Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.03.2014, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 15.03.2014, Qupperneq 26
15. mars 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26 Ástríður missti eiginmann sinn, Pál Hersteinsson, fyrir tveim-ur og hálfu ári, stuttu eftir sex-tugsafmæli hans. Ástríður og Páll voru gift í tæp þrjátíu ár en þau kynntust í Cambridge þar sem þau stunduðu bæði nám. „Ég fann hann í London. Hann var sannur lífsförunautur og við áttum mörg sam- eiginleg áhugamál. Vorum bæði líffræð- ingar, nema hann var stígvélalíffræð- ingur og ég sloppalíffræðingur,“ segir Ástríður hlæjandi. Við sitjum við skenk í borðstofunni sem er hlaðinn fjölskyldu- myndum. Mynd af Páli með fyrsta afa- barninu er sérstaklega falleg og grípur augað. „Hún var nýfædd þegar Páll lést þannig að hann náði að verða afi. Síðan hann dó hafa tvö bæst í hópinn. Páll var dásamlegur faðir og hefði notið afahlut- verksins í botn.“ Dáinn eftir rúma viku Páll hafði skipulagt að minnka við sig vinnu rétt fyrir andlátið en hann var prófessor við Háskóla Íslands. Þau hjón- in ætluðu að njóta þess að ferðast og fara í sumarbústaðinn þar sem þau áttu svo margar góðar stundir. Þau plön urðu að engu í september árið 2011. „Hann fékk kviðverki, fór á spítala og rúmri viku síðar fór hann þaðan út í kistu,“ segir Ástríður en á meðan á sjúkralegu hans stóð datt henni ekki í hug að hann væri í lífshættu því þeim hjónum var aldrei sagt að hann hafði greinst með alvarleg- an sjúkdóm. Andlátið var Ástríði eðlilega mikið áfall enda bar það brátt að og hafði Páll allt- af verið við góða heilsu. Eftir dauða hans hellti hún sér út í rannsóknir á sjúkdómn- um sem Páll hafði verið greindur með. Þá fékk hún annað áfall. „Að mínu mati leik- ur enginn vafi á að Páll þurfti að líða fyrir endurtekin mistök og vanrækslu starfs- fólks Landspítalans.“ Í kjölfarið hóf hún baráttu sem hún stendur enn í; að fá sann- leikann um greiningu og læknismeðferð Páls á Landspítalanum upp á yfirborðið. Hún segir þetta erfiðustu baráttu sem hún hafi háð. „Ég ráðlegg engum að fara í þessa vegferð. Þetta er svo sárt. En Páll fékk ekki að berjast og það var ekki barist fyrir hann á spítalanum. Ég fann að ég gat ekki látið kyrrt liggja.“ Mistökin mega ekki endurtaka sig Til að geta kært mistökin til landlækn- is þurfti hún að rökstyðja grun sinn. Fyrir slíkan rökstuðning þurfti hún að fá aðgang að sjúkraskýrslum Páls. En það var ekki einfalt. Eftir fjöldann allan af bréfaskriftum þar sem Embætti land- læknis og stjórn Landspítalans vísuðu hvort á annað segist hún hafa fengið á til- finninguna að kerfisbundið væri verið að koma í veg fyrir að hún fengi skýrslurnar og beðið væri eftir að hún gæfist upp. „En ég gefst ekki upp. Tilfinningin sem situr í mér eftir síðustu tvö ár er að þetta sé hreinlega yfirhylming en ég vil að spít- alinn læri af dauða Páls svo að mistökin endurtaki sig ekki.“ Loks fékk hún skýrsl- urnar í hendurnar og á borðstofuborðinu liggur stór mappa troðfull af skjölum tengdum málinu. Eftir mikla vinnu við að lesa og reyna að skilja tormelt lækna- málið hefur Ástríður kært meðferðina á Landspítalanum til lögreglu. Kæran er í 25 liðum sem lýsa mistökum og van- rækslu við sjúkdómsgreiningu, meðferð og umönnun Páls. Kolröng meðferð „Páll fór í skurðaðgerð daginn eftir inn- lögn. Skurðlæknirinn sem framkvæmdi aðgerðina bar ábyrgð á honum meðan á dvölinni stóð. Í aðgerðarlýsingu segir læknirinn að Páll sé með blóðtappa í blá- æðum í meltingarvegi. Hann staðfestir svo þessa sjúkdómsgreiningu í beiðni um ráðgjöf hjá blóðmeinafræðingi þremur Berst gegn þöggun um dauða Páls Ástríður Pálsdóttir þurfti að berjast hart fyrir því að fá afhentar sjúkraskýrslur eiginmanns síns eftir andlát hans. Hún fékk síðan áfall þegar hún las í gegnum skýrslurnar og uppgötvaði að hann hafði aldrei fengið rétta meðferð við sjúkdómnum sem dró hann til dauða. Baráttan er þó rétt að byrja því nú hefur hún kært Landspítalann fyrir mistök og vanrækslu við meðferðina. Í BORÐSTOFUNNI Hjarta Páls hætti að slá og hann hneig niður við borðstofuborðið fimm tímum eftir útskrift af spítala. Ástríður reyndi allt sem hún gat til að veita honum fyrstu hjálp en Páll komst aldrei aftur til meðvitundar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN dögum síðar. Sú ráðgjöf barst ekki fyrr en löngu seinna og ég hef aldrei feng- ið útskýringu á því. En skurðlæknirinn virðist hreinlega ekki hafa haft fyrir því að ganga á eftir beiðninni eða leita sér upplýsinga með öðrum hætti og því fékk Páll ranga meðferð við sjúkdómnum.“ Þar sem hjónunum var aldrei greint frá sjúkdómnum héldu þau að blóðtapparnir væru tímabundið ástand, eins og þegar fólk fær blóðtappa í flugvélum, og gerðu ráð fyrir að Páll fengi viðeigandi meðferð við þeim. Sjúkdómurinn sem Páll greind- ist með er aftur á móti mun alvarlegri og með dánartíðni upp á 30 prósent. Með réttri meðferð fer hún niður í sex pró- sent og skiptir miklu máli hve fljótt er brugðist við. Meðferðin er alltaf sú sama; tafarlaus blóðþynning í æð í mjög stórum skömmtum. Einnig sýklalyfjagjöf, rúm- lega, algjör hvíld á meltingarvegi og gott eftirlit með lífsmörkum. „Páll fékk aftur á móti örlítinn fyrirbyggjandi skammt af blóðþynningarlyfjum, var látinn taka göngutúra um deildina, tekinn af sýkla- lyfjum og bara kominn í kjötbollurnar nokkrum dögum eftir aðgerðina. Meðan á spítalavistinni stóð hrakaði honum greini- lega, var mjög slappur og veikburða. Ekki nóg með að hann fengi ekki viðeigandi meðferð, hann fékk meðferð sem gerði illt verra. Það er eins og markmiðið hafi bara verið að útskrifa hann sem fyrst.“ Dáinn fimm tímum eftir útskrift Þegar Páll var útskrifaður viku eftir komuna á spítalann héldu hjónin að búið væri að meðhöndla blóðtappana og því væri þessu ferli lokið. Nú ætti Páll að safna kröftum heima. „Ég þurfti að styðja hann út í bíl þegar hann útskrifaðist og hann var á engan hátt líkur sjálfum sér. Ég hugsaði með mér að hann hefði ekkert að gera heim og ég hef margoft ásakað sjálfa mig eftir dauða hans, fyrir að hafa ekki fylgt eðlisávísuninni.“ Fimm tímum eftir að Ástríður og Páll komu heim fékk hann hjartastopp og hneig niður við borð- stofuborðið. Það er sárt fyrir Ástríði að rifja það upp enda upplifði hún sig algjör- Á HORNSTRÖNDUM Páll Hersteinsson eyddi mörgum sumrum á Hornströndum við rannsóknir á refum. Hann var mikill frumkvöðull í rannsóknum á vistfræði og hegðun refa og gaf meðal annars út bókina Agga gagg um veru sína í Ófeigsfirði við rannsóknir. Ég held að mergur málsins sé að skurð- læknirinn hafi fyllst hroka yfir eigin ágæti. Að hann hafi litið svo á að hann gæti skorið „meiddið“ burt og sent sjúklinginn heim. Erla Björg Gunnarsdóttir erlabjorg@frettabladid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.