Fréttablaðið - 31.01.2014, Page 88

Fréttablaðið - 31.01.2014, Page 88
31. janúar 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | 60 Málmhaus uppskar flestar til- nefningar til Edduverðlauna í ár, eða alls sextán tilnefningar. Fimm leikarar í myndinni eru tilnefndir fyrir leik. Hross í oss fékk fjórtán tilnefningar og XL níu. Allar þessar þrjár eru til- nefndar í flokknum mynd ársins. Tilkynnt var hverjir eru til- nefndir til Edduverðlauna þetta árið í Bíói Paradís á hádegi í gær. Tilnefnt var í 23 verðlaunaflokk- um og valið var úr 108 innsend- um verkum. Edduverðlaunahátíð- in fer fram í Silfurbergi í Hörpu þann 22. febrúar. Meðlimir á kjör- skrá Íslensku kvikmynda- og sjón- varpsakademíunnar geta kosið rafrænt á milli tilnefndra frá 3. febrúar til þess sautjánda. Fyrir leikstjórn voru tilnefnd- ir til verðlauna Benedikt Erlings- son fyrir Hross í oss, Guðmundur Arnar Guðmundsson fyrir Hval- fjörð, Marteinn Þórsson fyrir XL, Ragnar Bragason fyrir Málmhaus og Þór Ómar Jónsson fyrir Falsk- an fugl. Fyrir besta handrit var Bene- dikt Erlingsson tilnefndur fyrir Hross í oss, Brynja Þorgeirs- dóttir, Bragi Valdimar Skúlason og Konráð Pálmason fyrir sjón- varpsþáttinn Orðbragð, Guð- mundur Óskarsson og Marteinn Þórsson fyrir handritið að XL, Jón Atli Jónasson fyrir Falskan fugl og Ragnar Bragason fyrir Málmhaus. Tilnefndar fyrir besta leik konu í aðalhlutverki eru Charlotte Böving fyrir leik sinn í Hross í oss, Ilmur Kristjánsdóttir fyrir Ástríði 2, María Birta Bjarnadótt- ir fyrir XL, Ólafía Hrönn Jóns- dóttir fyrir Fiska á þurru landi og Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir fyrir leik sinn í Málmhaus. Karlar sem fengu tilnefningu fyrir leik í aðalhlutverki eru Ágúst Örn B. Wigum fyrir leik sinn í Hvalfirði, Ingvar E. Sig- urðsson fyrir leik sinn í Hross í oss, Kjartan Guðjónsson fyrir Ástríði 2, Ólafur Darri Ólafsson fyrir XL og Styr Júlíusson sem lék í Fölskum fugli. Fyrir leik karlmanns í auka- hlutverki eru tilnefndir Björn Hlynur Haraldsson fyrir Ástríði 2, Hannes Óli Ágústsson fyrir Málmhaus, Ingvar E. Sigurðsson fyrir Málmhaus, Steinn Ármann Magnússon fyrir Hross í oss og Sveinn Ólafur Gunnarsson fyrir Málmhaus. Leikkonur sem tilnefndar eru fyrir leik í aukahlutverki eru Halldóra Geirharðsdóttir fyrir Málmhaus, Margrét Helga Jóhannsdóttir fyrir XL, Maríanna Clara Lúthersdóttir fyrir Þetta reddast, Nanna Kristín Magnús- dóttir fyrir XL og Sigríður María Egilsdóttir fyrir Hross í oss. Tilnefndar í flokki heimildar- mynda voru Aska, Ég gefst ekki upp, Fit Hostel, Hvellur og Strigi og flauel. Leikið sjónvarpsefni sem fékk tilnefningar eru Ástríð- ur 2, Fiskar á Þurru landi og Hulli. Frétta- eða viðtalsþættir sem eru tilnefndir eru Auðæfi hafs- 16 tilnefningarMálmhaus 14 tilnefningarHross í oss 9 tilnefningar XL Rýmingarsala Opið. föstud. 10-18, Laugard. og sunnud. 10-16 Bæjarlind 6, 201 Kópavogur. s. 519-7561 facebook: Appaman Ísland verð frá 500 kr - 5000 kr. Í tilefni af 25 ára afmæli útvarpsstöðvarinnar FM957 verður blásið til stórtónleika í Laugardalshöll þann 16. júní næstkomandi. Það er hinn heimsfrægi David Guetta sem kemur til með að troða upp fyrir afmælis- gesti en hann er eitt stærsta nafnið í tónlistarbransan- um í dag. „David er mjög spenntur fyrir að koma til landsins og upplifa þjóðhá- tíðarstemningu,“ segir Trond Opsahl, annar eigenda Sky Agency sem flytur David inn. David er einn vinsælasti tónlistarmaður í heimi um þessar mundir en þrátt fyrir það er David að sögn Tronds mjög jarðbund- inn og kurteis og alls engin prímadonna. „Það fer samt ekkert á milli mála hvers vegna maðurinn er stjarna, hann gefur sig alltaf 100 prósent í það sem hann gerir og hættir aldrei mínútu fyrr en hann er fullkomlega sáttur,“ segir Trond. Fluttur verður inn búnaður frá Noregi fyrir tónleikana. „Það eru ekki til nægilega góðar græjur á landinu fyrir tónleika eins og þessa. David myndi frekar þiggja lægri greiðslu fyrir að koma fram en að sætta sig við eitthvað annað en fullkomnun. Það að standa fyrir framan trylltan áhorfendaskara er það skemmtilegasta sem hann gerir.“ - jme David Guetta í Laugardalshöll Útvarpsstöðin FM957 fagnar 25 ára afmæli með heljarinnar tónlistarveislu. SAMHELDNIR David Guetta og félagar hans í Sky Agency á góðri stund. TRON OPSAHL Málmhaus með fl estar tilnefningar Tilkynnt var um tilnefningar til Edduverðlauna í Bíói Paradís í gær. Edduverðlaunahátíðin verður í Hörpu 22. febrúar. TILNEFNINGAR Frá blaðamannafundi í Bíó Paradís. ins, Ísþjóðin 3, Kastljós, Málið og Tossarnir. Að auki var tilnefnt í fleiri flokkum, eins og fyrir klipp- ingu, gervi, brellur, barna- og unglingaefni, búninga og fleira. Sjónvarpað verður beint frá Edduverðlaunahátíðinni laugar- daginn 22. febrúar í opinni dag- skrá á Stöð 2 og á Vísi. Lesa má nánar um málið á Vísi. hannarun@365.is og ugla@frettabladid.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.