Fréttablaðið - 04.02.2014, Blaðsíða 16
4. febrúar 2014 ÞRIÐJUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
Okkar ástkæri
SVEINBJÖRN RAGNAR DANÍELSSON
(BIMBI)
lést þann 1. febrúar á Landspítalanum við
Hringbraut. Minningarathöfn fer fram miðvikudaginn 5. febrúar
kl. 13.00 í Garðakirkju. Jarðsungið verður í Hvalba á Suðurey,
Færeyjum.
Aðstandendur.
PÉTUR PÉTURSSON
lést á Karólínska sjúkrahúsinu í Stokkhólmi
miðvikudaginn 29. janúar.
Jóna Björk Jónsdóttir
Hjördís Ágústsdóttir
Ástkær móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÞÓRA ÁGÚSTSDÓTTIR
fyrrum húsfreyja á Melum í Hrútafirði,
lést á hjúkrunarheimilinu Grund miðviku-
daginn 24. janúar. Útförin fer fram frá
Grafarvogskirkju föstudaginn 7. febrúar kl. 13.00.
Jón Hilmar Jónsson Sigríður Karvelsdóttir
Ágúst Frímann Jónsson Kristín Björnsdóttir
Helga Jónsdóttir Ólafur Þorsteinsson
Ingunn Jónsdóttir Ísar Guðni Arnarson
Elísabet Jónsdóttir Sigurgeir Ólafsson
Guðlaug Jónsdóttir Karl Kristján Ásgeirsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og
útför föður okkar, tengdaföður og afa,
JÓNS KRISTINS GÍSLASONAR
Skerseyrarvegi 3c, Hafnarfirði.
Börn, tengdabörn og barnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
GUÐBJÖRG FRIÐÞJÓFSDÓTTIR
BOGGA
Melabraut 46, Seltjarnarnesi,
andaðist 1. febrúar síðastliðinn á Landspítalanum í Fossvogi.
Þröstur Elíasson
Lilja Þrastardóttir Skúli Þorsteinsson
Helgi Leifur Þrastarson Guðrún Rós Maríusdóttir
og barnabörn.
Elskulegur faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR EGGERTSSON
skipstjóri,
lést á líknardeild Landspítalans þriðjudaginn
28. janúar. Útför hans fer fram frá
Langholtskirkju fimmtudaginn 6. febrúar kl. 13.00.
Eggert Ólafur Einarsson
Magnea Einarsdóttir Þorsteinn Sverrisson
Unnur Einarsdóttir Jóhannes Helgason
Áslaug Einarsdóttir Gunnlaugur Helgi Jóhannsson
og fjölskyldur.
Ástkær eiginmaður minn,
faðir, tengdafaðir, afi og langafi okkar,
HANNES PÁLMASON
lést í faðmi fjölskyldunnar á Sólvangi
fimmtudaginn 30. janúar. Jarðarförin fer
fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Ágústa Þorbergsdóttir
Pálmi Hannesson Sigríður Sigurhansdóttir
Trausti Hannesson Anna Björg Gunnarsdóttir
Haukur Hannesson Lizbeth Ruiz Bocanegra
Elfa Hannesdóttir Jóhann Konráð Birgisson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, amma og
tengdamamma,
HERTA KRISTJÁNSDÓTTIR
lést miðvikudaginn 29. janúar. Útför hennar
fer fram frá Neskirkju föstudaginn 7. febrúar klukkan 16. Blóm
og kransar eru vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast
hennar er bent á söfnun UNICEF til hjálpar börnum í Sýrlandi.
Súla, Bjössi og Lína,
barnabörn og tengdabörn.
Ástkær faðir okkar,
tengdafaðir, afi og sambýlismaður,
STEFÁN ARNGRÍMSSON
kynningarstjóri RARIK,
Hringtúni 5, Dalvík,
lést þann 27. janúar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
umvafinn ástvinum. Útför hans fer fram frá Dalvíkurkirkju
föstudaginn 7. febrúar kl. 14.30.
Wilaiwan Jampasa
Ingibjörg Stefánsdóttir
Arngrímur Stefánsson
Harpa Stefánsdóttir
Elfa Dröfn Stefánsdóttir
Jón Ingi Stefánsson
Stefán Ari Stefánsson
Margrét Lóa Stefánsdóttir
tengdabörn og barnabörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
stjúpfaðir, tengdafaðir, afi og langafi,
EINAR JÓNSSON
húsgagnabólstrari
Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði,
áður Móabarði 18,
lést fimmtudaginn 30. janúar á hjúkrunarheimilinu Sólvangi
í Hafnarfirði. Jarðarförin fer fram frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði
föstudaginn 7. febrúar kl. 11.00.
Þóra Valdimarsdóttir
Hörður Einarsson Ólöf Þórólfsdóttir
Jón Hjörtur Einarsson Margrét Þorvaldsdóttir
Guðríður Einarsdóttir
Gunnar Kristjánsson Ingigerður Sigurgeirsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar,
tengdafaðir, afi og sambýlismaður,
ÞORKELL VALDIMARSSON
Efstaleiti 10, Reykjavík,
lést hinn 27. janúar sl. á Landspítalanum í
Fossvogi. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Sigríður Elín Þorkelsdóttir Valdimar Þorkelsson
Aron Árnason Svanhildur Benjamínsdóttir
Ívar Orri Aronsson Þorkell Valdimarsson
Heba Björg Aronsdóttir Matthías Valdimarsson
Benjamín Gunnar Valdimarsson
Kristjana B. Mellk
„Mamma mín og pabbi voru bæði í
frjálsum, og meira að segja langafi
minn í móðurætt,“ segir Þórdís Eva
Steinsdóttir, sem var ásamt Helga
Guðjónssyni valin efnilegust unglinga
af Framförum – Hollvinafélagi milli-
vegalengda- og langhlaupara. „Langafi
minn hét Sveinn Kr. Magnússon. Hann
bjó í Hafnarfirði og keppti með FH
eins og ég,“ segir hún. Þórdís Eva og
Helgi voru í góðum hópi verðlauna-
hafa, því meðal annarra sem hlutu
verðlaun voru Aníta Hinriksdóttir
og Kári Steinn Karlsson, en þau voru
valin hlauparar ársins.
Þórdís lítur upp til þeirra beggja
og líka hlauparans Usains Bolt. Hún
segir mjög hvetjandi að fá viðurkenn-
ingu á borð við þessa. „Ég fékk ávaxta-
körfu með fullt af ávöxtum í, gjafabréf,
hlaupadagbók, sokkapar og peninga-
verðlaun. Ég er ekki búin að ákveða
hvað ég geri fyrir peninginn.“
Þórdís þakkar góðan árangur sinn
því að hún æfir vel og er dugleg að
keppa. „Ég er til dæmis búin að keppa
þrjár helgar í röð og á þrjár eftir. Ég
keppi í öllu; hlaupum, stökkum og
köstum, en mest í hlaupum. 400 og
800 metra hlaup eru uppáhaldið mitt.
Í fyrra setti ég 29 Íslandsmet. Ég setti
líka eitt Íslandsmet á Reykjavíkurleik-
unum um daginn og um síðustu helgi
setti ég tvö.“
Einna eftirminnilegastir þykja Þór-
dísi Gautaborgarleikarnir. „Þar vann
ég þrenn verðlaun, ein í þrístökki,
önnur í 600 metra hlaupi og þriðju í 200
metra hlaupi. Draumurinn er að kom-
ast einhvern tímann á Ólympíuleikana,
eða á eitthvert annað stórmót,“ segir
Þórdís.
Hún æfir ekki bara frjálsar, heldur
líka fótbolta. „Ég æfi frjálsar fimm
sinnum í viku og fótbolta fimm sinnum
í viku, en ég mæti ekki á allar æfingar
í frjálsum og heldur ekki í fótbolta. Ég
reyni auðvitað að mæta á allar en hef
bara ekki tíma. Ég get ekki valið hvort
mér finnst skemmtilegra í fótbolta eða
frjálsum. Ég er samt betri í frjálsum.“
Þórdís segir að það einfaldi valið lítið.
„Bróðir minn er með mér í frjálsum og
ein af bestu vinkonum mínum er líka
í frjálsum. Svo eru hinar tvær bestu
vinkonur mínar með mér í fótbolta.“
Þórdís er á fjórtánda ári og geng-
ur í Setbergsskóla. „Uppáhaldsfagið
mitt í skólanum eru íþróttir. Íþróttir
eru aðaláhugamálið. Önnur áhugamál
komast ekki fyrir,“ segir hún.
Auk áðurnefndra hlaupara fengu
Kristinn Þór Kristinsson og Helen
Ólafsdóttir viðurkenningu fyrir mestu
framfarirnar á árinu 2013.
ugla@frettabladid.is
Í fótspor langafa
Þórdís Eva Steinsdóttir er efnilegur ungur hlaupari. Hún setti 29 Íslandsmet í fyrra. Fram-
farir – Hollvinafélag millivegalengda- og langhlaupara veitti hlaupurum viðurkenningar.
EFNILEG Þórdís Eva Steinsdóttir og Helgi Guðjónsson voru valin efnilegustu unglingarnir.
MYND/ STEINN JÓHANNSSON.
Uppáhaldsfagið mitt í
skólanum eru íþróttir.
Íþróttir eru aðaláhugamálið.
Önnur áhugamál komast
ekki fyrir.
Þórdís Eva Steinsdóttir