Fréttablaðið - 04.02.2014, Blaðsíða 31
ÞRIÐJUDAGUR 4. febrúar 2014 | MENNING | 23
„Við erum að selja dagatöl til að eiga fyrir ferðinni
út,“ segir Anita Rubberdt, formaður Roller Derby-
félagsins á Íslandi. Roller Derby-félagið á Íslandi
ætlar í keppnisferð til Helsinki í júlí. „Við fengum
tvær rollur til að sitja fyrir með okkur á myndunum
fyrir dagatalið,“ segir Anita. „Rollur er lukkudýrin
okkar vegna þess að við köllum íþróttina stundum
rollu-derby í gríni.“
Síðustu tvö árin hefur verið haldið Norðurlanda-
mót í Roller Derby í Malmö í Svíþjóð. „Ég frétti af
því að þau vildu ólm bjóða okkur síðast, vegna þess
að Ísland var eina Norðurlandaþjóðin sem hafði
ekki sent lið á mótið. Norðurlandamótið verður ekki
haldið í ár, en við ætlum samt út að keppa við þessa
Finna. Við keppum við tvö lið í Finnlandi. Annað
er lið bæjar sem heitir Lahti. Hann er í tveggja
klukkutíma fjarlægð frá Helsinki. Okkur bauðst
líka að fara til Þýskalands, en við tókum Finnland
fram yfir til að rækta Norðurlandasamböndin,“
segir Anita.
Anita segir söfnunina ganga prýðilega. „Við erum
búin að selja 170 dagatöl og eigum fleiri eftir ef ein-
hverjir eru áhugasamir,“ segir Anita. „Söfnunin er
á könnu fjármálanefndar Roller Derby-félagsins.
Það eru gríðarlega margar nefndir í félaginu miðað
við fjölda félagsmanna. Svo er ein úr hverri nefnd
í stjórn félagsins.“ Á meðal félagsmanna eru bæði
konur og karlar. „Konurnar eru þó virkari. Það eru
aðallega konur sem spila,“ segir Anita.
- ue
Roller Derby-félagið til Finnlands
Keppnisferðin verður kostuð með sölu á dagatali með fyrirsætum af rollukyni.
ROLLU-DERBY Rollur eru lukkudýr félagsins. MYND/HELGA S. THORLACIUS YNGVINSDÓTTIR.
Teiknimyndin Frozen hlaut fimm
verðlaun á nýafstaðinni Annie-
verðlaunahátíð sem var haldin í
41. skiptið á laugardaginn vestan
hafs.
Frozen var meðal annars valin
besta teiknimynd síðasta árs og
hlaut líka verðlaun fyrir tón-
listina. Myndin er tilnefnd til
tvennra Óskarsverðlauna, þar á
meðal sem besta teiknimyndin,
og hlaut Golden Globe-verðlaun-
in fyrir stuttu sem besta teikni-
myndin.
Þá fékk teiknimyndin Monsters
University tvenn Annie-verð-
laun og Toy Story of Terror fékk
þrenn verðlaun.
- lkg
Enn vinnur
Frozen
FROZEN VINSÆL Teiknimyndin Frozen
slær öll met.
Stórleikarinn Johnny Depp, sem
er fimmtugur, trúlofaðist leikkon-
unni Amber Heard, 27 ára, fyrir
stuttu. Þau kynntust á setti mynd-
arinnar The Rum Diary og stað-
festu samband sitt í júní 2012.
Þau skipuleggja nú brúðkaupið
en samkvæmt blaðinu Daily Star
ætla þau að gifta sig á einkaeyju
á Bahamaeyjum.
„Athöfnin verður lítil og þau
ætla að vera berfætt. Eftir
athöfnina verður grillveisla þar
sem vinir Johnnys troða upp og
síðan verður limbókeppni. Hvorki
Johnny né Amber vilja stóra
Hollywood-veislu,“ segir heimild-
armaður blaðsins.
Johnny var áður með leikkon-
unni Vanessu Paradis. Þau eiga
saman tvö börn, dótturina Lily-
Rose, sem er fjórtán ára, og Jack,
sem er ellefu ára.
Johnny og Amber munu deila
hvíta tjaldinu seinna á þessu ári
í myndinni London Fields. Meðal
annarra leikara í myndinni eru
Billy Bob Thornton og Jim Stur-
gess.
- lkg
Berfætt í
brúðkaupinu
HAMINGJUSÖM Johnny og Amber ná
vel saman þrátt fyrir aldursmuninn.
FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY