Fréttablaðið - 15.03.2014, Síða 6

Fréttablaðið - 15.03.2014, Síða 6
15. mars 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6 Loft innan fárra mínútna Ilmur af mentól og eukalyptus Andaðu með nefinu Otrivin Menthol ukonserveret, nefúði, lausn. Innihaldslýsing: Xýlómetazólínhýdróklóríð 1 mg/ml. Ábendingar: Bólgur og aukin slímmyndun í nefi, kinnholum og nefkoki. Skammtar og lyfjagjöf: Fyrir fullorðna og börn eldri en 12 ára: 1 úði í hvora nös 3 sinnum á sólarhring eftir þörfum, lengst í 10 sólarhringa og ekki úða oftar en að hámarki 3 úða í hvora nös á sólarhring. Snýttu þér. Fjarlægðu glæru plasthettuna. Skorðaðu úðaflöskuna milli fingranna. Úðað er með því að þrýsta kraganum niður að flöskunni. Hallaðu höfðinu örlítið fram. Stúturinn á úðaflöskunni er settur upp í nösina. Úðað er einu sinni, um leið og andað er að sér inn um nefið. Farðu eins að í hina nösina. Ekki má nota lyfið ef þú ert með ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna, ef þú hefur gengist undir aðgerð í gegnum nefið eða munninn eða ert með þrönghornsgláku. Ráðfærðu þig við lækni áður en lyfið er notað ef þú ert: Þunguð, með barn á brjósti, næmur fyrir adrenvirkum efnum, ert með skjaldvakaóhóf, sykursýki, háþrýsting, æðakölkun, slagæðargúlp, blóðtappa í hjarta, óreglulegan eða hraðan púls, erfiðleika við þvaglát, æxli í nýrnahettum, þunglyndi og ert á lyfjameðferð við því. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ. Arna Mekkín Ragnarsdóttir hefur hafið störf hjá Sjúkraþjálfuninni AFL, Borgartúni 6 Tímapantanir í síma 511 4111 www.aflid.is SKIPULAG Hvorki Dómarafélag Íslands né dómstólaráð hafa feng- ið að vera með í ráðum eða feng- ið afrit af bréfaskriftum borgar- stjóra og innanríkisráðherra um mögulegan flutning Héraðsdóms Reykjavíkur af Lækjartorgi, að sögn Skúla Magnússonar, for- manns Dómarafélagsins. Vitnað var á Vísi í fyrradag í skrif Dags B. Eggertssonar á Facebook þar sem hann sagði að innanríkisráðherra hefði tekið vel í óskina um viðræður um að flytja Héraðsdóm af Lækjartorgi. „Borgarráð skipaði viðræðuteymi í morgun,“ skrifaði Dagur. Í viðtali við Vísi sagði hann að lögreglustöðvarreiturinn við Hlemm væri tilvalin staðsetning. Þar væri stórt plan þar sem hægt væri að koma upp byggingum. Símon Sigvaldason, formaður dómstólaráðs sem fjallaði meðal annars um málið á fundi sínum í gær, segir það algerlega ótækt að flytja starfsemi dómhússins á lögreglureitinn. „Árið 1992 varð frægur aðskilnaður. Þá var dómsvald og framkvæmdavald aðskilið. Dómsvaldið var tekið af sýslumönnum til að það yrði sýnilega sjálfstætt. Dómsvaldið á að vera óháð og ótengt fram- kvæmdarvaldinu og þess vegna gengur aldrei að setja lögreglu og dómstóla aftur á sama stað,“ segir Símon og bætir við að dóm- stólaráð mótmæli harðlega þeim vinnubrögðum að ekkert samráð skuli hafa verið haft við það og Héraðsdóm Reykjavíkur um und- irbúning að flutningnum. Ráðið segir að finna verði starf- seminni stað í hjarta höfuðborg- arinnar þar sem nú þegar sé að finna helstu stofnanir ríkisins og Reykjavíkurborgar. Skúli Magnússon segir að svo virðist sem flytja eigi Héraðsdóm hreppaflutningum. „Þetta virðist alfarið vera mál borgarinnar og innanríkisráðherra hvar stærsti dómstóll landsins eigi að vera. Það er ekki metnaður fyrir því að Héraðsdómur fái stað sem ber vitni um virðingu og reisn dóm- kerfisins þegar rætt er um hann verði á bak við lögreglustöðina,“ segir Skúli. Formaður borgarráðs hefur lýst því yfir að dómhúsið smiti engri gleði á Lækjartorg. Mögu- leiki væri að koma þar fyrir verslunum og veitingahúsi. „Þetta er partur af því sem ég myndi kalla kaffihúsavæð- ingu miðbæjarins. Það er tíma- bært að menn fari að spyrja sig að því um hvað miðborg eigi að snúast,“ segir formaður Dómara- félags Íslands. ibs@frettabladid.is Ótækt að dómstóll sé á reit hjá lögreglunni Formaður dómstólaráðs segir ekki ganga að setja lögreglu og dómstóla aftur á sama stað. Dómstólaráð og formaður Dómarafélags Íslands mótmæla að ekki skuli hafa verið haft samráð um mögulegan flutning starfsemi Héraðsdóms Reykjavíkur. UMHVERFISMÁL Sundabraut er á ný komin inn á samgönguáætl- un. Drög að samgönguáætlun til næstu fjögurra ára voru sam- þykkt í ríkisstjórn í gær og verður áætlunin lögð fyrir Alþingi innan skamms sem þingsályktunartil- laga. Samkvæmt samgönguáætlun- inni á að huga að mögulegri fjár- mögnun Sundabrautar með þátt- töku einkaaðila. Stefnt er að því að hefja samstarf einkaaðila og ríkisins vegna fjármögnunar hennar á næstu fjórum árum. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra hefur sagt að Sundabraut uppfylli þau skilyrði sem hún setji varðandi einka- framkvæmdir, það er að vegfar- endur hafi kost á annarri leið samhliða einkaframkvæmdinni. Meðal stærstu framlaga á næsta ári til vegaverkefna má nefna þriggja milljarða króna framlag til Norðfjarðarganga, um 800 milljóna króna framlag til breikkunar á Hellisheiðarvegi og framkvæmdir við Arnarnesveg fyrir um 500 milljónir króna. - jme Ríkisstjórnin hefur samþykkt að setja Sundabraut á nýja samgönguáætlun: Sundabraut í einkaframkvæmd LÖGREGLUSTÖÐ- IN HVERFISGÖTU Hingað vill formað- ur dómstólaráðs ekki flytja Héraðs- dóm Reykjavíkur eins og formaður borgarráðs hefur stungið upp á. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI SÍMON SIG- VALDASON SKÚLI MAGNÚSSON SUNDABRAUT Hanna Birna Kristjáns- dóttir innanríkisráðherra ætlar að kanna möguleika á því að fjármagna nýja Sundabraut með samstarfi einka- aðila og ríkisins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SKÓLAMÁL Stíf fundarhöld voru í gær í kjaradeilu framhaldsskóla- kennara og ríkisins. Takist ekki að semja um helgina hefst verkfall kennara á mánudaginn. „Við höldum áfram á morgun,“ segir Gunnar Björnsson, for- maður samninganefndar ríkis- ins. Hann segir enga sérstaka bjartsýni hafa ríkt á fundunum í gær, en öllum dyrum sé þó haldið opnum. Mikil óvissa var meðal nem- enda í framhaldsskólum í gær og lagðist hugsanlegt verkfall misjafn- lega í þá nemendur, sem rætt var við í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöld. „Ef verkfallið verður stutt verð- ur þetta kannski í lagi, en það má ekki verða of langt,“ sagði Baldvin Snær Finnsson, nemandi á fyrsta ári við Menntaskólann við Hamra- hlíð. - gbv Takist ekki samningar fyrir mánudag var síðasti kennsludagurinn í gær: Reynt til þrautar um helgina ÓVISSA Í MH Nemendur framhalds- skólanna eru farnir að hafa áhyggjur af komandi verkfalli. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.