Fréttablaðið - 20.03.2014, Blaðsíða 70
20. mars 2014 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 58
„Það hafa mjög margar stelpur
haft samband við mig eftir að við-
talið við mig birtist í Fréttablaðinu
um daginn,“ segir þýski ljósmynd-
arinn Mirko Kraeft, sem er hér á
landi til þess að mynda lokaverk-
efni sitt við Berliner Technische
Kunsthoch schul. Hann auglýsti
eftir íslenskum konum sem væru
til í að sitja fyrir naktar í loka-
verkefni hans.
„Ég hef verið að aðstoða hann
allan þann tíma sem hann hefur
verið hér á landi og höfum við
þurft að segja oftar nei en já við
þær stelpur sem hafa sóst eftir
því að sitja fyrir hjá honum vegna
þess að hann er að leita að þessari
náttúrulegu íslenskri fegurð og er
hann með mjög ákveðna hugmynd í
huga. Hann er mjög fágaður í sinni
vinnu,“ segir Anna Kristín Arnar-
dóttir, sem er nemi í Ljósmynda-
skólanum og aðstoðarkona þýska
ljósmyndarans Mirko Kraeft.
Mirko er með ákveðnir hug-
myndir fyrir verkefnið sitt og sæk-
ist ekki eftir því að mynda hvaða
konu sem er, til að mynda hafa
ákveðnar stúlkur sem sótt hafa um
að sitja fyrir hjá honum ekki hent-
að, því sumar hafa verið með of
alþjóðlegt útlit, aðrar of kynþokka-
fullar og enn fleiri of venjulegar.
„Helstu vandræðin hafa verið
hversu margar stelpur eru feimnar,
þær eru oft hræddar um að mynd-
irnar fari fyrir allra augu. Það er
erfiðast að sannfæra stelpurnar
um að þær þurfi ekkert að óttast.
Ég mun gera skriflegan samning
við þær þar sem samið er um birt-
ingu myndanna, ef þær til dæmis
vilja ekki að myndirnar séu birtar
á Íslandi eða á internetinu þá er það
ekkert mál,“ segir Mirko.
Hann segir ferlið ekki vera
þannig að hann hitti stelpu, biðji
hana um að fara úr fötunum og
taki svo myndir, heldur að þetta
sé mun lengra og flóknara ferli.
„Ég fer hægt og rólega í þetta með
stelpurnar. Ég hitti þær fyrst og þá
ræðum við myndatökuna, við búum
til gott og þægilegt andrúmsloft.
Þetta á frekar að vera skemmti-
legt heldur en alvarlegt og frábært
tækifæri fyrir stelpurnar að sjá
sig frá öðru sjónarhorni,“ útskýrir
Mirko.
Hann er búinn að mynda eina
stelpu og gekk það mjög vel og í
vikunni mun hann síðan mynda
fjórar aðrar. „Ég myndaði rosalega
fallega stúlku, hún var ólétt og geisl-
aði öll. Hún var gráti næst þegar
hún sá myndirnar. Hún var svo óvön
að sjá sig svona náttúrulega. Hún
var mjög hugrökk.“ Mirko segir
margar fallegar stúlkur mála sig
of mikið og fela sig bak við þá nátt-
úrulegu fegurð sem hann leitar að.
„Þessi sería á að láta konur fá meira
sjálfstraust og sýna þeim hversu
fallegar þær eru, náttúrulegar.“
Verkefnið hans er styrkt af fyrir-
tækinu Leica sem er mjög framar-
lega í ljósmyndageiranum. Hann er
einnig styrktur af Bílaleigu Akur-
eyrar, Höldi. „Það voru margir
Íslendingar sem ég hitti, sem hlógu
að mér því ég var ekki á bíl og fór
allt fótgangandi, nú er ég kominn
með bíl,“ segir Mirko léttur í lundu.
Mirko, sem yfirgefur landið
undir lok mánaðarins, segist ætla
að koma aftur til þess að klára
verkefnið sitt. „Ég vil mynda nátt-
úrulega fegurð íslenskra kvenna
og einnig landslag sem hentar við-
komandi kvenmanni. Hvert verk er
í raun tvær myndir, ein af konu og
hin af landslagi sem minnir mig á
hverja konu fyrir sig. Ég hef ekki
náð að klára verkið sökum veðurs
og ætla að koma aftur í maí og
klára verkefnið.“
gunnarleo@frettabladid.is
„Cinema Paradiso. Hún er svo
óendanlega falleg og snertir
alla strengi í hjartanu, fyndin og
átakanleg í senn. Hún dekkar alla
liti tilfinningaregnbogans.“
Hallveig Rúnarsdóttir söngkona
BÍÓMYNDIN
„Ég er að tryllast úr spenningi.
Tjaldið er ótrúlega flott og er á lit-
inn eins og eldfjall með hraun renn-
andi niður hliðarnar. Við vildum
að það myndi passa inn í íslenskt
landslag án þess að tapa sirkus-
fílingnum,“ segir Margrét Erla
Maack hjá Sirkus Íslands. Sirkus-
inn efndi til söfnunar fyrir tjald-
inu á hópfjármögnunarvefnum
Karolinafund síðasta haust. Þar
söfnuðust sex og hálf milljón og
sirkusinn lagði fram meira en tvö-
falda þá upphæð til að kaupa tjald-
ið. Nú er tjaldið tilbúið og lagði af
stað til landsins frá Ítalíu í gær.
„Það kemur í byrjun apríl. Það
er mikið vesen að flytja það – ekki
aðeins til landsins heldur líka á
milli landshluta. Þegar það kemur
þurfum við að æfa okkur að setja
tjaldið upp og taka það aftur niður.
Þetta verður alvöru farandsirkus,“
segir Margrét en sirkusinn ætlar
í ferðalag um landið næsta sumar.
„Við höfum aldrei staðið undir
nafni sem Sirkus Íslands því sýn-
ingarnar okkar hafa verið bundnar
af því hvar er nógu stórt hús og
öðrum tæknilegum atriðum. Nú
getum við boðið upp á sýningar
um land allt og ég hlakka mikið
til að geta ekki farið í bað nema ég
hafi tíma til að fara í sund,“ segir
Margrét á léttu nótunum. Sirkusinn
leitar nú aftur til þjóðarinnar og
óskar eftir tillögum að nafni á nýja
tjaldið. Hugmyndir skulu sendar á
tjald@sirkusislands.is.
„Það er komið fullt af skemmti-
legum hugmyndum í púkk sem
ég vil ekki segja frá. Þegar tjald-
ið kemur til landsins ætlum við
að kasta í það kampavíni og skíra
það.“ - lkg
Sirkusinn leitar til landsmanna
Sirkus Íslands vantar nafn á glænýja sirkustjaldið sem er á leiðinni til landsins.
Í SKÝJUNUM Margrét er að vonum afar
spennt yfir komu tjaldsins.
Konukvöld 20. mars
í Smáralind
20% afsláttur af öllum vörum
Opið frá 10 til 23.
Jóna Birna
Ragnarsdóttirwww.opticalstudio.is
„Þetta var ótrúlega mikill heiður
að fá að spila á tónleikum með
svona stórum nöfnum,“ segir
Karin Sveinsdóttir, söngkona
sveitarinnar Highlands, sem
hún skipar ásamt Loga Pedro
Stefánssyni, en þau spiluðu á
Stopp – Gætum garðsins tónleik-
unum í Hörpu á þriðjudag.
Highlands komu fram á eftir
Björk og áður en Patti Smith steig
á svið. „Þetta voru bara þriðju
tónleikarnir okkar þannig að það
var stress að vera að spila þarna
mitt á milli Bjarkar og Patti
Smith, en það gekk vel. Þessir
tónleikar voru þeir stærstu sem
við höfum spilað á,“ segir Karin
jafnframt og heldur áfram. „Þeir
voru frábærir rétt eins og önnur
gigg sem við höfum verið á, við
skemmtum okkur alltaf jafn vel.“
Á tónleikunum kom fjöldinn
allur af listamönnum fram,
ásamt Patti Smith og Björk,
komu
fram Lykke Li, Retro Stefson,
Of Monsters and Men, Samaris,
Mammút og Highlands. Náttúru-
verndarsamtök Íslands og Land-
vernd stóðu fyrir tónleikunum,
en allir listamenn gáfu vinnu
sína.
Highlands spilar í Fönkþætt-
inum á X-inu í dag og spilar svo
á Ak extreme fyrstu helgina í
apríl. „Við erum líka alltaf að
vinna í nýrri tónlist þannig það
er alveg nóg að gera,“ segir hún.
Fyrsta smáskífa Highlands
kom út á þessu ári, en tónlistar-
veitan iTunes í Bandaríkjunum
mælti með henni á dögunum. „Við
höfum fengið gríðarlega góðar
viðtökur og það er ekkert nema
gaman að iTunes mæli með tón-
listinni okkar.“
olof@frettabladid.is
Kom fram á milli
tveggja goðsagna
Highlands kom fram í þriðja sinn á ferlinum á eft ir
Björk og á undan Patti Smith í Hörpu á þriðjudag.
KARIN SVEINSDÓTTIR LOGI PEDRO
HIGHLANDS
Karin Sveins-
dóttir og Logi
Pedro komu
fram í þriðja sinn
opinberlega á
tónleikunum í
Hörpu.
Er alls enginn perri
Þýski ljósmyndarinn Mirko Kraeft s sem auglýsti eft ir konum til þess að sitja
fyrir naktar hefur fengið góð viðbrögð. Hann fangar náttúrulega fegurð þeirra.
Það er
erfiðast að
sannfæra
stelpurnar
um að þær
þurfi
ekkert að
óttast.