnsæi, samvinnu og ábyrgð hvers og eins, bæði gagn- vart sjálfum sér sem og gagnvart teyminu og fyrirtækinu sem það starfar með. Það hefur sýnt sig að með aðstoð góðs markþjálfa nást markmið mun hraðar en ella og fólk er almennt einbeittara, glað- ara og öflugra í því sem það er að gera. Fólk er almennt sáttara og tengdara.“ Í dag ert þú stjórnarformaður Félags markþjálfunar á Íslandi. Er félagið mjög öflugt á Íslandi? „Félagið er ungt en í örum vexti og hefur verið að stækka og eflast ár frá ári. Í dag erum við með um 70 félaga og eru þeir allir með menntun í markþjálfun. Félagið hélt Markþjálfunardag- inn í annað sinn í gær í Opna há- skólanum í Háskólanum í Reykja- vík og var aðsókn langt fram- ar bestu vonum. Félagið stendur fyrir því að kynna og efla mark- þjálfun sem fag, kynna starfandi markþjálfa og standa vörð um að félagsmenn sýni fagmennsku og fylgi siðareglum félagsins. Fyrir þá sem hafa áhuga á að vita meira um markþjálfun og starfandi markþjálfa á Íslandi þá er um að gera að skoða síðu félagsins, www.markþjálfun.is “ Auðlindir heims- ins eru ekki óend- anlegar og í fram- tíðinni gæti það vel orðið þann- ig að ruslahaug- ar nútímans verði álitnir fjársjóðir. Hönnuðir geta ýtt undir framsýna hugsun og boðið upp á umhverfis- væna valkosti og lausnir og end- urnýtt enn betur það sem hægt er að endurnýta. Með fjölskyldunni á skíðum. María Lovísa og bestu vinkonurnar saman á góðri stundu. Með eiginmanni sínum og börnum. Inspira-hönnun eftir Maríu Lovísu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.