Fréttablaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 18
20. mars 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 18
ÁTÖK Í ÞINGINU Tilraunir lögreglu til
að endurheimta þinghúsið úr höndum
mótmælenda hafa ekki borið árangur.
NORDICPHOTOS/AFP
NEYTENDUR Fyrir tíu árum rak
Stefanía M. Aradóttir verslun og
flutti hún allar vörur inn. Eftir
hrun breyttist landslagið og
hefur hún nóg að gera við að taka
við flíkum í viðgerðir á Sauma-
stofu Íslands og sauma ullar-
flíkur fyrir túristabúðir.
„Fólk lét ekkert gera við flíkur
fyrir hrun enda var hlutfallslega
ódýrara að kaupa sér nýja flík þá
en núna,“ segir Stefanía. „Fólk
henti bara fötunum ef þau rifn-
uðu eða það vantaði rennilás. Í
dag margborgar sig að láta gera
við flíkina.“
Mjög margir leita til sauma-
stofunnar með vörur sem þeir
hefur pantað sér í gegnum
erlendu sölusíðuna Aliexpress.
„Þá þarf að stytta kjóla, breyta
hlýrum eða þrengja og víkka. Við
finnum sérstaklega fyrir þessu
fyrir jólin, ætli fólk sé ekki að
koma með jólafötin sem það
hefur pantað sér.“
Síðustu ár hefur einnig orðið
mikil aukning á sölu ullarvarn-
ings til ferðamannaverslana.
„Nýframleiðslan hefur aukist
mikið með auknum túrisma á
landinu. Við saumum til dæmis
húfur, grifflur og hettukjóla úr
ull sem eru mjög vinsælir hjá
ferðamönnum.“
Nýtni landans er greinilega
orðin mun meiri eftir hrun því
fyrir utan fataviðgerðir er nóg
að gera við viðgerðir á alls kyns
tjöldum. „Það eru margir sem
koma með tjöldin sín, fortjöld
á fellihýsum og annað slíkt til
að láta gera við. Enda eru þetta
rándýrar vörur og því töluverð
útgjöld að endurnýja ef óhapp
gerist.
Þessa dagana er vertíð á
saumastofunni vegna dimissjón-
búninga framhaldsskólanema.
Stefanía segir þó margar pant-
anir vera í bið vegna kennara-
verkfallsins. „Já, það er smá bið
núna því við vitum ekki hvernig
verkfallið fer. Fyrstu hóparnir
eiga að dimittera 11. apríl og
þeir búningar eru tilbúnir. Von-
andi leysist fljótt úr verkfallinu
svo krakkarnir fá tækifæri til að
nota búningana. Við erum bara
í startholunum með að byrja á
næstu búningum um leið og stað-
festing fæst frá krökkunum um
að þau ætli að dimittera.“
erlabjorg@frettabladid.is
Fleiri með flíkur í viðgerð
á saumastofum eftir hrun
Fyrir hrun var lítið að gera á saumastofum þar sem landinn virtist heldur kaupa sér nýja flík en að láta gera
við gamla. Nú er blússandi gangur hjá saumastofum, ekki síst við að breyta flíkum sem pantaðar hafa verið í
gegnum erlendar sölusíður. Það margborgar sig að láta gera við flíkurnar segir eigandi saumastofu.
DIMISSJÓN Þessa dagana eru dimissjónbúningar saumaðir af miklum móð
á saumastofunni þótt nokkrar pantanir séu í bið vegna óvissunnar sem fylgir
kennaraverkfallinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Nýframleiðslan hefur
aukist mikið með auknum
túrisma á landinu.
Stefanía M. Aradóttir
eigandi Saumastofu Íslands
HÁSKÓLINN Alls voru 1.064 ritrýndar
greinar eftir starfsmenn Háskóla Íslands
birtar árið 2012. Þá voru 732 akademískir
starfsmenn starfandi við stofnunina. Þetta
kemur fram í svari mennta- og menningar-
málaráðherra við fyrirspurn frá Haraldi
Benediktssyni, þingmanni Sjálfstæðis-
flokks, um rannsóknir akademískra starfs-
manna háskólanna.
Heilbrigðisvísindasvið og Verkfræði- og
náttúruvísindasvið fengu flestar greinar
birtar, eða 375 á hvora deild.
Rannsóknarstofnanir Háskóla Íslands
skrifuðu fæstar ritrýndar greinar, eða
aðeins 30. Mjög ólíkar hefðir eru varðandi
form rannsókna eftir deildum. Í sumum
deildum tíðkast styttri ritrýndar greinar
en í öðrum tíðkast umfangsmeiri verk.
Árið 2012 var rannsóknarvinna 42 pró-
sent af vinnuskyldu dósenta og lektora en
40 prósent af vinnuskyldu prófessora.
Um síðustu áramót breyttist vinnuskylda
annarra akademískra starfsmanna en pró-
fessora á þann hátt að nú þurfa lektorar og
dósentar að stunda rannsóknir til helmings
á móti kennslu. Þjónustuhlutverk þeirra
hefur verið skorið niður á móti.
- ssb
Akademískt starfsfólk Háskóla Íslands skilar að meðaltali ríflega einni ritrýndri grein á ári:
Rannsóknarstarf stundað af kappi í háskólum
GREINAR Rúmlega 700 akademískir starfsmenn HÍ skrifuðu
yfir 1.000 ritrýndar greinar árið 2012. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
UTANRÍKISMÁL Á næstu mánuðum
verður unnið mat á hagsmunum
Íslands af EES-samningnum og
verður áherslan lögð á að styrkja
samstarf við Noreg og Liechten-
stein á grundvelli EES-samn-
ingsins. Þetta er meðal þess sem
kemur fram í skýrslu Gunnars
Braga Sveinssonar utanríkisráð-
herra til Alþingis. Skýrslan verður
rædd á þingi í dag.
Í skýrslunni segir að mikil-
vægt sé að undirstrika að Evrópu-
stefnunni fylgi sérstök aðgerða-
áætlun um EES-samninginn, sem
felur í sér að gert verði átak í grein-
ingu löggjafar á vettvangi EES.
Þá kemur fram í skýrslunni að
það eigi að gera úttekt á skipulagi
þróunarsamvinnu, friðargæslu
og mannúðar- og neyðaraðstoðar
á vegum utanríkisráðuneytisins.
Markmiðið er að efla árangur og
skilvirkni í málaflokkum.
Frekari uppsagnir starfsmanna
í utanríkisráðuneytinu eru boð-
aðar. Gera á úttekt á húseignum
ráðuneytisins erlendis og meta
hvort hagstætt er sé að selja fleiri
eignir og finna ódýrari úrræði.
Því er velt upp hvort hægt verði
að efla samstarf við önnur Norður-
lönd um fyrirkomulag sendiráða
undir sama þaki. - jme
Utanríkisráðherra boðar frekari uppsagnir á árinu:
Samstarf um rekstur
íslenskra sendiráða
SKÝRSLA UTANRÍKISRÁÐHERRA
Ekkert annað mál er á dagkrá Alþingis
í dag en skýrsla utanríkisráðherra um
utaníkismál. FRÉTTABLAÐIÐ/DANIEL.
MENNTUN Niðurstöður úr Talna-
lykli, stærðfræðiskimun 3. bekkj-
ar grunnskóla, liggja nú fyrir.
Markmið skimunarinnar er að
finna þá nemendur sem líklegir
eru til að eiga erfitt með stærð-
fræðinám.
Um 94 prósent nemenda í 3.
bekk teljast ólíklegir til að þurfa
sérstakan stuðning í stærðfræði-
náminu en hlutfall þeirra sem
þurfa stuðning er 5,8 prósent.
Skimunin var lögð fyrir 36
reykvíska skóla í nóvember, en
niðurstöður eru einar þær bestu
frá 2003. - kóh
Mæla árangur í stærðfræði:
Um 94% þurfa
ekki stuðning
TAÍVAN Hundruð nemenda og
aðgerðasinna hafa ráðist inn í
og hertekið taívanska þinghúsið.
Aðgerðir lögreglu til endurheimt-
ar þinghússins hafa reynst árang-
urslausar að sögn BBC.
Ástæða mótmælanna er versl-
unarsamningur milli Kína og
Taívan sem ríkisstjórn Taívan
vill samþykkja. Mótmælendur
segja samninginn geta haft slæm
áhrif á taívanskt hagkerfi og
kalla eftir að hver klausa hans
verði grannskoðuð.
Samningurinn myndi heimila
ríkjunum tveimur að fjárfesta
frjálslegar í þjónustumörkuðum
hvort annars. - kóh
Órói vegna samnings:
Þing í höndum
mótmælenda
EGILSSTAÐIR
Aðgerðir vegna kattaplágu
Skipulags- og mannvirkjanefnd Fljóts-
dalshéraðs hefur samþykkt samhljóða
með handauppréttingu að bregðast við
athugasemdum um lausagöngu katta
og gera átak í því að fækka villiköttum í
þéttbýli í sveitarfélaginu.