Fréttablaðið - 15.03.2014, Page 40

Fréttablaðið - 15.03.2014, Page 40
15. mars 2014 LAUGARDAGUR| HELGIN | 40 ESB-umræðan er ekki jafn óþægi-leg fyrir okkur og samstarfs-flokkinn. Þetta er umræða sem er í gangi og hún er hávær. En hún á eftir að ganga yfir og ég held að hún muni ekki hafa áhrif á úrslit kosninganna. Ég held að menn verði að horfa á það hvað þessi ríkisstjórn er að gera sem er skuldaleiðrétting, afnám verðtryggingar, hallalaus fjárlög og 2% verðbólga. Mér finnst að það sé verið að skamma núverandi ríkisstjórn fyrir það sem gamla ríkisstjórnin, sem hóf þessar viðræður við ESB, hefði átt að gera. Hún hefði átt að spyrja þjóðina áður en lagt var af stað. Þá stæðum við ekki uppi með þetta vandamál í dag,“ segir Óskar. Vantar húsnæði fyrir venjulegt fólk Óskar segir að húsnæðisvandinn verði meðal stærstu mála í komandi kosningum. „Ég held að ástandið á húsnæðismarkaðn- um sé tilkomið vegna þess að síðastliðin sex ár hefur nánast ekkert verið byggt af húsnæði í Reykjavík nema kannski í Skuggahverfinu sem er ekki fyrir þennan hefðbundna kaupendahóp. Við þurfum að byggja meira af venjulegu húsnæði fyrir venjulegt fólk. Við teljum að það sé best að gera það þar sem við getum lagt fram ódýrustu lóðirnar. Er ég þá að tala um Úlfarsárdalinn sem núverandi meirihluti er búinn að taka út úr aðalskipulagi því hann vill leggja meiri áherslu á byggðina nær miðborginni. Lóðaverð er hins vegar talsvert hærra í miðborginni og það mun hafa áhrif á fasteignaverð. Við teljum að til þess að geta boðið venjulegu fólki upp á venjulegt húsnæði þurfum við að gera það líka í úthverfunum. Við þurfum líka að taka tillit til kröfu þeirra um þéttingu byggðar. Við sjáum það fyrir okkur að það sé ekki í Vatnsmýrinni þar sem flugvöll- urinn er. Við viljum að hann verði áfram þar. En það eru þéttingarreitir á Lauga- veginum sem eru tilbúnir, á Hafnarsvæð- inu og svo á svæðinu frá Hlemmi austur Laugaveginn, Suðurlandsbrautina og að Skeifunni. Við teljum að Skeifan komi vel til greina sem þéttingarsvæði í framtíð- inni,“ segir Óskar. Vill taka á hallarekstri Óskar telur nauðsynlegt að taka til hend- inni þegar kemur að rekstri borgarinnar og segir mögulegt að ná fram hagræðingu án þess að hækka gjöld á borgarbúa. „Ég mun taka á [hallarekstrinum] með svip- uðum hætti og ég gerði í hruninu 2008 til 2010. Þá var ég formaður borgarráðs og við sáum fram á gríðarlega mikla erfið- leika í fjármálum. Ekki bara hjá borginni heldur hjá landsmönnum og hjá ríkinu. Við gerðum þverpólitíska aðgerðaáætlun þar sem allir flokkar komu að og gerðum áætlun út kjörtímabilið. Það var áætlun sem gerði ráð fyrir að engar gjaldskrár yrðu hækkaðar. Útsvarið yrði ekki nýtt í botn og grunnþjónustan yrði varin. Við ákváðum að fara í verklegar framkvæmd- ir og sem dæmi get ég nefnt Sleggjuna sem er síðasti áfangi Hellisheiðarvirkjunar sem var farið í eftir hrun. Við spöruðum í innkaupum og starfsmenn borgarinn- ar tóku fullan þátt í þessu með okkur og stóðu sig frábærlega. Svo var ráðningar- bann sem þýddi að það var bannað að ráða í störf sem losnuðu nema að fara í gegnum ákveðið starfatorg sem var starfrækt þá. Þegar við skoðuðum útkomuna úr þessu eftir eitt og hálft ár þá hafði fækkað um þúsund starfsmenn hjá borginni. Við erum að tala um kostnaðarlið sem er 3 til 6 millj- arðar á ári bara í fækkun starfa. Ég er ekki að segja að við myndum gera það nákvæm- lega svona en í þessa veru myndi ég fara inn í hagræðingu hjá borginni,“ segir Óskar. Mikilvægt að taka á húsnæðisvandanum Óskar Bergsson, oddviti framsóknarmanna í Reykjavík, segir að húsnæðisvandinn verði meðal stærstu mála í komandi borgarstjórnarkosningum. Hann vill Reykjavíkurflugvöll áfram í Vatnsmýrinni og taka á rekstrar- vanda borgarinnar. Hann telur ekki að ESB-umræðan muni hafa áhrif á gengi flokksins í kosningunum. Höskuldur Kári Schram hoskuldur.schram@365.is Viðtalið við Óskar er hægt að sjá í þættinum Pólitíkin á visir.is. visir.is FYRSTA VERK SEM BORGARSTJÓRI: Fyrsta mál á dagskrá væri að gera Reykjavík að borg tækifæranna. MÖGULEGT MEIRIHLUTASAMSTARF: Ég byrjaði í pólitík í Reykjavíkurlistanum þegar Sjálfstæðisflokkurinn var felldur 1994. Ég er búinn að vinna með vinstri mönnum í borginni og hægri mönnum. Framsóknarflokkurinn er miðjuflokkur. Þannig að ég held að það verði málefnin sem ráði för og úrslit kosn- inganna. REYKJAVÍKURFLUGVÖLLUR: Reykjavíkurflugvöllur er miðstöð innanlandsflugs á Íslandi. Hann er lífæð höfuðborgarinnar og lands- byggðar innar og það eru ótrúlega miklir möguleikar sem felast í flugvellinum. Ég skil ekki alltaf af hverju menn líta á flugvöllinn sem einhvern sérstakan óvin. Það eru mörg hundruð störf í kringum völlinn og hann skapar gríðarlega möguleika á mörgum sviðum. 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 STJÓRNMÁLAÞÁTTTAKA MENNTUN OG FYRRI STÖRF 1989 Húsasmíðameistari 2006 Rekstrarfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík 1989-1993 Húsasmiður og byggingarstjóri 1993-1995 Blaðamaður 1995-2002 Verkefnisstjóri hjá byggingadeild borgarverkfræðings 2002-2006 Framkvæmdastjóri Kaffi Nauthóls 1991 Í miðstjórn Framsóknarflokksins 1991-1992 Í stjórn félags ungra framsóknarmanna í Reykjavík, FUF 1992-1995 Formaður FUF 1998-2002 Varaborgarfulltrúi 2006-2008 Varaborgarfulltrúi 2008 til 2010 Borgarfulltrúi Framsóknarflokksins FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.