Fréttablaðið - 04.02.2014, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.02.2014, Blaðsíða 20
FÓLK|HEILSA Skammtímamegrunarkúr sem samanstendur af 800 hitaeiningum getur læknað áunna sykursýki í of feitum einstaklingum. Þetta sýna niður- stöður nýlegrar rann- sóknar sem gerð var við Newcastle-háskóla. Niðurstöðurnar gætu markað tímamót fyrir milljónir sjúklinga sem þróað hafa með sér syk- ursýki af tegund tvö. Rannsakendur segja niðurstöðurnar spenn- andi þar sem sjúklingar í úrtakshópi losnuðu við lífshættulegan sjúkdóm aðeins vikum eftir að hafa tamið sér 800 hita- eininga mataræði. Yfirleitt er ekki mælt með skyndimegrunar- kúrum en þegar farið var eftir mataræði rannsókn- arinnar losnaði hratt um fitu á lifur og nýrum. Eðlilegt fituhlutfall í heilbrigðum einstaklingi er um tuttugu prósent. Í offitusjúklingum getur hlutfall fitu hins vegar náð 40 prósentum í kringum lífsnauðsynleg líffæri og hamlað framleiðslu insúlíns. Roy Taylor, prófessor við Newcastle-háskóla, stjórnaði rannsókn- inni: „Góðu fréttirnar eru þær að sé feitmeti skorið niður í mataræði snarminnkar fita utan á lifur og nýrun geta hafið sitt starf á ný.“ Rannsóknin var gerð í því skyni að sjá hvort heimilislæknar gætu notað sömu aðferð til að snúa við sykursýki-2 í sjúklingum. „Við höfum vísbendingar um að árangurinn haldist en þurfum stærri rannsókn til að sannreyna það,“ segir Taylor. Sykursýki af tegund 2 er vaxandi heilbrigðisvandamál á heimsvísu. Nýlega opinberaði Óskarsverðlaunahafinn Tom Hanks að hann þjáð- ist af sykursýki-2 sem án meðhöndlunar getur leitt til blindu, aflim- unar, nýrnabilunar og heilablóðfalls. LÆKNAR MEGRUN SYKURSÝKI TVÖ? HOLLUSTA Fitu- og hitaeiningasnautt fæði getur fljótt læknað áunna sykursýki, samkvæmt rannsókn Newcastle-háskóla. NORDICPHOTOS/GETTY Lukka segir 5:2 mjög við-ráðanlegan kúr og gefur hér uppskrift að góðum föstu-degi. Fyrri hluta dags væri til dæmis hægt að gæða sér á chia-tei og bláberja- súkku laðihristingi. „Hristing- urinn er einn af mínum uppá- halds enda hollusturéttur í nautnadul- búningi. Hann er svakalega ljúffengur og ef ég nota frosin bláber finnst mér þessi hrist- ingur jafnvel betri en rjómaís,“ segir Lukka glaðlega. Chia-teið er einnig í uppáhaldi. „Það er svo orkugef- andi og samt svo létt í maga.“ Um kvöldið mætti síðan kokka upp girnilega tómat- súpu með kúskússalati. „Mér finnst æðislega gott að fá heita súpu á kvöldin, sérstaklega á þessum árstíma. Tómatsúpan er saðsöm og fyllandi án þess að innihalda margar hitaein- ingar,“ segir Lukka sem reynir ávallt að velja trefjaríkan mat þar sem hann fyllir betur og kemur meltingunni á myljandi ferð. VIÐRÁÐANLEGIR FÖSTU-DAGAR HEILSA Unnur Guðrún Pálsdóttir, betur þekkt sem Lukka í Happi, gaf nýverið út bókina 5:2 mataræðið. 5:2 mataræðið byggir á því að tvo daga vikunar takmarki fólk inntöku hitaeininga við 500 eða 600 á dag. LUKKA Chia-te fyrir 2 94 kcal pr. skammt 4 bollar skvísute frá Arctic mood eða annað gott jurtate 1/4 rauðrófa eða 1/4 dl af tilbúnum rauðrófusafa 3 msk. chia-fræ Lagið fjóra bolla af vel sterku tei. Setjið rauðrófuna í safapressu og pressið. Setjið chia-fræin í bland- ara og hellið teinu og rauðrófusaf- anum yfir. Blandið á minnsta hraða í nokkrar sekúndur eða þar til fræin hafa dreifst jafnt um drykk- inn. Stöðvið blandarann og látið standa í um eina mínútu. Blandið aftur á minnsta hraða í nokkrar sekúndur. Endurtakið þar til fræin hafa drukkið í sig vökva og hætt að setjast í yfirborðið þegar blandarinn er stöðvaður. Má drekka bæði heitt eða kalt. Bláberja- og súkkulaðihristingur fyrir 2 192 kcal pr. skammt 2 dl vatn 1 pk. cordyceps þurrkaðir sveppir, má sleppa 1 handfylli grænkál 1 handfylli eikarlauf 1 msk. hreint kakóduft 1 msk. kókosolía 4 dl frosin bláber kakónibbur (cacao nibs), dökkt gæðasúkkulaði eða kókos, að smekk Setjið allt hráefni nema bláberin í blandara og maukið. Hellið síðan frosnum bláberjum út í og blandið vel. Hellið í glas og sáldrið uppá- haldshnetunum ykkar yfir drykk- inn, hráum kakónibbum, fínt skornu dökku gæðasúkkulaði eða kókos. Tómatsúpa með kúskússalati fyrir 4 147 kcal pr. skammt 6 tómatar 1 dós niðursoðnir tómatar 2 meðalstórar gulrætur 1-2 hvítlauksrif 8 dl grænmetissoð Skerið gulrætur í smáa bita og saxið hvítlauk smátt. Mýkið gulrætur og hvítlauk í örlitlu vatni í potti í nokkrar mínútur. Skerið tómata í bita og bætið út í pottinn. Bætið grænmetissoðinu og niðursoðnu tómötunum út í og látið sjóða í um það bil 15 mínútur. Maukið súpuna í blandara. Berið fram með 1/2 bolla af kúskússalati. Kúskússalat 3 dl kúskús 25 g rauð paprika 2 msk. fersk basilíka 2 dl kjúklingabaunir Sjóðið kúskús samkvæmt leiðbein- ingum á pakka. Saxið papriku og basilíku smátt. Blandið baunum og grænmeti saman við kúskús og berið fram með súpunni. TÓMATSÚPA MEÐ KÚSKÚSSALATI BLÁBERJA- OG SÚKKULAÐIHRISTINGUR CHIA TE MYNDIR/HEMMI Skipholti 29b • S. 551 0770 Vertu velkomin! Fylgstu með okkur á facebook.com/Parisartizkan Nú rýmum við fyrir vorvörunni. Nýjar sendingar vikulega. RÝMINGASALA HAFIN!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.