Fréttablaðið - 10.04.2014, Side 10

Fréttablaðið - 10.04.2014, Side 10
10. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | VINSÆLDIR EINSTAKRA RÁÐHERRA Í ÞESSARI OG SÍÐUSTU RÍKISSTJÓRN BORNAR SAMAN 29% 30% 42% ASKÝRING | 10 MÆLING CAPACENT Á ÁNÆGJU MEÐ RÁÐHERRA: Brjánn Jónasson brjann@frettabladid.is Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðis- málaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra Sigurður Ingi Jóhannsson umhverfis- og auðlindaráðherra Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra Árni Páll Árnason félags- og trygg- ingamálaráðherra Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra 25% 27% 18% 32% 19% 14% 14% 17% 11% 17% 16% 35% 37% 34% 32% 30% 63% 56% 65% 33% 44% 52% 54% 53% Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra 28% 41%16% 15%56% 44% Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra Illugi Gunnarsson mennta- og menn- ingarmálaráðherra Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra Kristján L. Möller samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra Gylfi Magnússon efnahags- og við- skiptaráðherra Ragna Árnadóttir dómsmála- og mann- réttindaráðherra Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra 65% 23% 13% 50% 23% 41% 40% 29% 26% 22% 52% 24% 22% 54% 21% 25% 54% 20% 27% 54% 12% 36% 47% 22%26% 27% 46% Ánægð(ur) Hvorki né Óánægð(ur) Heimild: Capacent 25%32%44%25% 48%27% 25% 42%33% Meðaltal allra ráðherra Meðaltal allra ráðherra Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar rúmu ári eft ir kosningar, 8. apríl 2014. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur rúmu ári eft ir kosningar, 9. apríl 2010. 26% 22% 51% Katrín Jakobsdóttir mennta- og menn- ingarmálaráðherra Rúmur fjórðungur landsmanna er ánægður með störf ráðherra í ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar en um helmingur óánægður, samkvæmt könnun Capa- cent. Ánægjan með ráðherra ríkis- stjórnarinnar er minni en með ráð- herra í síðustu ríkisstjórn eftir rúmt ár í embætti. Capacent kannar reglulega ánægju fólks með störf ráðherra, síðast birti fyrirtækið niðurstöður slíkrar könnunar á þriðjudag. Sé meðaltal ráðherranna skoðað sést að um 26 prósent eru að meðal- tali ánægð með störf ráðherranna, 22 prósent eru hvorki ánægð né óánægð og 51 prósent er óánægt. Ánægjan með ráðherrana er minni en í könnun Capacent sem gerð var í apríl 2010. Þá hafði rík- isstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur setið í um það bil ár, eins og ríkis- stjórn Sigmundar Davíðs nú. Þá sögðust að meðaltali 29 prósent ánægð með ráðherrana, 30 prósent hvorki ánægð né óánægð en 42 pró- sent sögðust óánægð. „Það er aug- ljóst miðað við samanburðartímann, þetta fyrsta ár ríkisstjórnanna, að núverandi ríkisstjórn er óvinsælli en sú gamla,“ segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmála- fræði við Háskólann á Akureyri. Hann bendir á að utanþingsráð- herrarnir tveir, Gylfi Magnússon og Ragna Árnadóttir, hafi verið vinsæl- ustu ráðherrar fyrri stjórnar á þess- um tíma, og þeir hafi átt sinn þátt í að hífa upp ánægju með þá stjórn. Grétar segir að stjórn Jóhönnu hafi þegar steytt á fyrsta Icesave- skerinu þegar þarna var komið, og lítið hafi farið fyrir loforðum um norræna velferð og skjaldborg um heimilin. Á móti sé núverandi ríkis- stjórn búin að kynna niðurfellingu lána, sem hafi verið stærsta kosn- ingaloforð Framsóknarflokksins. Grétar segir litla ánægju með Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, vekja athygli. Það megi hugsanlega setja í sam- hengi við umdeilda þingsályktun- artillögu um slit aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Meiri ánægja með stjórn Jóhönnu Eftir árs setu er sitjandi ríkisstjórn orðin óvinsælli en fyrri stjórn eftir sama tíma í stjórnarráðinu. Óumdeildir utanþingsráðherrar hífðu upp vinsældir fyrri stjórnar, segir stjórnmálafræðingur. Litlar vinsældir Bjarna Benediktssonar gætu tengst tillögu um viðræðuslit við ESB.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.