Fréttablaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 56
20. mars 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 44
Leikkonan Holly Hunter er 56 ára.
Helstu myndir: The Piano, O Brother, Where
Art Thou?, Raising Arizona, The Incredibles.
AFMÆLISBARN DAGSINS
Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í
Reykjavík hefst á morgun og stendur
til 30. mars í Bíó Paradís. Í kvikmynda-
húsinu verður boðið upp á endurgjalds-
lausar sýningar á skólatíma fyrir grunn-
skóla- og leikskólabörn. Þær sýningar
slógu í gegn þegar hátíðin var haldin í
fyrra og komu um þrjú þúsund börn á
skólasýningarnar.
Meðal mynda sem sýndar eru á hátíð-
inni er margverðlaunaða, danska mynd-
in Antboy, Benjamín dúfa, Skýjahöllin
og ýmsar erlendar og íslenskar stutt-
myndir. - lkg
Ókeypis fyrir börn á skólasýningar í bíó
Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð í Reykjavík hefst í Bíó Paradís á morgun og stendur til 30. mars.
Land Danmörk
Aldur 5+
Lengd 77 mínútur
Hinn tólf ára gamli Palli
er bitinn af maur og
öðlast við það ofurhetju-
krafta. Með hjálp vinar
síns Vilhjálms lærir hann
að beita þessum kröftum.
Eins og í sannri ofurhetju-
mynd líður ekki á löngu
þar til illmennið Flóin
stígur fram á sjónarsviðið
og hefst þá barátta góðs
og ills fyrir alvöru. Myndin
var valin besta barna- og
unglingamyndin á Robert-
verðlaunahátíðinni í
Danmörku árið 2014 og
var einnig tilnefnd sem
besta barnamyndin á
kvikmyndahátíðinni í
Tallinn.
➜ Antboy
„Ísland á að vera Noregur í mynd-
inni en landið nýtur sín samt sem
áður mjög vel,“ segir Ragnar
Agnarsson, forstjóri framleiðslu-
fyrirtækisins Sagafilm. Fyrirtækið
samframleiddi norsku kvikmyndina
Dead Snow: Red vs. Dead, sem var
tekin upp hér á landi í fyrrasumar.
Myndin verður frumsýnd á Íslandi
á morgun.
„Það var ódýrara fyrir aðstand-
endur myndarinnar að gera mynd-
ina hér. Gjaldmiðillinn er hag-
stæður og þeir fá tuttugu prósenta
endurgreiðslu af framleiðslukostn-
aði frá íslenska ríkinu. Að auki er
íslenskt starfsfólk í kvikmynda-
bransanum frábært – á heimsmæli-
kvarða,“ bætir Ragnar við.
„Við sáum
t æk i fær i í
þessari mynd
og teljum að
hún eigi eftir
að fara víða.
Við höfum trú
á verkefninu
en myndinni
hefur verið vel
tekið alls stað-
ar og aðsóknin í Noregi hefur verið
mjög góð,“ segir Ragnar um ástæð-
una að baki því að Sagafilm fram-
leiddi myndina. Myndin hefur nú
þegar verið sýnd á Sundance-kvik-
myndahátíðinni í Bandaríkjunum og
var frumsýnd í Noregi fyrir stuttu.
Myndin var tekin upp víðs vegar
um landið – þar á meðal í stúdíói
Sagafilm á Laugavegi, í Hvalfirði,
Hafnarfirði, á Eyrarbakka og
Stokkseyri. Ýmislegt gekk á í tökum
og þurfti meðal annars að ferja heilt
hús á milli staða.
„Við fengum lánað hús á Sel-
fossi og fluttum það á Eyrarbakka.
Það var meiri háttar vesen og við
þurftum að loka götum. En það var
algjörlega þess virði.“
Um fjögur hundruð manns alls
staðar að úr heiminum komu að
framleiðslunni en myndin fjallar
um Martin sem lifir af árás nasista-
uppvakninga. Hann vaknar á
sjúkrahúsi og lögreglan trúir ekki
sögu hans um þessar blóðþyrstu
verur og telur að Martin hafi myrt
vini sína. Hann missti annan hand-
legginn en hægt var að græða á
hann nýjan handlegg. Fljótlega
kemur þó í ljós að handleggurinn er
af aðalmanninum í hersveit nasista-
uppvakninga, Herzog, og býr mikið
ofurafl í handleggnum.
Norska fyrirtækið Tappeluft
framleiðir myndina ásamt Sagafilm
og hugsanlegt er að þessi tvö fyrir-
tæki haldi samstarfinu áfram.
„Við vorum öll mjög ánægð með
samstarfið. Við erum að skoða
nokkur verkefni en ekkert sem ég
get sagt frá á þessari stundu,“ segir
Ragnar.
Leikstjóri myndarinnar er
Tommy Wirkola sem leikstýrði
einnig fyrstu myndinni, Dead
Snow, sem sló óvænt í gegn. Í kjöl-
farið leikstýrði hann Hollywood-
myndinni Hansel & Gretel: Witch
Hunters og vinnur nú að myndinni
What Happened to Monday? með
sænsku leikkonunni Noomi Rapace
í aðalhlutverki.
Með helstu hlutverk í Dead Snow:
Red vs. Dead fara Amrita Acharia,
Jocelyn DeBoer, Ørjan Gamst,
Vegar Hoel og Martin Starr.
liljakatrin@frettabladid.is
Fluttu heilt hús á milli staða
Norska sombímyndin Dead Snow: Red vs. Dead verður frumsýnd á Íslandi á morgun. Myndin fj allar um illskeytt an
her nasistauppvakninga. Myndin var tekin upp á Íslandi í fyrrasumar og er samframleidd af Sagafi lm.
Leikstjórinn Tommy Wirkola sendi frá sér myndband á Vimeo á meðan
á tökum á Dead Snow: Red vs. Dead stóð þar sem hann óskaði eftir
blóðgjöfum frá aðdáendum sínum. Wirkola vildi ekki raunverulegt blóð
aðdáenda sinna heldur einungis peningagjafir fyrir gerviblóði sem hann
hugðist nota í lokaatriði myndarinnar en hundruð lítra af gerviblóði voru
notuð við gerð myndarinnar.
ÓSKAÐI EFTIR BLÓÐI
HRIKALEGUR Herzog er ekkert lamb að leika sér við.
HEFUR TRÚ Á VERKEFNINU Ragnar
segir allt ferlið hafa verið afar ánægju-
legt.
8,0/10
MAURASTRÁKUR
Palli öðlast ofur-
hetjukrafta.
FRUMSÝNINGAR
Trufluð tvenna
Need for Speed
hasar
AÐALLEIKARAR Aaron Paul, Dominic
Cooper, Scott Mescudi, Dakota John-
son, Imogen Poots, Michael Keaton og
Rami Malek.
BÖNNUÐ INNAN 12 ÁRA
7,3/10
40/100
23/100
Muppets Most
Wanted
gaman
AÐALLEIKARAR Ricky Gervais, Tina Fey,
Ty Burrell, Steve Whitmire, Tom Hiddle-
ston, Eric Jacobson, Salma Hayek og
Christoph Waltz.
57/100
74/100
Við
sáum tæki-
færi í þessari
mynd og
teljum að hún
eigi eftir að
fara víða.
HLUSTAÐU
HVAR SEM ER,
HVENÆR SEM ER
#BYLGJANBYLGJAN989
VIÐ BJÓÐUM YKKUR GÓÐAN DAGINN
Í BÍTIÐ
ER Í LOFTINU
MILLI KL. 06:50 - 10:00VIRKA MORGNA