Fréttablaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 22
20. mars 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR VIÐSKIPTI | 22 Heiðar Jónsson Förðunarfræðingur og Image designer kennari frá First Impressions í Bretlandi. Diplómagráða í litafræðum frá L’Oréal Paris. HÁRLITA RÁÐGJÖF Fimmtudagur 20. mars kl. 12-17 Lyfjum&heilsu Austurveri Föstudagur 21. mars kl. 12-17 Hagkaup Kringlunni Laugardagur 22. mars kl. 13-18 Hagkaup Smáralind Fáðu aðstoð við val á réttum litatón og leiðbeiningar um réttu s re n við eima árlitun Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 9-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfið Blaðberinn... Blaðberinn bíður þín Íslensk stjórnvöld sendu í gær frá sér tilkynningar þar sem varað er við hugsanlegri áhættu tengdri kaupum, varðveislu á eða viðskiptum með sýndar- fé, í tengslum við fyrirhugaða úthlutun til Íslendinga á tilbúnu stafrænu myntinni Auroracoin. Sýndarfé hefur víða rutt sér til rúms en notkun og viðskipti með það hafa hingað til verið afar tak- mörkuð hér á landi. Gildandi lög á Íslandi vernda neytendur ekki gegn tapi á sýndar fé. Að aðvöruninni standa Fjármálaeftirlitið, Seðlabankinn, Neytendastofa, fjármála- og efna- hagsráðuneytið og innanríkis- ráðuneytið. - fbj Vara við stafrænni mynt: Auroracoin út- hlutað á Íslandi Seðlabanki Íslands ákvað að hafna öllum til- boðum í gjaldeyrisútboðum bankans í fyrra- dag þegar eigendur aflandskróna vildu tals- vert meiri gjaldeyri fyrir sínar krónur en í síðasta útboði bankans í byrjun febrúar. Það leiddi til þess að of mikið verðbil var á milli tilboða í krónuútboði bankans og gjaldeyris- útboðinu. Þetta sagði Már Guðmundsson seðlabanka- stjóri á kynningarfundi bankans í gær þar sem farið var yfir vaxtaákvörðun bankans. „Í raun og veru hefði einungis verið hægt að para einn milljarð króna,“ bætti Már við og tók fram að þátttaka í útboðinu, svokall- aðri fjárfestingarleið Seðlabankans, hefði verið góð. Seðlabankanum bárust alls 98 tilboð, sam- tals að fjárhæð 33,1 milljón evra, í tveimur útboðum um kaup á evrum. Alls 24 tilboð að fjárhæð 16,2 milljarðar króna bárust í útboði um kaup á krónum fyrir evrur. „Við vitum af því að það er talsverð sam- þjöppun á aflandskrónumarkaðnum. Það getur stuðlað að strategískri hegðun. Það kann að hafa verið staðan nú,“ sagði Már. Hann minnti á að þrjú gjaldeyrisútboð eru á dagskrá dagana 14. maí, 24. júní og 2. september. - hg Of mikið verðbil var á milli tilboða í krónuútboði og gjaldeyrisútboði Seðlabanka Íslands í fyrradag: Vildu fá of mikið fyrir aflandskrónurnar Í SEÐLABANKANUM Már fór yfir ákvörðun peninga- stefnunefndar um að halda stýrivöxtum óbreyttum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Háir tollar eru lagðir á innfluttar franskar kartöflur, eða 76 prósent, samkvæmt núgildandi tollalögum. Á sama tíma er talið fullnægjandi að leggja 30 prósent toll á innfluttar kartöflur, sem ætla má að séu hið eiginlega verndarandlag landbún- aðarins. Aðeins eitt fyrirtæki, Kart- öfluverksmiðja Þykkvabæjar, fram- leiðir franskar kartöflur hér á landi. Samkvæmt tölum frá Capacent selur umrætt fyrirtæki árlega í kringum 200 tonn af frönskum kartöflum, sem er innan við tvö prósent af heildarframleiðslu kartaflna hérlendis ef miðað er við síðastliðin fimm ár. Þá er aðeins hluti af þeim frönsku kartöflum búinn til úr íslensku hráefni, þar sem Þykkvabær flytur einnig inn kartöflur erlendis frá til að mæta vaxandi eftirspurn neytenda, og notar þær í framleiðslu sína. Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræð- ingur hjá Félagi atvinnurekenda, telur þessa álagningu ekki rétt- lætanlega. „Samkvæmt okkar útreikningum nemur framleiðsla Þykkvabæjar á frönskum kartöflum, sem unnin er úr íslensku hráefni, innan við 5 pró- sentum af árlegri innanlandsneyslu á frönskum kartöflum. Það þýðir í raun að 76 prósenta ofurtollur er lagður á rúmlega 95 prósent af neyslu Íslendinga á frönskum kart- öflum, undir því yfirskyni að verið sé að vernda þau fimm prósent sem eftir standa,“ segir Björg Ásta. Að mati Bjargar Ástu er ekki unnt að halda því fram að verið sé að vernda hagsmuni neytenda með þessu. Bendir hún á að hærri toll- ar leiði til hærra vöruverðs og að í tilfelli franskra kartaflna sé verðið um það bil 45 prósentum hærra fyrir íslenska neytendur en það væri ella. Þær séu því umtalsvert dýrari. „Við hjá Félagi atvinnurekenda höfum lagt áherslu á að menn rugli ekki saman hagsmunum neytenda og einstakra framleiðenda. Í þessu tilfelli lýtur verndin að starfsemi eins fyrirtækis, sem vinnur vöru sína að stórum hluta úr erlendu hrá- efni. Íslenskir neytendur njóta ekki góðs af því, það eru þvert á móti þeir sem borga brúsann,“ segir Björg Ásta að lokum. fanney@frettabladid.is Ofurtollar á inn- fluttum frönskum Aðeins eitt fyrirtæki framleiðir franskar kartöflur hérlendis og annar innan við fimm prósentum af eftirspurn. Samt sem áður er 76 prósenta tollur á innfluttar franskar. Lögfræðingur Félags atvinnurekenda segir um ofurtolla að ræða. Embætti sérstaks saksóknara hefur ákveðið að kæra frávísun Héraðs- dóms í Aserta-málinu svokallaða til Hæstaréttar. „Við vorum ekki sammála niður- stöðu héraðsdóms og höfum ákveð- ið að kæra til Hæstaréttar og fá úrskurð þar,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Á föstudaginn vísaði Héraðs- dómur Reykjaness frá ákæru embættisins á hendur Karli Löve Jóhannssyni, Gísla Reynissyni, Markúsi Mána Michaelssyni Maute og Ólafi Sigmundssyni sem var gefið að sök að hafa brotið gróflega gegn lögum um gjaldeyrisviðskipti. Málinu var vísað frá vegna óskýr- leika í ákæru sérstaks saksóknara. Fjórmenningarnir voru ákærðir fyrir brot gegn lögum og reglum um gjaldeyrismál og almennum hegn- ingarlögum með því að hafa í sam- einingu, á tímabilinu 25. mars til 2. nóvember 2009 haft milligöngu um gjaldeyrisviðskipti hér á landi án lögmætrar heimildar eða leyfis frá Seðlabanka Íslands. Þá var þeim gefið að sök að hafa staðið í ólögmætum gjaldeyrisviðskiptum vegna fjármagnshreyfinga á milli landa með úttektum af reikningum í íslenskum krónum í fjármálafyrir- tækjum hér á landi. - fbj, kak Sérstakur saksóknari vill að Hæstiréttur úrskurði hvort ákæran sé óskýr: Kæra frávísun í Aserta-málinu ÓSAMMÁLA HÉRAÐSDÓMI Sérstakur saksóknari hefur kært frávísun í Aserta-mál- inu til Hæstaréttar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA NEYTENDUR TAPA Félag atvinnurekenda segir neytendur borga brúsann af ofur- tollum á franskar kartöflur. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Í þessu tilfelli lýtur verndin að starfsemi eins fyrirtækis, sem vinnur vöru sína að stórum hluta úr erlendu hráefni. Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræðingur hjá FA Kaupsýslumaðurinn Björgólfur Thor Björgólfsson mun senda frá sér bókina „Billions to Bust and Back“ þann 26. júní í sumar. Undirtitill bókarinnar er „How I made, lost and rebuilt a fortune“, og útleggst það á íslensku sem „Hvernig ég aflaði, glataði og endurheimti auðæfi mín“. Í lýsingu bókarinnar á vef Amazon segir að Landsbankinn hafi tekið Björgólf með sér í fallinu þegar hrunið skall á árið 2008. Innan árs hafi hann tapað 98,5 prósentum auðæva sinna og orðið blóraböggull í heimaland- inu fyrir að eiga þátt í hruninu. Hann hafi nú staðið í skilum við lánardrottna sína og sé orðinn milljarðamæringur enn á ný. - hva Væntanleg bók í sumar: Björgólfur Thor í bókaútgáfu Afkoma Sláturfélags Suðurlands (SS) á árinu 2013 var sú besta í 107 ára sögu félagsins. Hagnaður af rekstri SS var þá 466,2 milljónir króna samanborið við 463,1 milljónir árið 2012, sam- kvæmt ársskýrslu félagsins. Eigið fé SS var um 3,578 milljarðar og hækkaði um fjórtán prósent frá fyrra ári og um 440 starfsmenn störfuðu hjá félaginu. Í ársskýrslunni kemur einnig fram að SS slátraði á árinu 106.504 kindum, 5.879 nautgrip- um, 4.020 hrossum, 9.404 svínum og 2,1 milljón kjúklingum. - hg Hagnaður um 466 milljónir: Besta afkoma í 107 ára sögu SS SLÁTRAÐ SS flutti út um 421 tonn af kindakjöti árið 2013. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.