Fréttablaðið - 15.03.2014, Síða 102
15. mars 2014 LAUGARDAGUR| SPORT | 70
LAUGARDAGUR
12.35 Hull - Man. City Sport 2
14.50 Everton - Cardiff Sport 2
14.50 Fulham - Newcastle Sport 3
14.50 Southampton - Norwich Sport 4
14.50 Stoke - West Ham Sport 5
14.50 Sunderland - C. Palace Sport 6
17.00 Valspar Championship Golfstöðin
17.20 Aston Villa - Chelsea Sport 2
18.50 Malaga - Real Madrid Sport
SUNNUDAGUR
05.30 Formúla 1 Sport
13.20 Man. Utd - Liverpool Sport 2
15.50 Barcelona - Osasuna Sport
15.50 Tottenham - Arsenal Sport 2
16.10 Kiel - Magdeburg Sport 3
17.00 Valspar Championship Golfstöðin
19.30 Houston - Miami Sport
FÓTBOLTI Það er mjög áhugaverð
helgi fram undan í enska boltan-
um. Stórleikur helgarinnar er án
vafa leikur erkifjendanna Man.
Utd og Liverpool á Old Trafford.
Það væri ágætis sárabót fyrir
stuðningsmenn Man. Utd að fá
sigur úr þessum stórleik á morg-
un en á móti þarf Liverpool á
þrem stigum að halda í toppbar-
áttunni.
Einnig verður áhugaverður
Lundúnaslagur Tottenham og
Arsenal en Spurs hefur ekkert
getað upp á síðkastið. - hbg
Liverpool fer
til Manchester
HANDBOLTI „Ég meiddist í upphafi bikarúrslitaleiksins. Tók undirhandarskot,
lenti með höndina á andstæðingi og puttinn stóð bara upp í
loftið á eftir,“ segir ÍR-ingurinn Björgvin Hólmgeirsson en
hann spilar ekki meira í vetur.
Hann fékk það staðfest í morgun að liðband í þumli
hægri handar sé slitið. Hann þarf að fara í aðgerð vegna
meiðslanna á mánudag og verður frá í um átta vikur.
„Þetta er alveg grátlegt því við eigum bara fjóra leiki
eftir í deildinni. Ef við vinnum þá förum við í
úrslitakeppnina. Það er leiðinlegt að
geta ekki hjálpað liðinu meira en ég hef
tröllatrú á því að strákarnir klári þetta.“
Þetta er mikið áfall fyrir ÍR enda Björgvin
aðalskytta liðsins. Ingimundur Ingimundarson
er einnig meiddur og óvíst með framhaldið hjá
honum. - hbg
Björgvin kominn í snemmbúið sumarfrí
FORMÚLA 1 Nýtt tímabil hefst í
Formúlunni um helgina og venju
samkvæmt hefst tímabilið í Ástr-
alíu. Þjóðverjinn Sebastian Vettel
hefur orðið heimsmeistari síðustu
fjögur ár og reynir nú að vinna
fimmta árið í röð.
„Við erum ekki í bestu stöðunni
til þess að vinna þessa keppni. Að
vinna heimsmeistaratitilinn er allt
önnur saga. Þetta verður langt
tímabil,“ sagði Vettel í gær en bíll-
inn hans hjá Red Bull hefur ekki
verið sérstaklega sannfærandi síð-
ustu vikur.
Vettel hefur haft ótrúlega yfir-
burði í íþróttinni síðan árið 2010
en nýjar reglubreytingar vekja
vonir um að tímabilið í ár verði
meira spennandi en síðustu ár.
„Árið hefur ekki byrjað vel
hjá okkur og það þarf að laga
ýmislegt. Við erum ekki heimsk-
ir. Vissulega vildum við vera í
betri stöðu á þessum tímapunkti
en það sitja allir við sama borð.
Við munum gera okkar besta
um helgina og stefnum að því að
mæta enn sterkari til leiks í næstu
keppni.“ - hbg
Engir yfi rburðir í ár
Sebastian Vettel ekki með sama forskot og áður.
VINSÆLL Blaðamenn hafa elt Vettel á röndum í Ástralíu. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
KÖRFUBOLTI Snæfel l vann
deildarmeistaratiti linn með
m i k lu m y f i r bu r ð u m e n
Haukakonur eru nýkrýndir
bikarmeistarar og tóku annað
sætið með nokkrum yfirburðum.
Það kemur því kannski
fáum á óvart að næstum því
allir spámenn Fréttablaðsins
búast við að liðin fari í gegnum
undanúrslit úrslitakeppninnar
og mætist í lokaúrslitum um
Íslandsmeistaratitilinn alveg
eins og í bikarúrslitaleiknum á
dögunum.
Deildarmeistarar Snæfells
mæta Val og er fyrsti leikurinn
í Stykkishólmi klukkan 15.00 í
dag. Það lið sem fyrr vinnur þrjá
leiki kemst í úrslit. Snæfell tapaði
síðasta deildarleik í lok nóvember
og er búið að vinna alla fimm leiki
sína á móti Val í vetur þar á meðal
bikarleik í Vodafonehöllinni. Það
er þegar orðið ljóst að sigurvegari
þessa einvígis nær sögulegum
árangri því hvorugt félagið hefur
átt kvennalið í lokaúrslitum um
Íslandsmeistaratitilinn. Þau sátu
bæði eftir í undanúrslitum í fyrra,
þar af Valskonur eftir oddaleik á
móti verðandi Íslandsmeisturum
Keflavíkur. Snæfellsliðið er mun
líklegra eins og sést vel á því að
allir spámenn Fréttablaðsins spá
Hólmurum sigri og fjögur af átta
búast við „sópi“.
Bikarmeistarar Hauka mæta
Keflavík og er fyrsti leikurinn
í Schenkerhöllinni á Ásvöllum
klukkan 16.00 í dag. Haukar unnu
þrjá af fjórum deildarleikjum
liðanna og slógu Keflavík
einnig út úr undanúrslitum
bikarkeppninnar á dögunum.
Keflavík vann fyrsta leik liðanna
í vetur en Haukakonur hafa unnið
síðustu fjóra, þar af tvo þeirra með
meira en 25 stiga mun. Haukaliðið
vann síðasta leikinn hins vegar á
dramatískan hátt og með aðeins
einu stigi en sá leikur ætti að lofa
góðu fyrir þetta einvígi. Spámenn
Fréttablaðsins búast líka flestir
við oddaleik í þessu einvígi eða
sex af átta.
„Óvænt“ úrslit síðustu ár
Undanfarin þrjú ár hafa hins
vegar orðið „óvænt“ úrslit í
undanúrslitum í úrslitakeppni
kvenna. Njarðvík sló út
deildarmeistara Hamars 2001,
Haukar slógu út deildarmeistara
Keflavíkur 2012 og KR sló út
Snæfell í fyrra í uppgjöri liðanna
í öðru og þriðja sæti. Í þremur af
fjórum leikjum í undanúrslitunum
síðustu tvö árin hefur líka fyrsti
leikurinn unnist á útivelli og það
er því löngu sannað að það getur
allt gerst í úrslitakeppninni.
Ö l l f j ö g u r l i ð i n í
undanúrslitunum hafa unnið titil í
vetur. Snæfell er deildarmeistari,
Haukar tóku Powerade-bikarinn,
Valur vann Lengjubikarinn og
Keflavíkurkonur urðu meistarar
meistaranna. Aðeins eitt þeirra
getur aftur á móti unnið tvöfalt í
vetur og í dag hefst nýtt mót.
ooj@frettabladid.is
Konurnar af stað
Undanúrslit Dominos-deildar kvenna í körfubolta hefj ast í dag. Spáfólk Fréttab-
laðsins er á því að lið Snæfells og Hauka mætist í lokaúrslitunum í ár.
FÓTBOLTI Knattspyrnufélag Vesturbæjar fékk í gær þátttökuleyfi í 1. deild karla í sumar en óvissa var um hvort félagið
uppfyllti kröfur leyfiskerfis KSÍ eins og um unglingastarf og heimavöll. „Þetta er vægast satt mikill léttir. Nú get ég farið
að eyða púðrinu að vinna í liðinu,“ sagði Páll Kristjánsson, annar af þjálfurum KV-liðsins, í samtali við Fréttablaðið í
gær. KR og KV senda meðal annars sameiginlegt lið til leiks í 2. flokki og Egilshöllin er nú heimavöllur
liðsins. „Það kæmi mér mikið á óvart ef við myndum enda á því að spila 11 leiki í Egilshöllinni í sumar
því við ætlum að leita annarra leiða,“ sagði Páll.
„Ég taldi okkur vera búna að uppfylla öll skilyrði hvað varðar okkar heimavöll (gervigrasið úti í KR).
Ég þarf því að sjá hvað við þurfum að gera til að gera hann löglegan en við eigum góða nágranna.
Kannski fáum við að spila einhverja leiki á KR-vellinum sem væri óskandi. Það verða aldrei 11 leikir
og þá er gott að hafa Egilshöllina sem bakland,“ sagði Páll. „Ég var sjálfsögðu orðinn stressaður þegar
við fengum að vita það klukkan tvö í dag (gær) að heimavöllurinn væri ólöglegur og við þyrftum að
leita allra leiða til að finna annan völl á svona skömmum tíma,“ sagði Páll.
„Það verður síðan bara annar hausverkur að ári að takast á við leyfiskerfið á næsta
ári,“ sagði Páll sem horfir ekki bara á það að halda sæti sínu í 1. deildinni í sumar.
„Mér skilst að það sé enn þá strangari kröfur í úrvalsdeild og það verður því enn þá
meiri hausverkur,“ sagði Páll í léttum tón að lokum. - óój
KV fær að vera með: Spila ekki alla heimaleikina í Egilshöll
SPORT
– Lifið heil
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
6
79
77
0
2/
14
www.lyfja.is
Fyrir
þig
í Lyfju
Læg a
verð í
LyfjuNicorette
Fruitmint
Allar pakkningar og styrkleikar.
15%
afsláttur
Gildir út mars.
Sun.16. mars kl.13:30
MAN. UTD.-LIVERPOOL
Sun.16. mars kl.16:00
TOTTENHAM-ARSENAL
Í opinni dagskrá á dominoshelgin.is
(1) SNÆFELL - VALUR (4) (2) HAUKAR - KEFLAVÍK (3)
Spáfólk Fréttablaðsins
SIGRÚN ÁMUNDADÓTTIR, KR
Snæfell - Valur 3-1 Haukar - Keflavík 3-2
YNGVI GUNNLAUGSSON, ÞJÁLFARI KR
Snæfell - Valur 3-1 Haukar - Keflavík 3-1
ÍRIS ÁSGEIRSDÓTTIR, HAMAR
Snæfell - Valur 3-1 Haukar - Keflavík 3-2
HALLGRÍMUR BRYNJÓLFSSON, HAMAR
Snæfell - Valur 3-1 Haukar - Keflavík 3-2
AGNAR MAR GUNNARSSON, NJARÐVÍK
Snæfell - Valur 3-0 Haukar - Keflavík 3-1
SALBJÖRG SÆVARSDÓTTIR, NJARÐVÍK
Snæfell - Valur 3-0 Haukar - Keflavík 3-2
PÁLÍNA GUNNLAUGSD., GRINDAVÍK
Snæfell - Valur 3-0 Haukar - Keflavík 2-3
MARÍA BEN ERLINGSD., GRINDAVÍK
Snæfell - Valur 3-0 Haukar - Keflavík 3-2