Fréttablaðið - 04.02.2014, Blaðsíða 2
4. febrúar 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 2
JOSE SALVADOR ALVARENGA Kominn til Marshall-eyja eftir hrakningar í hafi.
ÖRYGGISMÁL „Við erum farnir að hallast að því en erum
í samstarfi við lögregluna við að útiloka með öllu að
bátur hafi farið úr höfn í gær [sunnudag]. En miðað við
fréttaflutning af þessu er nokkuð ljóst að einhver væri
búinn að láta okkur vita ef manna væri saknað,“ sagði
Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerða-
sviðs Landhelgisgæslunnar, í samtali við Fréttablaðið í
gærdag. Þá hafði leit verið hætt eftir að björgunarþyrla
hafði í tvær klukkustundir leitað á líklegasta svæðinu
miðað við neyðarkallið sem barst um klukkan 15.00 á
sunnudag. Ekki verður um frekari leit að ræða af hálfu
Landhelgisgæslunnar, en ekki var farið fram á aðstoð
frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg í gær.
Eins og komið hefur fram var brugðist við neyðar-
kalli, þar sem óskað var eftir aðstoð frá lekum bát á
Faxaflóa, en ekki náðist samband aftur við þann sem
kallaði eftir aðstoð. Mikið lið fór strax á vettvang; tvær
björgunarþyrlur Gæslunnar, finnskar björgunarþyrlur
auk 15 björgunarskipa og -báta frá Landsbjörg. Á þriðja
hundrað manns komu að aðgerðinni sem stóð í nokkrar
klukkustundir.
Ef um gabb var að ræða segir Ásgrímur það vissu-
lega alvarlegt. Kostnaðurinn hlaupi á milljónum, en þá
er ekki allt talið. „Á meðan tækin eru í þessu verkefni
eru þau ekki í viðbragðsstöðu fyrir alvöru mál, komi
þau upp á sama tíma. Í framhaldi af svona aðgerð tak-
markast geta til að kalla út björgunarlið og tæki. Mann-
skapur þarf hvíld og fleira,“ segir Ásgrímur. - shá
Alvarlegast að björgunartæki eru ekki í viðbragðsstöðu ef raunveruleg neyð kemur upp á sama tíma:
Nær örugglega gabb og ekki leitað frekar
TF-LIF Leitað var á líklegasta svæðinu á
Faxaflóa í tvær klukkustundir í gærdag.
MYND/LHS
DÓMSMÁL Aðalmeðferð í máli
Lárusar Welding, fyrrverandi
forstjóra Glitnis, og Guðmundi
Hjaltasyni, fyrrverandi fram-
kvæmdastjóra fyrirtækjasviðs
bankans, fór fram í Hæstarétti í
gær. Þeir voru í desember 2012
sakfelldir í héraði fyrir umboðs-
svik og gert að sæta níu mánaða
fangelsisrefsingu. Sex mánuðir
voru skilorðsbundnir.
Þeir lánuðu jafnvirði tíu millj-
arða króna, án trygginga, þvert
á lánareglur Glitnis. Dóms er að
vænta 13. eða 20. febrúar. - js
Aðalmeðferð fór fram í gær:
Vafningsmálið
fyrir Hæstarétti
TÆKNI Von er á nýjum samfélags-
miðli frá hugbúnaðarfyrirtækinu
Vivaldi. Stofnandi félagsins er
Jón von Tetzchner.
„Við munum leggja megin-
áherslu á að markaðssetja sam-
skiptamiðilinn fyrir svo kallaða
tölvunörda, en það er ljóst að þeir
leggja mikið upp úr öryggi gegn
persónunjósnum,“ segir Jón í
samtali við Reuters.
Miðillinn hefur fengið nafnið
Vivaldi og Jón vonast til að hann
verði kominn í loftið þann 1. mars
næstkomandi. - js
Nýr samfélagsmiðill í bígerð:
Miðill laus við
persónunjósnir
VARNARMÁL Loftvarnaæfing Atl-
antshafsbandalagsins, Iceland
Air Meet 2014, hófst með form-
legum hætti í gærmorgun. Hún er
með stærstu varnaræfingum sem
haldin hefur verið hérlendis á síð-
ustu árum en í henni taka þátt 300
manns og 23 erlend loftför.
Í tilkynningu frá utanríkisráðu-
neytinu kemur fram að æfingin sé
haldin samhliða reglubundinni
loftrýmisgæsluvakt bandalagsins
á Íslandi, sem Norðmenn hafa með
höndum þetta árið.
Tilgangur æfingarinnar er
sagður vera að æfa samhæfingu
aðgerða milli flugherja þátttöku-
ríkja bandalagsins. Þá gefst tæki-
færi til leitar- og björgunaræfing-
ar hér á landi með loftförum og
mannafla Landhelgisgæslunnar
og annarra innlendra aðila.
Svíþjóð og Finnland, samstarfs-
ríki Atlantshafsbandalagsins, taka
þátt í æfingunni en sinna þó ekki
loftrýmisgæslu. Æfingin er sögð
mikilvægur liður í auknu varnar-
samstarfi á Norðurlöndunum, en
þetta er í fyrsta sinn sem Svíar og
Finnar taka þátt í þessum æfing-
um á Íslandi.
Æfingin stendur yfir til 21.
febrúar næstkomandi. - bá
23 erlend orrustuloftför hér á landi vegna æfingarinnar Iceland Air Meet:
Loftvarnaæfing NATO hafin
VIÐ LOFTRÝMISGÆSLU Það eru Norðmenn sem hafa umsjón með loftrýmisgæslu-
vakt í ár, en samhliða er haldin loftvarnaæfing á vegum NATO þar sem Svíar og
Finnar taka þátt. MYND/VÍKURFRÉTTIR
SPURNING DAGSINS
Ástralía október 2014
Frá 2. til 18. okt. 2014.
Upplýsingar í símum 845-1425 / 899-1295
eða í tölvupósti info@iceline.is www.iceline.is
Sydney, Brisbane, Fraser Island, þjóðgarðar o.fl. er
meðal þess sem boðið verður upp á í þessari ferð.
Nánari ferðalýsing á vefsíðu. www.iceline.is
ATH aðeins 20 sæti í boði Verð á mann í tvíbýli. Kr. 654.500
Þorsteinn, er þetta ekki
skammgóður vermir?
„Jú, en við erum karlar í krapinu.“
Þorsteinn I. Víglundsson, stofnandi og
framkvæmdastjóri Thorice, seldi nýverið
stóra ískrapavél til svínabús í Hollandi sem
nota á til að hreinsa svínaþvag og framleiða
úr því ískrapa.
MARSHALL-EYJAR, AP Í desember árið 2012 lagði 37 ára gamall maður
að nafni Jose Salvador Alvarenga af stað til fiskveiða á bátkænu frá
Mexíkóströnd ásamt fjórtán ára dreng, sem hét Ezekiel.
Alvarenga skolaði á land á eyjunni Ebon á Marshall-eyjum í síðustu
viku, 5.500 kílómetrum vestar og þrettán mánuðum síðar, þá kominn
langleiðina yfir Kyrrahafið.
Hann segir að þeir hafi fljótlega lent í stórviðri og villst. Pilturinn
hafi látist mánuði síðar en sjálfur hafi hann einkum lifað á fiski, fugl-
um og skjaldbökum. Allt þetta át hann hrátt.
Alvarenga segist vera frá El Salvador, en hafi búið í Mexíkó í fimm-
tán ár og stundað þar rækju- og hákarlaveiðar. Hann eigi tíu ára dótt-
ur í Mexíkó og þrjá bræður í Bandaríkjunum, en vilji ólmur ná tali af
vinnuveitanda sínum í Mexíkó, en sá heiti Willie. - gb
Segist hafa siglt til veiða í desember árið 2012:
Hraktist á hafi í þrettán mánuði
FORVARNIR Herdís Storgaard, verk-
efnastjóri Miðstöðvar slysavarna
barna, mun sinna fræðslu og þjón-
ustu í sjálfboðaliðastarfi, eftir að
ákveðið var af hálfu hins opin-
bera um síðustu áramót að hætta
að setja fé í sérstakt verkefni um
slysavarnir barna.
„Samstarfssamningur við IKEA
og Sjóvá gerir það kleift að reka
kennslurými okkar, „Öruggasta
heimilið“, sem er sérstaklega inn-
réttað til að sinna fræðslu til for-
eldra. Fyrst ég fékk einkaaðila til
að halda húsinu gangandi þá get
ég ekki annað en sinnt fræðslu og
ráðgjöf, þótt það sé í sjálfboðaliða-
vinnu, alla vega fyrst um sinn.“
Herdís segir árangur í slysa-
vörnum barna síðustu tuttugu árin
vera gríðarlega góðan. Slys á börn-
um voru 55 prósent fleiri fyrir tutt-
ugu árum og dauðaslysum á börn-
um hefur fækkað um 65 prósent. Þá
fækkun er helst að þakka fræðslu
og forvörnum vegna drukknunar
barna.
„Ég beitti mér fyrir því á sínum
tíma að reglugerð yrði gerð varð-
andi öryggi sundstaða, einnig varð-
andi leiksvæði barna og ekki er
langt síðan það komu út sérstakar
reglugerðir varðandi öryggi barna
í grunn- og leikskólum,“ segir Her-
dís.
Spurð hvort endanlegum árangri
sé náð og verkefninu þar með lokið
svarar Herdís að ef eitthvað sé hafi
eftirspurnin eftir fræðslu aukist.
„Það verða nýir foreldrar til á
hverjum degi og ungir foreldr-
ar í dag vilja fræðast, eru kröfu-
harðir og óragir við að spyrja. Það
mun aldrei verða hægt að hætta að
fræða foreldra.“
Herdís segir að þegar ljóst varð
að verkefnið yrði lagt niður hafi
hún reynt að leggja áherslu á að
fræðslan myndi halda áfram í ein-
hverri mynd. Miðstöð slysavarna
barna er aftur á móti nú háð fjár-
framlögum einkaaðila og engir
opinberir styrkir veittir til verk-
efnisins.
Geir Gunnlaugsson landlæknir
segir sérfræðing starfa hjá emb-
ættinu í hlutastarfi sem vinnur
með slysaskráningar á öllum slys-
um, þar á meðal slysum á börnum.
Ekki er sérstakur verkefnastjóri
yfir slysavörnum barna heldur
unnið með málaflokkinn almennt.
„Það urðu breytingar á þessu
um síðustu áramót. En við erum að
vinna að slysavörnum barna sem
aldraðra og skoðum nú hvernig við
gerum það best með það fjármagn
sem við höfum,“ segir Geir.
erlabjorg@frettabladid.is
Sinnir fræðslunni í
sjálfboðaliðastarfi
Herdís Storgaard hefur stýrt verkefninu Slysavarnir barna í rúm tuttugu ár. Um
áramótin hætti hið opinbera að leggja verkefninu fé en Herdís segir þörfina enn
til staðar og sinnir fræðslunni launalaust. Verkefnið er háð framlögum einkaaðila.
ÖRUGGASTA HEIMILIÐ Herdís Storgaard í eldhúsinu í kennslurýminu, þar sem for-
eldrar eru fræddir um hættulegar slysagildrur á heimilinu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Það mun aldrei verða
hægt að hætta að fræða
foreldra.
Herdís Storgaard, verkefnastjóri Mið-
stöðvar slysavarna barna