Fréttablaðið - 05.04.2014, Page 49
| ATVINNA |
Labelling Manager
Lyfjaupplýsingadeild (Prescribing and Patient Information) tilheyrir
skráningarsviði og ber ábyrgð á gerð lyfjaupplýsinga þegar verið er að sækja um
markaðsleyfi fyrir lyf á alþjóðavísu sem og viðhald á lyfjaupplýsingum eftir veitingu markaðsleyfa.
Til lyfjaupplýsinga telst samantekt um eiginleika viðkomandi lyfs, áletrun umbúða og upplýsingar í
fylgiseðli sem ætlaður er notendum lyfsins. Megin samskiptatungumál deildarinnar er enska
og lyfjaupplýsingatextar eru unnir á ensku. Um er að ræða tímabundið starf til eins árs.
Helstu verkefni:
Gerð lyfjaupplýsinga vegna umsókna um markaðsleyfi
Viðhald lyfjaupplýsinga eftir veitingu markaðsleyfa
Tryggja að reglum, leiðbeiningum og fyrirmælum ESB/EES
sé fylgt hvað varðar lyfjaupplýsingar
Eftirfylgni með að verklagsreglum Actavis sé fylgt hvað
varðar lyfjaupplýsingar
Við leitum að einstaklingi
með háskólamenntun í lyfjafræði, læknisfræði
eða öðrum heilbrigðis-/lífvísindum
með mjög góða enskukunnáttu, önnur
tungumálakunnátta er kostur
með reynslu af textagerð
sem er nákvæmur og sjálfstæður
í vinnubrögðum
með góða almenna tölvukunnáttu
með þekkingu á lyfjaskráningum,
lyfjagát eða klínískum
rannsóknum
Actavis
er alþjóðlegt
fyrirtæki sem sérhæfir sig
í þróun, framleiðslu og sölu
hágæðasamheitalyfja. Fyrirtækið
er með starfsemi í yfir 60 löndum.
Hjá Actavis á Íslandi starfa
tæplega 800 starfsmenn
á ýmsum sviðum.
Starfið tilheyrir deildinni DRA Life Cycle Management
sem er á skráningarsviði. Hlutverk deildarinnar er að sjá um
breytingaumsóknir og almennt viðhald á markaðsleyfum Actavis lyfja
bæði fyrir viðskiptavini Actavis og eigið vörumerki hvort sem er innan eða utan
Evrópusambandsins.
Helstu verkefni:
Aðstoð við almenna skipulagningu breytingaumsókna
Uppfærslur í gagnagrunna
Aðstoð við upplýsingagjöf og ráðgjöf
Önnur verkefni er varða breytingaumsóknir
Við leitum að einstaklingi
með stúdentspróf eða lyfjatæknimenntun og reynslu sem nýtist í starfi
með mjög góða enskukunnáttu
með reynslu af skrifstofustörfum og erlendum samskiptum
sem er nákvæmur og sjálfstæður í vinnubrögðum
með góða tölvukunnáttu
Officer
Business Development Manager
Medis leitar að öflugum liðsmanni til að slást í hóp um 100 starfsmanna á Íslandi og erlendis.
Medis er eitt af dótturfyrirtækjum Actavis Group og annast sölu á lyfjum og lyfjahugviti fyrir samstæðuna
til annarra lyfjafyrirtækja. Velta fyrirtækisins er um 300 milljónir USD á ári og meðal viðskiptavina Medis eru
öll stærstu samheitalyfjafyrirtæki heims. Medis varð í þriðja sæti 462 fyrirtækja á Íslandi sem uppfylltu skilyrði sem
Creditinfo setti til að fá vottun sem Framúrskarandi fyrirtæki 2013. Medis lenti í fyrsta sæti árið 2011 og árið 2012.
Starfið tilheyrir Business Development deild Medis sem ber ábyrgð á markaðssetningu og sölu á lyfjatengdu hugviti og lyfjum
Actavis til annarra lyfjafyrirtækja um allan heim.
Ferilskrár fyrir þetta starf skulu vera á ensku.
Helstu verkefni:
Tilboðsgerð og samskipti við viðskiptavini
Samningaviðræður
Leit að nýjum viðskiptatækifærum, auk virkrar þátttöku í áætlanagerð
Samskipti við starfsfólk Medis og Actavis hérlendis sem erlendis
Við leitum að einstaklingi
með háskólamenntun í lyfjafræði eða sambærilega menntun
með starfsreynslu á sviði samningagerðar og krefjandi samskipta (kostur)
með mjög góða ensku- og tölvukunnáttu
sem vinnur vel undir álagi og hefur hæfni til að fylgja verkefnum eftir
sem býr yfir mikilli samstarfs- og skipulagshæfni
sem er sveigjanlegur og setur ferðalög ekki fyrir sig
Umsóknir óskast fylltar út á www.actavis.is,
undir Störf í boði fyrir 13. apríl nk.
Einungis er tekið á móti umsóknum á heimasíðu Actavis.
Nánari upplýsingar um störfin veita Jenný Sif Steingrímsdóttir,
jsteingrimsdottir@actavis.is og Ragnheiður Dögg Ísaksdóttir,
risaksdottir@actavis.is
Hjá Actavis bjóðum við upp á:
snyrtilegan og öruggan vinnustað
fjölskylduvænt starfsumhverfi
góðan starfsanda
gott mötuneyti
fræðslu og þjálfun
iðjuþjálfa, hjúkrunarfræðinga og lækni
sem sinna heilsuvernd starfsmanna
árlegan styrk til íþróttaiðkunar
auk fræðslustyrks
öflugt starfsmannafélag
Kíkið á
eiri laus störf á
www.actavis.is
Actavis Reykjavíkurvegi 76-78 220 Hafnarfirði
s 550 3300 f 550 3301 @ actavis@actavis.is
w www.actavis.is
LAUGARDAGUR 5. apríl 2014 5