Fréttablaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 26
20. mars 2014 FIMMTUDAGUR| SKOÐUN | 26
Ég hef lesið greinar pró-
fessors Þórólfs Matthías-
sonar að undanförnu. Þær
eru einhæfar, fjalla um
eina hlið mála án þess að
ræða heildaráhrif. Á árun-
um 1960-70 ákváðu stjórn-
völd að niðurgreiða land-
búnaðarafurðir til að falsa
neysluvísitöluna. Með
þessu var hægt að draga
úr launahækkunum, því að
hækkun á vísitölu var ein-
faldlega stöðvuð með meiri niður-
greiðslum til afurðastöðva. Upp
úr 1990 var kerfinu breytt þann-
ig að greiðslum til afurðastöðva
var hætt og greiðslur fóru að
berast beint til bænda. Allt í einu
sátu bændur uppi með kerfi sem
gert var fyrir launafólk. Þessar
breytingar leiddu af sér að afurða-
stöðvum í mjólkuriðnaði fækkaði
úr 25 í fjórar.
Á sama tíma og bændum hefur
fækkað hefur afkastageta hvers
bús aukist. Greiðslur til grein-
arinnar hafa lækkað þannig að
sífellt stærri hluti tekna búanna
koma af söluverði afurða. Það er
afar dýrt að byggja fjós og stækka
bú en þegar bætist við að kaupa
þarf kvóta, til að geta selt á inn-
anlandsmarkaði á 320 kr. lítrann,
vandast málið. Að greiða 320 kr.
til að fá beingreiðslu upp á 40 kr.
per lítra er fjárfestingin algjör-
lega vonlaus. En með því að lækka
beingreiðslur myndi kvótaverð
lækka. Síðasta ríkisstjórn fram-
lengdi búvörusamningum tvisvar
sinnum án athugasemda frá Þór-
ólfi Matt híassyni og gilda núver-
andi búvörusamningar í mjólk til
2017.
Á árunum 2004-08 hækkaði
kvótaverð verulega úr rúmum 200
kr. og fór hæst í 420 kr. Bankarnir
fjármögnuðu kvótann á afar hag-
stæðum vöxtum. Við hrun
bankanna kom í ljós að
stór hluti þeirra búa sem
fóru í fjárfestingar á þess-
um tíma voru í alvarleg-
um greiðsluerfiðleikum.
Lengt í hengingarólinni
Við framlengingu á
búvörusamningum gátu
bankarnir lengt í henging-
arólinni hjá yfirskuldsett-
um bændum og skammtað
þeim 200-250 þús. krónur í laun á
fjölskyldu. Bændur framleiða
sjálfir mat og bíllinn er skráður á
búreksturinn, sögðu bankamenn-
irnir. Lækkun á niðurgreiðslum
frá ríkinu hefði skaðað bankana
mest. Miðað við þá búreikninga
sem ég hef séð þá sýnist mér með
lækkun beingreiðslna frá ríkinu
um 20% hefðu tekjur bænda
lækkað um 7% en kvótaverð hefði
líklega lækkað um 40-60% með
tilheyrandi afskriftum í banka-
kerfinu. Þá hefði vaxtakostnaður
bænda lækkað verulega sem hefði
vegið upp tekjulækkunina.
Þórólfur Matthíasson telur að
með því að leyfa innflutning á
niður greiddum landbúnaðarvörum
frá öðrum löndum muni hagur
okkar sem þjóðar vænkast og
hagsæld aukast. Forsendur fyrir
þessari niðurstöðu eru að lækkun
tekna landbúnaðar hafi ekki áhrif
á aðrar forsendur þjóðhagslík-
ansins. Störfum mun ekki fækka,
hvorki í landbúnaði né afleiddum
störfum, gjaldeyrisjöfnuður
mun ekki breytast og álagning í
verslun mun ekki hækka. Heldur
hag fræðiprófessorinn að verð á
fákeppnismarkaði eins og í mat-
vörugeiranum muni lækka við inn-
flutning á landbúnaðarafurðum?
Hvers vegna hækkuðu innfluttar
matvörur um 5,3% frá janúar 2012
til janúar 2014 á sama tíma og
krónan styrktist um 0,3% gagn-
vart evru og rúm 5,5% gagnvart
dollar? Er hráefnisverð erlendis
alltaf að hækka? Það er sáralítil
verðbólga í Evrópu og í Banda-
ríkjunum.
Landbúnaður er og verður okkar
grunnatvinnuvegur. Prófessor
Þórólfur á að hafa skoðanir á efna-
hagskerfinu og benda á það sem
aflaga fer. Vandamál okkar vegna
landbúnaðarkerfisins eru smá
miðað við önnur vandamál okkar
eins og hæsta verðbólga í Vest-
ur-Evrópu áratugum saman, lág
laun og framleiðni miðað við sam-
keppnislönd, ónýtur gjaldmiðill að
hans sögn, og verðtrygging sem
prófessor Þórólfur telur nauðsyn-
lega þar sem við Íslendingar séum
svo einstakir. Öll þessi vandamál
eru að því er virðist óleysanleg.
Þessum stóru vandamálum
hefur Þórólfi og félögum hans í
hagfræðideild Háskóla Íslands
mistekist að ráða fram úr. Ég
gleðst því yfir ef prófessor Þór-
ólfur er tilbúinn í að einhenda sér
í að leysa vandamál íslensks land-
búnaðar. Vonandi verður þá einu
vandamálinu færra að eiga við.
Um landbúnaðarhagfræði
prófessors Þórólfs Matthíassonar
Ein af mörgum leiðum
til að fegra mannlíf og
efla viðskiptin í mið-
borg Reykjavíkur er að
gera viðlegukant fyrir
skemmtiferðaskip við
Hörpu. Með því móti
sköpum við möguleikann
á því að erlendir ferða-
menn geti gengið beint
frá borði í miðborgina og
notið hennar eins og best
verður á kosið. Farið á
veitingahús og verslað í frábær-
um sérverslunum sem miðborgin
býður upp á.
Þegar borgarstjórn Reykjavík-
ur tók þá umdeildu ákvörðun að
halda áfram með byggingu Hörp-
unnar í miðju hruni gerði ég það
að skilyrði fyrir samþykki mínu
að gerður yrði viðlegukant-
ur fyrir skemmtiferðaskip við
Hörpu. Það skilyrði var sett inn í
samninginn og sérstaklega tekið
fram að þessi viðlegukantur yrði
byggður. Þrátt fyrir það ákvæði
samningsins var fyllingarefninu
úr grunni Hörpu ekið í Sunda-
höfn í stað þess að nýta það þar.
Núverandi borgarstjórn þarf að
svara fyrir það hvers vegna ekki
var staðið við samkomulagið.
Fyrir næstu borgarstjórn ligg-
ur að taka málið upp og hefjast
strax handa við að ljúka við við-
legukantinn. Sem dæmi má nefna
að grjótinu frá Lýsisreitnum sem
nú er verið að sprengja er ekið
út úr borginni í stað þess að nýta
það á þessum stað öllum til hags-
bóta.
Fyrir hagsmunaaðila í mið-
borginni yrði viðlegukantur fyrir
skemmtiferðaskip mikil vítamín-
sprauta sem fæli það í sér að
göngufæri væri fyrir tugþúsundir
erlendra ferðamanna um allan
þann fjölbreytileika sem miðborg
Reykjavíkur býður upp á. Þetta er
framkvæmd sem búið er að semja
um og munu framsóknarmenn í
Reykjavík leggja mikla áherslu á
að hún verði að veruleika eins og
um hefur verið samið. Stöndum
við gerðan samning, byggjum við-
legukantinn við Hörpu og glæðum
miðborgina enn meira lífi.
Skemmtiferða-
skipin og Harpa
Nú er hinn árlegi mottu-
mars genginn í garð en
hann er notaður til fjár-
öflunar og umræðu um
krabbamein. Það hefur oft
hvarflað að mér undan-
farin misseri að segja smá
reynslusögu til að hvetja
karlmenn um fimmtugt til
að fara sem fyrst í skoð-
un. Ef þetta getur ýtt við
ykkur er tilganginum náð.
Þetta byrjaði allt það
herrans ár 2008 þegar ég var ný
orðinn 62ja ára. Ég hafði óvart orð
á því við fjölskyldu mína hvað það
væri óþægilegt að fara tvisvar til
þrisvar sinnum að pissa á næturnar
og jafnvel fjórum sinnum og þurfa
að mæta hálfþreyttur í vinnuna.
Mér var þá bent á að fara strax
læknis. Eftir að hafa sagt lækn-
inum frá vandamálinu setur hann
upp hanska og fer að þreifa upp í
afturendann á mér og segir að það
séu óeðlilegar bólgur í blöðruháls-
kirtlinum og hann verði að senda
mig strax í blóðprufur og boðar
mig aftur eftir viku til tíu daga.
Þegar að því er komið segir
hann mér að svokallað PSA-gildi
sé of hátt og að hann hafi pantað
tíma hjá þvagfæraskurðlækni til
frekari rannsókna. Þegar þangað
er komið er ég látinn fara í sýna-
töku til frekari rannsókna og
læknirinn gefur mér tíma tveimur
vikum síðar. Eftir tvær vikur
fellur stóri dómurinn; þú ert með
krabbamein í blöðruhálskirtli.
Síðan upplýsir hann mig um
hvað mér standi til boða; lyfja-
meðferð, geislameðferð og/eða
skurðaðgerð. Eftir smá fróðleik
og frekari upplýsingar var ákveð-
ið að ég færi í skurðaðgerð. Þegar
heim var komið gerði ég mér fyrst
grein fyrir alvarleika sjúkdómsins
og hvað orðið „krabbamein“ væri.
Ég vil taka fram að ég hef alltaf
talið mig frekar hraustan og hef
varla orðið misdægurt og gortað
af því að hafa aldrei lagst inn á
sjúkrahús. Tók því þessum tíðind-
um með jafnaðargeði.
Farið sem fyrst í skoðun
En þá var komið að því að brjóta
odd af oflæti sínu og mæta í
aðgerð sem var ákveðin 2. október
2008, þann ágæta mánuð sem
líður þjóðinni seint úr minni. Það
er skemmst frá því að segja að
aðgerðin tókst ekki sem skyldi
þar sem krabbameinið var orðið of
útbreitt. Ég fór því í aðra aðgerð
í desember, síðan 30 sinnum í
geislameðferð og svo tvö ár í lyfja-
meðferð til að ráða niðurlögum
eftir stöðva krabbameinsins, þar
sem mælingar höfðu sýnt örlítið
PSA-gildi. En á seinna árinu í
lyfjameðferðinni var það orðið
núll. Þá hófst ákveðin ánægja og
sigurvíma með árangurinn.
En það stóð ekki lengi því í apríl
árið 2012 byrjaði aftur að mælast
PSA-gildi (0,7) og hækkaði síðan
upp í 5,9 í desember 2012. Var
því ákveðið að fara aftur í lyfja-
meðferð sem hófst í janúar 2013 og
yrði út það ár og einnig kom fram
að ég yrði með ólæknandi krabba-
mein það sem eftir lifði. Ég yrði
kannski góður í 1-2 ár og svo aftur
í lyfjameðferð og svo koll af kolli
þar til yfir lýkur.
Ég vil taka fram að ég gerði
mér enga grein fyrir því að
pissu standið væri eitthvað óeðli-
legt, það væri bara hluti af því að
eldast og væri því eðlilegt ástand
en þar liggur mesta hættan, sér-
staklega þegar þekkingin er ekki
til staðar en smá þrjóska.
Ágætu karlmenn sem eruð um
fimmtugt og jafnvel yngri, hjá
þessu hefði verið hægt að komast
með því að fara fyrr í rann sóknir
svo ekki sé talað um allan and-
lega og sársaukaþáttinn sem væri
efni í aðra grein. Því hvet ég alla
karlmenn um fimmtugt og jafnvel
yngri að fara sem fyrst í skoðun,
þá gæti legið fyrir að allt sé í lagi
eða mögulega hægt að grípa strax
inn í ef eitthvað væri að.
Karlar og krabbamein
Hvalfjarðargöngin voru
vel heppnuð framkvæmd
og mikil samgöngubót
á sínum tíma. Spölur,
fyrir tækið sem að þessu
stóð, á hrós skilið fyrir
að gangast í verkefnið og
skila því með glæsibrag í
samvinnu við stjórnvöld
sem greiddu hluta kostn-
aðarins. Þegar göngin
verða að fullu greidd fær
ríkið þau til eignar, þó
ekki síðar en árið 2018.
Að undanförnu hafa
forsvarsmenn Spalar sett fram
það sjónarmið í fjölmiðlum að
vegna mikillar aukningar á
umferð um göngin sé nauðsyn-
legt að tvöfalda þau til að uppfylla
öryggiskröfur. Framkvæmdin
muni kosta um 9 milljarða króna,
sem hefði í för með sér framleng-
ingu á innheimtu veggjalda næstu
áratugina. Jafnframt hefur komið
fram af hálfu forsvarsmanna
Spalar að málið „sé á herðum
stjórnvalda“, sem þýðir að sam-
þykki og fjármagn þurfi að koma
til frá ríkinu eigi framkvæmdin
að verða að veruleika.
Mikilvægt er að stjórnvöld
marki skýra stefnu í þessu máli,
boltinn er í raun hjá þeim.
Viðmið um tvöföldun vegganga
Samkvæmt tölum frá Speli hefur
dagleg umferð undanfarin 5 ár
um göngin verið að meðaltali um
2.600 ökutæki á hvora akrein.
Nokkuð dró úr umferð á árun-
um 2009-12 en jókst aftur árið
2013. Í ljósi þess að mikil aukn-
ing hefur orðið á fjölda ferða-
manna til landsins gefa þess-
ar tölur ekki til kynna að vænta
megi umtalsverðrar aukningar á
umferð um göngin. Í við-
auka við reglugerð um
öryggiskröfur í jarðgöng-
um (nr. 992/2007) kemur
fram það mat, sem byggt
er á samevrópskum við-
miðum, að reisa beri tvö
aðskilin gangarör (vænt-
anlega með tveimur
akreinum í hvora átt) ef
áætlanir næstu 15 árin
sýna að dagsumferð-
in muni fara yfir 10.000
ökutæki í hvora átt. Þetta
er um fjórföld sú umferð
sem fer um Hvalfjarðargöng nú.
Miðað við framreiknaðar mann-
fjölda- og ferðamannaspár er úti-
lokað að umferðin um Hvalfjarð-
argöng aukist svo mikið næstu
15-30 árin.
Hörmuleg slys hafa orðið á
undan förnum árum í veggöngum
víðs vegar um heim sem hefur
leitt til þess að öryggiskröfur
hafa verið hertar sem hefur leitt
til fækkunar alvarlegra slysa.
Árið 1999 létust 39 manns í
hræðilegu slysi í Mont Blanc-
veggöngunum milli Frakklands
og Ítalíu. Göngin voru endurbyggð
frá grunni og eru nú talin ein þau
öruggustu í heimi. Þau eru rúm-
lega tvöfalt lengri en Hvalfjarð-
argöng en engu að síður aðeins
ein akrein í hvora átt. Þar gildir
bæði lágmarks- og hámarkshraði
(50–70 km/klst.) og áskilin er lág-
marksfjarlægð milli ökutækja við
akstur í gegnum göngin.
Í Frakklandi og á Ítalíu búa um
130 milljónir manna. Ef göng með
einni akrein í hvora átt nægja
þeim, er virkilega nauðsynlegt að
byggja tvíbreið göng hér á landi?
Í Noregi eru hátt í 900 veggöng,
flest einbreið.
Til framtíðar
Í stað tvöföldunar Hvalfjarðar-
ganga hlýtur meginverkefnið á
næstunni að vera aukið örygg-
ið, t.d. þarf að skoða byggingu
öryggisganga meðfram göngunum
og útgönguleiðir inn í þau á vissu
millibili. Þannig geti vegfarendur
yfirgefið aðalgöngin ef slys ber að
höndum. Einnig virðist loftgæðum
vera áfátt í Hvalfjarðargöngum.
Það er umhugsunarefni að gang-
andi vegfarendur og hjólreiða-
fólk geti ekki notfært sér göngin
nú. Vera má að lausn sé finnanleg
fyrir þessa vegfarendahópa.
Brýnt er að endurskoða reglur
um flutning á hættulegum farmi
um göngin, auka eftirlit og hækka
sektir við brotum, hvort heldur af
hálfu ökumanns eða rekstraraðila.
Það er vart til þjóðhagslega betri
fjárfesting en skynsamlegar fram-
kvæmdir í vegamálum. Bygging
hálendisvegar og Sundabrautar
er tvímælalaust dæmi um slíkar
framkvæmdir. Mikilvægt er að
raunhæft mat á umferðarmagni
sé lagt til grundvallar við undir-
búning framkvæmda.
Vonandi geta stjórnvöld,
sveitar félög og fjárfestar, eins og
lífeyris sjóðirnir, borið gæfu til
þess að beina kröftum sínum að
slíkum verkefnum og efla þann-
ig innviði samgöngukerfisins til
framtíðar.
Meðvitað öryggi í stað
breikkunar Hvalfjarðarganga
➜ Fyrir hagsmuna-
aðila í miðborginni
yrði viðlegukantur
fyrir skemmti-
ferðaskip mikil
vítamínsprauta sem
fæli það í sér að
göngufæri væri fyrir
tugþúsundir erlendra
ferðamanna.
FERÐAÞJÓNUSTA
Óskar Bergsson
sölufulltrúi
➜Ég vil taka það
fram að ég gerði mér
enga grein fyrir því
að pissustandið væri
eitthvað óeðlilegt,
það væri bara hluti af
því að eldast og væri
því eðlilegt ástand
en þar liggur mesta
hættan, sérstaklega
þegar þekkingin er ekki til
staðar en smá þrjóska.
HEILBRIGÐISMÁL
Jón H.
Guðmundsson
ellilífeyrisþegi
LANDBÚNAÐUR
Jón Þór Helgason
viðskiptafræðingur
➜ Landbúnaður er og
verður okkar grunnatvinnu-
vegur. Prófessor Þórólfur á
að hafa skoðanir á efnahags-
kerfi nu og benda á það sem
afl aga fer. Vandamál okkar
vegna landbúnaðarkerfi sins
eru smá miðað við önnur
vandamál okkar eins og
hæsta verðbólga í Vestur-
Evrópu árum saman...
SAMGÖNGUR
Birna
Hreiðarsdóttir
lögfræðingur og
framkvæmdastjóri
Norm Ráðgjafar ehf.
➜ Hörmuleg slys hafa orðið
á undanförnum árum í
veggöngum víðs vegar um
heim sem hefur leitt til þess
að öryggiskröfur hafa verið
hertar sem hefur leitt til
fækkunar alvarlegra slysa.