Fréttablaðið - 04.02.2014, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.02.2014, Blaðsíða 8
4. febrúar 2014 ÞRIÐJUDAGUR| FRÉTTIR | 8 Skógarhlí› 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • www.heimsferdir.is E N N E M M / S IA • 3 0 N M 6 13 0 22 Skíði Einnig gisting á ótrúlegu verði, frá kr. 44.500 Gistu á Skihotel Speiereck. Netverð á mann frá kr. 44.500 m.v. 2 fullorðnir og 2 börn í herbergi með hálfu fæði. Netverð á mann frá kr. 59.400 m.v. 2 fullorðnir í herbergi með hálfu fæði. 8. febrúar í 7 nætur án skíðasetts. B ir t m e ð yr f yr ir va i ra u m p re n tv ill u il r. H e im s e rð e rð fe rð ð v evevev rð g ð g rð g rð g e tu r e tu r e tu r e tu b re b r b ys t t st án f rrrriririrriririrrrrryrr va ra vav . ðððð ir áá ili sk i s a sss a s jajaj é r r r rrr ééé é tt ttt é tt é ttt éé tt é ttt é t é t é l ti l ti l ti l ti liit e ið le iðð le ið lel ré tt é tttttt é tt in g a in g a in g a in g aa n g a inii sssssssssssssssssssss á sá s á sá ss á lík u lík u lík u lík u líklíkílílílílllllllllll AA t . A t A t A tt A t A ttt A tt A t A t A t A t A t A t A t A t A t . A t A t A t A t A t A t A t A t . AA. AAAA h . a h . a h . a h . hhhhhhhhhhhhhhhhhhhh ð 34.900 Flugsæti frá kr. Sjá aðra gistimöguleika og tilboð á heimsferdir.is Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Einstakt tilboð á allra síðustu sætunum til Austurríkis 8. febrúar og 1. mars SÝRLAND Hryðjuverkasamtökin al-Kaída sverja af sér tengsl við samtökin Íslamskt ríki í Írak og Austurlöndum nær (ISIS), sem hafa látið mikið að sér kveða í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi og átökum milli trúarhópa í Írak síð- ustu misseri. Á vef BBC segir að skilaboð hafi verið látin út ganga frá mið- stjórn al-Kaída þar sem tekið var fram að ISIS ætti sannarlega ekki aðild að samtökunum. Ayman al-Zawahiri, leiðtogi al-Kaída, hafnaði samruna ISIS við annan hóp herskárra íslam- ista, al-Nusra, í Sýrlandi. Síðan þá hefur ISIS staðið í miklum erjum við aðra uppreisnarhópa í Sýrlandi, meðal annars þá sem eru stuttir af Vesturlöndum, með miklu mannfalli. - þj Erjur hryðjuverkamanna: Al-Kaída sver af sér ISIS-hópinn EVRÓPUMÁL Spilling í aðildarríkj- um Evrópusambandsins grefur undan trúverðugleika í viðskipt- um og kostar að minnsta kosti 120 milljarða evra, eða nærri 19 þús- und milljarða króna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem Cecilia Malmström, innanríkisstjóri ESB, kynnti í gær. Þetta er í fyrsta sinn sem framkvæmdastjórnin tekur saman skýrslu um vandann, sem Malm- ström segir svo víðtækan að „undrum sætir“. Hún segir nauðsynlegt að grípa til aðgerða til að breyta þessu, en viljann til þess hafi vantað. „Við erum einfaldlega ekki að gera nógu mikið. Það gildir um öll aðildarríkin,“ segir Malmström. „Núgildandi lögum og stefnu er ekki framfylgt nægilega vel, og enn virðist vanta pólitíska stað- festu um að útrýma spillingu.“ Í skýrslunni kemur fram að þrír af hverjum fjórum íbúum Evr- ópusambandsins telja að spilling sé útbreidd í heimalandi sínu. Þá telja þrjú af hverjum fjórum fyr- irtækjum í aðildarríkjunum spill- ingu vera útbreidda og 40 prósent þeirra segja spillingu gera þeim erfitt fyrir við að stunda viðskipti í ESB-ríkjunum. Um átta prósent íbúa Evrópu- sambandsríkjanna segjast hafa haft beina reynslu af spillingu á undanförnum tólf mánuðum. Flestir þeirra eru í Litháen, Sló- vakíu og Póllandi, en fæstir í Finnlandi, Danmörku, á Möltu og í Bretlandi. Spillingin er þó mjög misjöfn eftir löndum og misjafnt til hvaða aðgerða þyrfti að grípa til að draga úr henni. Sums staðar er það opinber stjórnsýsla, sem er veikust fyrir, annars staðar eru það fjármál stjórnmálaflokka sem helst þarf að huga að. Í atvinnulífinu er ástandið sagt vera einna verst meðal byggingafyrirtækja og upp- lýsingatæknifyrirtækja. Fyrir nokkrum dögum var ákveðið að úr skýrslunni yrði sleppt sérstökum kafla um spill- ingu meðal stofnana Evrópusam- bandsins sjálfs. Haft var eftir tals- manni Malmströms að þetta hefði verið ákveðið vegna þess að erfitt væri að dæma í eigin sök. gudsteinn@frettabladid.is Vilja vantar til breytinga Spilling í aðildarríkjum Evrópusambandsins er svo víðtæk „að undrum sætir“ segir innanríkisstjóri ESB. Hún segir nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. 76% íbúa ESB- ríkjanna telja spillingu útbreidda í heima- landi sínu. 56% íbúa ESB- ríkjanna telja spillingu hafa aukist í heima- landi sínu undanfarin þrjú ár. 81% íbúa ESB-ríkjanna telur of náin tengsl viðskipta og stjórnmála leiða af sér spillingu. 23% íbúa ESB- ríkjanna telja aðgerðir stjórnvalda í heima- landi sínu gegn spill- ingu bera árangur. 8% prósent íbúa ESB-ríkjanna segjast hafa upplifað eða orðið vitni að spillingu á síðustu tólf mánuðum. ➜ Nokkrar helstu niðurstöður skýrslunnar CECILIA MALMSTRÖM Innanríkisstjóri Evrópusambandsins segir spillingu grafa undan trúverðugleika. NORDICPHOTOS/AFP Enn virðist vanta pólistíska staðfestu um að útrýma spillingu. Cecilia Malmström, innanríkisstjóri ESB RÚSSLAND, AP Sergei Gordejev, nemandi við grunnskóla í Moskvu, ruddist í gærmorgun inn í skóla- stofu í skóla sínum vopnaður byssum og myrti þar bæði sögu- kennara sinn og einn lögregluþjón, ásamt því að særa alvarlega annan lögregluþjón. Um tuttugu nemendur voru í skólastofunni þegar þetta gerðist, og hélt nemandinn þeim í gíslingu í um hálftíma. Faðir nemandans var strax kallaður á vettvang og gegndi stóru hlutverki við að fá son sinn til að láta nemendurna lausa. Pilturinn er sagður hafa verið afburðanemandi, en talsmaður lögreglunnar segir að svo virðist sem hann hafi fengið andlegt áfall. Skotárásir í skólum hafa verið sjaldgæfar í Rússlandi, en árás- in í gær vekur upp minningar um gíslatökuna í Beslan árið 2004, en þá létust 300 manns eftir að örygg- issveitir réðust til atlögu gegn árásarmönnunum. - gb Nemandi í tíunda bekk í Moskvu gerði skotárás á skólatíma í gær: Myrti kennara og lögregluþjón BÖRNUM FYLGT ÚT ÚR SKÓLANUM Um tuttugu nemendum var haldið í gíslingu í um hálftíma. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.