Fréttablaðið


Fréttablaðið - 15.03.2014, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 15.03.2014, Qupperneq 42
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 Síðan ég var barn hef ég haft sterka andlega tengingu við New York. Það er eins og mér hafi alltaf verið ætlað að koma hingað; eins og ég hafi þekkt borgina í fyrra lífi,“ segir Rósa sem fór að venja komur sínar til Stóra eplisins árið 1998 og hefur nú búið þar og starfað í áratug. „Það var meðvitað val að byggja upp líf mitt og starfsframa hér og þótt ég hafi vissulega heimþrá á stundum ligg ég ekki og kvelst vegna hennar. Ísland er og verður alltaf heima í hjarta mér en New York-borg er það líka.“ Rósa hefur í nógu að snúast og kemur víða við í daglegu amstri. „Á dæmigerðum degi er ég mikið á ferðinni við að vinna að hinum ýmsu verkefnum og hjálpa öðrum af mætti. Það lætur mér líða betur en nokkuð annað.“ Rósa segist kunna vel við sig í nafla alheimsins. Hún heldur ekki hópinn með öðrum Íslendingum í New York en segir það þó ekki viljandi gert. „Hér hef ég eignast vini sem eru mér eins og fjölskylda auk aragrúa fólks sem mér þykir afar vænt um. New York-búar eru yfirleitt opnir og víðsýnir í daglegum samskipt- um. Þeir hafa heyrt flest og kynnst flestu sem eitt samfélag hefur að geyma og upp á að bjóða. Eftir hryðjuverkin 11. september 2001 breyttist samfélagsandinn í borg- inni verulega og varð miklu meira „til staðar“ og raunverulegri.“ ERILSAMT LÍF Ýmislegt leynt og ljóst einkennir líf Rósu um þessar mundir, eins og samningur við stórt umboðs- fyrirtæki. „Ég vinn stöðugt að eigin tónlist og í samstarfi við umboðs- fyrirtæki. Undanfarið hef ég líka unnið við endurútgáfu þekktrar teiknimyndar með frægum leikur- um og tónlistarfólki. Alan Silvestri tónsetti myndina á sínum tíma og er einn af mínum uppáhalds kvikmyndatónsmiðum. Ég hoppa líka af og til í auglýsingaleik eða módelast og hef fengið tækifæri til að kynnast kvikmyndaheiminum og mörgum af stórstjörnum hans sem ég hef alltaf borið virðingu fyrir. Allt er þetta óskaplega gaman og gefandi.“ Rósa starfar í gjörvöllum skemmtanaiðnaðinum, fyrir fram- an og aftan myndavélar, við kvik- myndaframleiðslu, auglýsingagerð og upptökur á eigin tónlist. „Það er alltaf eitthvað spenn- andi að malla í mínum pottum og flest er nú skemmtilegt sem ég fæst við í lífi mínu og starfi og ein- staklega gefandi.“ Rósa kemur til Íslands í lok marsmánaðar og fer þá á vinnu- fund í bandaríska sendiráðinu. „Erindið heim er vinnutengt en ég mun vitaskuld hitta ástvini og fjölskyldu þegar færi gefst. Ég sakna alltaf fólksins og fjöl- skyldunnar en held góðu sam- bandi að utan. Svo sakna ég auð- vitað hreina vatnsins, loftsins og íslenskrar náttúru.“ SUNNUDAGAR TIL HJÁLPAR Um helgina stendur mikið til hjá Rósu. „Ég þarf að mæta á tónlistar- viðburðinn Big Indie Music Series, vinna í kvikmyndaverk- efni, sinna pappírsmálum gagn- vart kerfinu, hitta hóp af konum, fara með kynningu vegna for- varna hvers kyns fíknivanda og kaupa inniskó, svo eitthvað sé nefnt,“ segir Rósa kát um ærin plön helgarinnar. „Það er annars rosalega mis- jafnt hvernig ég eyði helgunum verandi búsett í New York. Ég nota þó alltaf sunnudagana til að hitta fólk og hjálpa öðrum. Ég hef unnið í því að vera allsgáð frá öllum fíknum í meira en áratug og vil vera til staðar fyrir aðra sem leita til mín og þurfa leiðsögn varðandi þennan alltof algenga vanda.“ ■ thordis@365.is LÍÐUR BEST AÐ HJÁLPA HEIMSBORGARI Tónlistarkonan Rósa Guðmundsdóttir hefur lifað og starfað í New York undanfarinn áratug. Hún ætlar að kaupa sér inniskó um helgina og er með ótal spennandi verkefni í pípunum. FJÖLHÆF Rósu er margt til lista lagt. Meðal annars starfar hún að eigin tónlist og annarra, leikur í auglýsingum, starfar sem fyrir- sæta og sinnir mannúðarmál- um í New York. Spænskur ferðadagur verður haldinn á Blómatorginu í Kringl- unni í dag frá klukkan 11 til 17. Ætlunin er að kynna Spán og það sem landið hefur upp á að bjóða. Ýmsir áhugaverðir ferðamögu- leikar verða kynntir en einnig verða í boði skemmtiatriði fyrir alla fjölskylduna og eitthvað gott fyrir bragðlaukana. Á dagskránni verður ferða- getraun þar sem veitt verða verðlaun og boðið verður upp á andlitsmálun og myndatöku fyrir börnin, auk teiknimynda- samkeppni. Trúðurinn Wally frá Sirkus Ísland skemmtir, Þor- valdur Már Guðmundsson leikur spænska tónlist á gítar og Cocina de La Rosa kynnir fyrir Íslending- um spænska matargerðarlist. Ferðamálaráð Spánar stendur fyrir ferðadeginum. Auk þess að kynna þá fjölbreyttu ferðamögu- leika sem Spánn hefur upp á að bjóða almennt verða eftirtalin svæði kynnt sérstaklega: Anda- lúsía, Benidorm, Galisía, Gran Kanaría, Kanaríeyjar, Katalónía, Madrid og Valencia, auk flug- félagsins Vueling. Einnig taka þátt íslensku ferðaskrifstofurnar Heimsferðir, ÍT ferðir, Plúsferðir, Sumarferðir og Úrval Útsýn, ásamt flugfélögunum Icelandair og Wow Air. Þetta er í sjöunda sinn sem Ferðamálaráð Spánar stendur fyrir spænskum ferðadegi á Íslandi. SPÆNSKIR GÍTARTÓNAR OG SIRKUSLISTIR SÓL OG SUMAR Íslendingar þekkja Spán vel að góðu veðri, ströndum og sól. MENNING Spánn er einnig tilvalinn staður fyrir þá sem vilja skoða fallegar byggingar og menningarminjar. www.fi.is Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is FERÐAFÉLAG ÍSLANDS Fræðslu- og myndakvöld Í sal FÍ 19. mars, kl. 20:00 Veðurfarssaga Íslands frá sjónarhóli veðurfræðings Trausti Jónsson veðurfræðingur fræðir okkur um veðurfarsögu Íslands frá sjónarhóli veðurfræðings. Fyrirhugaðar framkvæmdir á hálendinu Að loknu kaffihléi mun Guðmundur Ingi Guðbrandsson fram- kvæmdastjóri Landverndar upplýsa okkur um fyrirhugaðar fram- kvæmdir á hálendinu. Aðgangseyrir kr. 600, innifalið kaffi og kleinur Allir velkomnir! Veðurfarssag a Íslands frá sjónarhóli ve ðurfræðings Fyrirhugaðar framkvæmd ir á hálendin u-hjarta land sins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.