Fréttablaðið


Fréttablaðið - 31.01.2014, Qupperneq 72

Fréttablaðið - 31.01.2014, Qupperneq 72
31. janúar 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | 44 „Þetta er svona gamandrama – eins og Ragnar Bragason er svo flinkur í. Hann býr til stórar pers- ónur sem allar bera sinn harm en þær og kringumstæðurnar geta orðið spaugilegar,“ segir Kristín Þóra Haraldsdóttir leikkona þegar forvitnast er um leikritið Óska- steina sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu í kvöld. Sjálf fer hún með stórt hlutverk og er þar kona eigi einsömul. „Karakterinn minn er kasóléttur en er ekki alveg að horfast í augu við það,“ segir hún og upplýsir að hlutverkin séu öll stór – fá en stór. Sagan snýst um fámennan hóp fólks sem hefur villst af leið á mis- munandi hátt, að sögn Kristínar Þóru. Hann fremur bankarán í þorpi úti á landi og að því þorpi liggur bara einn vegur. „Allt planið fer úr skorðum, ógæfufólkið flýr inn í leikskóla, tekur þar gísl til fanga og ýmislegt afhjúpast sem ég ætla ekki að upplýsa,“ segir hún og skapar eftirvæntingu. Sérstakt æfingaferli Spurð hvort höfundurinn hafi verið með fullmótaðar hugmyndir þegar æfingar hófust lýsir Kristín Þóra sköpunarferlinu, sem hún segir hafa verið sérlega lærdómsríkt. „Ragnar lagði til grunnhugmynd- ina að söguþræðinum. Hann hitti okkur leikarana hvern í sínu lagi fyrir hálfu ári og fékk okkur það verkefni að byggja upp baksögu persónunnar sem okkur var ætlað að leika, finna út hver hún væri og hvaðan hún væri að koma. Svo hittumst við öll og þá kynnti hann fyrir okkur ákveðnar kringum- stæður og atburðarás, við spunn- um kringum þær hugmyndir, hann tók atriðin upp á vídeó, fór með þau heim og vann úr þeim. Ég hef aldrei tekið þátt í svona ferli áður en hefur alltaf langað það. Kvik- myndaleikstjórinn Mike Leigh vinnur svona og mér finnst alltaf svo flottir karakterar hjá honum. Svona voru Vaktarseríurnar líka unnar, það var náttúrulega Ragnar Braga sem stjórnaði þeim,“ segir Kristín Þóra og telur sig lánsama að fá að taka þátt í þessu verkefni. Tók U-beygju Þó við Kristín Þóra sitjum að spjalli með okkar kaffikrúsir í anddyri Borgarleikhússins vil ég endilega vita eitthvað um hana utan leikhúss, svo sem uppruna og einkamál og kemst að því að hún er uppalin í Hlíðunum, dóttir Har- aldar Sigurðssonar læknis og Guð- leifar Helgadóttur hjúkrunarfræð- ings. Innt eftir leikkonudraumum í æsku svarar hún. „Sko, ég hugsaði aldrei: „ég ætla að verða leikkona“ en fór mikið í leikhús og upplifði alltaf eitthvað sérstakt. Svo tók ég þátt í leiksýningum bæði í grunn- skóla og menntaskóla en var ekk- ert sérstaklega að sækjast eftir að vera í fókus, langaði bara að vera með. Á þessum tíma átti ég ekki von á að leggja leiklist fyrir mig.“ Hún kveðst hafa verið tvö ár í Menntaskólanum í Reykjavík, á stærðfræðibraut og stundað handbolta þar. „En svo tók ég U- beygju, flutti mig í MH, fór á fullt í leikfélagið og fannst það rosa skemmtilegt. Í framhaldinu hætti ég í íþróttum, sótti um í leiklistar- skólanum, komst inn og svo hefur eitt leitt af öðru.“ Eftir útskrift úr leiklistarskól- anum 2007 lék Kristín Þóra með Leikfélagi Akureyrar í eitt ár. Magnús Geir var þá leikhússtjóri þar. „Ég tók þátt í þremur sýning- um fyrir norðan, Ökutímum, Fló á skinni og Óvitum sem allar gengu lengi og ég fékk dýrmæta sviðs- reynslu. Svo kom ég hingað í Borg- arleikhúsið og hef leikið í mörgum sýningum hér en tvívegis tekið fæðingarorlof á þessum tíma.“ Kynntist eiginmanninum tíu ára Kristín Þóra og maður hennar, Kári Allansson, organisti í Háteigs kirkju, hafa þekkst frá því þau voru tíu ára. „Við Kári vorum par í tólf ára bekk. En svo var ég að fara í ferðalag með fjöl- skyldunni, hringdi í hann og sagði honum að þetta samband mundi ekki ganga, ég væri að fara svo langt. Samt var þetta bara hálfs- mánaðarferð til Hollands. Það er mikið búið að gera grín að þessu,“ upplýsir hún hlæjandi. „Við tókum svo upp samband seinna, bara á skikkanlegum tíma, en vissum alltaf hvort af öðru og vorum í sama vinahópi. Nú erum við gift og eigum tvö börn.“ ➜ Sigríður Ósk söng nýverið á tónleikum með Dame Emmu Kirkby í Cadog- an Hall í London og þeim tónleik- um var útvarpað á Classical FM á Englandi. Þetta er svona gamandrama Leikritið Óskasteinar eft ir Ragnar Bragason verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu í kvöld undir stjórn höfundar. Það er átakaverk með bankaráni, gíslatöku og dramatískum afh júpunum en gamanið er líka með í för. Kristín Þóra Haraldsdóttir er meðal leikenda. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Ég var að fara í ferðalag með fjölskyld- unni, hringdi í kærastann og sagði honum að þetta samband mundi ekki ganga, ég væri að fara svo langt. VONLEYSI Kristín Þóra og Nanna Kristín Magnúsdóttir í hlutverkum sínum í Óskasteinum. „Karakterinn minn er kasóléttur en er ekki alveg að horfast í augu við það,“ segir Kristín Þóra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Allir söngflokkarnir koma inn á móður- hlutverkið en verkin voru samt ekki valin sérstaklega með það í huga,“ segir Sigríð- ur Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran sem barnshafandi heldur einsöngstónleika í Kaldalónssal Hörpu annað kvöld við und- irleik Ástríðar Öldu Sigurðardóttur píanó- leikara. „Við erum með nýlega tónlist, til dæmis þrjá undurfagra söngva sem Hjálmar H. Ragnarsson samdi fyrir uppsetningu Þjóðleikhússins á Pétri Gaut. Undanhald samkvæmt áætlun er annað verk á dag- skránni, það er djassaður söngvaflokk- ur eftir Gunnar Reyni Sveinsson við ljóð Steins Steinarrs og einnig frumflytjum við á Íslandi verkið Adriana Songs eftir finnska tónskáldið Kaija Saariaho sem er eitt fremsta nútímatónskáldið í dag, enda margverðlaunuð,“ lýsir Sigríður Ósk. Tónleikarnir hefjast klukkan klukkan 21.30. Þeir eru liður í Myrkum músíkdög- um og verður útvarpað beint hjá RÚV. Þess má geta að Sigríður Ósk söng nýverið á tónleikum með Dame Emmu Kirkby í Cadogan Hall í London og þeim tónleikum var útvarpað á Classical FM í Englandi. - gun Móðurhlutverkið kemur við sögu Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzósópran og píanóleikarinn Ástríður Alda Sigurðardóttir halda tónleika í Kaldalóni í Hörpu annað kvöld, 1. febrúar. SÖNGKONAN Sigríður Ósk gengur með sitt fyrsta barn en lætur það ekki stoppa sig í söngnum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Óskar R. Harðarson hdl. og löggiltur fasteignasali Verð: 74,0 millj. Seltjarnarnes - einbýlishús Tjarnarstígur 1 7 0 Selstjarnarnes Nánari upplýsingar veitir Jórunn Skúladóttir, Sölufulltrúi jorunn@miklaborg.is sími: 845 8958 • Glæsilegt einbýlishús samtals að stærð 227,9 m² • Fallega innréttað • Eignarlóð • Tvöfaldur bílskúr MENNING
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.