Fréttablaðið - 31.01.2014, Síða 102

Fréttablaðið - 31.01.2014, Síða 102
31. janúar 2014 FÖSTUDAGUR| MENNING | 74 „Lagið sem mér þykir best að vakna við er Brindo með Devendra Banhart. Ég tengi mjög margar góðar minningar við það. Ef Jesús er á meðal vor, þá er hann hér í líki Devendra Banhart.“ Katrín Helga Andrésdóttir, ein Reykjavíkur- dætra. FÖSTUDAGSLAGIÐ „Já, þetta verður vegleg bolludagsdagskrá,“ segir Snorri Ásmundsson myndlistarmaður og einn af meðlimum í Leikhúsi listamanna sem heldur eitt af sínum frægu gjörninga- kvöldum í Iðnó á mánudagskvöld. Hópurinn auglýsir sérstaka bolludagsdagskrá en bollu- dagurinn er samkvæmt dagatölum í mars. „Það er ekkert vit í að hafa bolludaginn svona nærri sprengidegi,“ segir Snorri. „Með því að hafa hann á mánudaginn gefst miklu meiri tími til að melta bollurnar og njóta þeirra.“ Leikhús listamanna hefur troðið upp í Þjóðleikhúskjallaranum síðustu ár. Hóp- urinn samanstendur aðallega af myndlist- armönnum. Ragnar Kjartansson kemur reglulega fram með hópnum, líka Ásdís Sif Gunnarsdóttir og dansararnir Saga Sigurð- ardóttir og Margrét Bjarnadóttir. Í föstu hlutverki sem kynnir er svo Ármann Reyn- isson. Snorri lofar veglegri dagskrá. „Við fáum líka gestalistamennina Bjarna Bernharð og Steinunni Harðardóttur og svo verða auð- vitað leynigestir eins og vanalega,“ segir Snorri. Hann lofar því einnig að enginn fari svangur heim af skemmtun hópsins. „Mín uppáhaldsbolla? Ætli það sé ekki rjómabolla með súkkulaðisósu og jarðar- berjasultu,“ bætir hann við. - sb Listamenn bjóða til bolluveislu í Iðnó Leikhús listamanna tekur forskot á sæluna og heldur bolludaginn hátíðlegan á gjörningakvöldi á mánudag. FORSKOT Á SÆLUNA Snorri Ásmundsson myndlistar- maður bítur í girnilega rjómabollu. ■ KATA: Þeir sem ekki geta étið hvalkjöt eiga ekki rétt á að lifa. Hafið ■ Hnallþóra: Hér er ekkert fínt undir sautján sortum. Kristnihald undir jökli ■ STELLA: Hver er þessi ýlandi dræsa hér? Segðu mér það. Stella í orlofi ■ Karólína: Það er nú eitt sem þú þarft að passa þig á í henni Ameríku Baddi minn og það eru helvítis tittlinganámurnar. Djöflaeyjan ■ STELLA: Út með gæruna! Stella í orlofi ■ AUÐUR: Það skaltu muna vesæll maður á meðan þú lifir að kona hefur barið þig. Útlaginn ■ HARPA: Þú einblínir endalaust á flísina en tekur ekki notice á bjálkanum. Með allt á hreinu Þessar tilvísanir og fleiri má finna í bókinni Ég tvista til þess að gleyma– fleyg orð úr íslenskum kvikmyndum eftir Guðna Sigurðsson. ➜ Nokkrar tilvitnanir í kvenpersónur: „Maður spyr sig auðvitað miðað við þetta hvort konur í íslenskum bíómyndum séu yfir höfuð tal- andi eða bara eitthvert skraut,“ segir Vera Sölva- dóttir kvikmyndagerðarkona um val Eddunnar á 20 bestu tilvitnunum úr íslenskum kvikmyndum fyrir árið 2000. Valið var gert opinbert á Vísi í vikunni og geta lesendur vefsins kosið um bestu tilvitnunina. Þær fimm setningar sem fá flest atkvæði verða svo kynntar á Edduhátíðinni sjálfri. Það hefur hins vegar vakið athygli margra að aðeins ein tilvitnun er í kvenpersónu á þessum lista. Sú tilvitnun er í Sól úr kvikmyndinni Vegg- fóður þar sem hún segir: „Ég bít heldur ekki á ryðgaðan öngul.“ Á samfélagsmiðlum hefur þetta val verið gagnrýnt, meðal annars af kvikmynda- gerðarkonunum Elísabetu Ronaldsdóttur, Marí- önnu Friðjónsdóttur og Veru Sölvadóttur. „Eiga konur bara einn gullinn frasa í íslensk- um kvikmyndum? Í alvörunni?“ skrifar Elísabet til að mynda á Facebook. Fréttablaðið leitaði til Guðna Sigurðarsonar sem skrifaði bókina Ég tvista til þess að gleyma – fleyg orð úr íslenskum kvikmyndum. Við gerð bókarinnar horfði hann á 89 íslenskar kvikmynd- ir og valdi bestu setningarnar úr hverri þeirra. „Það eru auðvitað miklu fleiri karlpersónur í íslenskum kvikmyndum. Það er alveg greini- legt,“ segir hann. „En það ætti samt að vera lítið mál að finna fleiri en eina tilvitnun í kvenpers- ónu. Ég get til dæmis nefnt Stellu í orlofi, Máva- hlátur og svo á amman í Hafinu nokkrar góðar setningar í bókinni minni.“ Brynhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Eddunnar, segir að sérstök valnefnd á vegum Eddunnar beri ábyrgð á valinu. Hún vildi ekki gefa upp hverjir sátu í nefndinni en sagði kynja- hlutföll hafa verið nokkuð jöfn. „Þetta val endurspeglar íslenskar kvikmyndir fyrir árið 2000 og auðvitað sakna allir einhverra setninga þarna,“ segir hún. Spurð hvort nefndin hefði ekki getað lagt sig betur eftir því að finna tilvitnanir í konur segir hún það eflaust rétt. „Við fórum ekki í að setja kynjakvóta í þetta val en eftir á að hyggja hefðum við bara átt að gera það. Konur eiga undir högg að sækja í kvikmyndum og við þurfum alltaf að vera á tánum.“ simon@frettabladid.is Hefðum átt að setja okkur kynjakvóta Valnefnd Eddunnar taldi aðeins eina tilvitnun í kvenkynspersónu eiga heima á lista yfi r bestu setningar íslenskrar kvikmyndasögu. HEFÐI ÁTT AÐ SETJA KYNJAKVÓTA Brynhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Eddunnar, s egir að valnefndin hefði átt að setja sér kynjakvóta. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ERU KONUR SKRAUT? Vera Sölvadóttir kvikmyndagerðarkona spyr hvort konur í kvikmyndum séu bara skraut. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA – fyrir lifandi heimili – R e y k j a v í k o g A k u r e y r i E I T T S Í M A N Ú M E R 5 5 8 1 1 0 0 w w w . h u s g a g n a h o l l i n . i s Riii i i i i isa AFSLÁTTUR % I FU LLU FJÖ RI ÚTSALA 60 ALLT AÐ HIMALAYA borðstofuborð. Spónlagt með hvítri eik. 180 x 90 H: 75 cm Tvær 45 cm stækkanir fylgja. 59.996 FULLT VERÐ: 149.990 60% AFSLÁTTUR 125.990 FULLT VERÐ: 179.990 RIALTO La-Z-boy stóll. Fæst í fjórum litum. B:80 D:90 H:105 cm. 20-30% AFSLÁTTUR LA-Z-BOY SíÐust u dagar!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.