Fréttablaðið - 15.03.2014, Síða 92
15. mars 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 60
Virðing
RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS
Aðalfundur
VR 2014
verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica,
miðvikudaginn 26. mars nk. og hefst kl. 19:30.
Dagskrá:
Hefðbundin aðalfundarstörf
Innborgun í VR varasjóð
Lagabreytingar
Við hvetjum félagsmenn til að mæta.
Lögfræðiþjónusta Lögréttu veitir endurgjaldslausa ráðgjöf við gerð
skattframtala í samstarfi við KPMG og Arion banka.
Ráðgjöfin verður veitt laugardaginn 15. mars kl. 13-17 í Háskólanum í Reykjavík,
Menntavegi 1 í Sólinni (aðalbyggingu) og eru allir velkomnir.
Hvað þarf að hafa meðferðis?
• Lykilorð og auðkennislykil til að komast inn í heimabanka
• Veflykil inn á rsk.is
• Verktakamiða síðasta árs (ef við á)
Skilafrestur á skattframtali einstaklinga er til 21. mars.
Aðstandendum stuttmyndarinn-
ar Skers eftir Eyþór Jóvinsson
hefur verið boðin þátttaka á
tveimur virtum og eftirsóttum
kvikmyndahátíðum í Bandaríkj-
unum, Tribeca Film Festival og
Aspen Shortfest. „Það er gríð-
arleg viðurkenning fyrir okkar
starf, sveitalubbanna að vest-
an, að komast í hóp þeirra bestu
með Óskarsverðlaunastjörn-
um og öðru fagfólki úti í hinum
stóra heimi,“ segir Eyþór stolt-
ur. „Þetta er fyrsta mynd sem
ég leikstýri og geri handrit að
einn, en Gláma kvikmyndafé-
lag er fimm manna hópur sem
hefur gert nokkrar stuttmyndir
saman.“
Sker er sannsöguleg vestfirsk
stuttmynd sem gerist í Arnar-
firðinum og fjallar um ferða-
mann sem siglir út í Gíslasker,
en fljótlega áttar hann sig á því
að það var kannski ekki svo góð
hugmynd.
Það er vestfirska kvikmynda-
félagið Gláma sem stendur á bak
við myndina, en Eyþór skrif-
aði handritið og leikstýrði eins
og áður sagði. Aðalhlutverk er í
höndum Ársæls Níelssonar. Kvik-
myndafélagið Gláma sérhæfir
sig í vestfirskri kvikmynda- og
heimildarmyndagerð og hefur
áður gefið út vestfirskan stutt-
mynda-hryllings-þríleik ásamt
því að vera með nokkrar heimild-
armyndir í vinnslu, meðal annars
um Fjallabræður og Act Alone.
Myndin var aðeins eina helgi í
tökum og útlagður kostnaður var
undir 1.500 dollurum, eða innan
við 200.000 krónur. Hópurinn á
bak við myndina var aðeins skip-
aður sex mönnum, þá eru með
taldir leikarar, leikstjórn, töku-
maður, eftirvinnsla og tónlist.
Athyglisverð staðreynd er einnig
að enginn í hópnum hefur neina
menntun á sviði kvikmyndagerð-
ar, aðeins brennandi áhuga, að
sögn Eyþórs. fridrikab@frettabladid.is
Sker gerir það
gott í BNA
Aðstandendum vestfi rsku kvikmyndarinnar Skers
hefur verið boðið að sýna hana á tveimur virtum
kvikmyndahátíðum í Bandaríkjunum í apríl. „Gríðarleg
viðurkenning fyrir sveitalubbana,“ segir leikstjórinn.
LEIKSTJÓRINN Eyþór Jóvinsson
er að vonum stoltur af framgangi
kvikmyndarinnar Skers.
■ Tribeca er haldin í New York 16.-
27. apríl 2014
■ 3.074 stuttmyndir voru sendar
inn til þátttöku á Tribeca, aðeins
58 voru valdar til sýninga í ár
■ Sker er eina íslenska myndin á
hátíðinni
■ Sker verður sýnd 5 sinnum á
hátíðinni
■ Áætlaður gestafjöldi á hátíðinni
er á bilinu 400.000-500.000
■ Aspen Shortfest er haldin í Aspen
8.-13. apríl 2014
■ Áætlaður gestafjöldi á hátíðinni
er ca. 30.000
■ Árið 2013 voru yfir 2.800 stutt-
myndir sendar inn, en aðeins 83
valdar til sýningar
➜ Staðreyndir um
Tribeca og Aspen
Nú gefst Grindvíkingum tækifæri
til að sjá „Verdi og aftur Verdi“
sem hefur slegið rækilega í gegn
í vetur. Sýningin verður á dagskrá
menningarviku Grindavíkur og fer
fram í Grindavíkurkirkju á morgun
klukkan 15.
Tilefni sýningarinnar var 200 ára
afmælisveisla tónskáldsins Verdis.
Í sýningunni býður Verdi sjálfur,
túlkaður af Randveri Þorlákssyni,
áheyrendum til afmælisveislu og
rifjar um leið upp hitt og þetta frá
ævi sinni á milli þess sem flutt eru
atriði úr verkum skáldsins.
Sveinn Einarsson leikstýrir
sýningunni og Antonia Hevesi
bregður sér í gervi hljómsveit-
arinnar með aðstoð flygilsins.
Söngvarar eru þau Bylgja Dís
Gunnarsdóttir sópran, Egill Árni
Pálsson tenór, Erla Björg Kára-
dóttir sópran, Hörn Hrafns-
dóttir mezzó-sópran, Rósalind
Gísladóttir sópran, Sigríður
Aðalsteinsdóttir mezzó-sópran,
og Valdimar Hilmarsson baritón.
Gestasöngvari er Jóhann Smári
Sævarsson bassi.
- fsb
Verdi í Grindavík
Óp-hópurinn fl ytur dagskrána Verdi og aft ur Verdi á
menningarviku í Grindavíkurkirkju á morgun.