Fréttablaðið - 04.02.2014, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 04.02.2014, Blaðsíða 11
ÞRIÐJUDAGUR 4. febrúar 2014 | FRÉTTIR | Notaðir gæðabílar á einstöku verði. Nú gefst tækifæri til að eignast notaðan bíl á sérstökum kjörum. Laugavegi 174 | Sími 590 5040 Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16 Kíkið inná: heklanotadirbilar.is Audi A4 2,0 TDI Árgerð 2012, dísil Ekinn 35.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 5.290.000 KJARAKAUP: 4.690.000 VW Tiguan Trend&Fun 2.0 TDI Árgerð 2012, dísil Ekinn 61.500 km, beinskiptur Ásett verð: 4.550.000 KJARAKAUP: 3.990.000 Hyundai I30 Classic II Árgerð 2012, bensín Ekinn 30.000 km, beinskiptur Ásett verð: 2.690.000 KJARAKAUP: 2.340.000 Komdu og skoðaðu úrvalið! Afsláttur: 600.000 Afsláttur: 560.000 Afsláttur: 350.000 Chevrolet Lacetti 1800 station Árgerð 2010, bensín Ekinn 42.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 1.950.000 KJARAKAUP: 1.590.000 Suzuki Grand Vitara Premium+ Árgerð 2011, bensín Ekinn 91.000 km, beinskiptur Ásett verð: 3.590.000 KJARAKAUP: 3.140.000 Mitsubishi ASX 4x4 1.8 Árgerð 2011, dísil Ekinn 28.000 km, beinskiptur Ásett verð: 3.950.000 KJARAKAUP: 3.400.000 Toyota Land Cruiser 150 GX Árgerð 2012, dísil Ekinn 67.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 8.550.000 KJARAKAUP: 7.590.000 Toyota RAV4 GX plus Árgerð 2013, bensín Ekinn 21.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 5.770.000 KJARAKAUP: 5.370.000 Audi A4 Avant 2.0 TDi Árgerð 2011, dísil Ekinn 46.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 4.790.000 KJARAKAUP: 4.190.000 Afsláttur: 360.000 Afsláttur: 450.000 Afsláttur: 550.000 Afsláttur: 960.000 Afsláttur: 400.000 Afsláttur: 600.000 MM Pajero 3,2 Instyle Árgerð 2012, dísil Ekinn 30.000 km, sjálfskiptur Ásett verð: 8.790.000 KJARAKAUP: 7.990.000 Afsláttur: 800.000 KJARAKAUP SAMKEPPNISMÁL Samkeppniseftir- litið sendi í gær frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Skarphéðins Berg Steinarssonar, fyrrverandi for- stjóra Iceland Express, þar sem stofnunin sagði Skarphéðin tjá sig um mál Wow Air og Isavia á röng- um forsendum og að hann væri í ósamræmi við sjálfan sig. Skarphéðinn sagði í síðustu viku í samtali við vefsíðuna Túrist i . is að Isavia væri ekki þekkt fyrir að standa vörð um hagsmuni Ice- landair og að Iceland Express hefði ekki átt í neinum vandræð- um með að sinna flugi til Boston og New York árið 2011 á sama brottfarartíma og Wow Air fékk úthlutað. Ummæli Skarphéðins voru svar við ummælum Skúla í kvöldfrétt- um Stöðvar 2 í lok janúar þar sem hann sagði meðal annars að Isavia hefði gerst sekt um að „vernda hagsmuni og einokun Icelandair“ og að Wow Air kynni að þurfa að hætta við áætlunarflug til Norður- Ameríku nema það fengi úthlutað þeim brottfarartímum sem félagið þarf á að halda. Samkeppniseftirlitið tíundar í yfirlýsingu sinni að á þeim tíma sem Skarphéðinn vísar til hafði það til meðferðar kvörtun frá Iceland Express þar sem félagið kvartaði undan alvarlegum sam- keppnishindrunum sem stöfuðu af úthlutun flugafgreiðslutíma á Keflavíkurflugvelli. Þá hafi stofnuninni síðar borist bréf frá félaginu þar sem fyrirkomulag Isavia er sagt hafa neytt Iceland Express til að hætta áætlunar- flugi sínu til Bandaríkjanna vegna úthlutunartímanna. „Samkeppniseftirlitið telur mikilvægt að opinber umræða um mikilvæg samkeppnismál fari fram á grundvelli réttra for- sendna,“ segir í yfirlýsingunni. - fbj Samkeppniseftirlitið um orð Skarphéðins Berg: Er í ósamræmi við sjálfan sig um Isavia SAMKEPPNISEFTIRLITIÐ Stofnunin sá ástæðu til að árétta að samkeppnis- umræða skuli fara fram á réttum for- sendum. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA SKARPHÉÐINN BERG STJÓRNSÝSLA Hanna Birna Krist- jánsdóttir innanríkisráðherra hefur lagt fram tvö frumvörp þess efnis að umdæmum sýslumanna verði fækkað úr 25 í níu á sama tíma og þau sem eftir verða munu stækka. Að sama skapi mun lög- regluembættum fækka úr 15 í átta. Innanríkisráðherra ætlar sér að halda kynningar í öllum landshlut- um vegna þessara breytinga. Tilgangurinn með breytingunum er sá að skapa aukin tækifæri til að færa ný verkefni til sýslumanna. „Við erum að fækka embættun- um, en um leið erum við að gera þau burðugri og í stakk búin til að taka við nýjum verkefnum,“ segir innanríkisráðherra. Breytingarnar felast meðal ann- ars í því að sýslumenn munu nú annast skráningu og eftirlit með trú- og lífsskoðunarfélögum. Þá munu sýslumannsembætti eftirleiðis gefa út og afturkalla leyfi til málflutnings lögmanna í héraði og fyrir Hæstarétti. Lögreglustjórar munu einnig gefa umsagnir um þá sem sækjast eftir íslenskum ríkisborgararétti. „Þessi verkefni verða færð út á land ef þess gefst kostur,“ segir innanríkisráðherra. „Markmiðið er að klára þetta fyrir þinglok í vor. Á næstu dögum munum við fara um allt land til að fara yfir þessar breytingar með heimamönnum,“ segir Hanna Birna. - js Sýslumannsembættum verður fækkað á landinu: Ný verkefni til sýslu- manna og lögreglu SÝSLUMAÐURINN Á SELFOSSI Innanríkisráðherra mun ferðast vítt og breitt um landið til að kynna fyrirhugaðar breytingar á umdæmum sýslumanna. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Við erum að fækka embættunum, en um leið erum við að gera þau burðugri og í stakk búin til að taka við nýjum verkefnum. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.