Fréttablaðið - 15.03.2014, Síða 92

Fréttablaðið - 15.03.2014, Síða 92
15. mars 2014 LAUGARDAGUR| MENNING | 60 Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Aðalfundur VR 2014 verður haldinn á Hilton Reykjavík Nordica, miðvikudaginn 26. mars nk. og hefst kl. 19:30. Dagskrá: Hefðbundin aðalfundarstörf Innborgun í VR varasjóð Lagabreytingar Við hvetjum félagsmenn til að mæta. Lögfræðiþjónusta Lögréttu veitir endurgjaldslausa ráðgjöf við gerð skattframtala í samstarfi við KPMG og Arion banka. Ráðgjöfin verður veitt laugardaginn 15. mars kl. 13-17 í Háskólanum í Reykjavík, Menntavegi 1 í Sólinni (aðalbyggingu) og eru allir velkomnir. Hvað þarf að hafa meðferðis? • Lykilorð og auðkennislykil til að komast inn í heimabanka • Veflykil inn á rsk.is • Verktakamiða síðasta árs (ef við á) Skilafrestur á skattframtali einstaklinga er til 21. mars. Aðstandendum stuttmyndarinn- ar Skers eftir Eyþór Jóvinsson hefur verið boðin þátttaka á tveimur virtum og eftirsóttum kvikmyndahátíðum í Bandaríkj- unum, Tribeca Film Festival og Aspen Shortfest. „Það er gríð- arleg viðurkenning fyrir okkar starf, sveitalubbanna að vest- an, að komast í hóp þeirra bestu með Óskarsverðlaunastjörn- um og öðru fagfólki úti í hinum stóra heimi,“ segir Eyþór stolt- ur. „Þetta er fyrsta mynd sem ég leikstýri og geri handrit að einn, en Gláma kvikmyndafé- lag er fimm manna hópur sem hefur gert nokkrar stuttmyndir saman.“ Sker er sannsöguleg vestfirsk stuttmynd sem gerist í Arnar- firðinum og fjallar um ferða- mann sem siglir út í Gíslasker, en fljótlega áttar hann sig á því að það var kannski ekki svo góð hugmynd. Það er vestfirska kvikmynda- félagið Gláma sem stendur á bak við myndina, en Eyþór skrif- aði handritið og leikstýrði eins og áður sagði. Aðalhlutverk er í höndum Ársæls Níelssonar. Kvik- myndafélagið Gláma sérhæfir sig í vestfirskri kvikmynda- og heimildarmyndagerð og hefur áður gefið út vestfirskan stutt- mynda-hryllings-þríleik ásamt því að vera með nokkrar heimild- armyndir í vinnslu, meðal annars um Fjallabræður og Act Alone. Myndin var aðeins eina helgi í tökum og útlagður kostnaður var undir 1.500 dollurum, eða innan við 200.000 krónur. Hópurinn á bak við myndina var aðeins skip- aður sex mönnum, þá eru með taldir leikarar, leikstjórn, töku- maður, eftirvinnsla og tónlist. Athyglisverð staðreynd er einnig að enginn í hópnum hefur neina menntun á sviði kvikmyndagerð- ar, aðeins brennandi áhuga, að sögn Eyþórs. fridrikab@frettabladid.is Sker gerir það gott í BNA Aðstandendum vestfi rsku kvikmyndarinnar Skers hefur verið boðið að sýna hana á tveimur virtum kvikmyndahátíðum í Bandaríkjunum í apríl. „Gríðarleg viðurkenning fyrir sveitalubbana,“ segir leikstjórinn. LEIKSTJÓRINN Eyþór Jóvinsson er að vonum stoltur af framgangi kvikmyndarinnar Skers. ■ Tribeca er haldin í New York 16.- 27. apríl 2014 ■ 3.074 stuttmyndir voru sendar inn til þátttöku á Tribeca, aðeins 58 voru valdar til sýninga í ár ■ Sker er eina íslenska myndin á hátíðinni ■ Sker verður sýnd 5 sinnum á hátíðinni ■ Áætlaður gestafjöldi á hátíðinni er á bilinu 400.000-500.000 ■ Aspen Shortfest er haldin í Aspen 8.-13. apríl 2014 ■ Áætlaður gestafjöldi á hátíðinni er ca. 30.000 ■ Árið 2013 voru yfir 2.800 stutt- myndir sendar inn, en aðeins 83 valdar til sýningar ➜ Staðreyndir um Tribeca og Aspen Nú gefst Grindvíkingum tækifæri til að sjá „Verdi og aftur Verdi“ sem hefur slegið rækilega í gegn í vetur. Sýningin verður á dagskrá menningarviku Grindavíkur og fer fram í Grindavíkurkirkju á morgun klukkan 15. Tilefni sýningarinnar var 200 ára afmælisveisla tónskáldsins Verdis. Í sýningunni býður Verdi sjálfur, túlkaður af Randveri Þorlákssyni, áheyrendum til afmælisveislu og rifjar um leið upp hitt og þetta frá ævi sinni á milli þess sem flutt eru atriði úr verkum skáldsins. Sveinn Einarsson leikstýrir sýningunni og Antonia Hevesi bregður sér í gervi hljómsveit- arinnar með aðstoð flygilsins. Söngvarar eru þau Bylgja Dís Gunnarsdóttir sópran, Egill Árni Pálsson tenór, Erla Björg Kára- dóttir sópran, Hörn Hrafns- dóttir mezzó-sópran, Rósalind Gísladóttir sópran, Sigríður Aðalsteinsdóttir mezzó-sópran, og Valdimar Hilmarsson baritón. Gestasöngvari er Jóhann Smári Sævarsson bassi. - fsb Verdi í Grindavík Óp-hópurinn fl ytur dagskrána Verdi og aft ur Verdi á menningarviku í Grindavíkurkirkju á morgun.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.