Fréttablaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 24
20. mars 2014 FIMMTUDAGURSKOÐUN
HALLDÓR
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRI: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Álfrún Pálsdóttir alfrun@frettabladid.is VIÐSKIPTI: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is MENNING: Friðrika Benónýsdóttir fridrikab@frettabladid.is
DÆGURMÁL: Lilja Katrín Gunnarsdóttir liljakatrin@frettabladid.is VÍSIR: Kolbeinn Tumi Daðason, kolbeinntumi@365.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000
eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á
landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
ISSN 1670-3871
FRÁ DEGI
TIL DAGS
Ólafur Þ.
Stephensen
olafur@frettabladid.is
Aðalfundur BGS 2014Icelandair Hótel Reykjavík
Natura fimmtudaginn 3. apríl kl. 14:00
Kl. 14:00 – 15:30 Sérgreinafundir
Almenn verkstæði
og varahlutir
Málningar- og
rét tingarverkstæði
Sölusviðin
Kl. 15:30 – 15:45 Kaffihlé
Kl. 15:45 – 16:00 Setning fundar:
Jón Trausti Ólafsson
formaður BGS.
Kl. 16:00 – 16:30 Erindi:
Bjarni Benediktsson,
fjármálaráðherra
Kl. 16:30 – 17:00 Venjuleg aðalfundarstörf
Dagskrá skv. 8. gr. laga BGS
1. Skýrsla stjórnar.
2 . Reikningar skýrðir og
bornir upp til samþykktar.
3. Kosning stjórnar.
4 . Önnur mál.
Stjórn BGS
Mér var boðið í heimsókn í kjúklingabú
fyrirtækisins Matfugls á Kjalarnesi
fyrir skömmu. Ástæðan var skrif mín
og ræða á Alþingi þar sem ég bað menn
um að gæta að velferð dýra og fara eftir
nýjum lögum í þeim efnum. Í kjölfarið
höfðu forráðamenn Matfugls samband
við mig og buðu mér að skoða fyrirtæki
sitt, sem ég þáði með þökkum.
Ég fékk að skoða öll húsin þeirra og
fugl á mismunandi aldri til að kanna
aðbúnaðinn í heild. Fuglinn hafði nægt
rými samkvæmt stöðlum í lögum, lýsing
var tempruð eftir því hvaða tími sólar-
hringsins var, loftskipti góð, gott aðgengi
að mat og vatni fyrir fuglinn. Hrein-
lætiskröfur voru einnig gríðarlegar og
engin ammóníakslykt eins og búið var að
vara mig við.
Ég ræddi ítarlega við eigendur, fram-
kvæmdastjóra og dýralækni búsins.
Eigendurnir sögðu mér að það væri þeim
mikið metnaðarmál að gæta að velferð
dýranna og allir sem hjá fyrirtækinu
störfuðu fengju sömu fyrirmæli. Þetta
þótti mér gott að heyra og greinilegt
að talað var af einlægni og ég hvatti þá
áfram á þessari braut. Áhugaverð þótti
mér eftirfarandi saga sem þeir sögðu
mér: Eftirlitsmenn frá EFTA komu í
heimsókn í kjúklingabúið og báðu um að
fá að sjá lyfjaskrána. Dýralæknir búsins
svaraði því til að engin slík skrá væri til.
Eftirlitsmennirnir urðu mjög þungir á
brún og sögðu að það væri ófrávíkjanleg
skylda að halda slíka skrá. Dýralæknir
búsins svaraði því til að ekki væri hægt
að halda lyfjaskrá því kjúklingurinn
fengi engin lyf, hann væri alheilbrigður.
Þetta höfðu eftirlitsmenn EFTA aldrei
heyrt áður og töldu algert einsdæmi.
Þingmaður heimsækir
kjúklingabú
LANDBÚNAÐUR
Elín Hirst
alþingismaður
➜ Ég ræddi ítarlega við eigendur,
framkvæmdastjóra og dýralækni
búsins. Eigendurnir sögðu mér að
það væri þeim mikið metnaðarmál
að gæta að velferð dýranna og allir
sem hjá fyrirtækinu störfuðu fengju
sömu fyrirmæli.
Þingmaður VG styður Dögun
Ögmundur Jónasson, þingmaður
og fyrrverandi ráðherra Vinstri
hreyfingarinnar – græns fram-
boðs, styður ekki framboð flokks
síns í Reykjavík heldur hvetur
fólk til að gleyma ekki Dögun
með Þorleif Gunnarsson í broddi
fylkingar. Ástæða sé fyrir félags-
lega þenkjandi fólk sem nú horfi til
þeirra framboða sem í boði eru á
vinstri væng stjórn-
málanna, sem vill
kenna sig við félags-
hyggju, að muna
eftir Þorleifi. Þetta
sagði Ögmundur á
heimasíðu sinni í gær.
Þar sagði hann mikinn
missi fyrir VG að
Þorleifi og afleitt
væri að missa hann úr borgar-
pólitíkinni og fá í staðinn meira af
Pírötum, Bjartri framtíð, Framsókn
eða Samfylkingu. Vinstri grænir
hafa nú einn fulltrúa í borgarstjórn,
Sóleyju Tómasdóttur, sem býður sig
fram til áframhaldandi starfa en
hún sigraði Líf Magneudóttur, sem
skipar annað sæti listans, í prófkjöri
með litlum mun. Má skilja þetta svo
að Ögmundur vilji frekar framgang
vinar síns Þorleifs en samflokks-
kvenna sinna?
Hlustað eftir viljanum
Hvergerðingar munu, samhliða
bæjarstjórnarkosningum í vor,
greiða atkvæði um könnun um
hvort bærinn skuli sameinast öðru
sveitarfélagi. Bæjarstjórinn
og sjálfstæðiskonan
Aldís Hafsteinsdóttir hefur ekki vilj-
að gefa upp afstöðu sína varðandi
sameiningu en segir aðalatriðið
vera að íbúarnir gefi vísbendingu.
Hún segir fólk þurfa að meta hvort
Hveragerði sé sjálfstætt sveitarfélag
með eigin stjórn eða hvort það telji
hag fólks betur borgið í samvinnu
og stærra samfélagi. Hún muni
bara vinna að því sem bæjarbúar
vilja. Því miður hljóta bæjarbúar
að spyrja sig hvort
nokkuð sé að marka
sjálfstæðis menn sem
segjast bara vilja
hlusta á fjöldann og
fara að hans vilja. Það
hefur virkað frekar
illa hjá þingmönnum
flokksins hingað til.
fanney@frettabladid.is
I
llugi Gunnarsson menntamálaráðherra sagði í þættinum
Í bítið á Bylgjunni í fyrradag að hægt væri að réttlæta að
hækka laun kennara umfram almennar launabreytingar
með því að breyta skólakerfinu og stytta nám til stúdents-
prófs. Sambærilegar tillögur eru hluti af tilboði ríkisins til
lausnar kjaradeilunni við framhaldsskólakennara.
Forystumenn kennara hafa tekið þessum áformum illa. Aðal-
heiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara,
sagði til dæmis í samtali við DV, að það væri „ósæmilegt að bera
slíka hluti inn á borð í kjarasamningsviðræðum“.
En af hverju er það ósæmilegt? Er þessi leið ekki einmitt
tækifærið til að hækka laun kennara, sem vissulega eru of lág?
Staðan á vinnumarkaðnum og í fjármálum hins opinbera bendir
ekki til að önnur leið sé fær.
Á almenna vinnumarkaðnum féllust samtök launþega á að
semja um hóflegar launahækk-
anir gegn því að verðbólgunni
yrði haldið í skefjum. Ef laun
opinberra starfsmanna hækka
langt umfram það sem þar
var samið um er árangrinum í
hættu stefnt.
Hvorki ríkið né sveitarfélög
eiga heldur peninga til að hækka laun starfsmanna sinna umfram
það sem gerist á almenna markaðnum. Eigi að vera hægt að
hækka laun kennara, hvort heldur er í grunn- eða framhaldsskól-
um, þarf að breyta skólakerfinu, stytta námið og spara peninga.
Einhver kann að spyrja hvort það sé framkvæmanlegt. Já, flest
bendir til þess. Ísland rekur dýrara skólakerfi en mörg vestræn
ríki, án þess að það skili betri árangri. Grunnskólinn hefur lengzt
um ár, auk þess sem skólaárið lengdist, án þess að nemendurnir
kunni meira þegar þeir hafa lokið honum. Nám til stúdentsprófs
tekur 14 ár í stað 12 eða 13 í flestum OECD-löndum. Við getum
ekki leyft okkur slíka sóun á tíma og peningum.
Það er þess vegna hreint ekki ósæmilegt að ræða kjör fram-
haldsskólakennara í samhengi við breytingar á skólakerfinu.
Ef eitthvað er getur þurft að setja málið í enn víðara samhengi,
því að það er ekki hægt að ráðast í styttingu framhaldsskólans
án þess að taka það með í reikninginn að óskilvirknin er meiri á
grunnskólastiginu en í framhaldsskólum.
Raunar er fjöldi fordæma frá almenna vinnumarkaðnum um
að hægt hafi verið að hækka laun í einstökum fyrirtækjum eða
starfsgreinum umfram almennar launabreytingar með því að
semja um breytingar á vinnufyrirkomulagi sem skiluðu aukinni
framleiðni. Það er hægt að gera í skólakerfinu líka; þar gilda í
grunninn ekki önnur lögmál.
Stytting náms til stúdentsprófs mun aldrei eiga sér stað öðru-
vísi en í góðu samstarfi stjórnvalda og starfsfólks skólanna,
kennara þar með talinna. Vandséð er af hverju þessi kerfisbreyt-
ing ætti ekki að vera keppikefli kennarastéttarinnar, sem hlýtur
að leggja metnað sinn í að reka hagkvæmt og skilvirkt skólakerfi.
Og það ætti að vera alveg sérstakur hvati til samstarfs um kerfis-
breytingu að í henni felst bezta tækifærið til að bæta kjör kennara
við núverandi aðstæður.
Hagræðing í skólakerfinu getur skilað launahækkun:
Kerfisbreyting er
bezta tækifærið