Fréttablaðið - 04.02.2014, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.02.2014, Blaðsíða 6
4. febrúar 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Hvar er til umræðu að koma upp sérstökum garði fyrir „formæður“ ís- lenskrar höggmyndalistar? 2. Hvaða íþróttakona varð fi mmfaldur Íslandsmeistari í frjálsum íþróttum um helgina? 3. Hvað gerir hælisleitandinn Navid Nouri í sjálfboðavinnu? SVÖR: Loft innan fárra mínútna Ilmur af mentól og eukalyptus Andaðu með nefinu Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 1 mg/ml. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Skammtar og lyfjagjöf: Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn eða ert með þrönghornsgláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, æðakölkun, slagæðargúlp, blóðtappa í hjarta, óreglulegan eða hraðan púls, erfiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. SJÁVARÚTVEGUR Markaðssetning íslenskra sjávarafurða er ekki eins markviss og árangursrík eftir að stóru sölusamtökin hurfu af sviðinu. Norðmenn og Rússar hafa unnið upp forskot Íslands í sjófrystingu. Afli smábáta skiptir miklu máli í markaðssetningu. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, framkvæmda- stjóra Iceland Seafood á Íslandi, á fundi atvinnuveganefndar Alþing- is. Þar var staða sjávarútvegs til umfjöllunar á breiðum grundvelli. Bjarni var spurður á fundin- um hvort breytt fyrirkomulag sölumála ynni gegn hagsmunum greinarinnar, en allt til síðustu aldamóta hafði Ísland sérstöðu í útflutningsmálum sjávarafurða. „Ég tel að markaðssetningu íslenskra sjávarafurða hafi sett niður, samanborið við þann tíma sem sterk sölusamtök voru sam- nefnari fyrir íslenskan fisk, og menn þekktu vörumerkin. Því miður verður það að viðurkennast að við höfum ekki þessa sterku stöðu sem var,“ sagði Bjarni. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þing- kona Vinstri grænna, innti Bjarna eftir því hvaða hlutverki smábáta- útgerðin hefði í stóru samhengi markaðsmála fyrir íslenskan fisk, ekki síst í ljósi kröfu um rekjan- leika og gæðavottun og hvort tæki- færi liggi í því smáa sem verðmæt- ari vöru. Bjarni sagði smábátaaflann mjög mikilvægan í markaðssetn- ingu. „Menn eru alltaf að tala um að afhendingaröryggi í sjávar- útvegi sé mikilvægt, og það má spyrja, ef afli smábáta dytti út af mörkuðum yfir sumarið, hvað hægt væri að bjóða. En þessi afli er lykillinn að því að við getum boðið ferskan fisk á ársgrund- velli,“ sagði Bjarni og bætti við að afli smábáta tengdist vissulega líka aukinni kröfu um rekjanleika sjávarfangs þar sem neytandinn vill vita hvar fiskurinn er dreginn á land og af hverjum. „Þetta styð- ur hvort annað, stórt og smátt.“ Bjarni sagði að Norðmönnum og Rússum hefði tekist að vinna upp forskot Íslands í sjófrystingu, og sáralítill munur væri á gæðum á milli landa. Ólíkt því sem var. „Sérstaðan okkar er núna í línu- fiski og gámafiski og það er ekki tilviljun að stór félög eru að kaupa línuskip.“ svavar@frettabladid.is Sérstaða Íslands við fisksölu hefur tapast Markaðssetningu íslenskra sjávarafurða hefur sett niður með uppbroti stórra sölu- samtaka. Þekkt vörumerki töpuðust og þar með forskot sem Ísland hafði. Á fjórða tug fyrirtækja annast sölumál sjávarafurða í dag. Einstök fyrirtæki selja eigin fisk. ■ Ísland hafði nokkra sérstöðu þegar kom að útflutningi sjávarfangs, en hann var í höndum stórra sölusamtaka eins og Sölumiðstöðvar hraðfrysti- húsanna hf. (nú Icelandic), Íslenskra sjávarafurða og SÍF hf. Tvö síðar- nefndu fyrirtækin voru sameinuð og starfa nú undir nafninu Iceland Seafood International. ■ Hugsunin á bak við þessi samtök var í grundvallaratriðum sú að þau væru eins og söluskrifstofur framleiðenda en afurðirnar voru seldar í umboðssölu. ■ Upp úr 1990 fóru fyrirtæki í útgerð og fiskvinnslu í auknum mæli sjálf að annast sölumál afurða sinna. Stóru sölusamtökin fóru í kjölfarið að breyta um áherslur í rekstri. ■ Í dag starfa á fjórða tug fyrirtækja sem stunda sölu og markaðssetningu á sjávarafurðum frá Íslandi, en hjá þessum fyrirtækjum starfa um 250 manns. Heimild: Íslenski sjávarklasinn Fáir stórir önnuðust umboðssölu VIÐ VINNU Umhverfi sölumála í sjávarútvegi hefur gjörbreyst á tiltölulega stuttum tíma. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DANMÖRK „Fleiri störf. Meiri velferð,“ segir Helle Thorning- Schmidt vera það sem ný ríkis- stjórn hennar muni helst vinna að það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Tveir flokkar eru eftir í minni- hlutastjórninni eftir að Sósíalíski þjóðarflokkurinn sagði skilið við hana í síðustu viku. Sósíaldemókratar og Radikale venstre hafa nú endurnýjað ráð- herralista sinn og ætla að halda ótrauðir áfram, þrátt fyrir minni þingstyrk, en með stuðningi bæði Sósíalíska þjóðarflokksins og Ein- ingarlistans. Danskir fjölmiðlar vöktu athygli á því í gær að hinn nýi utanríkis- ráðherra, Martin Lidegaard, hefði fyrir tíu árum stungið upp á því að utanríkisráðuneyti Danmerkur yrði lagt niður. Hann segist nú aldrei hafa verið þeirrar skoðunar, þótt hann hafi slegið þessu fram til að vekja umræður. Reyndar lagði hann einnig til að utanríkisráðuneyti allra annarra aðildarríkja Evrópusambandsins yrðu lögð niður, en í staðinn yrði sameiginleg utanríkisstefna Evr- ópusambandsríkjanna mótuð í Brussel. - gb Minnihlutastjórnin í Danmörku kynnti nýjan ráðherralista sinn í gær: Lofar störfum og meiri velferð 1. Í Hljómskálagarðinum. 2. Hafdís Sig- urðardóttir. 3. Saumar og gerir við föt fyrir Flóamarkað Konukots. HELLE THORNING-SCHMIDT Forsætis- ráðherra Danmerkur heldur ótrauður áfram. NORDICPHOTOS/AFP Ég tel að markaðssetn- ingu íslenskra sjávarafurða hafi sett niður, samanborið við þann tíma sem sterk sölusamtök voru sam- nefnari fyrir íslenskan fisk, Bjarni Benediktsson, framkvæmdastjóri Iceland Seafood ALÞINGI Skattskyldir einstaklingar sem greiða þurfa háan kostnað vegna ferða til og frá vinnu munu hljóta afslátt af tekju- skatti, verði úr tillögu til þingsályktunar sem lögð var fram á Alþingi. Fjármálaráðherra yrði með þessu falið að útfæra reglur um skattaafslátt nákvæmlega en í þessu felst að afsláttur þessi kæmi til með að ná yfir launþega sem ferðast innan sérstaklega skilgreindra atvinnusvæða innan lands. Í greinargerð er hækkandi eldsneytisverð meðal annars nefnt sem hvati til tillögunnar, sem hefur tvisvar verið lögð fram áður. Flutningsmenn tillögunnar eru fimm þingmenn Framsóknarflokksins, en hún byggir á lagasetningu í Danmörku, Sví- þjóð og Noregi. Í öllum þessum löndum geta launþegar notið skattaafsláttar vegna ferða til og frá vinnu ef ákveðin skilyrði eru til staðar. Í Danmörku eiga launþeg- ar til dæmis rétt á afslættinum ef þeir búa í meira en 12 kílómetra fjarlægð frá vinnustað sínum. Samkvæmt því viðmiði gæti sem dæmi einstaklingur sem ekur frá Reykjavík til Álftaness á hverjum degi vegna vinnu fengið afslátt af tekjuskatti sínum. - bá Þingsályktunartillaga á Alþingi um skattabreytingu fyrir launþega sem búa langt frá vinnustað: Leggja til afslátt vegna ferðakostnaðar SELFOSS Í greinar- gerð til- lögunnar kemur fram að fólk leitar sífellt meira til nágranna- bæja vegna vinnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.