Fréttablaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 4
20. mars 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 100 laxveiðiár eru taldar vera á Íslandi, en kannski um 60 sem gefa að jafn- aði góða veiði. Silungsveiðiár reynir ekki nokkur maður að telja, hvað þá að við- bættum stöðuvötnum sem geyma silung. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Snjólaug Ólafsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá NA HVASSVIÐRI EÐA STORMUR N- og NV-til í dag og um mestallt land á morgun. Lægir á laugardag, þó allhvasst A-til. Snjókoma N-til næstu daga. Kólnar fram á laugardag, þá verður frost 3-13 stig. -2° 18 m/s 1° 20 m/s 4° 7 m/s 3° 5 m/s 10-23 m/s 10-18 m/s A- til, annars hægari Gildistími korta er um hádegi 12° 25° 11° 19° 18° 8° 20° 12° 12° 20° 15° 20° 19° 20° 19° 18° 15° 20° 3° 4 m/s 5° 8 m/s 3° 5 m/s 0° 17 m/s 0° 9 m/s 2° 16 m/s -2° 7 m/s 3° -4° -3° -8° 5° -3° 1° -3° -1° -7° Alicante Aþena Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur LAUGARDAGUR Á MORGUN Gæði fara aldrei úr tísku Mest seldu ofnar á Norðurlöndum 10 ára ábyrgð ORKUMÁL Landsvirkjun hefur á þremur fyrstu dögum vikunnar til- kynnt um undirritun raforkusölu- samninga við tvö ótengd fyrirtæki sem hyggjast byggja upp kísilmálm- verksmiðjur hér á landi; á Bakka við Húsavík og í Helguvík. „Við erum mjög ánægð með að ná auknum fjölbreytileika í viðskipta- vinahóp okkar og bjóðum PCC Bakki Silicon og kísilmálmiðnað- inn velkomin í viðskipti til okkar. Við erum viss um að kísilmál m- iðnaður muni dafna á Íslandi til langs tíma,“ sagði Hörður Arnar- son, forstjóri Landsvirkjunar, eftir undirritun raforkusölusamnings við PCC á mánudaginn. Nær samhljóma fréttatilkynning var send út í gær eftir undirritun við United Silicon. Það er engin tilviljun að undir- ritun tveggja samninga við fyrir- tæki í kísilmálmiðnaði fellur saman, eins og nú. Það munu vera aðstæður, og horfur, á mörkuðum með kísil málm sem ráða öllu um hraða atburðarás. Hafa hagsmuna- aðilar verið að bíða þess að „glugg- inn opnist“, eins og það er orðað, og þá ekki síst að þeir sem kaupa kísil- málm séu tilbúnir að gera langtíma- samninga. Nú hafa skapast þær aðstæður á heimsmarkaði. Uppbygging á kísilmálmverk- smiðjum einskorðast þessa dag- ana heldur ekki við Ísland; tilkynnt hefur verið um verkefni í Banda- ríkjunum, Kanada og víðar. Þá hefur United Silicon síðastliðið ár metið nokkrar mögulegar staðsetn- ingar um heiminn fyrir uppsetningu og rekstur verksmiðju, meðal ann- ars í Miðausturlöndum og Malasíu. Raforkusölusamningarnir eru undirritaðir með vissum fyrirvör- um sem skal uppfylla síðar á árinu, þ.m.t. um tilheyrandi leyfisveiting- ar, fjármögnun og tækjakaup. Auðun Helgason, stjórnarmaður í United Silicon, segir stór skref hafa verið stigin, en fjármögnun verkefnis ins er enn ólokið þó hún sé langt komin. Hann segir ótíma- bært að gefa upplýsingar um þá tvo erlendu fjárfesta úr evrópska kísilmálmiðnaðinum sem að baki íslenska félaginu standa, en það verði gert fyrir lok maí. Auðun játar því að markaðs- aðstæður ráði miklu um þróun mála og eftirspurn eykst. „Menn eru að taka við sér, og það hefur verið kreppa víðar en á Íslandi,“ segir Auðun en bætir við að hér heima sé kannski meira svigrúm fyrir minni fyrirtæki í iðnaðaruppbyggingu, eins og kísilmálmverksmiðjur sem ekki eru eins umdeildar og stærri og orkufrekari verksmiðjur. svavar@frettabladid.is Landsvirkjun semur við tvö kísilver á þremur dögum Landsvirkjun hefur gert raforkusölusamninga við fyrirtæki sem hyggjast byggja hér kísilmálmverksmiðjur. Gerjun á heimsmarkaði skýrir hraða þróun. Skýrist fyrir lok maí hvort áform í Helguvík ganga eftir. HELGUVÍK Það liggur endanlega fyrir í lok maí hvort United Silicon byggir kísilver í Helguvík. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Á mánudag tilkynnti Landsvirkjun um undirritun raforku- sölusamnings við PCC Bakki Silicon hf., og mun útvega rafmagn fyrir kísilmálmverksmiðju sem PCC Bakki Silicon áformar að reisa við Bakka við Húsavík. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi snemma á árinu 2017 og muni framleiða allt að 36 þúsund tonn af kísilmálmi og nota 58MW af afli. Á þriðjudag tilkynnti Landsvirkjun að tilboða verði leitað í 45 MW vélasamstæðu og tilheyrandi búnað fyrir jarðvarmavirkjun á Þeistareykjum með valrétti um kaup á viðbótarvélbúnaði fyrir allt að 90 MW virkjun. Á miðvikudag [í gær] tilkynnti Landsvirkjun um undir- ritun raforkusölusamnings við United Silicon hf. Sam- kvæmt samningnum mun Landsvirkjun útvega rafmagn fyrir kísilmálmverksmiðju sem United Silicon áformar að reisa í Helguvík. Gert er ráð fyrir að verksmiðjan hefji starfsemi á fyrri helmingi ársins 2016 og noti 35 MW af afli. Annasöm vika hjá Landsvirkjun SJÁVARÚTVEGUR Grásleppukarlar norðanlands og -austan og við Reykjanes mega hefja veiðar í dag. Aðrir, nema þeir sem veiða við inn- anverðan Breiðafjörð, verða að bíða með veiðarnar til 1. apríl. Landssamband íslenskra smá- bátasjómanna segir fremur lít- inn áhuga á grásleppuveiðum í ár, hrognaverð hafi hrunið og ekki líti vel út með sölu á hrognum í ár. Því til viðbótar vita grásleppukarlar ekki hversu margir veiðidagarnir verða í ár, það ræðst af útkomunni í togararalli Hafrannsóknastofn- unar. Veiðarnar hafa dregist verulega saman síðustu misseri. Í fyrra var saltað í 8.600 tunnur af grásleppu- hrognum en 12.200 árið áður. Útflutningsverðmæti saltaðra grá- sleppuhrogna og kavíars sem búinn er til úr hrognunum lækkaði um 900 milljónir króna á fyrstu ellefu mánuðum síðasta árs miðað við sama tímabil 2012. Útflutningurinn skilaði 1,3 milljörðum króna í fyrra en 2,2 milljörðum árið áður. - jme Verð á grásleppuhrognum er mjög lágt á heimsmarkaði um þessar mundir: Lítill áhugi á grásleppuveiðum MEGA VEIÐA Samkvæmt reglugerð um hrognkelsaveiðar mega grásleppukarlar halda til veiða í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ALÞINGI Helgi Hjörvar Samfylk- ingunni spurðist fyrir um spari- sjóðaskýrsluna á Alþingi í gær. „Ég kvaddi mér hér hljóðs vegna skýrslunnar eða öllu heldur skýrsluleysið um sparisjóðaspill- inguna,“ sagði Helgi og minnti á að skýrslan hefði átt að vera til- búin fyrir tveimur árum. Helgi sagði skýrsluna varða ýmis bæjar- og sveitarfélög. Hann kvaðst því leggja gríðar- lega áherslu á að skýrslan verði lögð fram hið fyrsta þannig að upplýsingar um starfsemi spari- sjóða séu öllum kjósendum kunn- ar þegar að kosningum kemur í vor. - jme Skýrsla um sparisjóðina: Vill sjá skýrslu fyrir kosningar NÁTTÚRUFAR Umhverfis- og auð- lindaráðuneytið hefur úthlutað úr Veiðikortasjóði til rannsókna á stofnum villtra fugla og villtra spendýra. Fimmtán umsóknir að fjárhæð um 60 milljónir króna bárust. Til úthlutunar voru um 30 milljónir króna. Hæstan styrk fékk Náttúru- fræðistofnun Íslands, 8,5 milljónir vegna vöktunar rjúpna- stofnsins. Háskóli Íslands fékk næsthæstu styrkina, 3,9 milljónir í rannsóknir á fuglabjörgum og 3,6 milljónir til lundarannsókna. - jme Úthlutað úr veiðikortasjóði: 8,5 milljónir í rjúpurannsóknir RANNSÓKNIR Náttúrufræðistofnun fær 8,5 milljónir til að rannsaka rjúpur úr Veiðikortasjóði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA FJÁRMÁL Um eitt hundrað umsóknir um fjárhagsaðstoð við gjaldþrot hafa borist Umboðs- manni skuldara. Í byrjun þessa árs tóku gildi lög um fjárhagsað- stoð til greiðslu tryggingar fyrir kostnaði vegna gjaldþrotaskipta. Lögunum er ætlað að auðvelda einstaklingum í verulegum greiðsluörðugleikum að fara fram á gjaldþrotaskipti. Sé umsókn samþykkt hefur það í för með sér að skiptakostnaður við gjaldþrot greiðist af ríkinu. - jme Umboðsmaður skuldara: 100 sækja um fjárhagsaðstoð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.