Fréttablaðið - 15.03.2014, Síða 8

Fréttablaðið - 15.03.2014, Síða 8
15. mars 2014 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Eldhús- og skolvaskar Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Bol-834 80x48x18cm þykkt 0,8mm 11.990 Bol-604 48x43x18cm Þykkt stáls 0,8mm 7.490 (fleiri stærðir til) Gua 539-1 með veggstál- plötu, grind fylgir, 1mm stál 16.990 Botnventill og vatnslásar fylgja öllum vöskum CR Plast skolvaskur 55x34x21cm með botn- ventli og vatnslás 7.890 Gua-543-1 vegghengdur, 1mm stál, einnig fáanlegur í borð kr. 17.990 19.900 Mikið úrval af blöndunartækjum. Á MÚRBÚÐARVERÐI a blöndunartækiCis 4.990 Bekanntmachung für Deutsche zur Wahl zum Europäischen Parlament Am 25. Mai 2014 findet die Wahl der Abgeordneten des Europäischen Parlaments aus der Bundesrepublik Deutschland stat t . Deutsche, die außerhalb der Bundesrepub- lik Deutschland leben und im Bundesgebiet keine Wohnung mehr innehaben, können bei Vorliegen der sonstigen wahlrechtlichen Voraussetzungen an der Wahl teilnehmen. Für ihre Wahlteilnahme ist u. a. Voraussetzung, dass sie 1.1 am Wahltag seit mindestens drei Monaten in den übrigen Mitgliedstaaten der Europäischen Union eine Wohnung innehaben oder sich mindestens seit dieser Zeit dor t gewöhnlich aufhalten (auf die Dreimonats- frist wird ein unmit telbar vorausgehender Aufenthalt in der Bundesrepublik Deutsch- land angerechnet) oder 1.2 entweder nach Vollendung ihres 14. Lebensjahres mindestens drei Monate ununterbrochen in der Bundesrepublik Deutschland1) eine Wohnung innegehabt oder sich sonst gewöhnlich aufgehalten haben und dieser Aufenthalt nicht länger als 25 Jahre zurück liegt , oder aus anderen Gründen persönlich und unmit telbar Ver trautheit mit den politischen Verhältnissen in der Bun- desrepublik Deutschland erworben haben und von ihnen betrof fen sind; 2. in ein Wählerverzeichnis in der Bundes- republik Deutschland eingetragen sind. Diese Eintragung erfolgt nur auf Antrag. Der Antrag ist auf einem Formblatt zu stellen; er soll bald nach dieser Bekanntmachung abgesandt werden. Einem Antrag, der erst am 5. Mai 2014 oder später bei der zuständigen Gemeindebehörde eingeht, kann nicht mehr entsprochen werden (§ 17 Abs. 1 der Europawahlordnung). Antragsvordrucke (Formblät ter) sowie informierende Merkblät ter sind online auf der Seite des Bundeswahlleiters (www.bundeswahlleiter.de) erhältlich. Sie können auch bei - den diplomatischen und berufskonsular- ischen Vertretungen der Bundesrepublik Deutschland, • dem Bundeswahlleiter, Statistisches Bundesamt, Zweigstelle Bonn, Post fach 17 03 77, 53029 BONN, GERMANY, • den Kreis- und Stadtwahlleitern in der Bundesrepublik Deutschland angefordert werden. Weitere Auskünf te er teilen die Botschaf ten und berufskonsularischen Vertretungen der Bundesrepublik Deutschland. 1) Zu berücksichtigen is t auch eine frühere Wohnung oder ein früherer Aufenthalt in dem in Ar t ikel 3 des Einigungsver trages genannten Gebiet (Brandenburg, Mecklenburg-Vorpommern, Sachsen, Sachsen-Anhalt und Thüringen zuzüglich des Gebietes des früheren Berlin (Ost)) . HAUSANSCHRIF T: Laufásvegur 31, 101 Reykjavik POSTANSCHRIF T: Pósthólf 400, 121 Reykjavík Öffnungszeiten: Mo – Fr 9 bis 12 Uhr Geschäftszeiten: Mo – Do 8 bis 16.30 Uhr, Fr 8 – 13.30 Uhr INTERNET: www.reykjavik.diplo.de E-Mail: info@reykjavik.diplo.de TEL: + 354 530 11 00 FA X: + 354 530 11 01 VIÐSKIPTI „Það er ekki hægt að reka alþjóðlegt fyrirtæki með mynt sem er nokkurn veginn ekki til,“ sagði Niels Jacobsen stjórnarformaður Össurar hf. í samtali við Frétta- blaðið. Össur hélt aðalfund í gær þar sem Jacobsen hélt ræðu og fór ekki fögrum orðum um íslenskt við- skipta- og lagaumhverfi. Jacobsen sagði gjaldeyrishöftin valda Össuri mestum vandræðum, en félagið hefði talið vegferðina inn í ESB góða leið til að komast undan þeim. Hann sagðist mjög sorg- mæddur að heyra að ríkisstjórnin ætlaði núna að slíta aðildarviðræð- unum, án þess að vera með nokk- urt plan um hvernig aflétta ætti höftunum. „Sem alþjóðlegt fyrir- tæki er ómögulegt að vera í rekstri með viðvarandi gjaldeyrishöftum og sérstaklega þar sem við störfum með undanþágum sem hægt er að afnema hvenær sem er. Fyrir fyrir- tæki sem starfa á heimsmarkaði er aðgangur að alþjóðlegum gjaldeyri og fyrirsjáanleiki í viðskipta- og lagaumhverfinu mjög mikilvægur.“ Jón Sigurðsson forstjóri bætir við að þrátt fyrir að höftunum yrði aflétt ættu viðskipti sér aðeins stað í krón- um á Íslandi. „Krónan er ekki mynt sem er hægt að eiga viðskipti með neins staðar annars staðar, jafnvel þótt höftunum yrði aflétt,“ segir Jón. Jacobsen segir Ísland verða af talsverðum tekjum af því að Össur sé með öll sín fjármál í gegnum erlend dótturfélög. „Við gætum verið að fá lán frá íslenskum bönk- um og tekið frekari þátt í íslensk- um efnahag. Í dag rekum við höfuð- stöðvarnar og erum með verulegan starfsmannafjölda hér en það er eina framlagið sem við getum skil- að til landsins eins og staðan er í dag,“ segir Jacobsen og bætir við: „Þetta gengur ekki til lengri tíma. Á þessari stundu er Ísland ekki góður staður til að reka alþjóðlegt fyrirtæki. Þetta er meiriháttar áhyggjuefni og ég vona að það verði komið fram með lausn fljótlega.“ Bjarni Benediktsson fjármála- ráðherra segir aðspurður um ummæli Jacobsens að vísbend- ingar sem stjórnvöld fái innan úr efnahagslífinu séu í hina áttina. „Fjárfesting er að vaxa, atvinnu- leysi er að minnka, hér er meiri hagvöxtur en annars staðar á Evr- ópska efnahagssvæðinu. Það er hins vegar alveg rétt að á meðan hér eru gjaldeyrishöft þá eru þau svona eins og skuggi yfir efna- hagslífinu. Þess vegna er svo mik- ilvægt að það náist áfangi á næstu misserum til þess að aflétta þeim,“ sagði Bjarni. fanney@frettabladid.is Ísland hentar illa alþjóðafyrirtækjum Stjórnarformaður Össurar segir ekki hægt að reka alþjóðlegt fyrirtæki með krón- una í gjaldeyrishöftum. Varð fyrir vonbrigðum með fyrirhuguð slit á viðræðum við ESB. Skilaboðin úr efnahagslífinu eru í hina áttina, segir fjármálaráðherra. Hinn danski stjórnarformaður Össurar hf., Niels Jacobsen, er vel þekktur úr viðskiptalífinu í Danmörku og víðar. Hann er fæddur árið 1957 og býr í Danmörku. Jacobsen hefur setið í stjórn Össurar frá árinu 2005 og verið formaður stjórnarinnar frá árinu 2006. Jacobsen er þar að auki forstjóri Williamt Demant Holding A/S sem er fjárfestingafélag á heilbrigðissviði og situr í stjórnum fjölda annarra félaga á borð við leikfangaframleiðandann LEGO þar sem hann er stjórnarformaður, sem og iðnsamsteypunnar A.P. Møller-Mærsk A/S og samskiptafyrirtækisins Sennheiser Communications A/S. HVER ER NIELS JACOBSEN? ÁHYGGJUR AF STÖÐUNNI Forsvarsmenn Össurar eru ekki ánægðir með íslenskt viðskipta- og lagaumhverfi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR DÓMSMÁL Grundvöllur stórs hluta ákæru sérstaks saksókn- ara á hendur fjórmenningunum í Aserta-málinu er hruninn. Fjögur ár hafa farið í rannsókn málsins. Þess hluta ákærunnar þar sem krafist er refsingar fyrir brot á gjaldeyrishöftum verður ekki haldið til streitu samkvæmt heim- ildum Fréttablaðsins. Ástæðan er sú að sérstakur sak- sóknari getur ekki krafist refs- ingar á grundvelli reglna um gjaldeyrismál sem voru settar af Seðlabankanum þann 15. desem- ber 2008. Reglurnar voru í gildi þegar meint brot fjórmenninganna áttu sér stað frá 25. mars 2009 allt til 31. október sama ár. Ekki er hægt að refsa fyrir brot á reglunum vegna þess að sam- þykki þáverandi viðskipta- og efnahagsráðherra fyrir reglun- um skorti, en bráðabirgðaákvæði í þágildandi lögum um gjaldeyris- mál gerði ráð fyrir að slíkt sam- þykki þyrfti að vera fyrir hendi. „Ég kannast ekki við að Seðla- bankinn hafi nokkurn tímann aflað samþykkis fyrir þessum reglum,“ segir fyrrverandi efna- hags- og viðskiptaráðherra, Björg- vin G. Sigurðsson. Árið 2008 aflaði Seðlabankinn samþykkis ráðherra fyrir breyt- ingum á þágildandi reglum sínum, en í stað þess að breyta reglunum setti hann nýjar reglur, án þess að hafa aflað sérstaks samþykkis ráðherrans fyrir því, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Það var ekki fyrr en á mánu- daginn síðastliðinn sem í ljós hafi komið að samþykkið skorti, löngu eftir að málið hafði verið þingfest. Í ljósi þessa er ekki hægt að krefjast refsingar yfir fjórmenn- ingunum fyrir brot á reglunum. Málinu var vísað frá Héraðs- dómi Reykjaness í gær vegna óskýrleika ákærunnar, sem teng- ist reglum Seðlabankans ekki með beinum hætti. Sérstakur saksóknari metur nú hvert framhald málsins verður. - js Aserta-málið er í uppnámi vegna handvammar SÍ: Seðlabankinn setti reglur án samþykkis BANKASTJÓRN SEÐLABANKANS Aserta-málið er í uppnámi vegna reglna sem aldrei voru samþykktar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.