Fréttablaðið - 15.03.2014, Page 20

Fréttablaðið - 15.03.2014, Page 20
15. mars 2014 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 20 Þegar fólki er gert að velja milli valkosta undir hótun- um um valdbeitingu er það ekki val. Á morgun, sunnudag, standa íbúar Krímskaga frammi fyrir ómögulegu vali: að kjósa að verða þegnar Rússlands, eða að kjósa sjálfstæði – með enga tryggingu fyrir því að rússnesk stjórnvöld muni virða fullveldi sjálf- stæðs Krímskaga frekar en þau hafa virt landamæri sjálf- stæðrar Úkraínu. Það er séð til þess að líkurnar séu yfirgnæfandi á að niðurstað- an verði Rússlandi í hag – eins og þegar kastað er upp peningi, og valkostirnir eru: Framhliðin: Rússland vinnur. Bakhliðin: Krím tapar. Atkvæðagreiðslan er – hver sem úrslit hennar verða – bæði ólögleg í skilningi alþjóðalaga og skýlaust brot á stjórnarskrá Úkraínu. Um það leikur enginn vafi. Atkvæða- greiðslan verður ólögmæt. Hvern- ig gætu kosningar sem haldnar eru í skugga þungvopnaðra rússneskra hermanna, í héraði sem sætir her- námi, verið nokkuð annað? Spurningar af þessu tagi á að útkljá í frjálsum og sanngjörnum þjóðaratkvæðagreiðslum – eins og við munum sjá dæmi um í Skotlandi seinna á þessu ári. En atkvæðagreiðslan á Krím á morgun verður allt annað en frjáls og sann- gjörn. Á síðustu tveimur ára- tugum höfum við lagt okkur fram um að yfir- vinna spennu og van- traust kaldastríðsáranna og viðurkenna hið öfluga og jákvæða framlag Rússlands til alþjóðasamfélagsins – og til hag- sældar okkar allra. Ekki of seint Heilum vef alþjóðlegra sáttmála og stofnana hefur verið komið upp til að forðast að endurtaka hinar hatrömmu erjur fortíðar- innar og að stuðla að friðsamlegri lausn ágreiningsmála. Stofnanir á borð við ÖSE og Evrópuráðið, sem Rússland er virkur meðlimur í, gegna því hlutverki að aðstoða ríki við að útkljá mál sem varða sjálfs- ákvörðunarrétt þjóða og vernd minnihlutahópa. Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu – framvörður réttmætra kosningahátta – hefur lýst því yfir að atkvæðagreiðslan á Krím sé ólögleg og stofnunin muni ekki senda eftirlitsmenn til að fylgjast með framkvæmd hennar. Það er þó ekki orðið of seint fyrir Rússland að notfæra sér þessar stofnanir; að taka af alvöru þátt í diplómatískum samninga- umleitunum og sanngjarnri leit að friðsamlegri lausn. Við skorum enn á Pútín Rúss- landsforseta að beita áhrifum sínum í þágu hagsmuna Krím- skaga, Úkraínu, Evrópu og Rúss- lands, og binda enda á þessa deilu. Mjög mikilvægt fyrsta skref að því marki væri að stjórnvöld í Moskvu ákvæðu að viðurkenna ekki niðurstöðuna úr skrípaleiks- atkvæðagreiðslunni á sunnudag. Það liggur fyrir, að hún mun ekki hafa neitt lagalegt gildi. Hún mun ekki hafa neitt siðferðilegt gildi. Og alþjóðasamfélagið mun ekki viðurkenna niðurstöðu atkvæða- greiðslunnar. Hún ætti ekki að fara fram. Skrípaleiks-atkvæðagreiðsla á Krím Ritstjóri Fréttablaðsins dregur upp dökka mynd af íslenskri kjúklingarækt í leiðara 11. mars síðastlið- inn. Þar fjallar hann um allt það neikvæða sem kom fram í skýrslu frá Eftirlits- stofnun EFTA (ESA) eftir fyrstu vettvangsathugun í íslenskum alifuglaslátur- húsum og kjúklingabúum eftir að matvælalöggjöf Evrópusambandsins varð hluti af EES-samningum árið 2011. Engum orðum er eytt í það jákvæða sem kjúklingabænd- ur hafa áorkað á síðustu árum. Íslenskir bændur eru vandvirkir og þykir miður að vera vændir um óvandaða búskaparhætti. Einstakur árangur Íslendingar hafa náð einstökum árangri í baráttunni við kampýló- baktersýkingar bæði í fólki og í alifuglum á síðustu 14 árum. Til ársins 1996 var einungis frosinn kjúklingur á markaði á Íslandi. Það ár var hins vegar leyft að selja ferskan kjúkling og neyslan jókst um helming, frá 6 kg upp í 11 kg á hvern íbúa á ári. Í kjölfarið fylgdi kampýlóbakterfaraldur í fólki sem náði hámarki árið 1999. Árið 2000 sammæltust alifugla- bændur og stjórnvöld um að grípa til aðgerða. Allir voru sammála um að til þess að mega selja ófrysta kjúklinga yrði kjúklingahópurinn að vera laus við kampýlóbakter. Til þess að ráðast á vandann þarf mjög strangar smitvarnir svo bakterían berist ekki inn í kjúklingahús, því hún finnst mjög víða í umhverf- inu. Þetta tókst íslenskum alifuglabændum og afurð- ir úr mjög fáum hópum þarf núna að frysta vegna kampýlóbaktersmits (fryst- ingin er skylda og fækkar bakteríum um allt að 90%). Tíðni kampýlobaktersmit- aðra hópa er einfaldlega með því lægsta sem þekk- ist á byggðu bóli. Þá sjaldan sem smits verður vart er kjötið fryst. Í Evrópu er slíkur kjúklingur seldur ferskur. Hér eru strangar reglur um salmonellusmitaða kjúklinga- hópa. Þeim er einfaldlega fargað. Heilnæmur matur– heilbrigðir neytendur Tíðni kampýlóbaktersmits í Íslend- ingum í dag er um þriðjungi lægri en í nágrannalöndum okkar. Vegna þess hversu góðum árangri við höfum náð, leituðu Bretar fyrir skemmstu til Matvælastofnunar (MAST) og óskuðu eftir upplýsing- um um hvernig Íslendingar hafa nánast náð að vinna bug á kampýló- baktersýkingum. Mikill áhugi er hjá bændum um að skila sem heilnæmustum fugl- um til slátrunar. Þeir eru meðvit- aðir um smitvarnir eftir margra ára reynslu og gera sitt besta til þess að halda sínum húsum sjúk- dómafríum. Það er fyrst og fremst bændum að þakka að heilnæmi í kjúklingarækt hér á landi er með því besta sem þekkist. Frystikraf- an á líka sinn þátt í að vernda neyt- endur. Erlendis hafa eftirlitsstofn- anir ekki treyst sér til þess að setja frystikröfuna sem skilyrði. Í Evr- ópu hefur hún verið talin of íþyngj- andi fyrir greinina og markaðinn. Sýklalyfjagjöf er óþörf Í skýrslu ESA komu ýmsar athuga- semdir fram um eftirlit sem Mat- vælastofnun hefur tekið til greina og gert áætlun um úrbætur. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að heilnæmi íslenskra kjúklinga er gott með tilliti til salmonellu og kampýlóbakters og sá árangur sem hér hefur náðst í smitvörnum á síðustu árum hlot- ið eftirtekt og aðdáun í nágranna- löndum okkar. Íslenskir kjúk- lingabændur hafa uppskorið eftir erfiðið og árangurinn er meðal annars sá að sýkingar í mönnum eru afar fátíðar hér á landi eftir neyslu kjúklingakjöts. Áður hefur verið fjallað um notkun sýkla- lyfja í íslenskum landbúnaði sem er með því minnsta í hinum vest- ræna heimi. Í innlendri kjúklinga- framleiðslu er heilbrigði fuglanna það gott að sýklalyfjagjöf er óþörf. Hreinleiki og heilnæmi íslensks kjúklingakjöts er engin goðsögn. Um goðsagnir í kjúklingarækt Ljóst er að fjölga þarf hjúkrunarrýmum fyrir aldraða um allt að 1.700 á næstu 15 árum og nemur kostnaður vegna þessa um 54 milljörðum króna. Af þessum fjölda eru um 1.100 á höfuðborgarsvæð- inu. Þetta eru staðreynd- irnar sem stjórnmála- menn forðast að ræða, enda aldrei vinsælt að ræða um málefni aldr- aðra, hóps sem gerir litlar kröfur og er aldrei hávær. Slíkir hópar eru sjaldnast ofarlega í for- gangsröðinni. Miklar breytingar verða á ald- urssamsetningu þjóðarinnar á næstu áratugum. Þannig er gert ráð fyrir að þeim sem eru 67 ára eða eldri fjölgi um rúmlega 26.000 á næstu 15 árum, eða um 71% frá því sem er í dag. Talið er að þeim sem eru 80 ára og eldri fjölgi um tæplega 6.600, eða um 55%. Þessar miklu breytingar kalla á aðrar og ólíkar áherslur í heilbrigðismálum, þar sem hugsa þarf fyrir þörfum þessa vaxandi hóps. Flestar fjölskyldur þekkja þann vanda sem skapast þegar þarf að koma öldruðum ættingj- um í hjúkrunarrými. Að meðal- tali voru um 250 manns á bið- lista eftir slíkum rýmum á þriðja ársfjórðungi síðasta árs, og var meðalbið hátt í fjórir mánuðir. Að óbreyttu mun þessi tími lengj- ast til muna. Niðurskurður und- anfarinna ára á framlögum til heilbrigðismála hefur komið illa niður á öldruðum. Þjónusta hefur verið skert og lyfjakostnaður auk- ist. Þessu verður að breyta. Nauð- synlegt er að styrkja heimaþjón- ustu og stoðþjónustu til muna. Flestir eru sammála um nauð- syn þess að veita auknu fjár- magni í heilbrigðiskerfið, sem stendur frammi fyrir auknu álagi á næstu árum, þar sem þjónust- an verður ekki síst að taka mið af því að þjóðin er að eldast. Þá hefur rekstur hjúkrunarheimila verið erfiður og daggjöld of lág. Minni heimili hafa átt sérstak- lega erfitt. Unnið er að úttekt á málefnum aldraðra sem gerð verður opin- ber í byrjun sumars. Málið þolir enga bið. Stjórnvöld verða að taka höndum saman við sveitarfélög og einkaaðila um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Við verðum að gera þá lágmarkskröfu að þörfum aldraðra sé sinnt með viðeigandi hætti og að langir biðlistar eftir þjónustu heyri sögunni til. Aldr- aðir eiga það skilið. Vandamálið sem enginn talar um SAMFÉLAG Karl Garðarsson þingmaður Fram- sóknarfl okksins ➜ Niðurskurður undanfarinna ára á framlögum til heil- brigðismála hefur komið illa niður á öldruðum. Þjónusta hefur verið skert og lyfjakostnaður aukist. UTANRÍKISMÁL Stuart Gill sendiherra Bret- lands á Íslandi ➜ Atkvæðagreiðslan er – hver sem úrslit hennar verða – bæði ólögleg í skilningi alþjóðalaga og skýlaust brot á stjórnarskrá Úkraínu. Um það leikur enginn vafi . LANDBÚNAÐUR Jón Magnús Jónsson bóndi á Reykja- búinu ➜ Íslenskir bændur eru vandvirkir og þykir miður að vera vændir um óvand- aða búskaparhætti.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.